Dagblaðið - 01.04.1981, Side 14

Dagblaðið - 01.04.1981, Side 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR1. APRÍL 1981. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. 15 14 (I Iþróttir Iþróttir Iþróttir gþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir $ Keppnin um UEFA- sætið úr sögunni? — Bflasýningframundan íLaugardalshöll Talsverðar likur eru á að ekkert verði af „deilda- meistarakeppninni” í handknattleik, sem átti að fara fram nú i vor og eitt sœti i þeirri keppni átti að gefa sœti i nýju UEFA-keppnina f handknattleik. Fyrirhugað er að úrslitin i bikarkeppni HSÍ verði 12. aprfl í Laugardalshöll þriðjudaginn fyrir páska og það verður siðasti dagurinn sem HSÍ getur fengið fyrir keppni i Höllinni um tfma. Þar verður bUasýn- ing sem stendur yfir páska og jafnvel eitthvað lengur. Varla hægt að fara að halda eitthvert stór- mót í handknattleik innanhúss þegar komið verður fram á sumar. Ef ekkert verður af þessari deilda- meistarakeppni mun Þróttur fá sæti i UEFA-keppn- inni enda var liðið f öðru sæti á íslandsmótinu. En það er ekkert ákveðið ennþá i málinu — það mun skýrast um eða eftir helgina. - hsfm. Þrír bikarleikir á fimmtudag Þrír leikir verða i bikarkeppni handknattleikssam- bandsins á fimmtudagskvöld. Tveir leikjanna verða í Laugardalshöll. Fyrst leika Fylldr og Vikingur og hefst leikurinn Id. 20.00. Strax á eftir leika siðan Fram og Valur. í íþróttahúsinu að Varmá leika HK og KR. Sá leikur hefst sennilega kl. 21.00. - hsím. Neitaði að fella lyftugjöld unglinganna niður — undarleg viðbrögð formanns Bláf jallanefndar við beiðni Skíðasambands Reykjavíkur Formaður Bláfjallanefndar var ekki sá samvinnu- þýðasti sunnan heiða er fulitrúi Skiðaráðs Reykja- vikur fór þess á leit við hann að unglingalið Reykja- vikur fengi ókeypis i lyfturnar I Bláfjöllum þessa vikuna vegna undirbúnings fyrir íslandsmeistaramót unglinga sem fram fer þar um næstu helgi. Þvertók formaðurinn fyrir að unglingarnir fengju að nota lyfturnar endurgjaldslaust en bauðst hins vegar til að skrifa hjá þeim þær upphæðir sem um ræddi! Um 25 manna hópur hefur að undanförnu æft af kappi fyrir unglingameistaramótið og verða við- brögð formanns Bláfjallanefndar að teljast í hæsta máta undarleg. Skíðafólkið „frýs” þó ekki úti með æfingaaðstöðu fyrir mótið því ÍR-ingar hlupu undir bagga með því og lánuðu sína lyftu endurgjaldslaust með öllu. -SSv. Saudi-Arabia vann Saudi-Arabia sigraði Qatar 1—0 i Riyadh i gær í 2. riðli Asiu í heimsmeistarakeppninni i knatt- spyrnu. Sigraði þar með i riðlinum en öll löndin kepptu i Riyadh. Lokastaðan i riðlinum: Saudi-Arabia 4 4 0 0 5—0 8 Iraq 4 3 0 1 5—2 6 Qatar 4 2 0 2 5—3 4 Bahrain 4 10 3 1—6 2 Sýrland 4 0 0 4 2—7 0 tennissambandinu Annað kvöld kl. 20 efnir Borðtennissamband íslands til stórbingós i Sigtúni. Verða spilaðar 18 umferðir og eru vinningarnir allir afar glæsilegir og enginn þeirra að verðmæti undir 1000 nýkrónum. Meðal vinninga má nefna