Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.04.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 01.04.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. 13 HEIMIU-KIRKJA-SKÓLI aukist að sama skapi i afþreyingar- efni sem oft er leitað uppi langt yfir skammt. Engan þarf að undra að þessir breyttu þjóðlífshættir marki nokkur spor í lifsmunstri samtíðarinnar. Samkvæmt eðli sinu hljóta þær breytingar að leiða til undanhatds i siðgæði og samskiptum fólks. Á heimilum eru flestum einstaklingum mótaðir vegvísar i upphafi lifsgöng- unnar. Það skiptir því miklu máli að þær grunnstofnanir missi ekki fót- festu sem andlegir vermireitir hinna uppvaxandi þjóðlífsþegna. Með tóm- læti og útþynningu á uppeldishlut- verki heimila eru vandræðaskapnum ruddar brautir sem teygjast með tímanum útum allt þjóðlífið og afleiðingarnar kynna sig með ýmsum hætti. Eitt með öðru er að hver heimtar sem mest hann má í sinn hlut og litur á sjálfan sig sem sjálfkjörinn þiggjanda í samskiptum við aðra. Einn aðilinn kennir öðrum allt sem misbrestasamt er en hvítþvær eigin persónu af öllum sökum. Uppskerubrestur Til mótvægis illri áráttu þegnanna kostar samfélagið nokkru til með því að starfrækja þjóðkirkju í landinu. Á vegum þeirrar stofnunar er leitast við að uppfræða fólk i æskilegum sambúðarháttum. Kennimenn hennar koma fram á sviðið í nafni hinna háleitustu hugsjóna sem mann- legum samskiptum og siðgæði hafa verið markaðar. En á þeim akri virðist gæta vaxandi uppskerubrests. Að visu hlýða allmargir á orðið á viðhafnardögum en þó andinn sé þá oft reiðubúinn reynist holdið jafnan veikt í hversdagsleikanum. með hliðsjón af lokaorðunum í Morgunblaðsgrein Ólafs Proppé, en þau eru svohljóðandi: „Krafa mín er sú að vísinda- og fræðimenn sýni öðrum að þeir byggi niðurstöður sinar á ákveðnum forsendum — og að þær forsendur séu ekki endilega sjálf- gefinn sannleikur. En það eitt er ekki nóg. Ábyrgð þeirra, sem vilja kalla sig vísinda- eða fræðimenn, nær lengra. Fræði þeirra og framsetning má ekki koma i veg fyrir að viðtak- endur (i þessu tilfelli lesendur Morgunblaðsins) beiti gagnrýni á sjálfa sig og aðra þá er verr farið en heima setið. Slikt má kalla innræt- ingu og ef vitandi vits er gert þá einnig áróður.” Tvenns konar skólakerfi Ekki vita allir hvaða munur er á „rótgrónu” og „nýmótuðu” skóla- kerfi, né á hverju hann byggist. Meginmunurinn er að mínu mati þessi: Gamla kerfið hvílir á latínu- skólahefðinni. Fjögurra ára nám sem lýkur með stúdentsprófi er þar fyrst og fremst miðað við að búa nemend- ur undir hefðbundið háskólanám sem lengi hefur verið í svo föstum skorð- um að auðveldlega má velja námsefni og haga kennslu þannig að nemendur verði sérhæfðir til þess að stunda framhaldsnám í ákveðnum háskóla- deildum. Það er sums staðar gert. Vísa ég í því sambandi til ummæla háskólarektors sem tilgreind voru framar í þessari grein. Skiljanlegt er að stúdentar sem koma frá slíkum skólum standi sig vet á fyrsta námsárí í vissum háskóladeildum. Þeim má líkja við íþróttamenn sem koma sér- þjálfaðir til keppni og standa þvi í fyrstu betur að vígi en hinir sem al- menna þjálfun hafa hlotið. En að sögn háskólarektors jafnast þetta út er á líður. Meðan gamla skólakerfið var einrátt var á það deilt fyrir að taka ekki mið af nútíma samfélagsháttum. Sú gagnrýni er enn í fullu gildi en ýmis teikn benda til þess að merkis- berar bekkjakerfisins hafi komið auga á suma annmarka þess. Þessu til stuðnings vitna ég i skólaslitaræðu Þorvarðar Elíassonar vorið 1980: „Eitt hættumerki þykist ég sjá á vegi menntamála á Islandi í dag. Veruleg hætta er á að tengslin milli atvinnu- Kjallarinn Jakob G. Pétursson Sumir spyrja hvort kirkjunnar þjónar höfði nægjanlega til veruleik- ans í kríngum sig er þeir fjalla um boðskapinn. Þeir Drottins smurðu mættu gjarnan hafa það rikara i huga að kjami hins sanna krístindóms felst ekki í orðum heldur í breytni og athöfnum. Um