Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. c Menning Menning Menning Menning Me gíörningar Uppgangur nýrrar listar? Að undanförnu hefur fyrirbserið „gjörningar” verið talsvert milli tannanna á fólki, einkum og sérílagi eftir Vökuþátt i sjónvarpi þar sem ungt listafólk, utan og innan nýlistar- deildar Myndlista- og handiða- skólans framdi ókennilega hluti fyrir augum sjónvarpsáhorfenda. Tilefni þess sjónvarpsþáttar var svo aftur gjörningavika, scm Nýlistasafnið stóð fyrir um miðjan febrúar. Þar fluttu milli tuttugu og þrjátíu manns gjörninga eftir sjálfa sig með aðstoð vina og kunningja og voru 20—70 áhorfendur viðstaddir hverju sinni. Þessi mikla þátttaka og áhugi bendir til óvenjulegs umróts í myndlistarlifinu þvi þótt einstakir nýlistarmenn (Ólafur Lárusson, Rúri, Kristinn G. Harðarson o. fl.) hafi áður flutt gjörninga, þá hafa þeir ekki dregið að sér þennan mikla fjölda áhugamanna. En hvað er svo þessi „gjörningur” sem húsmæður bæjarins eru aö hneykslast á? Orðið er ágæt þýðing á enska orðinu per- formance sem margir eru reyndar enn að bisa viö að nota og rætur þess liggja í popplist og flúxus-hreyfingu sjötta og sjöunda áratugarins, kannski lengst aftur í dada. Til einföldunar á málinu má segja sem svo að um leið og alls kyns utanaðkomandi hlutir voru komnir inn í myndverkið á veggnum var ekkert í vegi fyrir þvi að ganga enn lengra og listamaðurinn tæki þátt í myndverkinu sjálfur. Þá urðu uppá- komurnar til, óskipulegar og tilviljunarkenndar, allt gat gerst. Smátt og smátt fóru menn að skiputeggja uppákomur, skrifa hand- rit að þeim, leggja nákvæm drög að öllu því sem fram átti að fara. Ergo: gjörningar. Gjörningar minna óneitanlega á framúrstefnu í leiklist, þar eru notuð ýmis brögð myndlistarinnar, svo og tónlist, mima, dans og fleira tiltækt. Og það liggur i augum uppi að gjörningar eru ekki bara flipp, — þótt margir framkvæmdamenn á þvi sviði haldi það — og jafnerfitt er að setja saman magnaðan gjörning og annars konar listaverk. Hér skal ekki felldur stóridómur yfir því sem fram fór á Nýlistar- safninu enda var undirritaður ekki viðstaddur nema að takmörkuðu leyti. Þó má kannski draga þá ályktun af þvi sem sást, svo og Ijós- myndum, að ýmis byrjendaeinkenni hafi verið á gjörningum margra: barnaskapur, dramatiskar tuggur og svo almennt húllumhæ. Annað miðlaði sérstöku seiðmagni. En þetta listform verður að fá að þroskast og dafna. Hér á eftir fyigja Ijósmyndir og lýsingar á nokkrum þeim gjörningum, sem fram fóru í Nýlist- arsafninu. Ljósmyndunin var tilviljunarkennd og er hér á engan hátt verið að velja úr bestu gjör ningana eða þá verstu. - AI. Rytfandi Ragna Harmanna dóttír, nýUstardoM MHÍ. Ragna er svartklædd og pappír ar strengdur fri loftí niður í góH. Hún teiknar útíinur mann- eskju á papprinn og gangur sióan hægt í gegnum teikningu sina. Gjörningurinn fór fram 24. febrúar. Fiytjandi Ómar Stefánsson, nýlistar- doild MHÍ. Byrjað er á því að ieika krummagarg af seguibandi og Ómar skeiðar inn, ikiæddur hrafnsiiki úr plastí. Tvær spónaplötur eru í saln- um, sin hvorum megin við hann. Á aðra þeirra skrifar hann Kaos, á hina Kosmos. Í gegnum kaffísigtí hellir hann síðan vatni á sjóðandi hellu. Loks gengw hann út undir vegg, af- klæðist hamnum og gangw nakinn fram i salinn. Gjömingurinn tók u.þ.b. 20 minútw. % 5Yv> f B ’íji 1 Fiytjandi og höfúndw Ásta Ríkharðsdóttír, fyrrum i nýlistar- daBd MHÍ, nú póstfreyja. Þátttak- endw voru 6 auk Ástu en gjöming- urinn var fíuttur 27. febrúar. Allir eru svartklæddir, Ásta mað hvítan maska i andlití. Daufu Ijósi er baint að hanni annars vagar þar sem hún stendur á svörtum dúk, hins vegar að öðrum dúk sem er auður. Svartklæddar verwkoma inn i sal- inn og hvar þeirra ráttir Ástu rauðan túfípana, hún reytír afþeim blöðkt og kastar á gótfíð. Ásta fíytw sig siðan yfbr á auða dúkinn, satw sig þar i steðingar i 20 mínútw an að því loknu tekw hún upp Htíð bamahljóðfæri og laikw á það bamagælu. Loks er siökkt / salnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.