litasjónvarp, sólarlanda- ferðir, heimilistæki auk margs annars. Enginn aðgangseyrir verður að bingóinu en verð á spjaldi hefur verið 20 krónur. í lokin verða siðan leiknar nokkrar umferðir fólki að kostnaðarlausu og eru þá i boði glæsileg páskaegg. -SSv. Ólympiumeistarinn Ditjanin i hringjunum. Eitt Reykjavíkurfélaganna býður leikmönnum 500 krónur fyrir sigur! — peningastreymi innan knattspyrnunnar hérlendis virðist f ara hraðvaxandi og hálf-atvinnumennska er nú ekkibaraorðintóm í itarlegri grein þann 23. janúar sl. sagði DB frá þeirri hálfatvinnu- mennsku sem ryður sér til rúms hægt og bítandi i knattspyrnunni. Ef marka má upplýsingar sem við höfum orðið okkur úti um hleður snjóboltinn utan á sig með ógnarhraða. íslenzkir knatt- spyrnumenn eru hægt og bitandi að fjarlægjast hið algera áhugamannsstig og við er tekin iþrótt sera menn stunda allt að 8—9 sinnum i viku og fá greiðsl- ur fyrir að auki. Þessar gegndarlausu kröfur á hendur leikmönnum, sem aö auki vinna fulla vinnu 5 daga vikunnar, kalla eðlilega á hvata af einhverju tagi og peningar eru þá nærtækasta ráðið. í sjálfu sér er lítið við það að athuga á meðan félögin hafa bolmagn til að greiða þær sporslur sem nú þykja orðið sjálf- sagðar í 1. deild og jafnvel þeirri 2. í einu dagblaðanna var fyrir skemmstu greint frá því að leikmenn eins Reykjavíkurfélagsins væru farnir að greiða sektir fyrir að mæta of seint á æfingar og ennfremur væru leikmenn sektaðir fyrir ljót brot i leikjum, þ.e. áminningar eða útafrekstur. Þótti mörgum sem hér væri um nokkuð „krítískt” skref að ræða. LJOTUR SKELLUR HJÁ LA L0UVIERE „Við fengum Ijótan skell á sunnu- dag,” sagði Karl Þórðarson er við slóg- um á þráðinn til hans og spurðum hvað væri titt i baráttunni. „Þetta var hreint út sagt afleitur leikur hjá okkur á útivelli gegn Racing Jet í Brflssel og við töpuðum 1—5. Höfðum gert jafntefli tvo leiki í röð þar á undan og höfum því 25 stig og erum í 9. sæti.” Tongeren er sem fyrr efst með 34 stig og La Louviere á heimaleik gegn því liði um næstu helgi. Möguleikar liðsins á að komast upp þó hverfandi litlir. Nú höfum við frétt að eitt Reykja- víkurfélaganna bjóði leikmönnum sín- um 500 nýkrónur á höfuð fyrir hvern unninn sigur í íslandsmótinu. „Þetta er ekki lengur áhugamennskan uppmál- uð” sagði einn leikmaður þess félags við DB fyrir stuttu. Þá höfum við haft fregnir af því að annað Reykjavíkurfél- ag hafi neitað óskum leikmanna um 150 nýkróna bónus fyrir hvern sigur í íslandsmótinu. Þá hafa heyrzt fregnir af svimandi upphæðum þjálfara í 2. deildinni og sem dæmi má nefna að eitt liðið pungar út 120.000 nýkrónum (12 millj. gamlar) fyrir þjálfara sinn í sumar. Annað 2. deildarfélag, sem er i bókstaflegri merkingu rekið af tveimur fyrirtækjum i viðkomandi kaupstað, ku greiða þjálfara sínum enn hærri laun. Það félag mun einnig vera á höttunum eftir leikmönnum og virðist hafa næga fjár- muni á milli handanna til að lokka frambærilega leikmenn til sín. Af