Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Ari Edwald ánægður með að niðurstaða skuli hafa náðst: Skýrari reglur um meðferð kvótans - markmiðið að ná víðtækari sátt í þjóðfélaginu auðlindanefhdarinnar, í álitsgerð sem lögð var fram í gær, gerir Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, fyrirvara ásamt Guðjóni Hjör- leifssyni um samþykki veiði- leyfagjalds, I fyrirvaranum segjast þeir vilja taka það fram að þeir geti aðeins stutt veiðigjaldaleið til innheimtu á gjaldi vegna nýtingar fiskistofha en ekki fymingarleið og að meginhluti þess taki mið af svokölluðu kostnaðargjaldi. í tillögum nefndarinnar er lagt til að eignarréttarleg staða auðlinda lands- ins, sem nú eru taldar þjóðareign, verði samræmd. Er lagt til að nýtt ákvæði verði tekið upp í stjómarsta-á þar sem náttúruauðlindir verða lýstar þjóðareign. Þar er um að ræða nytja- stofna á íslandsmiðum, auðlindir i, á eða undir hafsbotninum utan neta- lagna og náttúmauðlindir í þjóðlend- um. Varðandi sjáv- arútvegsmálin sérstaklega leggur nefndin tii tvær leiðir. Annnars vegar er það svokölluð fym- ingarleið, sem byggist á því að aílar aflahlutdeild- irverðiskertarár- lega um fastan hundraðshlutfi en síðan verði þær endurseldar á markaði eða uppboði. Síðari leiðin, nefnd veiðigjaldsleið, felur í sér beina gjaldtöku ásamt ákvæðum um að breytingar á aflahlutdeildum taefjist ákveðins lágmarksaðdraganda. Spuming um verðgildi fyr- irtækjanna Fram til þessa hefur verömæti sjáv- arútvegsfyrirtækja gjarnan verið skil- greint með tilliti til kvótastöðu. Fyrir- tækin hafa fengið afrakstur af auðlind- inni endurgjaldslaust. Það hljóta því að vakna spumingar um hvort verð- lagning þessara fyrirtækja sé ekki í uppnámi. „Ég held að það fyrirkomulag sem hér er lagt upp með feli ekki í sér neina breytingu á því ástandi sem nú er. Það er ekki heimilt að afstaifa afla- hlutdeildir í dag. Almennt em þær ekki eignfærðar í reikningum sjávar- útvegsfyrirtækja." Auðlindanefndin risin upp úr rökstólunum Styrmir Gunnarsson, Ari Edwald, Svanfríöur Jónasdóttir og Jóhannes Nordal í Ráöherrabústaönum í gær. Ari Edwald Geröi fyrirvara á samþykki veiöi- leyfagjalds. Ari telur að ef þessar breytingar komi til með að hafa einhver áhrif á verðmætamat fyrirtækjanna þá verði það helst vegna þeirra áhrifa sem gjaldtakan í sjálfu sér hefur. Því meiri sem gjaldabyrðin yrði því meiri líkur séu á minnkandi virði fyrirtækjanna. Skýrari reglur Það er ljóst að þjóðareignin er á auð- lindunum, fiskistofnunum í þessu til- felli, en kvótinn er nýtingarrétturinn. Það er gengið út frá því í niðurstöðu nefndarinnar að annars vegar komi gjald fyrir nýtingu en hins vegar að betri og traustari lagarammi verði um nýtingarreglumar. í rauninni verða reglur um eignarhald og meðferð kvót- ans skýrari. Markmiðið er síðan að ná víðtækari sátt í þjóðfélaginu. Hlutverik endurskoðunamefridar „Ég geri síðan ráð fyrir því að hlut- verk endurskoðunamefndar sjávarút- vegsráðherra sé að fjalla síðan um í framhaldinu hvaða efnislegar breyt- ingar séu gerðar á stjómkerfi fiskveið- anna. gera t.d. beinar tillögur um framsal, veiðiskyldu, kvótaþak og fleira. Maður hlýtur að ganga út frá því að sú nefnd leggi okkar niðurstöðu að því er gjaldtöku varðar til grund- vallar sinni vinnu.