það vitna ótvíræð orð þess sem kristnin er við kennd. Til skólanna eru gerðar óvægar kröfur i uppeldismálum, jafnhliða því sem þeim er ætlað að vera fræðslustofnanir. Sumir telja þá jafnvel skuldbundna til að lagfæra allt sem aflaga fer i fari nemenda. Vissulega væri það mikill áhyggju- léttir öðrum uppeldisaðilum ef þær stofnanir risu undir þeirri skyldu. En mörg teikn benda til að þess sé æði lifs og skóla rofni á komandi árum. Víst er að aldrei hefur verið meir talað um nauðsyn þess að skólarnir komi til móts við þarfir atvinnulífsins og aldrei hefur annar eins fjöldi verið við nám í hinum ólíkustu skólum, sviðum og brautum, sem allir kenna sig við einstakar atvinnugreinar eða störf.” Hinn ungi skólastjóri Verslunar- skólans hefur þama reynst fljótur að átta sig, og mér sýnist líklegt að svo verði á fleiri sviðum. Orð geta verið góðs makleg, en athafnir eru mikils- verðari, og umsvif eru nú víða í skólakerfinu. Umfangsmikil endur- skoðun námstilhögunar og kennslu- hátta fer fram i nokkrum sérskólum. Nefni ég þar til Vélskóla íslands og Iðnskólann í Reykjavík. En skýrasta dæmi þess að stjórnendur eldri skóla hafa skilið nauðsyn þess að nám og kennsla aðlagist samfélagi og at- vinnuháttum er án efa að Mennta- skólinn á Akureyri minntist aidar- afmælis stofnunarinnar með því að taka upp bið nýmótaða skólahald haustið 1980. Ef spurt er á hvern hátt hið nýmót- aða skólahald sé frábrugðið hinu gamla, er fyrst svarað að áfangakerfi komi þar í stað bekkjakerfis. í áfangakerfi er víðast hvar reynt að auðvelda fólki að nýta þekkingu sina þótt það skipti um námsbrautir eða skóla. Samhæfingin verður einkum i almennum greinum og tekur mið af margþættu og flóknu þjóðfélagi þar sem fiestir þurfa annaðhvort að skipta um störf nokkrum sinnum á ævinnni eða tileinka sér nýja tækni á sama starfi. Margir telja að áfanga- kerfi i menntaskólum sé fremur formbreyting en eðlisbreyting vegna þess að námsmarkmið séu hin sömu. Fáein rök má að þessu færa, en mót- langt að bíða að svo verði. í þeim stofnunum er brugðist við vandanum með ýmsu móti. Sumir skóla- menn sjá flestar lausnir vandamál- anna í hillingum í formi sérfræði- legrar meðferðar. öðrum finnst smátt um þá kerfisþjónustu og telja vandann oft liggja nær fótmáli og kalli á önnur viðbrögð en sérfræðin áskilur. En sem heild er skólakerfið reikult og ráðvana. Því tekst hvorki að ná æskilegum árangri í mótun uppeldislegra mannkosta né spyrna gegn áleitnum skaðvöldum utan frá sem sækja á i vaxandi mæli. í ráð- villtri eftiröpun hefur skólakerfið sífellt reynt að auka hlut sinn í fag- legri fræðslumiðlun og um Ieið að endurvekja vinnusemi nemenda með nýjum starfsháttum. En gagnvart hvoru tveggja virðist árangur vægast sagt í minnsta lagi. Að rjúfa vítahringinn Vitur maður hefur staðhæft að gott uppeldi njóti sin að fullu aðeins rökin eru miklu gildari. Má þar nefna aukið námsframboð og svigrúm nemenda til þess að skipuleggja nám sitt sjálfir og ráða námshraða að nokkru. En i fjölbrautaskólum er eðlisbreytingin ótvíræð. Því veldur meðal annars starfsréttindanámið sem ekki þekkist í menntaskólum. Samkennsla i byrjunaráföngum eykur kröfur í almennum greinum frá því sem tiðkast hefur í flestum sér- skólum, en i sumum tilvikum verður samræmingin á kostnað venjubund- inna menntaskólakrafna. Undirbún- ingur háskólanáms verður stundum ekki jafnmarkviss og í fornu mennta- skólunum vegna þess að hann er ekki eina námsmarkmiðið. Sennilegt virðist mér að af þessu stafi ótrú sumra háskólakennara á fjölbrauta- skólum. Með samvinnu. má Iagfæra flesta annmarka sem af þess spretta, en til þess þarf tengsl milli skólastiga sem vantar. Tengsl milli skólastiga Margir hafa spurt til hvers einkunnasamanburður Halldórs Guðjónssonar var gerður og birtur. Margt getur þar til greina komið og vísa ég i því sambandi til spurninga sem skólastjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti beinir til