Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Fréttir___________________________DV Játningar látins manns skekja frönsku þjóðina skjólstæðing sinn, tískukónginn Karl Lagerfeld, sem var í skatta- vandræðum. Fjármálaráðherra Frakklands hefur á hverju ári möguleika á að breyta skattaálagn- ingu. Grunur leikur á að mynd- bandið hafi verið greiði fyrir slíka þjónustu. Samkvæmt L’Express átti Karl Lagerfeld að greiða 300 milljón- Erlent fréttaljós ir franka í skatta en upphæðin var lækkuð í 50 milljónir. Lagerfeld seg- ist ekki hafa gert neinn samning við Strauss-Kahn. En franska blaðið Libération greindi frá því að tísku- kóngurinn hefði sagt i maí síðast- liðnum að skattamál hans hefðu leyst fyrir tilstilli Dominiques Forseti, sem sakaður er um spill- ingu, fjármálaráðherra, sem neydd- ist til að segja af sér, og tískukóng- ur, sem var þjakaður af sköttum, eru aðalpersónurnar í hneykslis- málinu sem nú skekur Frakkland. Það byrjaöi í síðustu viku þegar dagblaðið Le Monde birti innihald myndbandsupptöku með kaupsýslu- manninum Jean-Claude Méry er lést í fyrra. Méry, sem setið hafði í fangelsi fyrir að hafa skipulagt ólög- lega fjármögnun fyrir gaullistaflokk Jacques Chiracs forseta, greindi á myndbandsupptökunni frá því hvemig fjármögnunin hafði gengið fyrir sig. Hann sakaði einnig Chirac, þáverandi borgarstjóra Par- ísar, fyrir að hafa verið heilann á bak við allt kerfið. Á myndbandinu greinir Méry í smáatriðum frá því hvernig frönsk verktakafyrirtæki hafi á hverju ári á níunda áratugnum greitt stjóm- málamönnum hundruð mUljóna ís- lenskra króna til að fá opinbera samninga. Méry fullyrðir að Chirac hafi sjálfur verið á fundi 1986 þegar Méry afhenti gaullistum fimm millj- ónir franka í reiðufé. Méry heldur því einnig fram á myndbandinu að sósíalistaflokkurinn og kommún- istaflokkurinn hafi þegið greiðslur frá verktökum. flokksins á að hafa stýrt svindlinu og þar með hafi það hlotið blessun Chiracs. Fyrrverandi fiokksmenn og starfsmenn ráðhússins í Paris hafa við yfirheyrslur greint frá þvi hvernig komið var á kerfi 1989 til að tryggja Chirac sigur í 3. hverfi og þar með borgarstjórastöðuna. Sigur- inn var uppreisn æru fyrir Chirac eftir aö hann hafði tapað fyrir Frangois Mitterrand í forsetakosn- ingunum árinu áður. Kosninga- svindlinu á að hafa verið haldið áfram til ársins 1995. Til þess að geta greitt atkvæði i hverfum Parísar verða menn að hafa fasta búsetu í þeim. Til þess að sigra í 3. hverfi höfðu gaullistar samband við 800 til 900 stuðnings- menn, sem voru búsettir annars staðar, og fengu þá til að láta skrá sig á heimilisföng sem ekki voru til í 3. hverfi. Þegar sósíalistar komust að í ráðhúsi hverflsins 1995 fundu þeir af tilviljun í tölvu listana með stuðningsmönnunum og heimilis- fóngum þeirra. Fyrrverandi vald- hafar höfðu gleymt að eyða listun- um. Jean Tiberi, sem verið hefur borgarstjóri frá 1995, var endurkjör- inn 1997 þrátt fyrir staðfest kosn- ingasvindl í hans eigin hverfi, 5. hverfínu. Beðinn um að þegja Méry, sem varð að afplána fimm og hálfs mánaöar fangelsisdóm sam- tímis því sem aðrir sluppu, segir á myndbandinu frá því hvemig hon- um hafi hann fundist vera hunsað- ur af vinum sínum þegar hann kom úr fangelsinu. Hann segir einnig frá því aö honum hafi verið greint frá því að möguleikar Chiracs á sigri í forsetakosningunum 1995 væru undir því komnir að hann þegði um það sem hann vissi. Hneykslismálið tók nýja stefnu þegar netútgáfa vikuritsins L’Ex- press uppljóstraði að fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Dom- inique Strauss-Kahn, hefði fengið frumritiö að myndbandsupptök- unni. Strauss-Kahn er þegar bendl- aður við tvö önnur víðtæk spilling- armál og neyddist hann til að segja af sér síðastliðið haust. Þegar hann tók við myndbandinu síðastliðið vor var hann enn ráðherra í stjóm Lionels Jospins forsætisráðherra og stefndi að sigri sósíalista í París í komandi sveitastjórnarkosningum. Skattar tískukóngsins lækkaðir Strauss-Kahn fékk myndbandið af fyrrverandi samstarfsmanni sínum sem jafnframt hafði verið lögfræð- ingur Mérys. Lögfræöingurinn, Ala- in Belot, kom til fjármálaráðuneyt- isins til þess að ræða um annan Myndbandiö