Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV “Milljónamæringar” frá íslandi á ferðalagi: - grátandi sígaunadrengur í kjól og hestvagnar í bland viö Trabanta NorðurMuti Rúmeníu er ekki ferða- mannaland í verstu merkingu þess orðs. Þeir sem ferðast um landið kom- ast fljótt að því að túristasáifræðin hef- ur enn ekki náð bólfestu hjá þeim sem selja vörur eða þjónustu. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að ferðast um landið sem eitt sinn var undir jámhæl einræðisherrans Niku- lae Ceausescu. Ferðast var frá Búda- pest í Ungverjalandi á fremur hrör- legri rútu en ástæðan var sú að Grétar Hansson bílstjóri vildi ekki að speglar rútimnar eða annar utanáliggjandi búnaður félli í hendur stigamanna. Þá voru þeir, hann og Ungveijinn Ferenc fararstjóri, sammála um að ekki væri ástæða til að vekja óþarfa athygli á þeim 40 íslensku ferðamönnum sem þama fóra lítt troðnar slóðir. Það urðu því örlög hópsins að fara um Rúmeníu i látlausri rútu. Þrátt fyrir hinn fá- brotna farkost skemmti fólk sér hið oesta og sögustundir hins íslensku- nælandi Ferenc á löngu dagsferðun- im vora ómetaMegar. Hann var ótæm- ndi fróðleiksbrunnur sem óspart ndi gullkom aftur í rútuna um kall- ■rfið. Ferenc var tóMistarkennari á töðvarfirði þegar Ceausescu var teypt af stóli. iestvagnar og rútur Ekki var Maupið að því að komast 'fir landamæri Ungverjalands og itúmeníu. Fyrst var nákvæm vega- oréfaskoðun Ungveijalandsmegin og iíðan tók við 50 metra Mutlaust belti iður en sami leikurinn hófst hjá rúm- mskum landamæravörðum. Ferenc fararstjóri safnaði saman öllum 40 vegabréfúnum og með nokkra bjóra í handraðanum hélt hann á fund landamæravarðar. Það tók Rúmenann góða klukkustund að slá inn öll ís- lensku þomin og öin áður en Rúmenía stóð opin íslenskum ferðalöngum. Um- skiptin frá Ungveijalandi vora augljós og sláandi. Allur húsakostur var hrör- legri og fátæktin augljós. Fljót- lega dúkkuðu upp sölutjöld sem klambrað var sam- an upp við þjóðveg- inn og innfæddir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stöðva rútuna og krækja sér í viðskipti. Dúkar, tágakörfur og ávextir var algengasta söluvaran. Umferðin samanstóð af einkenni- legri blöndu hestvagna, fólksbUa og langferðabíla. Langalgengustu smábU- amir vora Trabant en einnig mátti sjá aðra austur-evrópska bUa. SportbUar vora fáséðir. Umferðin gekk hægt af þeim eðlUegu ástæðum að hinir hrað- skreiðari vora í stórsvigi innan um hestvagnana. Ferðalangamir fengu fyrirlestur frá Ferenc um gjaldmiðU- inn í Rúmeníu og hvemig umreUoia ætti krónur í þá mynt. Slíkt var flókið mál en íslenska krónan tók á sig guU- inn blæ í samanburði við rúmenska leiið. Einfaldasta skýringin á genginu var sú að ein mUljón lei jafnaðist á við 3600 íslenskar krónur. Á landamæra- stöðinni höfðu nokkrir svitnað og kólnað við að skipta jafnvirði 10 þús- unda íslenskra króna í rúmenskar mUljónir. SkyndUega vora íslendingar í meðaltekjuhópi komnir með mUljón- ir í veskið. Ekki var óalgengt að fjár- ráð næmu 5 mUljónum lei og veskin belgdust út og blik kviknaði í augum hinna kaupglöðu. Vodka á 150 kall Ekki varð undrun mUljónamæring- anna minni þegar stoppað var á fyrstu bensínstöðinni. MUljónimar reyndust fela í sér talsverðan kaupmátt. Þannig kostaði vodkaflaska sem nam 150 ís- lenskum krónum og pakki af Win- stonsigarettum kostaði um 30 krónur íslenskar. Á greiðasölu bensínstöðvar- innar var ákveðið að seðja hungur ferðafólksins, enda aUar ferðaáætlanir famar út um þúfur. Pantaðar vora 60 samlokur og drykkjarfóng. Ekki var reikningurinn hár því alls þurfti að borga fyrir herlegheitin um þrjú þús- þegar rútan renndi í Mað. Hið merki- lega var að fjöldi starfsmanna hins fjögurra stjömu hótels beið íslending- anna. Her