framangreindu má ráða að það er orðinn sjálfsagður hlutur að knatt- spyrnumenn, a.m.k. í 1. deildinni, fái greitt fyrir íþróttaiðkun sína í meira eða inna mæli. Hvernig þetta svo samræmist áhugamannareglum KSÍ og hugmyndum ólympíunefndar íslands er svo annað mál, en þessu engu að síður náskylt. -SSv. Atli fer til Hameln eftir leiktfmabílið — „ekki nein gylliboð, en mig langar að spreyta mig úti,” sagði Atli Hilmarsson við DB „Ég er ákveðinn að fara til Hameln þótt staðan hjá félaginu i dag sé e.t.v. Ólympíumeistarinn Ditjanin Um nokkurra ára skeið hefur heims- pressan skrífað um einstaka hæfileika Alexanders Ditjanin. Það er almennt álit sérfræðinga að það séu ekki ein- göngu hæfileikarnir og leiknin sem hafi leitt Ditjanin til sigurs á ólympiuleikun- um i Moskvu, heldur einnig öryggi hans. Hann var sá eini af þátttakend- unum sem fór i gegnum allar æfing- arnar án þess að verða á hin minnstu mistök. Nákvæmnin gat ekki meiri verið, hreyfingar hans voru hárvissar og öruggar. Ólympíumeistarinn núverandi ólst Killanin lávarður, fyrrum formaður al- þjóðaólympiunefndarinnar, færir Ditjanin gullverðlaun á ólympiuleikun- um í Moskvu. —bezti fímleikamaður heims upp í verkamannafjölskyldu þar sem allir kunnu að meta starfið. Foreldrar hans eru bæði málmsmiðir og hafa unnið í mörg ár í verksmiðju í Lenin- grad. ' Meistarinn sjálfur stundar nám við íþróttaháskólann í Leningrad. í fram- tíðinni mun hann kenna skólabörnum leikfimi, leggja fyrir sig þjálfarastörf eða helga sig iþróttavísindunum. Er það ekki það sem hugurinn stendur til? „Ég hef ekki hugsað alvarlega um það,” segir Aleaxander. „Ég hef yndi af stúdentalífinu. Ég veit hvað er fram- undan i náinni framtíð, námið og fimleikarnir.” Erfitt í byrjun Iþróttaferill Ditjanins er ferill hugrakks manns sem átti i erfiðleikum i upphafi, fór upp á við, stöðvaðist, sneri aftur til upphafsins og náði sér uppánýjan leik. Það má byrja á þvi að menn hlógu að Anatoli Jarmovsky, þjálfara í Iþrótta- skóla barna og unglinga, þegar hann tók Alexander, sem þá var níu ára, í flokk til sín og lofaði að gera hann að meistara. Það leit ekki út fyrir að þessi magri og þunglamalegi drengur hefði nokkra hæfileika til að verða fimleika- maður. Þessi ungi þjálfari giskaði á, og sú ágiskun var rétt, að drengurinn byggi yfir fastri skapgerð og heilsteyptri. Þetta tókst allt saman hjá þeim. Síðar ncfndi Mikhail Voronin, heimsmeistari og ólympíumeistari, þetta samband þjálfarans og nemandans, sem hefur varðveitzt fram á þennan dag, „fagurt tvispil þar sem annar aðilinn bætir hinn svo fagurlega upp”. Samt sem áður eru þeir mjög líkir. Báðir sjálfstæðir, upp- finningasamir, hæverskir og viðkvæmir. Og við skulum lýsa Ditjanin nánar. Þjálfari hans, Jarmovsky, segir að hann hafa sjálfstæðar skoðanir: „Hann trúir engu umsvifalaust. Það þarf að sannfæra hann áður en hann fellst á að taka einhverja æfingu inn í prógramm sitt. Og detti honum í hug að þetta sé ekki fyrir hann þá lætur