Dagblaðið - 01.12.1977, Side 19

Dagblaðið - 01.12.1977, Side 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. 31 Við sendum jólakort tilþessað GLEÐJfl EN EKKIAF SKYLDURÆKNI * Nú fer senn að koma sá tími sem við þurfum að fara að huga að jólapóstinum! Já, þetta kemur ykkur kannski á óvart, en svona er þetta á hverju ári: Jólin koma manni alltaf „á óvart“, þótt þau hafi verið ár- vissur viðburður 1 1977 ár! Á markaðinum eru til mörg hundruð tegundir af jólakort- um og í öllum verðflokkum. Þannig þurfum við ekki að búa jólakortin til vegna þess að markaðurinn sé svo fátækleg-. ur. Það er aftur á móti skemmti- legt að búa til sín eigin jólakort, — þau verða persónulegri — og viðtakandinn sér að til hans hefur verið hugsað með hlýhug og dýrmætur timi farið til þess að gleðja hann sérstaklega. Það er einmitt með slíku hugarfari sem við eigum að senda út jóla- póstinn okkar. Mér hefur jafnan fundizt frekar fátæklegt þegar fólk talar um að það verði að senda þessum eða hinum jólakort. Við sendum vinum og kunningjum jólakort til þess að gleðja — kannski lika til að gleðja okkur sjálf. Börnunum þykir líka gaman að senda vinum og kunningjum sínum jólakort. Það getur orðið kostnaðarsamt á barnmörgu heimili ef kaupa á öll kortin I búð. Er því tilvalið að hjálpa börnunum að búa til smekkleg kort, fyrir nú utan að það hefur ofan af fyrir börnum sem vita stundum ekki hvernig þau eiga að láta tímann líða. Til jólakortagerðar má notast bæði við gamlar pjötlur, kaupa örlitið af blúndu.og leggingaaf- giingum, ghmnier og lím, auk þess sem mislitir tússpennar eru nauðsynlegir. Þá má-einnig' klippa út myndir""áf gömlum kortum. Hér eru nokkrar tillögur um englakort, annars er upplagt að láta ímyndunaraflið ráða. Hægt er að gera ýmislegt skemmti- legt ef það er athugað í tíma. - A.Bj. BÚUM SJÁLF TIL JÓLAKORTIN

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.