kennslustjóra Háskóla íslands í Morgunblaðinu laugardaginn 28. mars sl. Skoðun mín er sú að skortur á eðlilegum tengslum milli skólastiga valdi þvi að verk sem hefði getað orðið til mikils góðs hafi til ills snúist vegna klaufa- skapar annars vegar og hins vegar fordóma sem ráðið hafa gerðum for- ráðamanna Háskóla íslands. Reynt mun nú að skýra þetta viðhorf litil- lega: þar sem aðstæður mannfélagsins séu góðar og góðar skoðanir og tilfinn- ingar manna á milli. En félagsað- stæður, skoðanir og tilfinningar einstaklinganna verði aldrei algerlega fullnægjandi fyrr en uppeldið sé orðið gott. Ef þetta er rétt þá er þarna við erfiðan vítahring að fást. Þó er það líklega forsenda allra umbóta í þessum efnum að það takist að rjúfa hann. Þegar menn leiða hugann að þeirri miklu fjárfúlgu sem okkar litla þjóð- félag ver til fræðslumála þá er von að spurt sé um markmið og árangur. Að visu er tómt mál að ætla að meta verðmæti menntunar í krónum. Þar skiptir mestu að rétt sé stefnt og áfram miði. En þar hefur okkur, sem upp- fræðslu sinnum, ekki tekist nógu vel og á ég þá einkum við grunnskóla- stigið. Best er að viðurkenna, án umbúða og fyrirvara, að okkur hefur hvorki heppnast að ná nógum takti við námsiðkendur né uppalendur heimilanna. Frá sjónarhóli flestra nemenda er skyldunámskólanum tekið sem meira eða minna þrúgandi Eftir setningu grunnskólalaga var skyldunám samræmt um land allt, ný námsmarkmið sett og þeim framfylgt án tillits til framhaldsskóla. Fram- haldsskólar tóku hins vegar ekkert tillit til breytinganna og héldu náms- kröfum í sama fari og áður. Af þess- um sökum hefur í sumum námsgrein- um myndast gjá milli skólastiga. Sjálfsagt hefur menntamálaráðuneyt- ið ætlað að ganga frá eðlilegum tengslum milli þessara skólastiga eftir samþykkt nýrra laga um framhalds- skóla, en sú löggjöf hefur dregist ár frá ári. Afieiðingar þess eru miklu alvarlegri en menn almennt vita. Tengslin milli framhaldsskóla og Háskóla Íslands eru að sumu leyti hliðstæð. Háskólinn miðar námskröfur við sams konar undir- búning og tíðkast hefur undanfarna áratugi þótt skólum sem brautskrá stúdenta hafi fjölgað og sumir þeirra séu annars eðlis en „latínuskólarnir” gömlu. Til þessa hefur hvorki menntamálaráðuneytið né Háskólinn gert neitt sem veigur er í til þess að koma á eðlilegri samvinnu milli framhaldsskóla og Háskólans. Staða fjölbrautaskóla Ég hefi heyrt þær raddir að nauð- synjalaust sé að fjalla meira um einkunnasamanburð Halldórs Guð- jónssonar, allir skólamenn viti að hann er fánýtur. Verið getur að skóiamenn hafi fiestir þennan skiln- ing, en ég tel líklegt að fólk almennt taki mark á rektor og kennslustjóra Háskólans þótt sleggjudómar þeirra hvili á tilfinningalegri afstöðu en ekki fræðilegri könnun. Hið rétta í þessu máli mun í ljós koma i júnimánuði þegar nemendur úr 9. bekk grunnskóla sækja um skólavist á framhaldsskólastigi. Fjölbrautaskólar eru ungar stofn- anir hérlendis, þeir elstu hafa aðeins starfað í 6 ár. Fjórir hafa til þessa brautskráð stúdenta: Flensborgar- skóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Fjöl- brautaskólinn á Akranesi. Hinn síðasttaldi er þó svo nýr að nemendur þaðan eru ekki í einkunnasaman- burði Halldórs Guðjónssonar. Næst bætist í hópinn Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki og Menntaskólinn á Egilsstöðum, sem er í reynd fjöl- brautaskóli. Það er engin nýjung að ungir Æk ,,. . . til þess að skólahald í framtíð- inni taki hvarvetna mið af menningu, þjóðlífi og atvinnuháttum hértendis en ekki latínuskólahefðum þótt góðar hafi verið á sinnitíð.” ^ ,,í hversdagsleikanum er mjög tekið að hvarfla að mönnum hvort þessi þrenning sé ekki sífellt að þynnast út sem afgerandi áhrifaaðili í uppeldismótun.” nauðsyn. Og algengt er að foreldrar líti á hann sem óumbreytanlegan þátt hins sjálfvirka kerfis er sé utan og ofan við þeirra ráðslagsrétt í einu og • öllu. Að vísu kunna margir foreldrar að