hann sig ekki með það. í slíkum tilfell- um kemur hann oft með eigin útfær- ingu og oft reynist hann hafa rétt fyrir sér.” Jarmovsky telur að þessi sjálf- stæða hugsun, ásamt með taugastyrk og ískaldri ró, hafi ofí bjargað Ditjanin á örlagaþrungnum augnablikum. „Á heimsmeistaramótinu í Strassbourg”, segir þjálfarinn, „nánar tiltekið árið 1978, kom það fyrir að Alexander átti að standa á höndum í hringjunum í frjálsu æfingunum. Það tókst ekki alveg, hann hallaðist aðeins um of. Venjuleg bjarga fimleikamenn sér út úr svona löguðu með að snúa við og endurtaka æfinguna en þar með er búið að skemma æfinguna. Alexander áttaði sig á einu sekúndubroti, hélt áfram og fór í „kross”. Enginn tók eftir neinu.” „Hvers vegna er ég hrifinn af Ditjanin?” spyr Mikhail Voronin. „Hann leggur sig allan fram, hann er nákvæmur og byrji hann á æfingu hættir hann ekki við hálfnað verk. Hann er jafnlyndur og tekur sjálfan sig og fimleikana alvarlega.” Nám í íþróttaskóla Eftir hinn glæsilega sigur á ólympíu- Ieikunum hafði Ditjanin í hyggju að hvila sig um stund frá íþróttunum. En það tókst ekki strax. Að leikunum loknum hófst 45 daga ferðalag sovézka landsliðsins um Suður-Ameriku. „Ég saknaði Aljoshu mest. Síðustu vik- urnar langaði mig svo mjög að leika við hann.” I ágúst hélt ólympíumeistarinn upp á 23 ára afmæli sitt og þá varð Aljosha sonur hans eins árs. Alexander og kona hans eiga mörg sameiginleg áhugamál. Hún stundar einnig nám við íþróttaháskólann, að visu ekki í fimleikum heldur í frjáls- íþróttum. Og þegar Alexander á frí sitja konan og heimilið í fyrirrúmi. Og hvað kemur svo á eftir? „Það er erfitt að viðurkenna það en ég, sem er orðinn fjölskyldufaðir, hef ennþá ánægju af þeim bókum sem ég hafði gaman af i æsku. Vísindaskáld- sögum, leynilögreglusögum, þ.e.a.s. spennandi bókum. Ég gleypi þær í mig hverja af annarri,” segir Alexander og hlær. „Einnig hef ég mjög gaman af veiðum. Þó ekkert veiðist hef ég yndi af að sitja tímunum saman á bakkanum með veiðistöng.” Auk íþróttanna hefur Ditjanin yndi af ballett. Hann passar sig á að missa ekki af einni einustu sýningu, situr og fylgist með því sem fram fer á sviðinu og reynir að hrinda frá sér þeirri hugs- un að einhver hreyfing dansaranna félli vel inn í frjálsiþróttaprógrammið hans. (Alexej Srebnitski, APN) ekki neitt sérlega freistandi,” sagði stórskytta Framara, Atli Hilmarsson, er hann kom heim úr vikuferð til Þýzkalands i gær. „Lið Hameln í dag er ekki sterkt. Liðið er rétt fyrir neðan miðja 2. deild- ina og er ekki betra en slakt 1. deildar- lið hér heima. Mig langar hins vegar til að kynnast einhverju nýju. Ég er ekki nema 21 árs og hef því framtíðina fyrir mér. Það er ekki afráðið hvort ég vinn þarna úti eða fer e.t.v. í skóla en mér stendur hvort tveggja til boða.” Hameln er smáborg — um 40 km frá Minden, þar sem þeir Axel Axelsson og Sigurður Sveinsson munu leika með Dankersen næsta vetur. Atla ætti því ekki að leiðast dvölin. Forráðamenn