Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 37 Guðrún Arnardóttir og Vala Rosadóttir eru báðar þjóðhetjur á íslandi Þær eru góðar vinkonur og milli þeirra hafa myndast sterk tengsl. Þær hafa veitt hvor annarri styrk á erfiöum stundum sem byggist á skilningi þeirra á hinu erfiöa hlutverki afreksmanna í íþróttum. Helgarblað I hafa sterkt tengsl og vinátta milli þeirra Völu Flosadóttur og Guörúnar Amardóttir. Þær svara hér á eftir spumingum um hvemig á því standi að þessi tengsl hafa myndast og álit þeirra á því hvað í fari þeirra geri þær að þeim íþróttamönnum sem reyndin er. „Guðrún er bara alveg einstök manneskja, góð í sér og hefur geflð mér mikinn styrk. Hún er alltaf svo já- kvæð og full af lífi og fjöri og smitar þvi ótrúlega mikið út frá sér. Ég myndi segja að það væri mikil þrautseigja og hún gefur sig algjörlega í það sem hún er að gera. Ég segi það að við eigum ekki eftir að sleppa henni úr þessum hópi. Hún á eftir að vera stuðn- ingsmaður og andlegur fararstjóri í keppnisferðum framtíðarinnar." Guðrún um Völu „Við Vala og Þórey höfúm eytt mikl- um tíma saman undanfarin ár, bæði í Stokkiö af gleði Meöan Vala söng viö sjálfa sig meöan á keþpninni stóö sat ís- lenska þjóöin nötrandi af spenn- ingi fyrir framan sjónvarpiö. Þaö fór siguröskur um allt samfélagiö þegar úrslitin iágu fyrir. Guðrún Arnardóttir á fleygiferð Þaö má segja aö Guörún Ijúki sínum ferli meö stæl því árangur hennar er sá besti sem ísiendingur hefur náö í hlaupagreinum á Ólympíuleikum. Guörún mun nú hengja upp hlaupa- skóna, giftast bandarískum sleggjukastara og fiytja til Ameríku. æfmgabúðum og á mótum, og við höf- um náð að hristast saman. Við vitum hvað við höfum géngið í gegnum og að þetta hafi ekki alltaf verið dans á rós- um. Það má segja að það sé samkennd- in sem hefúr leitt okkur saman. Við gleðjumst saman og við grátum sam- an. Vala býr yflr rosalegri eljusemi, bæði á æfingum og utan þeirra. Þá er það þessi hreini persónuleiki sem hún er. Hún hefur báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að hún stökkvi yfir 4,5 metra. Þar sannar hún best máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama og að góður skrokkur gerir ekkert nema hugurinn sé í lagi. Það með hvaða hug- arfari Vala kom til leiks sýnir best hvað hugarástandið skiptir miklu máli og hvað það getur fleytt manni langt.“ Guðtún kveður völlinn „Það er frábært að fá að vera með í þessum Ólympíuleikum og eiga þátt í því að ná þessum frábæra árangri sem raun ber vitni. Ég verð að segja alveg eins og er að ég bjóst alveg við þessum árangri. Ég vissi ekki hvemig og hvort það kæmi endilega verðlaunapening- ur. Ég bjóst við að þetta yrði sögulegt því ég fann alveg hvemig fólkið var stemmt og hvemig það er undirbúið likamlega og andlega. Það kom mér alls ekki spánskt fyrir sjónir að fá bréf frá Vésteini þar sem vom leiðbeining- ar um það hvemig þeir keppendur sem unnu til verðlauna ættu að haga sér við verðlaunaafhendingu." En af hverju næst betri árangur nú en áður? „Hvað frjálsíþróttimar varðar þá er það engin spuming að stofnun Sydney- hópsins, sem settur var saman til æf- inga og undirbúnings fyrir Ólympiu- leikana nú, gerði gæfúmuninn. Þá hef- ur afreksmannasjóður ÍSÍ staðið þétt- ingsfast bak við okkur í gegnum súrt og sætt. Sem dæmi má nefna að í fyrra vom mörg okkar meidd og áttu erfitt en það var aldrei dregið í efa af hálfu afreksmannasjóðs að hann myndi styrkja okkur í gegnum Ólympíuleik- ana. Þetta öryggi skiptir griðarlega miklu máli.“ Líkaminn í lagi en hugUrinn saddur Það var haft eftir þjálfara þínum á dögunum að þú ætti nóg eftir likam- lega séð en það væri hugurinn sem væri saddur. „Mér finnst ég ekki gömul líkam- lega og er alls ekki að gefast upp vegna þess heldur er ég bara búin að fá nóg í bili. Ég held ég eigi þó eftir að sakna þess hóps sem ég hef verið í undanfar- in fjögur ár. Það hefur aldrei á ferli mínum verið jafn mikil samstaða í fijálsíþróttahópnum." Nú var Jón Amar að keppa sama dag og þú áttir að hlaupa úrslitahlaup- ið. Hann datt úr keppni vegna meiðsla. Kom það við þig fyrir hlaupið og hafði það áhrif? „Hópurinn er mjög samstilltur og þegar vel gengur gleðjumst við en auð- vitað verðum við leið þegar illa geng- ur. Það hefúr þó ekki neikvæð áhrif á hvem og einn og kemur ekki niður á persónulegum árangri okkar. í íþrótt- um gengur ekki alltaf allt eins og það á að vera. Við vitum hvað þarf til að ná árangri og hluti af því er að búa sig undir áfoll sem þessi.“ Það þarf sterk bein Nú hefúr þú lent í áfóllum á þínum keppnisferli. Hversu erfið era þau sál- arlega? „Það er mjög erfitt og mun erfiðara en nokkur getur gert sér grein fyrir. Það er gríðarlega langur aðdragandi að móti sem þessu þar sem gengur á ýmsu, sveiflast upp og niður, þar sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Það hefur verið einblínt á þessa Ólympíuleika í fiögur og síðan er þetta allt í einu búið og ef illa gengur getur áfallið verið mikið. Það þarf því sterk bein til að standast þetta álag.“ Guðrún ætlar að gifia sig núna í október og mun í framhaldinu fLytjast búferlum til Bandaríkjanna. Maðurinn hennar tilvonandi er bandariskur sleggjukastari og stefha þau á að eiga heimili þar til að byrja með. Pjetur Vala bítur í bronspeninginn tii þess að sannfæra sig um að draumurinn um verðlaun hafi raunverulega ræst. í miöið er sigurvegarinn, Stacy Dragila, en hægra megin silfurdísin Tatjana Grígerova.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.