Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. OPID Á LAUGARDÖGUM Söluskrá okkar verður í Dagblaðinu á laugardaginn. KJÖREIGN SF. ARMÚLA 21 - SÍMAR 85988 - 85009 DAIM V.S. WIIUM LÖGFRÆÐIIMGUR Námsvist í félagsráðgjöf Fyrirhugað er að sex íslendingum verði gefinn kostur á námi i félags- ráðgjöf í Noregi skólaárið 1981-82, þ.e. að hver eftirtalinna skóla veiti inngöngu einum nemanda: Norges kommunal- og sosialskole, Osló, Socialskolen Bygdöy, Osló, Sosialskolen Stafangri, Sosiaískolen Þrándheimi, Det Norske Diakonhjem Sosialskolen í Osló og Nordland Districkthögskole, Sosiallinjen, Bodö. Til inngöngu í framangreinda skóla er krafist stúdentsprófs eða sam- bærilegrar menntunar. íslenskir umsækjendur, sem ekki hefðu lokið stúdentsprófi, mundu ef þeir að öðru leyti kæmu til greina þurfa að þreyta sérstakt inntökupróf, hliðstætt stúdentsprófi stærðfræðideildar 1 skriflegri íslensku, ensku og mannkynssögu. Lögð er áhersla á að um- sækjendur hafi nægilega þekkingu á norsku eða öðru Norðurlandamáli til að geta hagnýtt sér kennsluna. Lágmarksaldur til inngöngu er 19 ár og ætlast er til þess að umsækjendur hafi hlotið nokkra starfsreynslu. Þeir sem hafa hug á að sækja um námsvist samkvæmt framansögðu skulu senda umsókn til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik.fyrir 25. apríl nk. á sérstöku eyðublaði sem fæst í ráðuneyt- inu. Reynist nauðsynlegt að einhverjir umsækjendur þreyti sérstök próf í þeim greinum sem að framan greinir, munu þau próf fara fram hér- lendis 1 vor. Menntamálaráðuneytið 31. mara 1981 1X2 1X2 1X2 30. leikvika — leikir 28. marz 1981 Vinningsröð: 112-2X1 -1X2 -XI 0 1. Vinningur: 11 réttir — kr. 43.400.- 951 31808(1/11,4/10) 2. vinningur: 10 róttir — kr. 448.- 2 6026 10559 17474 26321 38931 38948 941 6149 11121 17676+ 27888 37356+ 39289 1823 ftCOO 0303 11430 18450 28153(2/10) 40854(2/10) 2602 7298 11482+ 19373 29918+ 37424+ 40933 2892 7437 12324 20163 29952+ 37477 42069 2893 7517 12560 21290 31656 37982+ 43531(23/10)+ 3234 7592 12750 21359 31807 38703 45078+ 3861 0030 12799 21382 31810 38908 45079+ 4200 9619 14731 21688 34241(2/10) 45391(2/10) 5408 nena 3090 15034 21756 34295 38912 59170 6026 9770 17349 22192+ 34354 38944 Kærufrestur er til 20. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif- legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - Iþróttamiðstööinni - REYKJAVlK HÓTEL BORG Orghestamir halda konsert í kvöld, 1. aprfl, kl. 9. Umboflssímar 22808 og 14708. „Er sæmandi að kaupa olíuna ekki á lægsta verði?” BN0C olíuverð hærra en Rotterdammarkaður —en þingmenn lögðu áherzlu á öryggisatriðið í innkaupum f rá fleiri en einum stað „Olíumarkaðsverð í heiminum hækkaði mest 1979 og 1 því ástandi, sem þá skapaðist á oliumörkuðum urðu íslendingar illa úti. Þá var ákveðið að leita annarra markaða og olíuviðskiptanefnd var sett á laggirnar. Árangur af hennar starfi varð sá að við keyptum 100 þúsund tonn af gasolíu af brezka félaginu BNOC árið 1980 og sama magn 1981. Þessi samningur gildir áfram, verði honum ekki sagt upp fyrir júnílok.” Þessi aðdragandi að olíukaupa- samningum af Bretum kom fram í svari Tómasar Árnasonar við fyrir- spurn frá Ólafi Þ. Þórðarsyni, en hann vildi helzt fá verðsamanburð á brezku oliunni og Rotterdamverðinu. „Rotterdammarkaðurinn hefur verið stöðugri og boðið lægra verð en við sömdum um við BNOC”, sagði ráðherrann. „Það er því enginn hagnaður 1 peningalegum skilningi. Fullnaðar samanburður er ekki fyrir hendi, því ennþá er ósamið við BNOC um verð á 40 þúsund tonnum af því magni sem við höfum samið um kaup frá þeim á árinu 1981. En BNOC samningurinn veitir mikið öryggi bæði að þvi er 1 þvf liggur að fá eldsneyti frá fleirum en einum stað, einnig til jöfnunar á verði og allt öryggi 1 aðdráttum. ” „Það er æskilegt að við fáum betra verð hjá BNOC,” sagði ráðherrann og á það verður reynt 1 viðræðum við forstjóra BNOC á næstunni. Ráðherrann lýsti síðan 5 ára viðskiptasamningi við Rússa sem undirritaður var 1 september 1980. Samkvæmt honum munum við fá frá Rússum 100 þúsund tonn af gasolíu 1981 af 220 þúsund tonna neyzluþörf hér, einnig 110 þúsund tonn af svart- ollu