félagsins hafa nú mikinn hug á að gera stórt átak til að koma liðinu upp í 1. deildina og það er takmarkið næsta vetur. M.a. hefur félagið fengið til liðs við sig sterkan Júgóslava og nú Atla sem vafalítið á eftir að hrella mark- verði 2. deildarinnar næsta vetur. Eins og staðan er í dag bendir fiest til þess að Dankersen leiki einnig í 2. deildinni þannig að þar gæti orðið um skemmti- legar viðureignir að ræða. „Ég veit ekki alveg hvort ég fer í júní- eða júlíbyrjun til liðsins,” sagði Atli. „Mér stendur til boða að fara með félaginu í vikuferð til Spánar í júní en þetta skýrist allt vonandi á næstu vikum.” -SSv. Dulbúin atvinnumennska í knattspyrnunni: ÁHUGAMANNAREGLUR KSÍ BR0TNAR í BAK 0G FYRIR —og erþar ekkert 1. deildarfélag undanskilið ..öll I. dcildarliðin í knaitvpyrmi kaupa eða lokka til sin lciktncnn mcð cinum cða Oörum ráðum. Þau fara aAcins misjafnlega ábcrandi að þvi.” Þctla cru ummæli þckkls I. dcildar- lcikmanns i spjalli sið DB. Á iþróllasiftum blaftsins i dag er aft finna grcin um hvcrnig áhuga mannalrig KSÍ cru brolin i bak og fyrir og urn þá liállais innumcnnskli scm cr aft ryftja scr lil runis licrlcndis. Þar scgir m.a.: .......Santfara þessiuu auknu fclagaskiplum livrisi þaft iinng i soxt aft fclogin bjofti lciknutruium Iriftmdi af ýmsu tagi. Þar er uin aft ra-fta greiftslu húsaleigu. gofta alsinnu. þar scm mcfln geia venft lausir hvciuri scrn hcrua þykog iainu-1 uiftuic Scu lcikmcrin i fasicignahug Inftinguni liefur þaftcinnig þckk/i aft lclogin hafi ulvcgaft þrím iiiun h.nn lun cn þcir licfftti annars lcngift inidu cftiilcginn kringunisiæftiim llila slsikii. giciftslur fyrir umiul.ip. dag IUihiikui scgna IrrAulaga crlcfldis. alh þs'kkisl þelia i I dnldinm ” . .K nallsptv iuii lu'i lcmlis. I .liildci ckki lciigu: .tfiuga n iippmaluft nns ng luldift —sjá nánar íþróttir bls. 12-21 Frétt Dagblaðsins frá I janúar um greiðslur til íslenzkra knattspyrnumanna hérlendis. Ekki á móti ungu dómurunum, en... r „ERUM 0RÐNIR LEIÐIR A SÍFELLDUM SVIKUM HSÍ” —sagði Ólaf ur Steingrímsson við DB í gær „Ég hef siður en svo nokkuð á móti þessum ungu dómurum og er ekki að mótmæla þeim i sjálfu sér heldur aðeins þvi að „prinsip” skuli þverbrot- in og þeir sendir á Norðurlandamót,” sagði Ólafur Steingrimsson handknatt- leiksdómari i samtali við Dagblaðið f gær. DB birti, eins og margir hafa vafa- lítið tekið eftir, frétt á mánudag þess efnis að ólga væri innan raða hand- knattleiksdómara með þá ákvörðun stjórnar HSÍ að samþykkja tillögur dómaranefndar sambandsins um dóm- ara á NM-unglinga sem fram fer í Sví- þjóð í næsta mánuði. Var þar skýrt frá því að þeir Gunnar Kjartansson og Ólafur Steingrímsson gengjust þessa dagana fyrir því að dómarar skiluðu skírteinum sínum inn í mótmælaskyni við þessa ákvörðun. „Það er alls ekki rétt að við höfum hvatt einn eða annan til að skila inn sínu dómaraskírteini og í fljótu bragði minnist ég þess ekki að hafa rætt þetta mál við nema einn dómara,” sagði