burðarmanna þusti að rút- unni tU að bera farangurinn inn og í matsal hótelsins var dekkað borð og hvergi tU sparað í mat og drykk. AUur Rútur og hestvagnar Blandast á þjóðvegum Rúmeníu. Sigaunakona með barn Hún grátbað um peninga og þarna hafði henni áskotnast eitthvað. Saumað við þjóðveginn Svipaða sjón mátti víða sjá þar sem heimamenn framleiddu og seldu vörur sínar. viðurgjömingur bar þó keim af því að hráefhi er fábrotið og matur fyrst og fremst fóður tU að seðja svanga. Andi Drakúla Að morgni fyrsta dags í Rúmeníu rigndi. Veðrið breytti því þó ekki að margt var að sjá og upplifa í borginni sem er ein þeirra stærstu í landinu. Svarta kirkjan var skoð- uð og andi blóðsugunn- ar Drakúla greifa sveif yfir vötnum enda kast- ali hans aðeins i nokk- urra tuga kUómetra fjarlægð. Stóreygir ís- lendingar, sumir með regnMífar, vöppuðu um stræti og torg og millj- ónimar skiptu um hendur. Sígaunar vora algeng sjón. Flestir þeirra betluðu með aUs kyns brögðum og svip- brigðum. Það var átak- aMegt að sjá ungu kon- ima með þjáningarsvip- inn sem hélt á reUa- bami og grátbað um peninga fyrir mat. Berfættur smá- strákur í kjól, með skuplu á höfði og lakkaðar táneglur, sagði áhugalausum Betlarar á götum Brasov. Sá með skupluna er drengur í kjól og var barinn með regnhlíf. íslendingi raunasögu sína á rúmensku og elti hann inn í verslun. Eldri mað- ur með samanbrotna regnMíf réðst strax á sígaunann unga og barði hann margoft í höfúðið svo sá litli lagði á flótta út í rigninguna. Þar sem fslénd- ingurinn kom út úr versluninni eftir að hafa stútað milljón leium beið ungi sígauninn og horfði á hann með tár á hvörmum. Minnugur þess að nýbúið var að berja drenginn með regnMíf reiddi ferðamaðurinn úr Grafarvogi af hendi 20 þúsund lei og lagði í lófa betlarans. Andlit hans uppljómaðist og hann margþakkaði fyrir sig og Mjóp í burtu eftir regnvotu strætinu. íslend- ingnum Mýnaði um hjartarætur og hann fann til þess að vera góðmenni. Nokkra síðar varð honum litið yfir götuna og sá þá betlarann unga á hlaupum með hópi félaga sinna. Nú var hann ekki lengur berfættur heldur í Nikeskóm og með sérbakað vínar- brauð í hendi. Þar sem rútan ók frá Brasov áleiðis til Sibiu ómaði rödd Ferenc fararstjóra um kallkerfið þar sem hann lýsti því hvemig ungverskir bændur veijast ágangi sígauna í matjurtagarða sína með því að sleppa hundum sínum laus- um á nóttunni. „Milljónamæringarn- ir“ frá íslandi höfðu þriggja daga viðdvöl á heilsuhóteli í Sibiu sem er heldur minni borg en Brasov. Alls kyns vamingur safh- aðist á hendur þeirra, enda verðlag allt hið hlálegasta: sérsaum- uð jakkafot á milljón lei, leðuijakkar á 1,7 milljón lei, svo ekki sé minnst á fiðlur og gítara. Sumir tóku upp þann sið að kaupa tvennt af öllu og sungu Ólei, ólei. Alltvar áslikk. Eftir fjögurra daga dvöl í Rúmeníu skil- aði rútan íslending- unum heilu og höldnu yfir landa- mærin til Ungverja- lands. Viðbrigðin vora enn mikil en nú var svo komið að fólk hætti að versla, enda verðlag í hinu vest- ræna Ungverjalandi skýjum ofar ef miðað var við Rúmeníu. Stærsta áfallið var þó eftir en það var þegar fólk kom aftur til ís- lands þar sem milljón lei duga kannski fyrir einni máltíð á veitingastað. Reynir Traustason und ís- lenskar krónur eða talsvert innan við milljón lei. Það ein- kenndi samskiptin við innfædda að ernlæg þjónustulund skein úr hveiju andliti. Ferðin frá Búdapest til Brasov reyndist taka lengri tíma en ætlað var i fyrstu þar sem áætlað var að hersing- in yrði komin á hótel um klukkan 9 að kveldi. Reyndin varð sú að klukkan var orðin rúmlega þijú um nóttina Algeng sjón Rúmensk kona notar afbrigði af hjólbörum til að draga björg í bú. Rúta í Rúmen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.