meta skólann sem viðunandi geymslustað fyrir börn sín meðan þeir sinna önnum utan heimila. Þó munu þeir ekki virða þátt kennara í þvi hlutverki jafnmikils og störf fóstra sem annast yngri börnin. Það mundi greinilega koma í Ijós ef kennarar þyrftu að standa í hlið- stæðri baráttu og fóstrur nýlega. Það er furðulegt hversu lítið er fjallað um verksvið grunnskólans í fjölmiðlum þegar haft er í huga hve viðfangsefni hans er viðtækt í sam- félaginu. Sú starfsemi er hvort tveggja i senn einn af stærstu útgjalda- liðum fjárlaga og í eðli sínu örlaga- valdandi mótunarafl í þjóðlifi framtíðarinnar. Líklega er sanni næst að margur telji sér hætt á hálum ísi, þar sem þessi mál eru uppi, vegna þeirrar §érfræði- og langskóladýrk- unar sem jafnan er tengd forsendum marktækrar umræðu um þau mál. í þessum efnum sem fleirum reyna vissir aðilar oft að tryggja sér launhelga yfirburði í skjóli sérfræði sinnar og stöðuheita þegar fjallað er um til- tekin málefni. En grunnskólinn er þjónustustofnun hins almenna borgara, og störf hans varða sérhvern þjóðfélagsþegn. Um verksvið hans eiga því allir að geta rætt og ályktað á jafnréttisgrundvelli og því betra sem fleiri láta sig verkefni hans varða af raunsæi og með úrbætur í huga. Við viljum öll betra þjóðfélag en greinir á um leiðir til úrbóta. En for- senda þess að áfram miði er að fólk reyni að líta í réttu Ijósi orsakir þess sem úrskeiðis fer. Við dáum mannréttindi og frelsi einstaklingsins innan samfélagslegra hagsmunamarka. Við njótum okkar best þar sem réttlæti ríkir og mann- kostir eru í hávegum hafðir. En það lifsform fellur ekki úr skýjum niður. Það verður ekki til án verðleika. Jakob G. Pétursson kennari, Stykkishólmi. ............... skólar mæti tortryggni og vantrausti fyrstu árin sem þeir brautskrá stúd- enta. Mér hefur verið sagt að Akur- eyrarstúdentar hafi verið lágt skrif- aðir í lærðra manna hópi í upphafi fjórða áratugsins. Ég man frá unglingsárum að margir fullyrtu án raka að verslunarskólastúdentspróf væri stórgallað og ósambærilegt við menntaskólastúdentspróf. Þegar Menntaskólinn við Hamrahlíð braut- skráði stúdenta í fyrsta sinn hringdu til mín tveir háskólakennarar og lýstu áhyggjum sínum vegna „standard- lækkunar” sem þeir töldu þá verða á prófinu. Svipað hefur gerst þegar stofnsettar hafa verið nýjar háskóla- deildir. Háskólarektor ætti að vita að á sokkabandsárum viðskiptafræði- deildar voru nemendur þar ekki hátt skrifaðir á fínum stöðum. Sjálfsagt hafa þessar menntastofn- anir að ýmsu leyti staðið vel að höggi. Aþena stökk alsköpuð út úr höfði Seifs, en ég þekki engar hliðstæður þess. Nýir skólar þurfa nokkurn tima til þess að hasla sér völl. Undarlegt væri ef þeir reyndust frá upphafi jafnokar hinna eldri. Þegar ég tók til starfa við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja vissi ég að hið nýmótaða skólahald yrði að‘ þreyta sitt reynsluskeið, en ég átti ekki von á að rektor og kennslustjóri Háskólans yrðu forsöngvarar í ófrægingarkór og hinn síðarnefndi stæði fyrir aðför að hinu nýmótaða skólakerfi undir falsmerki hlutlausr- ar könnunar. í leiðara Morgun- blaðsins 6. mars síðastliðinn var sagt að nú sé „orðið tímabært og nauð- synlegt að meta árangur þess sem gert hefur verið síðustu 10 árin þannig að menn geti gert sér grein fyrir þvi, hvprt nauðsynlegt sé að gera ein- hverjar verulegar breytingar á því kerfi, sem nú hefur verið byggt upp.” Ég styð þessa málaleitan og tel Dagblaðsgreinar mínar renna stoðum undir nauðsyn þess að matið ve.ði unnið á fræðilegum grunni: — til þess að menn geti tekið afstöðu a grundvelli þekkingar i stað þ ss að kveða upp dóma byggða á þ\i sem þeir hafa á tilfinningunni og — til þess að skólahald í framtíðinni taki hvarvetna mið af menningu, þjóðlífi og atvinnuháttum hérlendis en ekki latínuskólahefðum þótt góðar hafi verið á sinni tíð. Jón Böðvarsson skólameistari.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.