Ólafur ennfremur. „Hins vegar er ég hættur dómgæzlu á vegum HSÍ eftir síendurtekin svik. Ég held ég megi segja að við Gunnar höfum verið útnefndir af hálfu HS! til að fara á dómaranámskeið á vegum IHF sl. 3—4 ár, en það hefur svo aldrei verið efnt. Við höfum frétt af þessum námskeiðum eftir að þeim hefur verið lokið. Við erum vægast sagt orðnir leiðir á þessum svikum.” DB hafði samband við nokkra dóm- ara í gær og innti þá álits á þessu máli IPSWICH STEINLÁ í LEEDS „Þetta eru óvæntustu úrslitin á leik- tímabilinu,” sagði Brian Butler, frétta-i maður BBC, þegar hann skýrði frá því að Ipswich Town, efsta liðið i 1. deild i ensku deildakeppninni, hefði steinlegið fyrir Leeds á Elland Road í gærkvöld, 3—0. Fjórða tap Ipswich á útivelli á leiktímabilinu en heima hefnr liðið ekki tapað. Spurning nú hvort taugar Ips- wich-leikmannanna halda i einvíginu mikla við Aston Villa. Liðið hefur nú aðeins eins stigs forustu og leikurinn þýðingarmikli milli Aston Villa og Ips- wich 14. aprfl gæti ráðið úrslitum. Leeds byrjaði með miklum krafti í gær og á sjöttu mín. felldi Russel Osman, miðvörður Ipswich, Derek Parlane innan vítateigs. Dómarinn benti strax á vítapunktinn — víta- spyrna og úr henni skoraði Kevin Hird. Leikmenn Ipswich mótmæltu dómnum ákaft, einkum þó Terry Butcher sem var bókaður. Á 15. mín. skoraði Carl Harris glæsilegt mark fyrir Leeds og staðan var allt annað en glæsileg fyrir Ipswich, sem var með alla sína beztu menn með í gær. Eftir þessi mörk Leeds sótti Ipswich nær stanzlaust það sem eftir var leiksins en tókst ekki að skora. Varnartaktíkin, sem Leeds-liðið er frægt fyrir eftir að hafa komizt marki yfir, brást ekki. Ipswich tókst ekki að skora en Möhren, Mariner og Brazil fóru þó illa með tækifæri. Fimm mín. fyrir leikslok náði Leeds skyndi- sókn og Paul Hart skoraði með þrumu- skalla. Ipswich hefur ekki sigrað í Leeds síðan 1960. Margir leikir voru háðir í gær. Úrslit: Arsenal — Birmingham 2—1 Leeds — Ipswich 3—0 Man. City — Leicester 3—3 WBA — Everton 2—0 2. deild Derby — Swansea 0—1 Orient — QPR 3—0 Wrexham — Luton 0—0 3. deild Carlisle — Exeter 1—1 Rotherham — Burnley 1 —0 Sheff. Utd. — Barnsley 1—1 í úrslitum bikarkeppni Wales gerðu Hereford og Newport jafntefli 1—1. Hereford sigraði 2—1 í fyrri leik lið- anna og þetta enska félag, neðsta lið 4. deildar, er því bikarmeistari Wales. Aðeins 17 þúsund áhorfendur sáu leikinn á Highbury. Yfir 20 þúsund hins vegar á leik Yorkshire-liðanna Sheff. Utd. og Barnsley. Frank Staple- ton náði forustu fyrir Arsenal á High- bury en Frank Worthington jafnaði. Síðasti leikur hans með Birmingham. Hann heldur nú til Tampa á Florida. Tíu mín. fyrir leikslok skoraði David O’Leary sigurmark Arsenal. Áhorfendur voru 26 þúsund á Maine Road og Kevin Reeves skoraði tvívegis fyrir Man. City. En á átta mín. kafla skoraði Leicester þrjú mörk, Williams, Young og Melrose. Þremur mín. fyrir leikslok jafnaði Henry fyrir City. Þeir Bryan Robson á 