Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 44
>2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV • 'u. . Hæfileikaríkur Sean Penn er frægur að endemum fyr- ir viðskipti sín við fjölmiölafólk. Hann er skap- bráður og vill halda einkalífi sínu fyrir sig. Hann tekur það óstinnt upp þegar honum finnst gula pressan gerast of nærgöngul, en alræmd handalögmál hans við blaðamenn og ljós- myndara hafa aðeins beint kast- ljósinu að honum í enn meiri mæli. Há- marki náðu vandræði hans í fjöl- miðlafár- inu í kringum hjónaband og kon- unnar Madonnu. Hin síðari ár hefur hon- um þó að mestu tekist að stilla skapi sinu í hóf og nú eru blaða- menn famir að fjalla meira um þá augljósu staðreynd að hann er í hópi bestu leikara í Hollywood og hefur reyndar verið það undanfarna tvo áratugi, þótt skapofsi hans hafi lengi vel vakið meiri athygli en leik- hæfileikarnir. Brimbrettagæi Sean Penn, sem varð fertugur í ágúst, er innfæddur Hollywood-búi. Faðir hans er leikstjórinn Leo Penn og móðir hans er leikkona, Eileen Ryan að nafni, en hún hætti að vinna þegar hann fæddist. Yngri bróðir hans, Christopher Penn, er einnig þekktur leikari, en eldri bróðir hans er tónlistarmaður. Þeir bræðurnir dunduðu sér við að gera stuttmyndir á Super-8 vélar ásamt öðrum krökkum í hverfmu, þ.á.m. bræörunum Charlie Sheen og Emil- io Estevez, en það voru þó brim- brettasiglingar sem áttu hug hans allan. Það varð þó úr að hann hóf leiklistarnám og fór að sjást í smá- hlutverkum í sjónvarpi undir lok áttunda áratugarins. Ekki fannst honum þessi hlutverk merkileg og hann ákvað að skella sér í leikhús- lífið í New York, þar sem hlutverk í Broadway-uppfærslu leiddi til til- boðs um kvikmyndaleik. í Taps (1981) var Timothy Hutton í aðalhlutverki og nýliðarnir Sean Penn og Tom Cruise í aukahlut- verkum, en Sean Penn stal senunni og vakti strax athygli kvikmynda- spekúlanta í sinni fyrstu mynd. Hann varð síðan stjarna með öðrum senuþjófnaði í hlutverki brimbretta- töffara í Fast Times at Ridgemont High (1982). Hann hafnaði síðan mörgum áþekkum hlutverkum og tók að sér fjölbreytt hlutverk í myndum sem ekki gengu allar vel, en hann hlaut jafnan góða dóma fyr- ir leik sinn. í njósnadramanu The Falcon and the Snowman (1984) gerði hann Timothy Hutton aftur þann grikk að stela af honum sen- unni. í At Close Range (1986) lék hann með bróður sínum og móður, en um svipað leyti kynntist hann Madonnu, sem átti lag í myndinni, og þau giftust árið 1985. Fjölmiðlasirkus Hjónaband þeirra varð storma- samt. Öfugt við Sean Penn þreifst Madonna á fjölmiðlaathyglinni, enda var hún að skjótast á toppinn sem poppstjarna um þetta leyti, en jafnvel henni þótti nóg um þegar mest gekk á. Brúðkaupið snerist upp í fjölmiðlasirkus, þar sem Sean Penn var sagður hafa skotið upp í loftið að þyrlum sem ljósmyndarar notuðu til að ná myndum. Hann var stöðugt að lenda í slagsmálum og þurfti að lokum að sitja af sér 32 daga í fangelsi fyrir likamsárás. Hjónabandið þoldi ekki pressuna og skötuhjúin skildu að skiptum. Sean Penn ákvað að lokum að leggja kvikmyndaleik á hilluna og snúa sér að leikstjóm, sagðist þreyttur á því að leika. Hann á að baki tvær myndir sem leikstjóri, The Indian Runner (1991) og The Crossing Gu- ard (1995). Hann stóð þó ekki við stóru orðin og hefur leikið í fjölda mynda síðustu árin. Hvort sem þakka má sambandi hans við Robin Wright, sem hófst 1991, eða meiri starfsánægju í leik- stjórnarverkefnum hans virðist Sean Penn orðinn sáttari við lifið og tilveruna. Undanfarinn áratug hef- ur hann leikið í fjölda mynda og oft- ar en ekki hlotið mikið lof fyrir leik sinn, einna mest fyrir hlutverk fanga á dauðadeild í Dead Man Walking (1995), en fyrir það var hann tilnefndur til óskarsverðlauna og það var reyndar algjör hneisa að hann skyldi ekki hreppa þau. Sean Penn er nú að leggja lokahönd á þriðju mynd sína, The Pledge, um lögreglumann sem sver að ná morð- ingja ungs barns, en í myndinni er sægur frægra leikara, þ.