Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað__________________x>V Þjóðhetjurnar okkar þrjár - íslenska afreksfólkið í Sydney segir frá sorgum og sigrum, vináttu, vonbrigðum og framtíðinni Nú er gaman að vera íslend- ingur. Hjarta okkar er fúllt af þjóöarstolti því aldrei áður hafa íþróttahetjur okkar sýnt eins glæsilegan árangur og á Ólympíuleik- unum í Sydney sem nú eru senn að baki. Árangur Völu Flosadóttur, Amar Amarsonar og Guðrúnar Amardóttur er hjá hverju og einu besti árangur sem íslendingur hefur náð í sinni grein. Það má segja að við höfum fengið forsmekkinn af nokkurs konar sigur- vímu þegar öm Amarson varð í fjórða sæti í sundkeppni og þjóðinni fannst eins og draumur hefði ræst. Síðan stökk Vala Flosadóttir eins og ekkert væri upp í þriðja sæti í stangarstökki og fyrsta medalían, siðan Bjami Frið- riksson júdókappi jarðvarpaði mönn- um fyrir 16 árum, var staðreynd. Guð- rún Amardóttir lauk síðan glæsilegum hlaupaferli sínum með því að þjóta í sjöunda sætiö í úrslitum í grinda- hlaupi og verður þannig fyrst Islend- inga tii að komast í úrslit í hlaupa- greinum á leikum sem þessum. Þessar þrjár þjóðhetjur era því staddar á ólíkum stað á sínum íþrótta- ferli. Vala og Öm era bæði ung og hafa þegar skipað sér í fremstu röð og af þeim má vænta frekari afreka þar sem þau munu án efa keppa á fleiri Ólymp- íuleikum en þessum. Guðrún er hins vegar að ljúka sínum ferli. Blaðamaður DV í Sydney myndaði þjóðhetjumar þijár og spjailaði við þær Guðrúnu Amardóttur og Völu Flosadóttur um sigurinn og framtíð- ina. Völu dreymdi um verölaun Árangur Völu hefur vakið gríðar- lega athygli í Ástralíu og fjöldi fólks sér ástæðu til að stoppa hana á götum úti og óska henni tU hamingju og varð blaðamaður vitni að nokkrum slíkum tUvikum. Gastu fyrir fram gert þér í hugar- lund eitthvað þessu likt sem raunin er orðm nú? Öm Arnarson synti í Qórða sæti í sinni grein Örn hefur buslaö í laug frá því hann var ungbarn, afkomandi sundgarpa í þrjár kynslóöir. Hann á eftir aö kepþa á 2-3 Ólymþíu- leikum ef vel gengur. Hann er íþróttamaöur sem á mikiö eftir enn en sagöi í samtali viö DV aö hann vildi eiga líf eftir sundiö. DV-MYNDIR PJÉTUR Guörún Arnardóttir svífur yfir grindurnar í sínu síöasta hlaupi „Þaö kom mér alls ekki spánskt fyrir sjónir að fá bréf frá Vésteini þar sem voru ieiðbeiningar um það hvernig þeir keppendur sem unnu til verðlauna ættu aö haga sér viö verölaunaafhendingu." „Nei, en þaö var draumurinn að standa á verðlaunapaUi. Ég kom hing- að með því hugarfari að gera mitt besta og tókst það svo sannarlega. Ég hugsa hins vegar ekki þannig fyrir fram að ég ætli mér að ná einhveiju ákveðnu sæti en að sjálfsögðu er það frábært að standa á verðlaunapaUi fyr- ir framan 112 þúsund manns.“ Nú hefur ykkur Guðrúnu gengið mjög vel og eftir því tekið en það gekk ekki eins vel hjá sumum öðrum. Hafa áfóU annarra áhrif á keppni þeirra sem á eftir koma? Engimi veit hve álagiö er mikiö „Það besta við þennan hóp er hvaö andinn í honum er góður og við sýn- um hvert öðra mikinn og góðan stuðn- ing, sama hvemig gengið hefur. Þetta sýnir að íþróttimar era eins og lífið sjáUt, það gengur upp og niður. Stund- um gengur manni vel og stundum ekki og lífið er ekki aUtaf eins og maður viU hafa það. Það er afrek að komast á Ólympíuleika og aUir hafa lagt gríðar- lega mikið á sig tU að komast hingað. SkyndUega rennur siðan upp sú stund að maður þarf að framkvæma og þá má ekki mikið út af bera. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyr- ir því hvað þetta er mikið álag og hvað það er mikið sem þarf að smeila sam- an á réttri stundu.“ Vala segir að hún hafi heldur betur þurft að sæta áfóUum á sínum ferU. „Það er kannski mest þá sem maður þarf á stuðningi að halda.“ Á hvaða tímapunkti fmnur þú mest fyrir þessu álagi? „Það er oftast rétt fyrir keppnina þar sem maður er að bíða eftir að hún hefjist, en þegar í keppnina er komið Örn Arnarson í sjöunda himni eftir sundiö Fyrir fram var Örn gagnrýndur fyrir aö vera aöallega „25 metra maöur” og heföi aldrei náö árangri í 50 metra laug. Örn þaggaöi eftirminnilega niöur í þessum gagnrýnisröddum og segist eiga góöa möguleika á að keppa á tvennum Ólympíuleikum í viöbót. breytist það aðeins. Þá er maður kom- inn á staðinn og hefur möguleika tU þess að breyta hlutunum og bregðast við aðstæðum." Var Vala aö ganga af göfluiv um? Þeir sem fylgdust með úrslitakeppn- inni í stangarstökkinu hefðu margir getað spurt sig hvort Vala Flosadóttir væri að ganga af göflunum. Þú gekkst um syngjandi og traUandi: „Ég held að stelpumar sem vora að keppa með mér hafi verið famar að halda það,“ segir Vala og hlær. „Þetta var bara svo rosalega gaman og ég naut þess að vera inni á vellinum við þessar aðstæður. Það var dúndrandi tónlist í hátölurum og mér fannst það sjálfsagt mál að syngja með tU að kýla upp stemninguna hjá mér.“ Ekki bara innanhúss Nú hefur þú verið gagnrýnd dálítið fyrir það að þú haflr kannski aðeins staðið þig vel á innanhússmótum en nú nærð þú í verðlaun á Ólympíuleik- um sem era stærsta utanhússmót í fijálsum íþróttum. „Ég hef heyrt þessa gagnrýni og hef sjálf leitt hugann að þessu líka. Það var staðreynd fram að þessu að ég hef náð miklu betri og jafnari árangri inn- anhúss. Aðstæður innanhúss era aUtaf eins og auðveldara að halda stöðugu jafhvægi í stökkunum. Mér þótti mjög gott að geta sýnt það nú að ég get þetta líka utanhúss." Hvemig tekur þú gagnrýni? „Það er aUtaf gott að fá gagnrýni á meðan hún er uppbyggjandi og maður þarf á henni að halda tU að geta bætt sig og breytt hlutunum. Maður getur hins vegar ekki verið að velta fyrir sér ósanngjamri gagnrýni. Ég tek eftir henni en ég velti mér aUs ekki upp úr henni." Ltfið er stangarstökk Snýst líf þitt aðeins um stangar- stökk? „Já, þaö hefúr gert það. Þetta er sól- arhringsstarf en ég hef þó reynt að stunda nám með. Ég hef samt ekki get- að sinnt því að fúUu og hef því aðeins verið í hálfu námi og mun halda því áfram.“ Nú hafa heyrst raddir þess efúis að þú sért á leið tU Bandaríkjanna tU að setjast þar tU æfrnga? „Það hefúr ekkert verið ákveðið um framhaldið á þeim nótum. Nú er ég í minni hvUd og leyfi hlutunum að malla og er ekkgrt að stressa mig neitt yfir því. Ég hef ekkert spáð í það hvaða tíma ég ætla mínum ferli. Það fer bara eftir því hvað líkaminn og hugurinn komast áfram. Meðan þetta er gaman held ég áfram." Hvemig heldurðu að það verði að keppa á mótum hér eftir þar sem era ekki 112 þúsund manns á veUinum og tónlistin ekki eins hávær og hér var? „Það verður eflaust góð tUfinning líka en hún verður öðravísi. Þetta þarf ekki aUtaf að vera eins og það sé ekk- ert gaman nema hlutimir séu dálítið frábrugðnir." Hvaö segir Vala um Guðrúnu, vinkonu sína? Það hefur verið tekið eftir því i kringum Ólympíuleikana að myndast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.