horfiö Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi fjármálaráöherra, viöurkennir aö hafa tekiö viö myndbandsupptökunni með játningum kaupsýslumannsins. Strauss- Kahn neitar aö hafa horft á myndbandiö og kveöst ekki vita hvar þaö er. verið ákærður nyti hann ekki frið- helgi. Bréf í bankahólfi Málið þótti enn sóðalegra þegar rannsóknarmenn staðfestu að fund- ust hefðu bréf i bankahólfi frá Méry til forsetans. í bréfunum, sem voru frá 1996, var vitnað í greiðslur sem Méry fékk fyrir að þegja. í bréfun- um kvartar Méry yfir því að hafa ekki fengið nógu mikið fé fyrir að kjafta ekki í ákæruvaldið. Um miðja þessa viku rak svo Gaullistaflokkurinn tímabundið Jean Tiberi, borgarstjóra Parísar, úr flokknum eftir að hann lýsti því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs gegn vilja flokksins. Bæði Tiberi og Chirac hafa verið sakaðir um margra ára kosninga- svindl í París. Fyrstu ásakanimar voru bomar fram 1989. Em gaullist- ar sakaðir um að hafa falsað kosn- ingalista í 3. hverfi í París. Forysta Vísar öllum ásökunum á bug Jacques Chirac Frakklandsforseti segir þaö fáránlega lygi aö hann hafi veriö viöstaddur er flokki hans voru greiddar 5 milljónir franka í mútur. Greiðsla Strauss-Kahn var ein af stjömun- um í stjóm Jospins og var oft nefnd- ur sem mögulegur arftaki hans. Sjálfur hafði Strauss-Kahn hug á að bjóða sig fram í sveitarstjórnar- kosningunum í París til að svipta hægri menn völdum í höfuðborg- inni. Borgarstjóraembættið þykir mikil valdastaða. Sigur í höfuðborg- inni kann að vera afgerandi fyrir möguleika flokkanna í forsetakosn- ingunum. En Strauss-Kahn sagði af sér í fyrrahaust í tengslum við greiðslur úr tryggingasjóði stúdenta árið 1997. Greiðslumar, um 7 milljónir íslenskra króna fyrir meint óunnin lögmannsstörf, fékk Strauss-Kahn fjórum mánuðum áður en hann varð fjármálaráðherra. Strauss-Kahn er einnig grunaður um að hafa beðið olíufyrirtækið Elf um að greiða ritara sínum, Evelyne Duval, 192 þúsund franka undir borðið árið 1993. Á tíunda áratugnum varði fyrirtækið 25 milljörðum franka til að smyrja stjórnmálamenn um allan heim. Þrátt fyrir að Frakkar séu farnir að venjast því að háttsettir stjórnmálamenn séu flæktir í umfangsmikil spiUingarmál þykir nýjasta málið haf haft svipuð áhrif og jarðskjálfti. Byggt á Le Monde, Sunday Times, Reuter o.fl. Tískukóngurinn fékk skattalækkun Lögmaöur tískukóngsins Karls Lagerfelds fór á fund fjármálaráöherrans. Lögmaöurinn afhenti ráðherranum myndband meö upplýsingum um gaullista. Skömmu seinna voru skattar tískukóngsins lækkaðir. Strauss-Kahns. Lögreglan gerði-á mánudagskvöld húsleit á heimili og skrifstofu Strauss-Kahn en myndbandið fannst ekki. Á þriðjudag hófst rann- sókn á þætti fjármálaráðherrans fyrrverandi í málinu. Hann er með- al annars grunaður um að hafa leynt sönnunargögnum. Strauss- Kahn viðurkennir aö hafa tekið við myndbandinu en kveðst aldrei hafa horft á það. Auk þess segist hann ekki vita hvað varð af því. Chfrac vísar öllum ásökunum á bugs Nú eiga þrír rannsóknardómarar að úrskurða hvort afhjúpanimar leiði til nýrra ákæra í mútumálinu sem verið hefur í gangi í sex ár. Chirac forseti nýtur þó algerrar friðhelgi á meðan hann situr á for- setastóli, einnig vegna mála frá því áður hann tók við embættinu. Hneykslið getur þó haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Chirac á stjóm- málasviðinu. Hann hefur vísað öll- um ásökvmum á bug og segir þær fá- ránlegar lygar. Forsetinn sagði á dögunum: „í gær var á kreiki orörómur um að ég væri haldinn alvarlegum sjúkdómi. í dag er látinn maður fenginn til að tala um atburöi sem eiga að hafa gerst fyrir 14 árum. Þetta gerist nokkrum dögum fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna." Ýmsir stjómmálamenn eru þeirr- ar skoðunar að uppljóstrunin um myndbandsupptökuna sé liður í baráttunni um forsetaembættið. Forsetakosningar verða í Frakk- landi árið 2002. Leiðtogi GauUistaflokksins, Michéle Alliot-Marie, hefur gefið í skyn að játning Strauss-Kahns um að hafa haft myndbandið undir höndum gefi til kynna að Jospin hafi átt þátt í samsæri gegn forset- anum. Menn forsætisráðherrans sögðu hins vegar að Chirac hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.