Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. Hákon Björnsson, forstjóri Kísiliðjunnar: „ Vil átelja vinnubrögð Heilbrigðiseftirlitsins” —fyrirhvernig staðiðvar að birtingu mengunar- skýrslunnar „Ég var fyrst að fá skýrsluna í hendur í dag og vissi reyndar ekki að birting hennar væri vaentanleg fyrr en rétt áður en byrjað var að lesa upp úr henni í ríkisfjölmiðlunum. Vinnubrögðin við birtinguna vil ég á- telja. Það virðist svo sem forráðamenn Heilbrigðiseftirlitsins hafi varðað mestu að koma óorði á fyrirtækið með því að gefa okkur ekki kost á að skoða skýrsluna áður en hún var birt opinber- lega.” Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar hafði þetta að segja í gær um margumrædda skýrslu Heilbrigðiseftirlits ríkisins um mengun í verksmiðjunni. „Ég ræddi við Hrafn V. Friðriksson forstöðumann Heilbrigðiseftirlitsins fyrir skömmu og starfsmaður þess var hér á ferð á fimmtudaginn. Hvorugur minntist á það einu orði að til stæði að fara að gefa út þessa mengunarskýrslu. Ég ætla síður en svo að halda því fram að hér sé allt í himnalagi í mengunarmálum. En á síðastliðnum þremur árum hafa verið gerðar umtals- verðar umbætur til að hindra rykmengun. Staðhæfingar í skýrslunni virðast hins vegar byggjast á allt að þriggja ára gömlum upplýsingum.” Hákon sagðist búast við að stjórn Kísiliðjunnar myndi senda frá sér at- hugasemdir við skýrsluna að lokinni yfirferð yfir hana. Sigurður Rúnar Ragnarsson, starfsmaður í Kísiliðjunni: „Erum hneykslað ir og svekktir” „Starfsmenn eru hneykslaðir og svekktir yfir að fá þetta framan í sig eftir að hafa, ásamt stjórnendum fyrir- tækisins, lagt sig fram um að koma í veg fyrir mengun. Heilbrigðiseftirlitið á að vera okkar sverð og skjöldur, en eftir að hafa séð þetta verður lítið mark tekið á plöggum frá þeirri stofnun í framtíðinni,” sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson starfsmaður í Kísiliðjunni í Mývatnssveit í gær. Hann var lengi trúnaðarmaður Verkalýðsfélags Húsa- víkur á staðnum og situr í stjóm Kísiliðjunnar. Talsvert fjaðraflok hefur orðið út af mengunarskýrslu Heilbrigðiseftirlits ríkisins um Kísiliðjuna í Mývatnssveit, en eins og sagt var frá í frétt DB í gær telur stofnunin að forráðamenn fyrir- tækisins hafi staðið illa í stykkinu við við að bæta úr slæmu mengunará- standi af völdum starfseminnar. Leggur Heilbrigðiseftirlitið til að starfsleyfi verksmiðjunnar verði endur- skoðað af þessum sökum. Eyjólfur Sæmundsson forstöðumaður Vinnu- eftirlits ríkisins andmælti í sjónvarps- viðtali um síðustu helgi meginniður- stöðum Heilbrigðiseftirlitsins og taldi þær byggjast á úreltum upplýsingum. Fyrir daga Vinnueftirlitsins vann Eyjólfur m.a. að því á vegum Heilbrigðiseftirlitsins að rannsaka mengunarmálin í Kísiliðjunni og síðan á vegum Vinnueftirlitsins. „Það tekur því tæplega að gagnrýna efnislega einstök atriði í skýrslunni, svo fráleit er hún,” sagði Sigurður Rúnar starfsmaður Kísiliðjunnar. „Nægilegt er að vísa til ummæla Eyjólfs Sæmundssonar.” Á árunum 1977 og 1978 voru aö sögn Sigurðar gerðar umfangsmiklar mengunarmælingar í