“ -HKr. Eignarhald ríkisins á auölindum: Svanfríður Jónasdóttir: Útgerðarmenn sjái Ijósið „Eg sé ekki hvernig stjómvöld ætla að komast fram hjá niðurstöðunni. Það mikilvæga er að það skuli vera samstaða um niðurstöðuna og stjóm- völd hljóta að horfa mjög til þess,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir, alþing- ismaður Samfylkingarinnar, eftir að tillögur auðlindanefndar höfðu verið kynntar í gær. Svanfríður var skipuð í auðlindanefndina í júní 1998 sem fulltrúi þáverandi þingflokks jafnað- armanna. „Meginniðurstaðan er sú að sam- eiginlegar auölindir verði lýstar þjóð- areign í stjórnarskrá. Síðan er afnota- rétturinn skilgreindur og það kemur skýrt fram að einstaklingar og lögað- ilar fái að nýta þessar þjóðareignir gegn gjaldi. Þetta tvennt skiptir höf- uðmál,“ sagði Svanfríður. Staða sjávarútvegsins skýrð Svanfríður sagði erfitt að meta hver verða viðbrögð útgerðarmanna við tillögum auðlindanefndarinnar um gjald fyrir aflaheimildir. „Ég vona að þeir sjái ljósið og átti sig á því að í tillögum nefndarinnar um þjóðareignará- kvæði stjórnar- skrárinnar er í raun líka verið að skýra stöðu þeirra sem nýta sér þjóð- areign. Það hlýtur að vera þeim nokkurt kappsmál Svanfriður að fá afnotarétt Jónasdóttir sinn skýrðan „Sjávarúh/egur- vegna þess að það inn fái vinnufriö getur ekki verið og þjóöin gott fyrir sjávar- fái arö. “ útveginn að vera með þessi réttindi í þeirri óvissu sem þau hafa verið. Ég leyfi mér að setja fram þá ósk að menn átti sig á því hver er kjami þessa máls og hvað það er sem er virkilega mikilvægt, bæði fyrir þjóð- ina og fyrir þessa undirstöðuatvinnu- grein - það er að segja að við skýram þennan afnotarétt og reynum að skapa sátt, að sjávarútvegurinn fái vinnufrið og að þjóðin fái arð af þess- ari auðlind sem er klárlega hennar eign,“ segir Svanfríður. -GAR Avisun a spillingu og sóun - segir Ragnar Árnason „Ríkið ætlar að eiga þessi réttindi og þessar náttúrauðlindir að eilifu og fyrir mér er þetta þjóðnýting. Ég er ekki að segja að um sé að ræða breyt- ingu frá núverandi ástandi en það er verið að staðfesta I stjómarskrá - rétt eins og stjómarskrá Sovétríkjanna var - að þessar auðlindir séu eign ríkisns," sagði Ragnar Ámason, prófessor í hag- fræði og meðlimur auðlindanefhdar. „Það brýtur í bága við nútíma hag- skipan þar sem menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, í ljósi biturrar reynslu, að eignarhald ríkisins á verð- mætum er einfaldlega óeðlilegt. Það leiöir til sóunar, vannýtingar, mistaka og spillingar," bætti Ragnar við. Ragnar lýsti sig andvígan þeirri til- lögu auðlindanefhdarinnar að sett verði ákvæði í stjómarskrá sem lúti að því að náttúruauðlindir megi ekki selja eða láta af hendi við einstaklinga eða lögaðila. Hann sagði þar mjög djúpt í árinni tek- ið og hefði í raun fremur viljað að mælt yrði fyrir um að ríkinu bæri að koma auðlindun- um til einkaaðila eins fljótt og hægt væri. „Það var ein af mínum tillögum í nefndinni en henni var sparkað algerlega út af borð- inu. Ég get fellt við mig við sem þátt í málamiðlun að ríkið fari með þessa hluti en ég vil gjaman halda þvi opnu að hið opinbera geti látið þetta af hendi til einkaaðila í framtíðinni sé það talið hagvkæmt," sagði Ragnar. - GAR Ragnar Arnason „ Tillögunni var sþarkaö alger- lega af boröinu. “ Jóhannes Nordal um tillögur auðlindanefndar: Umdeildar til langrar framtíðar - en líklegasti grundvöllur sáttar Jóhannes Nordal sagði erfitt að fullyrða um það hvort tillögur auð- lindanefndarinar