Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. 3 Ein lítil spítalasaga — reynt að vera fyndin á hverri blaðsíðu, sem tókst auðvitað ekki Siggi flug, 7877-8083, skrifar: Aldrei fór það svo að ég þyrfti ekki að dvelja stuttan tíma á sjúkrahúsi, mjög stuttan, til rannsóknar eins og það heitir. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós „krankleika” sem ég vissi naumast um en þann krankleika, sem ég taldi að ég væri með, var lítið hægt að lækna, ef þá nokkuð. Ég fór með dálítið blandinni ánægju á sjúkrahúsið þvi venjulega er dvöl á slíkri stofnun ekki bundin við neina ánægju. Ég brynjaði mig með lestri bókar Auðar Haralds- dóttur, Læknamafían, sem nánast kom upp í hendurnar á mér af tilvilj- un, rétt áður en vitneskjan um sjúkrahúsdvölina barst mér. Þannig varð það að ég var nýbú- inn að lesa bókina og þóttist vel brynjaður til sjúkrahússdvalar. En ótti minn við sjúkrahúsið var ástæðu- laus. Ég hafði ekki verið þarna lengi þegar ég fann að Auður Haralds- dóttir hafði verið að skrifa skáldsögu og hana af lakara taginu. Að vísu tók ég eftir því að hún hafði ætlað sér að reyna að vera fyndin á svo til hverri blaðsíðu, sem einstaka sinnum tókát, en að hitta á brandara á hverri bls. tókst henni ekki. En mikið hlýtur hún Auður að hafa verið erfiður sjúkling- ur. Það er skemmst frá því að segja að á sjúkrahúsinu leið mér eins vel og bezt verður á kosið. Hjúkkurnar sáu um það og gerðu það svo rækilega að varla verður á betra kosið. Þetta gildir líka um karlpeninginn, læknana, sem bókstaflega gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að allt gæti farið eins vel fram og hægt var. Ég geri ráð fyrir að ég flokkist undir þá manntegund sem sagt er um að sé erfið, óþolinmóð og fljóthuga en þótt ég reyndi að fara djúpt í saumana á öllu og reyna að vera „krítískur” tókst mér það ekki ef sanngjarnlega er frá sagt. Það er áreiðanlegt að það er erfitt að vera læknir og líka erfitt að vera „hjúkka” á spítala því þar er „mis- jafn sauður í mörgu fé”. Af mér voru teknar margar myndir og sumt var ekki sem þægilegast, en það var eitt sem gert var: manni var sagt frá þvf sem til stóð en ekki ráðizt á mann án þess að maðúr vissi um það óþægilega sem í vændum var. Þetta finnst mér afar gott og sýnir alveg sérstaka tillitssemi. Það var að vissu marki gaman að lesa Læknamafíuna hennar Auðar, sérstaklega af því að fyrir mig var hægt að fá á því staðfestingu hvers konar endemis þvæla bókin er. Bók- menntasmekkur þjóðarinnar er nú ekki meiri en svo að metsölubæk- urnar heita hinum fáránlegustu nöfn- um, svo sem Eldhúsmellur, Ég vil eiga mínar konur sjálfur, Haldið þér kjafti frú Sigríður og svo Lækna- mafían auk margra annarra álíka smekklegra bókatitla. Það atvikaðist þannig að ég verð að dvelja heima hjá mér nokkurn tíma unz vissir hlutir hafa lagazt og dvelja á sjúkrahúsi á ný og ganga undir aðgerð. Til rannsóknar fór ég á taugadeild Landspítalans en fer á aðra deild þegar ég er búinn að ná mér. Ég kvíði engu ef ég lendi aftur hjá þessu englafólki á spítalanum, en það er það bezta heiti sem mér kemur til hugar að kalla það. Mig langar aðeins að geta örlítið um matinn á sjúkrahúsinu. Hann er alveg stórkostlegur og næsta undra- vert að hægt skuli vera að laga svo jafngóðan mat handa svona mörg- um. Er alveg sama hvort er um megr- unarfæðu eða venjulega fæðu að ræða. Sem sagt, kærar þakkir fyrir dvöl- jna. Mér datt þetta (svona) í hug. Ts S| pu rni — ing d lag IMJI Finnst þér góður saltfiskur? Olafur Gylfason verkamaður: Já, finnst hann góður. mér Þórunn Finnbogadóttir húsmóðir: Já, mjög góður, sérstaklega með rófum. Sjónvarp: Jakob Magnússon Góð tónlist og léttur húmor —kærar þakkir fyrir góða skemmtun S.E. hringdi: Mig langar til að biðja DB að koma á framfæri fyrir mig þakklæti fyrir aldeilis frábæraú þátt um Jakob Magnússon. Þátturinn var góð blanda af tónlist og húmor þannig að unun var á að horfa. Stjórn þáttarins var í öruggum höndum Egils Eðvarðssonar og var það ekki hvað sízt hans verk hvað þetta kom skemmtilega út. Ekki má gleyma þætti Ladda, hann var frábær eins og alltaf. Sjónvarpið og aðrir hlutaðeigandi hafi kærar þakkir fyrir góða skemmt- un. Þáttinn mætti vel endursýna fljótlega. Úr þættinum Jakob Magnússon, Bréfritari bendir á að varasamt sé að banna allt það sem við ekki skiljum. kallar listamenn afætur þjóðfélagsins má benda á að þeir eru trúlega telj- andi á fingrum annarrar handar sem lifa af list sinni, hinir vinna fulla vinnu með til að hafa ofan í sig og á og til að hafa peninga fyrir efni sem skal notast I listaverkið hverju sinni, yfirleitt 100% tollað. matar-og^ affistell UyJivU GLIT HÖFÐABAKKA 9. GREIÐSLU KJÖR SIMI 85411 hf.: Nei, ég borða aldrei saltfisk. Fjóla Guðmundsdóttir húsmóðir: Já, ofsalega góður. Anna Björnsson blaðamaður hjá Vik- unni: Hann er nokkuð góður. Stefán Vilhelmsson flugvélstjóri: Já, hann er mitt uppáhald með rófum og floti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.