Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. 27 I Útvarp Sjónvarp i) NYJASTA TÆKNIOG VISINDI - sjónvarp kl. 20,35: Sagt frá heimsins stærstu skurðgröfum —einnig frá geymslu úreltra herf lugvéla, virkjun vindorku ogeldiviði Fjórar myndir verða á dagskrá þátt- arins Nýjasta tækni og vísindi sem Örn- ólfur Thorlacius annast í sjónvarpinu í kvöld. Sú fyrsta greinir frá gífurlega stórum mokstursgröfum, þeim stærstu í heimi. Þær moka kolum úr jörðu í Þýzkalandi en skilja eftir sig risastór sár í landinu eftir að kolunum hefur verið náð. Sagt verður frá nýrri tækni sem notuð er til að laga landið aftur. Næst verður fjallað um eldivið en samfara fjölgun mannkyns hefur komið til aukin eldiviðarnotkun i þróunarlöndum. Því fylgja eðlilega ýmsar hættur eins og íslendingar kann- ast mæta vel við þegar þeir líta yfir landið sitt. Vísindin vinna mikið að því að finna leiðir til að beizla fleiri orkulindir. Vindorkan hefur verið beizluð lengi af manninum en engu að síður er unnið i mörgum löndum að því að þróa vind- rafstöðvar og nota þannig vindinn til rafmagnsframleiðslu. f þættinum verður skýrt frá tilraunum víða um heim við virkjun vindorkunnar. Loks verður sagt frá geymslu her- flugvéla sem teknar hafa verið úr notk- un vegna þess að þær þykja úreltar. í Bandaríkjunum hefur þeim verið safnað saman á einn stað, nokkurs konar flugvélakirkjugarð, en til þess að draga úr málmtæringu hefur plast- froðu verið úðað yfir þær. -KMU TÍMINN 0G VATNID - sjónvarp kl. 21,55: MYNDSKREYTINGAR VIÐ UÓD EFTIR STEIN STEINARR Baldvin Halldórsson leikari les í sjónvarpinu í kvöld ljóð eftir Stein Steinarr. Undir Ijóðalestrinum verður ljósmyndum eftir Pál Stefáns- son brugðið á skjáinn og tónlist eftir Eyþór Þorláksson, flutt af höfundi ásamt Gunnari Gunnarssyni. Þessi þáttur var áður á dagskrá 6. júní í fyrra. Steinn Steinarr var skáldanafn því skírnarnafn hans var Aðalsteinn Kristmundsson. Hann fæddist árið 1908 að Laugalandi við ísafjarðar- djúp en fluttist ungur með móður sinni i Dalasýslu þar sem hann ólst upp. Hann var einn vetur við nám i héraðsskólanum á Núpi i Dýrafirði en um tvítugsaldur fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann átti heima til æviloka. Steinn átti oft við vanheilsu að stríða. Er hann kom til Reykjavíkur komst hann fljótlega í kynni við skáld og listamenn og tók sjálfur að lifa sannkölluðu listamannalífi — við sult og seyru. En frá honum spruttu kvæði sem ollu tímamótum í ís- lenzkri ljóðagerð, svonefnd atómljóð — ljóð sem ekki fylgdu hefðbundn- um bragreglum. En hann batt sig ekki eingöngu við atómkveðskap því eftir hann liggja einnig Ijóð sem lúta ströngum kröfum um rím og stuðla. Steinn Steinarr lézt árið 1958, aðeins 49 ára að aldri. - KMU MALU, KONA A KROSSGÖTUM - sjónvarp kl. 21,10: UM BARÁTTU BRASIL- ÍSKRAR NÚTÍMAKONU FYRIR SJÁLFSTÆÐI — þáttur í gamansömum tón Annar þáttur brasilíska mynda- flokksins um Malu er á dagskrá sjón- varps í kvöld. I fyrsta þætti kynnt- umst við aðalpersónunni, Malu, sem er ung nútímakona um þrítugt. Hún skilur við mann sinn, Pétur Hinrik, sem hún á með dótturina Elísu sem er að komast á táningaaldurinn. í þættinum í kvöld segir frá þeim áhrifum sem skilnaður Malu hefur á foreldra hennar og konu lögfræð- ingsins sem sá um skilnaðinn. Að sögn þýðandans, Sonju Diego, er þátturinn I nokkuð gamansömum tón og vel hægt að hlæja að honum. Það skal tekið fram að hér er ekki um framhaldsmyndaflokk að ræða heldur er hver þáttur sjálfstæður en þó snúast þeir allir um Malu og bar- áttu hennar fyrir að verða sjálfstæð kona. -KMU Sýnishorn úr söluskrá verður í Dagblaðinu á fimmtudag KRXEigna LSJmarkaðurinn NÝJA HÚSINU V/LÆKJARTORG. SÍMI 26933. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilas Sveitarstjóri Hofsóshreppur óskar eftir að ráða sveitar- stjóra. Upplýsingar um starfið hjá oddvita í síma 95- 6320 og 95-6341. Umsóknum skal skilað fyrir 10. apríl. VIDEOj Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR CREDA enskur antik- arínn Flöktandi rafloginn gerir heimilió hlýrra og notalegra. Er einnig sannkölluð heimilisprýói. FÆST HJÁ: Rafbúö Vosturbæjar, Sólvallag. 27 Rvk, sbni 12470 RaRtúðinni Átfaskeiði 31 Hafharfiröi, skni53020 Hábæ Hafnarg. 49 Kefíavik, simi3860, Vékh og raftœkjasölunni Akureyri, sími24253, oghjáokkur. Simi sölumanns 18785 Raftækjaverzlun íslands hf. símaM7975f7B.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.