22. mín. og Alister Brown skoruðu mörk WBA — Jerome Charles sigurmark Swansea í Derby. í kvöld leika Liverpool og West Ham í annað sinn í úrslitum deildabikarsins. Leikurinn verður á Villa Park í Birm- ingham. Vafi hvort Souness getur leikið með Liverpool — Alvin Martin meðWestHam. -hsím. og tóku flestir í sama streng og þeir Ólafur og Gunnar. Ennfremur kom fram hjá sumum óánægja með störf dómaranefndar HSÍ, sem mun reyndar aðeins skipuð Gunnlaugi Hjálmarssyni í ár. í fyrra voru hins vegar auk hans Magnús Arnarsson og Karl Jóhannsson ínefndinni. -SSv. FRAM MÆTIR VAL Það veröur Fram sem mætir Val á fimmtudag I 8-liða úrslitum bikar- keppni HSt. í gærkvöld vann Fram heldur auðveldan sigur á Breiðabliki f 16-liða úrslitum i Laugardalshöll. Úrslit 28—23. Lengi framan af var leikurinn f járn- um. Liðin skiptust á forustu i f.h. Staðan í hálfleik 13—12 fyrir Fram og hafði Atli Hilmarsson — skoraði sjö mörk í leiknum — þá verið leikmönn- um Kópavogsliðsins erfiður, nýkominn úr flugvél frá Þýzkalandi. Eftir 10 mín. í s.b. hafði Fram náð þriggja marka forustu, 18—15, og jók muninn í 23— 17 upp úr miðjum hálfleiknum. Úrslit voru þá ráðin og fimm marka munur i lokin. - hsím. BLAKLIÐ ÞR0TTAR í EVRÓPUKEPPNI? Nýkrýndir íslandsmeistarar i 1. deild karla i blaki, Þróttarar, velta nú fyrir sér þeim möguleika að taka þátt i Evrópukeppni. Ef af þvi yrði væri það f íþróttir Sigurður Sverrisson fyrsta sinn sem fslenzkt félagslið f blaki léki við erlent félagslið og heimsókn slíks liðs yrði án efa kærkomin fyrir blakáhugafólk hériendis. En fjárhagshlið slíks ævintýris er að venju það sem helzt gæti staðið í vegi fyrir að draumurinn rættist því nokkuð víst er að þátttaka blakliðs í Evrópu- keppni skilaði ekki hagnaði heldur er spurningin sú hve stórt tapið yrði. Þróttur er í dag án efa með sterkasta blaklið sem til hefur verið hérlendis. Í þeirra hópi hefur verið rætt um að styrkja liðið enn frekar fyrir þátttöku í Evrópukeppni með því að fá Eyja- manninn sterka, Harald Geir Hlöðvers- son, í liðið og er hann sagður jákvæður fyrir slíku. VIRUMTILISLANDS í B0ÐIHAUKANNA — leikur hér 4 leiki á 5 dögum Annan fimmtudag fá Haukar danska handknattleiksliðið Virum f heimsókn. Virum-liðið kemur hingað til lands að morgni þess 9. og þá um kvöldið verður leikur við Hauka f fþróttahúsinu í Hafnarfirði. Daginn eftir verður Dönunum síðan haldið hóf í Snekkjunni í Hafnarfirði og laugardaginn 11. halda Virum-leik- mennirnir til Akureyrar og leika þar við KA er nýlega vann sig upp i 1. deild- ina. Á sunnudeginum verður leikið við lið Þórs og að þeim leik loknum halda Danirnir áleiðis til Seyðisfjarðar sem er vinabær þeirra á íslandi. Munu þeir dvelja þar fram á mánudag og halda síðan á ný til Hafnarfjarðar. Lokaliðurinn í heimsókn þeirra er leikur við annað hvort Hafnarfjarðar- liðanna á mánudagskvöldið og á þriðjudagsmorgun halda þeir síðan út til Danmerkur á ný. -SSv.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.