Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 45
53 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 DV Tilvera ÓL 2000 í Maastricht: Magnús og Þröstur í 7. sæti í Butlerútreikningi Þjóðin hefir að undanförnu glaðst mikið yfir árangri íþróttamanna okkar á Ólympíuleikunum í Sydn- ey, enda ástæða til. Árangur íþrótta- manna okkar á Ólympíumótinu í Maastricht var hins vegar litlu minni, því 5.-8. sæti okkar manna er frábær árangur, hvemig sem á það er litið. Enn sem komið er er bridgeíþróttin ekki Ólympíuíþrótt, en aðeins vantar herslumuninn. Mjög liklegt er að á næstu vetrar- ólympíuleikum verði bridge ein af keppnisgreinunum. Þar eð sömu spil voru spiluð í öll- um riðlum riðlakeppni Ólympíu- mótsins var hægt að reikna út frammistöðu para, eins langt og sá útreikningur nær. Eins og að líkum lætur voru riðlasigurvegaramir í efstu sætum og efstir voru ítalirnir Bocchi og Duboin. Þeir skoruðu að jafnaði 1,5 impa í spili og spiluðu 240 spil, eða 12 leiki af 17. í öðru sæti voru Englendingamir Simpson og Hallberg með 1,34 impa í spili, en þeir spiluðu 200 spil, eða 10 leiki af 17. Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson náðu hins vegar óvænt 7. sæti með 1,16 impa að meðaltali í spili. Þeir spiluðu 280 spil, eða 14 leiki af 17, og eiga því stóran þátt í velgengi landsliðsins á Ólympíu- mótinu. Við skulum skoða eitt spil frá riðlakeppninni, nánar tiltekið frá leik íslands og Kína. Frábært útspil Matthíasar kom Kínverjanum úr jafnvægi og hann valdi spilaleið sem leiddi til glötunar. V/A-V * DG6 * ÁKD732 * Á983 * - ♦ K82 G964 ♦ K1075 ♦ G9 « Á109 V 10 4 DG642 4 KD102 9 rw V85 ♦ - * Á876543 N V A S í lokaða salnum höfðu Aöalsteinn og Sverrir stoppað í fjórum hjörtum eftir Icerelay sagnröð þar sem Aðal- steinn hafði fengið upp skiptingu og kontról Sverris. Það var ljóst að fjögur kontról vantaði og ólíklegt aö hjartaliturinn gæfi sex slagi. Aðal- steinn taldi því á móti líkunum að reyna tígulslemmuna. Hann fékk 450 í sinn dálk. Á opnu borði sést hins vegar að auðvelt er að vinna tígulslemmuna með nákvæmri spilamennsku. í opna salnum sátu n-s besta par Kínverjanna, Wang og Zhuang og a- v Þorlákur og Matthias. Þar gengu sagnir á þessa leið : Vestur Noröur Austur Suöur pass 1 * pass 2 ♦ pass 2 * pass 3 grönd pass 4 ♦ pass 4 ♦ pass 5 grönd pass 6 ♦ pass pass pass . Kínverjamir spiluðu tveir yfir einum sem geimkröfu og Wang sýndi sexlit í hjarta og þriggja granda sögn Zhuang sýndi lágmark. Wang hélt áfram með fjórum tíglum og þegar Zhuang sagði fjóra spaða var ljóst að tígulslemma var ágætur möguleiki og jafnvel alslemma, ef Zhuang ætti tromphjón. Wang bauð því upp á alslemmu með fimm gröndum og Zhuang sagði sex tígla. Matthías var viss um að norður ætti eyðu í laufi og einnig var ljóst að trompið lægi illa. Áríðandi var því að ráðast á trompið í blindum og Matthías spilaði út laufasjö. Zhu- ang horfði lengi á útspilið áður en hann valdi spOaleiö. Hann vissi nefnilega líka að Matthías vissi að blindur hefði átt eyðu í laufi. Hann gæti því verið að spila undan lauf- ásnum. Að lokum trompaði hann samt í blindum, tók hjartaás og trompaði hjarta. Ef trompið lægi þægilega var engin ástæða til að vera með einhverjar kúnstir. Hann spilaði síðan tíguldrottningu og þeg- ar eyða Matthíasar kom í ljós var allt glatað. Reyndar var Zhuang nokkuð íljót- fær. Best er hjá honum að spila litl- um tígli í öðrum slag og þá getur hann alltaf unnið spilið eins og það liggur. Alla vega mjög skemmtilegt spil, sem olli straumhvörfum í leik íslands og Kina. Magnús Magnússon. Þröstur Ingimarsson. Hvað kom fyrír siðasta kaerastann þinn7 Ég hætti víð hann Hann var algjort hross! s Eg þoli ekki menn sem taia i úi hárinu 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.