á.m. Ben- icio Del Toro, Aaron Eckhart, Helen Mirren, Jack Nicholson, Vanessa Redgrave, Mickey Rourke, Sam Shepard, Harry Dean Stanton, eigin- kona hans, Robin Wright, og móðir hans, Eileen Ryan. Pétur Jónasson Klassískt myndband skaphundur Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Neal Sund- ström. Aöalhlutverk: Tobie Cronjé, Philip Moolman, Lizz Meiring, Gilda Blacher, Gys de Villiers og Val Donald Bell. S- afrfsk, 2000. Leyfð fyrir alla aldurshópa. Fjör í fjölbraut falla í pytt þeirrar heimsku og subbuskapar sem einkennir flestar unglingamyndir. Það er mjög gaman að fylgjast með leikurunum en það ótrúlega margir þeirra áttu eftir að verða stjörnur. I litlum hiutverkum má sjá m.a. Anthony Edwards, Eric Stoltz, Forest Whitaker og Nicholas Cage (en maður þarf reyndar að vera vel vakandi til að missa ekki af honum). Aðalhlutverkin eru í hönd- um Jennifer Jason Leigh og Judge Reinhold og þau standa sig með prýði en samt er það Sean Penn sem er stjarna myndarinnar og eftir- minnilegustu senumar eru af við- skiptum hans við sögukennarann, afar skemmtilega túlkaðan af Ray Walston. Eini gallinn er að tenging persónunnar sem Sean Penn leikur er lítil sem engin við hinar persón- umar. Bestu atriði myndarinnar koma þvi söguþræði hennar lítiö við. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Amy Heckerling. Aöalhlutverk: Jennifer Jason Leigh, Judge Rein- hold, Sean Penn, Robert Roman- us, Brian Backer, Phoebe Cates og Ray Walston. Bandarísk, 1982. Lengd: 92 mín. Pétur Jónasson Fast Times at Ridgemont High - ★★★ - í lok áttunda áratugarins kom út skáldsagan Fast Times at Ridgemont High eftir Cameron Crowe. Hann notfærði sér unglegt útlit til að þykjast vera táningur í skóla og notaði þessa vettvangs- rannsókn til að skrifa bók sína. Hann skrifaði síðan með Jonathan Roberts kvikmyndahandrit, byggt á bók sinni, og Amy Heckerling leik- stýrði. Myndin sló i gegn og kynnti til sögunnar haug af nýjum ungstjörnum. Hún varð um leið fyr- irmynd fjölda eftirlíkinga næstu árin sem í flestum tilfellum stóðu henni langt að baki. Myndin gerist á einu ári og segir frá nokkrum nemendum við Ridgemont High. Mesta áherslan er á Stacy Hamilton (Jennifer Jason Leigh) sem er að kynnast kynlífi í fyrsta sinn. Við sögu koma bróðir hennar (Judge Reinhold), sem er mjög upptekinn af eigin velgengni og bílnum sínum, vinkona hennar og ástamálaráðgjafi (Phoebe Cates), klaufalegur aðdáandi (Brian Backer) og svalur töffari (Mike Damone) sem hún hrífst af um stundarsakir. Þá er einnig sagt frá ævintýrum hins sískakka brim- brettagæja, Jeffs Spicoli (Sean Penn) og þá sérstaklega samskipt- um hans við strangan og kaldhæð- inn sögukennara (Ray Walston). Eftirhermunum reyndist erfitt að hitta á réttu blönduna af villtu fjöri og gríni annars vegar, og vitrænni umfiöllun um málefni hins vegar. John Hughes komst nálægt því með myndum eins og Breakfast Club og Pretty in Pink, en flestar eftirherm- urnar lögðu mesta áherslu á grodda- legan húmor og kynlífsbrandara. Fast Times at Ridgemont High nær einhvem veginn að sýna uppreisn- argirni og virðingarleysi án þess að Misjafn er sauðurinn Ég hef engan veginn séð margar s-afrískar myndir þannig að áhuga- vert var að sjá eina slíka. Sem betur fer eru ekki allar s-afrískar myndir eins og þessi. Myndin á sér nokkra ágæta punkta og batnar eftir því :em á líður en það fer allt of mikið púður í upphaf sögunnar og fáran- leika persónanna. Hazel Levin er leikari. Þar sem hana hefur vantað vinnu um tíma jkveður hún að taka hlutverki sem henni býðst í Höfðaborg. Á leið sinni þangað verður blll hennar bensín- laus, ekki