Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. Robert Redford. Óskarsverðlaunin voru af hent í 53. sinn í nótt: Robert Redford varð hinn óvænti sigur- vegari hátíöarinnar — hann var valinn bezti leikstjórinn og kvikmynd hans Ordinary People f ékk fem óskarsverðlaun Frá Sigurði Jenssyni, fréttaritara DB i Bandarikjunum: Robert Redford varð tvímælalaust sigurvegari óskarsverðlaunahátíðarinnar í Bandarikjunum sem lauk um klukkan sex í morgun að íslenzkum tíma. Red- ford var valinn leikstjóri ársins fyrir stjórn myndarinnar Ordinary People og alls fékk kvikmyndin fjögur óskarsverðlaun. Það cr ekki sízt athyglisvert fyrir þá sök að þetta var fyrsta kvikmyndin sem Redford leikstýrir en sjálfur er hann mun betur þekktur fyrir kvikmyndaleik sinn en leikstjórn. Þetta var í 53. skipti sem óskars- verðlaunin voru veitt og þrátt fyrir mikil skrif bandarískra blaða undan- farna daga um að óskarinn sé búinn að vera var ekki annað sýnna en hátíðin færi fram með miklum glæsi- brag og allir skemmtu sér hið bezta. Dagskráin hófst með því að rætt var um heilsufar Reagans forseta, hins gamalkunna leikara sem hreppti þó aldrei óskarsverðlaun. Honum voru sendar kveðjur og honum óskað velfarnaðar. Sjálfur fylgdist forset- inn með hátíðahöldunum af sjón- varpstæki á sjúkrastofu sinni. Sýnd var stutt mynd þar sem for- setinn flutti hátíðargestum ávarp og hafði hún verið tekin áður en hann varð fyrir árásinni. Þar sagði Reagan meðal annars að kvikmyndir gleyTndust aldrei. Talið er að um 300 milljónir manna hafi fylgzt með af- hendingu verðlaunanna. Bezta mynd ársins var eins og áður segir valin Ordinary People. Fram- leiðandi hennar er Ronald H. Schvary og leikstjóri Robert Redford. Fáum kom á óvart að Robert De Niro skyldi verða valinn bezti karl- leikarinn. Hann þótti sýna frábær til- þrif í hlutverki Jake La Motta í kvik- myndinni The Raging Bull. Jake La Motta (Robert De Niro) ásamt konu sinni Vickie (Cathy Moriatty). De Niro var valinn bezti karlleikarinn fyrir leik sinn f þessari mynd, The Raging Bull, sem hlaut tvenn óskarsverðlaun. Verðlaunin fyrir beztu handrit fengu Alvin Sargent fyrir handritið að Ordinary People og Bo Golbman fyrir handritið að Melvin and Howard. Bezta lagið var valið titillagið úr kvikmyndinni Fame en tvö lög úr þeirri mynd voru tilnefnd og er það í fyrsta skipti í sögu óskarsverðlaun- anna, sem slíkt gerist. Lagið var samið af Dean Pitchford og Michael Gore og sungið af Irenu Cara. Auk þess fékk Michael Gore óskarsverð- laun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Fame. Bezta kvikmyndatakan var valin sú sem birtist i kvikmyndinni Tess sem Roman Polanski leikstýrði. Bezta klippingin kom í hlut The Raging Bull. Bezta leikmyndin kom einnig í hlut Tess, sem að auki fékk sérstök verðlaun fyrir leikbúninga og alls þrenn verðlaun. Bezti kvenleikarinn var valin Sizzy Spazek fyrir leik sinn í kvikmyndinni Coal Miner’s Daughter sem byggð er á sögu Lorettu Lynn. Verðlaunin fyrir beztan leik í auka- hlutverki karla fékk Timothy Hutton fyrir túlkun sina á Conrad í Ordinary People. Verðlaunin fyrir beztan leik í aukahlutverki kvenna hlaut Mary Steenburgen fyrir leik sinn í kvik- myndinni Melvin and Howard. Hún er alveg óþekkt leikkona en eigin- mann hennar, Malcolm Macdowell, þekkja hins vegar flestir kvikmynda- unnendur. laun og afhenti sigurvegari hátíðar- innar, Robert Redford, honum verð- launin. Minnti hann á að Fonda hefði gert 86 myndir á 46 ára ferli sín- um. Alls stóð hátíðin í þrjár klukku- stundir og meðal þeirra sem þar komu fram var söngvarinn Luciano Pavarotti. Þess má að lokum geta að kvik- myndin Fílamaðurinn, sem tilnefnd hafði verið til átta verðlauna, fékk engin verðlaun. Bezta erlenda myndin var valin rússneska myndin Moscow doesn’t Believe in Tears. Kvikmyndin Empire Strikes Back fékk verðlaun fyrir hljóð og tæknibrellur. Loks fékk leikarinn gamaikunni, Henry Fonda, sérstök heiðursverð- Sissy Spacek i hlutverki Lorettu f kvikmyndinni Coal Miner’s Daughter, sem byggð er á sögu Lorettu Lynn. Timothy Hutton í hlutverki Conrads. Hér ræðir Conrad við móður sina eftir að hafa gert árangurslausa sjálfs- morðstilraun. Hutton fékk óskars- verðlaun fyrir beztan leik karla i aukahlutverki. ÓKEYPIS AÐGANGUR - 18 UMFERÐIR fimmtudag 2. aprfl í Sigtúni kl. 20.30 (húsið opnað kl. 19.30) Frábœrir vinningar, m.a. sólarlandaferðir frá Útsýn Philips litsjónvarp, Philips og Kenwood heimilistæki. ■MMÉMMHii^^wBoriKennissamband íslandsnm^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.