Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Qupperneq 25
* Helgctrhloö X>'V" DV-myndir E.ÓI. Óli Páll sker kartöflurnar eftir kúnst- arinnar reglum, þannig að þær verði allar eins og egg í lögun. Síðan eru þær brúnaðar rólega í smjöri á pönnu og hvítlauk og salvíu blandað út í. Eplasalatið hans Óla Páls er einstak- lega ljúffengt enda eru eplin soðin augnablik í rauðvíns- og sírópsblöndu, stjörnuanís og kardimommu áður en þeim er blandað út í hræruna. Fvllta kalkúnabringan með jarðsvepp- unum skerst í fallegar sneiðar. Kjötið er safamikið, enda hefur það verið steikt í ofni við vægan liita eftir að því liefur verið „lokað" fyrst á pönnu. Feitt Kalifomíuhvítvín og Mumm kampavín - er val Sigurðar Bjarkasonar hjá Allied Domeq Með jarðsveppafylltum kalkúnabringum mælir Sigurður Bjarkason hjá Allied Domeq með hvítvíni frá Sonoma í Kaliforníu, Clos du Bois Chardonnay. Þetta er ljósgyllt vín, eikað og feitt. Þroskaðir ávext- ir eins og perur eru áberandi og vanilla, græn epli og karamella tvinnast skemmtilega við mjúka eik- ina. Þetta vín er tilvalið með kalkúnanum hér til hliðar og kalkúna þar sem svipuð krydd eru í fyll- ingunni en steinliggur annars með feitum fiski, kjúklingi og léttum pastaréttum. Þetta vín kostar 1.490 krónur í ÁTVR. En þá komum við að kampavíninu sem gjarnan haft um hönd við hátíðleg tækifæri enda með af- brigðum gleðilegt vín. Mælir Sigurður hér með Mumm Brut. Af Mumm Brut er ákafur og ríkur ilm- ur af þroskuðum ávöxtum, ristuðu brauði með keimi af skógarviði. Mikið ávaxtabragð með magn- aðri fyllingu. Flaskan kostar 2.590 krónur í ÁTVR. Freyðivín eru framleidd um allan heim en kampa- vín heita éinungis þau vín sem koma frá héraðinu Champagne í Frakklandi. Kampavin er yfirleitt framleitt úr 3 vínberjategundum, Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay. Berin eru pressuð fyrir gerjun og safinn er litlaus. Hýðið er síað frá og þá tekur vínið ekki lit. Þrjár aðferðir eru notaðar til framleiðslu kampa- og freyðivína. Kampavínsað- ferðin er seinleg og dýr. Þegar vínið er fullgerjað er það sett í flöskur og sykri bætt við þannig að vínið gerjast í flöskunni. Vínið er fyrst sett í flöskur og þrúgusykri bætt i og þeim er svo lokað og eftirgerj- un fer af stað. Flöskunum er velt og snúið þar til flaskan stendur næstum á haus. Þá hefur allt botn- fall safnast fyrir í stútnum. Til að losna við það er sá hluti sem er í stútnum frystur og siðan dreg- inn út eins og tappi. Með þessu móti sleppa loftbólurnar góðu ekki út. Loks er flöskun- um lokað með hefðbundnum kampavín- stappa. Charmataðferðin er kennd við franskan vínfræðing, Eugene Charmat. Hann fann upp aðferð til að framleiða mik- ið af freyðivini með því að nota fjóra tanka, þrjá fyrir vínið og einn fyrir ger. Eftir hitun og kælingu á víxl í lokuðu kerfi, þar sem þrýstingnum er haldið við, er víninu tappað á flöskur. Gosdrykkjaaðferðin er einföldust. Þá er gosinu komið í flöskuna með því að dæla kolsýru í vínið eins og við gosdrykkjagerð. Kampavín er mjög fjölbreytt matarvín. Það er til mismunandi sætt: Brut er þurrast, sec er þurrt en aðeins sætt, demi-sec er hálfþurrt en sætara en sec og doux er sætt. Kampavín get- ur gengið sem fordrykkur, með mat og eftir- rétti. Umsjón Haukur Lárus Ilauksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.