Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Helgarblað 23 „Irrashai - mase“ (velkomin á japönsku) Snorri býöur almenning velkominn á japanska veitingastaöinn Stick ¥n¥sushi, þar sem hann sýnir hvaö hann hefur lært hjá sushi-meisturum í Japan. Sushiið er komið til að vera: Matur frá hjartanu Matreiðslumaðurinn Snorri B. Snorrason hefur síðastliðin 15 árferðast vítt og breitt um heiminn og viðað að sér kunn- áttu um erlenda matargerð. Hann opnaði á sínum tíma fyrsta pastastaðinn á íslandi og kom íslendingum upp á lagið með það að borða hveiti- lengjur. Snorri lætur þó ekki þar við staðar numið því nú œtlar hann að kenna okkur að meta japanska matargerð. „Þjóðarréttur Japana, sushi, er blanda af handverki og list. Það er mikið fyrir augað og alltaf framleitt úr besta fáanlega hráefninu, fiski, græn- meti og hrísgrjónum.Yakitori, eða sticks, sem er annar vinsæll japanskur réttur, er samansettur af litlum grill- uðum bitum af kjúklingi, kjöti eða grænmeti og er hráefnið ailtaf griilað yflr viðarkolum," segir matreiðslu- maðurinn Snorri Birgir Snorrason, sem er einn af eigendum nýs japansks veitingastaðar í Reykjavík, að nafni Stick ¥n¥sushi. Snorri segist hafa fall- ið kylliflatur fyrir sushi fyrir 10 árum síðan þegar hann var í New York og lengi dreymt um að opna sushi-veit- ingastað á íslandi. Nú er draumurinn orðinn að veruleika. Hrísgrjónaþvottur í heitt ár Að sögn Snorra er það mikil kúnst að laga sushi og maður gerir það hvorki eftir bókum eða videói. „Þú þarft að gera þetta frá hjartanu," segir Snorri, sem fór til Tokyo til þess að læra réttu handbrögðin. Þar er sushi- gerð 6 til 7 ára nám. „Þó ég sé búinn að vera kokkur í 15 ár er það fyrst núna sem ég ber virðingu fyrir hrísgijónum, en þau eru aðaluppistaða sushi. Hvemig þú meðhöndlar hrísgijónin, hvemig þú þværð þau og sýður, þetta er allt skóli út af fyrir sig,“ segir Snorri, sem bendir á að sé maður að læra að verða sushi-kokkur í Japan er maður fyrsta árið einungis látinn þvo hrísgrjón. „Þeir segja að ef þú hefúr ekki þol- inmæði í það þá hefurðu ekki þolin- mæði til þess að verða góður sus- hikokkur, það er þeirra fílósófia," upp- lýsir Snorri. Danskt-japanskt samstarf Snorri og félagar munu bæði bjóða upp á sushi og yakitori á veitinga- staðnum en óvenjulegt þykir að blanda þessum tveimur matreiðsluvenjum saman þar sem i Japan finnast ein- göngu annaðhvort Yakitori eða Sushi staðir. „Hér er reyndar verið að brjóta tvær hefðir, en við erum náttúruiega að gera japanskan veitingastað fyrir Evrópubúa þannig að þetta fellur mjög vel,“ segir Snorri. Hugmyndina að samblöndunni sótti Snorri til Kaupmannahafnar, þar sem rekinn hefúr verið veitingastaður af þessarri gerð í 7 ár undir sama nafni. „Þegar ég var að vinna í Kaup- mannahöfn sem matreiðslumaður slysaðist ég inn á Sticks ¥n¥sushi og varð alveg seldur," segir Snorri, sem segist hafa grenjað sig inn á þennan dansk-japanska stað því hann langaði til þess að læra handbragðið og opna sushi-stað á íslandi. „Þeir höfðu ekki mikla trú á því að ég ætlaði að opna svona stað á íslandi," segir Snorri, sem tókst þó, eftir að hafa tekið hina dansk- japönsku matreiðslumenn frá Stick ¥n¥sushi í Kaupmannahöfn með í helgarferð til íslands, að sannfæra þá um að ganga til samstarfs við sig. „Þeir eiga hugmyndina og nafnið og aðstoða okkur við allt. Núna erum við með japanskan sushi-kokk frá þeim og starfsfólk okkar hefúr verið í læri á staðnum hjá þeim úti, m.a Sigurður Karl Guðgeirsson, sem er besti ung- kokkur landsins," upplýsir Snorri. Engin bóla heldur Irfstíll Á sínum 15 ára ferli sem matreiðslu- maður hefur Snorri prófað ýmislegt og unnið erlendis í 7 af þessum árum. Fyrir utan Japan á Ítalía einnig stóran part í hjarta hans, en hann opnaði á sínum tíma fyrsta alvöru pasta-staðinn í Reykjavík, Punktur og pasta, sem hann rak ásamt Sturlu Birgissyni, yfir- kokki í Perlunni. „Þá sögðu margir við mig: „hvað heldurðu að ég fari að éta einhverjar hveitilengjur, ég vil bara fá mina steik.“ En við vitum öll hvað hefur gerst í dag, það að borða pasta er orð- ið hluti af tilverunni hjá flestum,“ seg- ir Snorri, sem er ails ekki hræddur um að honum takist ekki að fá japanskan mat ofan i íslendinga fyrst honum tókst svona vel til með þann ítalska. En af hverju er sushiiö fyrst núna aö veröa heitt á íslandi? „Ég hef oft velt því fyrir mér en veit ekki svarið. Við virðumst vera fyrstir með allt en sushiið hefur alveg hangið á hakanum. Það er mjög skrýtið að Kaupmannahafnarbúar, sem borða mjög lítinn flsk, skuli hafa failið fyrir sushi fyrir 7 árum síðan en við með allan okkar fisk fyrst núna. Ef Danir geta verið með gott sushi þá getum við það líka, það er alveg á hreinu. Sushi- ið er komið til að vera, enda byggir þessi matargerð á aldagamalli hefð í Japan . Þetta er lífsstíll en ekki ein- hver bóla „ segir Snorri að lokum. - snæ VIÐ FLYTJUM f SÆTÚN 1 og opnum þar skrifstofur okkar 2. október 2000. Nýtt símanúmer verður 515 4700 og fax 515 4701. LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN Heimasíða: wvwv.framsyn.is Netfang: mottaka@framsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.