Kísiliðjunni í samvinnu við sænska vinnueftirlitið. Kom í ljós að rykmengun var langt yfir leyfilegum mörkum. Við útskipun framleiðslunnar í Húsavíkurhöfn reyndist mengun vera allt að fimmtánfalt meiri en hættumörk leyfðu, en í verksmiðjunni allt að tífalt meiri en hættumörk leyfðu. „Að þessum niðurstöðum fengnum var ráðizt í dýrar mengunarvarnir og starfsháttum breytt til að ráða bót á þessu. Starfsmenn sjálfir eru sannfærðir um að mikill árangur hafi náðst. í maí næstkomandi er ætlunin að gera hliðstæðar mælingar og 1978 til að kanna hvort sú sannfæring fáist ekki staðfest,” sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson. -ARH. Ríkisskip annast strandflutninga fyrir Hafskip Nýverið gerðu Ríkisskip og Hafskip h.f. með sér sérstakan þjónustusamning sem felur í sér að Ríkisskip sér að mestu leyti um alla strandflutningaþjónustuHafskipsh.f. Á síðastliðnum 3—4 árum hefur verið unnið að endurskipulagningu og eflingu strandferðaþjónustu Ríkisskips. Höfuðmarkmið þess er að bjóða landsmönnum upp á ódýra en markvissa flutningaþjónustu innanlands og greiða þannig fyrir lágu vöruverði, segir í frétta- tilkynningu frá Ríkisskip og Hafskip h.f. Samstarfssamningurinn við Haf- skip h.f. er mikilvægur áfangi á þess- ari leið og einnig stærsti flutninga- samningur sem Ríkisskip hefur gert til þessa. Ríkisskip er nú með þrjú skip, sem annast strandflutningaþjónustu, Esju, Heklu og Coaster Emmy. Með þessu nýja fyrirkomulagi eykst þjónusta við viðskiptaaðila Hafskips hf. á landsbyggðinni til muna. Það er mat Ríkisskips og Hafskips hf„ að sú verkaskipting, sem í samningnum felst hafi þjóðhagslegt gildi og umtalsverðan sparnað í för með sér sem svarar milljónum nýkróna. -S.M. „Umtalsverðar umbætur til að hindra rykmengun á siðustu þremur árum,” segir framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn. Myndin er af starfsmönnum við út- skipun kisilgúrs frá verksmiðjunni. DB-mynd: EÓ. Þegar ný lög um hollustuhætti og aðbúnað á vinnustöðum tóku gildi um áramótin síðustu færðist um leið eftirlit með innri mengun í Kísiliðjunni, þ.e. sem varðar vernd sjálfs starfsfólksins, frá Heilbrigðiseftirliti til Vinnueftirlits ríkisins. Eftir sem áður fylgdist Heilbrigðiseftirlitið með ytri mengun, frárennsli, útblæstri, og þvílíku. Hákon taldi að forstöðumanni Heilbrigðiseftirlitsins væri „ekkert um nýja fyrirkomulagið gefið”. Það gæti verið ástæðan fyrir þvi að ákvörðun var tekin um að „hreinsa borðið” í Heilbrigðiseftirlitinu með skýrslunni. -ARH. Áskrrftarsími Eldhúsbókarinnar er 2-46-66 PANTAIMIR OSKAST SÓTTAR SEM FYRST ÚDÝR EINANGRUN Nú bjóðum við einnig upp á mjög góða hijóðeinangrun í ti/sniðnum mottum í stærðinni 31/2"x 57 cm x243 cm. Hih vinsæia 6"og3 1/2 g/eruliar- einangrun m/áipappa komin aftur HUSEINANGRUN Sound Control Batts AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 45810. (Ekifl inn frá Nýbýlavegi). FBONSK FYRIRTÆKI LLHTAÐ ÍSLPKKUM UMBOPSMOMNUM! Vörukynningar miðvikudaginn 1. apríl kl. 14-17 og fimmtudaginn 2. april kl. 14-20 í Kristalssal, Hótel

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.