sem hann var for- maður fyrir gætu orðið grundvöllur sáttar í samfélaginu um auðlinda- mál þjóðarinnar. „Ég er sannfærður um að það er ýmislegt í þessu sem verður umdeilt um langa framtíö. Ég held samt að þarna sé kominn líklegasti grund- völlurinn til þess að ná breiðri sam- stöðu. Það þýðir náttúrlega ekki að allir séu sammála. En ég vona að þetta stuðli að því að það náist sam- komulag sem veröur mjög víðtækt," sagði Jóhannes. Jóhannes sagðist í sjálfu sér skilja aö útgerðarmenn væru hræddir við gjaldtöku af því tagi sem auðlinda- nefndin leggur tfi. „Sjávarútveg- urinn er ekki sér- staklega vel staddur til dæm- is núna en á móti kemur það að sú sátt, sem ég held að tillögur af þessu tagi ættu að geta eða von- andi skapa, er _______ mikilvæg til þess að hægt sé að við- halda kerfi sem ég held að sjávarút- vegurinn hafi mikla hagsmuni af að haldist," sagði Jóhannes. -GAR Jóhannes Nordal „Sátt til aö viö- halda kerfi sem sjávarútvegurinn hefur mikla hagsmuni af. “ _________jUJmsjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.is Styrkur vegna Dansara Hermt er að kvikmyndamóg- úllinn Friðrik Þór Friðriks- son hafi fengið 10 milljóna króna styrk úr Kvikmynda- sjóði til þess að leggja í Dancer in the Dark. I staðinn ku Friðrik fá dreifingarréttinn á íslandi og í ísrael. Reiknimeistarar i kvik- myndaiðnaðinum segja þessa mat- arholu drjúga og muni Friðrik græða vel... Mogginn þögull Hin stóra frétt gærdagsins var niðurstaða auðlindanefndar Jó- hannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem boðaði að sameign þjóðarinnar skyldi aldrei falla í hendur einstaklinga. Há- lendið, hafsbotn- inn og fiski- stofncuuir skulu vera sameign og eigi að nýta skal fara fram útboð. Farið var meö niður- stöðumar sem mannsmorð fram að hádegi í gær. DV sagði þó frá niðurstöðun- um að morgni en Mogginn sagði ekki orð. Skýringin er væntan- lega sú að ritstjóri Morgunblaðs- ins, Styrmir Gunnarsson, er einn nefndarmanna og bundinn trúnaði fyrir sina hönd og ann- arra vandamanna... Fjölnir kátur Á dögunum fór fram keppni dragdrottninga um hver væri sæt- ust og flottust og fegurst. Dragdrottningar eru, eins og allir vita, karlar í kjól. í dómnefndinni sat meðal ann- arra sérfræð- inga um kven- lega fegurð Ragnhildur Gísladóttir, fyrrum Stuð- maður, Lumma, búk- sláttarkona, leikkona og tónlistarkennari. Ragnhildur hef- ur sýnt það að hún er mikið kameljón og birtist oft í óþekkjan- legum gervum í kvikmyndum. Hún er því öðrum fremri í að þekkja eðlið sem undir leynist og lætur ekki skartklæði villa sér sýn. Ragnhildi til aðstoðar var einnig fyrrum tengdasonur Bret- lands, núverandi starfsmaður leigubílastöðvar, Fjölnir Þor- geirsson. Hann sýndist skemmta sér konunglega, enda þekkir pilt- urinn sá sæta stelpu þegar hann sér hana.... Völuæði Hagyrðingar landsins hafa ekki látið sitt eftir liggja í „Völuæð- inu“ sem nú fer yfir Frón eins og stórhríð. Á sérstökum lok- uðum vef á Net- inu, þar sem leirhnoöarar landsins skipt- ast á kögglum, flugu nokkrar vísur um Völ- una og flug hennar. Þar á meðal er þessi en höfundur er lítt þekkt- ur og hógvær og vill ekki láta nafns síns getið. Hann er reyndar svo hógvær að hann vill ekki láta dulnefnis síns getið. tslensk gleöi er aldrei löng í útsynningi og rosa. En gervöll þjóðin stökk á stöng og studdi Völu Flosa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.