langt frá smábæ er heitir Eden, og fyrir undarleg örlög lendir Hazel í að taka þátt í líkfylgd. Það hef- ur svo sannarlega meiri áhrif á fram- vindu mála en Hazel, eða nokkur ann- ar, gerði sér grein fyrir. Sumar persönurnar eru nokkuð fyndnar, t.a.m. er karakterinn Oom nokkuð sniöugur. Hins vegar er allt of mikið af „skrýtnu" fólki. Það er eins og verið sé að tína til saman- safn furðulegra manneskja. Auðvit- að á það að lýsa samfélaginu í Eden en nokkuð langt er gengið í þeim öfgum. Það eru brestir á að aðallei- konan sé nógu góð til að fara með aðalhlutverk og skemmir það nokk- uð fyrir. Það eru örfáar fyndnar senur sem halda myndinni á floti. Hægt að hafa gaman af sé maður sérstaklega jákvæður. -GG Inside Out ★ Á m IVIyndliandagagnrýni The Talented Mr. Ripley ★★★ |S|jf Yndislegur karakt- er herra Ripleys Matt Damon hitti á óskarshlutverk leikara þegar hann fékk hlutverk hins hæfileikaríka Tom Ripleys. Hann nýtir það í óteljandi smáatriði sem koma fram í látbragði og atgervi Toms. Aðr- ar persónur myndarinnar bjóða ekki upp á eins skemmtilega túlkun . Tom Ripley er fátækur klósettvörður í New York. Hann getur þó spilað á pí- anó og fyrir vikið býðst honum að leika á eitt slikt í garðveislu hjá rika fólkinu. Hann er í jakka merktum Princeton- háskólanum, þar sem sá sem uppruna- lega átti að leika á píanóið var í þeim skóla. Auðkýfmgurinn Greenleaf spyr Tom hvort hann þekki son sinn Dickie, sem var einnig í Princeton. I stað þess að neita því svarar Tom játandi. Fýrir vikið býður auðkýfmgurinn Tom pen- inga til að fara til Ítalíu og telja Dickie á að snúa aftur heim. Það eina sem Tom kemst að raun um varðandi Dickie er að hann er mikiil djassáhuga- maður. Þrátt fyrir góðan hóp leikara og nokkuð failegt umhverfi dugar það ekki til er varðar skemmtanagildi myndarinnar. Hún er alveg ótrúlega leiðinleg að minu mati. Hins vegar er hún vel sett fram og leikararnir flestir prýðilegir með Matt Damon í farar- broddi. Philip Seymour Hoffman leikur einnig nokkuð skemmtilegan karakter. Undirspenna myndarinnar er örhtið of væg til að ná upp almennilegri spennu. -GG Útgefandl: Skífan. Leikstjóri: Anthony Ming- hella. Aöalhlutverk: Matt Damon, Gwyneth Pal- trow og Jude Law. Bandarísk, 1999. Lengd: 139 mín. Bonnuö innan 16 ára. Ástarævintýri meö hermönnum Sumar myndir eru svo einkennilegar að það getur verið erfitt að átta sig á því um hvað þær fialla. Brand New World er slík mynd.Sögusviðið er einhver eyja einhvers staðar sem Bretar hafa hemumið. Til að létta lundina í her- mönnunum, sem þar eru staðsettir, lokk- ar rikisstjómin ungar konur þangað með loforðum um ástir og ævintýri með hermönnunum, með þeim afleiðingum að spenna magnast milli kvennanna, hermannanna, og eyjaskeggja. Persónumar em sumar hverjar svo undarlegar að erfitt er að taka þær al- varlega og mikil dulúð er í frásögninni. Myndin virkar þannig fremur absúrd og maður hefur jafnan á tilfinningunni að meira búi að baki en sést á yfirborðinu. Því miður er meiningin í verkinu svo óljós að maður verður hálfþreyttur á því og ég var fremur óánægður með sögu- lokin. Hins vegar em margir áhugaverð- ir punktar í sögunni, kvikmyndatakan er flott og dregur vel fram fegurðina á hrjóstmgri eynni og leikhópurinn er sterkur. Sérstaklega ná Ray Winstone og Charlie Creed Miles (sem léku saman í Nil By Mouth) að skapa eftirminnilegar persónur. í reynd er myndin fremur leiðinleg á að horfa en því er ekki að neita að hún skilur eftir sig minningar sem er meira en hægt er að segja um margar aðrar. -PJ Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Roberta Hanley. Aðalhlutverk: Guy Pearce, Charlie Creed-Miles, Sarah-Jane Potts, Ray Winstone og Emily Lloyd. Bresk, 1998. Lengd: 102 m?n. Bönnuð innan 16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.