sem við þurfum að kaupa 170 þúsund tonn af 1981 og 70 þúsund tonn af bensini, sem við þurfum 90 þúsund tonn af. Tómas kvað heimsmarkaðsverö gilda í olíuviðskiptum og hvergi væri hægt að fá langtimasamninga um ódýra olíu. Rotterdammarkaðurinn byggir á framboði og eftirspurn. Verð á gasolíu þar hefur verið um 310 dollarar núna á tonnið á móti 340 dölum hjá BNOC. Búizt er við stöðugleika á Rotterdammarkaði. Ólafur Þ. Þóröarson þakkaði svörin og benti á að óverjandi væri að standa öðruvísi að olíukaupum en kaupa þar sem verðið er lægst. Kjartan Jóhannsson og Matthías Á. Mathiesen bentu á öryggisþáttinn í að binda ekki oliuviðskiptin við eina þjóð. Kjartan spurði ennfremur hvað dveldi ákvörðunartöku um aðild íslands að Alþjóða orkustofnun og kvaðst vona að trúnaðarskýrsla um málið yrði senn opnuð fleiri aðilum, en verið hefði. Tómas kvaðst mundu stuðla að því að fleiri sæju umrædda trúnaðar- skýrslu, þvf þar væri ekkert geymt sem fleiri mættu nú ekki vita. -A.St. Hringborðsumræður Geðhjálpar og Verndar leiða til þingsályktunartillögu: Menntun f angavarða verði aukin — m. a. til að gera þeim auðveldara að annast geðsjúka fanga Félagið Geðhjálp og félagssamtökin Vernd efndu nýlega til hring- borðsumræðna um málefni geðsjúkra afbrotamanna. Þar kom meðal annars fram að fangaverðir hafa áhyggjur af þvi hve litla fræðslu þeir fá um meðferð slíkra manna, en eins og margoft hefur komið fram 1 blöðum eru engar sérstofnanir til fyrir geösjúka afbrotamenn, en það er neyðarúrræði að láta þá dvelja með öðrum föngum. Til umræðnanna var boðið 38 valin- kunnum mönnum, þar á meðal nokkrum þingmönnum. Árangurinn varð sá, að Fimm þingmenn, Helgi Seljan, Salóme Þorkelsdóttir, Jón Helgason, Jóhanna Sigurðardóttir og Friðrik Sóphusson hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um aukna menntun fangavarða, en menntun þeirra hefur hingað til verið litil, enda þótt starFið sé mjög ábyrgðarmikið og krefjandi. Hefur félagið Geðhjálp lýst yFir ánægju sinni með tillöguna og telur hana framfaraspor. -IHH. Yf irtaka íslendingar rekstur álversins í Straumsvík með haustinu? „Ein STÆRSTA SVINDLMÁL ÍSLENZKRAR ATVINNUSÖGU” — sagði ölaf ur Ragnar Grímsson á Alþingi 1 „Þaðkannsvoaðfarameðhaustinu, að við íslendingar verðum að taka um það ákvörðun, hvort við viljum yfir- taka rekstur Álversins í Straumsvík. Þar hefur verið í rannsókn eitt stærsta svindlmál 1 íslenzkri atvinnusögu, fals sem hugsanlega hefur leitt til miklu minni greiðslna frá Álverinu til íslendinga en fram áttu að fara.” Þannig komst Ólafur Ragnar Grímsson að orði á þingi 1 fyrradag, er orkuverafrumvarp sjálfstæðismanna var til umræðu i efri deild. Áður en Ólafur Ragnar talaði fjölluðu Tómas Árnason viðskipta- ráðherra, Egill Jónsson og Salóme Þor- kelsdóttir um málið. Var það á Tómasi að heyra að hann styddi virkjarnirnar þrjár, sem lagðar eru til 1 frumvarpinu, þ.e. Blönduvirkjun, Sultartanga- virkjun og Fljótsdalsvirkjun. Stefári Jónsson (Abl). vildi fara hægar 1 sakirnar og mælti þó einkum gegn stóriðju 1 sambandi við virkjarnir. Ólafur Ragnar kvað það ánægjulegt 1 frumvarpi sjálfstæðismanna, að Fljótsdalsvirkjun væri algerlega skilyrt 1 sambandi við samninga um stóriðju. Ljóst væri þvi að af henni yrði ekkert í næstu framtíð, þvi enginn flutnings- manna hefði svo mikið sem minnzt á hugsanlega stóriðju á Reyðarfirði, hvað þá heldur stóriðjufyrirtæki, sem arði skilar fyrir landsmenn 1 heild. „Stóriðjupostularnir verða að svara einhverju til um það, hvaða stóriðju þeir hugsa sér í sambandi við Fljóts- dalsvirkjun. Enginn þeirra hefur nefnt fyrirtæki sem arði gæti skilað. Það er því ljóst, að með virkjununum þremur sem um er rætt 1 frumvarpi Sjálf- stæðisflokksins er gert ráð fyrir veru- legri umframorku, sem enginn nefnir hvernig nýta skuli. Grundartangaverk- smiðjan hefur verið umtalsverður baggi á íslenzka ríkinu. Álfélagið hefur á sl. áratug skilað 2 milljarða tapi. Slíkt þætti lélegt 1 sjávarútvegi,” sagði Ólafur Ragnar og ítrekaði áskoranir sínar til meðmælenda stóriðju að nefna einhverja þá stóriðju sem gæti skilað arði á íslandi. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.