Dagblaðið - 01.04.1981, Page 4

Dagblaðið - 01.04.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. DB á ne ytendamarkaði Nokkrar ástæður geta veríð fyrír misheppnuðu vatnsdeigi Fyrir bolludaginn síðasta birtum við uppskrift af vatnsdeigsbollum, sem við höfum oft prófað og alltaf reynzt okkur mjög vel. — Ein hús- móðir hringdi og kvartaði yfir því að uppskriftin hefði verið ómöguleg. Bollurnar hefðu orðið „flatneskja” hjá henni. önnur kona, húsmóðir í Grindavík, sendi okkur sýnishorn af því hvernig hennar bollur urðu: nánast eins og litlir grjóthnullungar. Hún segir m.a. í bréfi sem fylgdi með bollunum: „Mig langar til að leyfa þér að sjá hvernig vatnsdeigsbollurnar úr DB tókust hjá mér. Geturðu ímyndað þér hvað gerðist? Getur verið að deigið haft átt að kólna áður en eggin voru sett saman við, eins og í öðrum uppskriftum, þó það hafi ekki verið tekið fram. Vegna eggjahallæris hér gat ég ekki endurtekið uppskriftina, áfram held ég „vongóð”.” Ýmsar ástæður Við höfðum samband við Leiðbeiningastöð húsmæðra og Sigríður Kristjánsdóttir húsmæðra- kennari sem þar ræður ríkjum reyndi að geta sér til um ástæðuna. Hún sagði að hugsanlega hefði eggjunum ekki verið hrært nægilegai vel saman við deigið eða þá að deigið hefði verið of heitt þegar eggjunum var hrært út í. — Ekki svo að skilja að kæla eigi deigið áður en eggin koma út í en taka verður pottinn af eldavélinni og láta það rjúka rétt Þær voru ekki sérlega kræsilegar bollurnar sem bréfritari sendi okkur i bréfi.Þær liklust einna helzt litlum kolamolum þvi þær voru grjótharðar viðkomu og pinulitlar eins og sjá má á samanburði við höndina sem á þeim heldur. DB-mynd Bjarnleifur. Heimilisbókhaldið ífebrúar Frekar góðar heimtur hafa verið á upplýsingaseðlum almennt fyrir febrúarmánuð. Þó vantar nokkuð upp á að „fastir viðskiptavinir” okkar hafi allir sent okkur seðla. Frá Húsavík vantar okkur tvo, þrjá frá Hafnarfirði en þar hefur einn bætzt við, fjölmarga vantar frá Bolungarvík, okkur vantar Dalvík og tvo frá Blönduósi. Þá má geta þess að um áramótin duttu út „fastir” bæði frá Höfn, Vestmannaeyjum og Selfossi. Þaðan söknuðum við hvorki meira né minna en fimm aðila sem sendu okkur seðla að jafnaði í fyrra. Selfoss ásamt Bolungarvík átti nefnilega skilið að fá verðlaun fyrir góða þátttöku í heimilisbókhaldinu í Það kemur öllum saman um að heilmikil hagræðing sé að þvi að halda heimilisbókhald. Það er um að gera að gera sér að reglu að skrifa allt niður jafnóðum. DB-mynd Hörður. fyrra. Frá Kópavogi vantaði aðeins einn seðil. Okkur hefur dottið í hug að ófærð á Vestfjörðum geti átt sinn þátt í að slæmar heimtur eru frá Bolungarvík en varla getur það átt við um aðra staði. Þegar janúarmánuður var gerður upp, vantaði mikið á að allir „fastir viðskiptavinir” væru með í út- reikningi sökum þess að seðla þeirra vantaði. Þeir bárust svo seint og um síðir þegar komið var fram í febrúar. — Þess vegna ætlum við að seinka öllum útreikningum um svo sem eins og eina viku og sjá hvort þetta kemur ekki allt heim og saman. -A.Bj. Erfitt að spara þegar f reistingamar eru of margar — Ráð til að ná tyggjói og lími úr teppum „Ég á svolítið erfitt meðaðspara þar sem freistingarnar eru alltof margar,” segir m.a. í bréfi frá H.J., Reykjavík. „Mér reynist bezt að skrifa lista yfir það sem ég ætla að kaupa og kaupa aðeins inn eftir listanum og: sleppa því að skoða allt annað. Mig langar að þakka fyrir öll góðu ráðin og góðar matar- og köku- uppskriftir. En mig langar að segja ykkur frá minni reynslu í sambandi við lím- og tyggjóbletti. Þegar ég hef þurft að ná tyggjói eða lími úr teppum hefur mér reynzt mjög vel að væta klút með mentólspritti og nudda blettinn vel og þvo hann síðan úr sápuvatni. Ég held að venjulegt spritt sé ekki eins gott til þessara nota og mentólsprittið.” Getur verið gott aðskoða Við þökkum ráðið frá H.J. Að mörgu leyti er ágætt að „verzla eftir lista” og líta ekki á neitt annað. En stundum getur verið hagkvæmt að „gramsa” svolítið í hillum stór- markaðanna. Þar getur maður rekizt á ýmislegt sem maður þarf á að halda á stórlækkuðu verði. En til þess að gera slíkt verður bæði að hafa aura i buddunni og einnig nægan tíma. -A.Bj. Ársmeðaltal upp á 38 þús. gamlar kr. á mán. ,,. . . Ég tók að gamni minu saman heildartölur á árinu 1980 og þær eru sem hér segir, matur og hreinlætisvörur kr. 1.842.177, annað kr. 18.627.295 eðá samtals 20.469.472 gamlar krónur. Hef þetta þá ekki lengra og þakka góða síðu sem ég les alltaf og finnst fróðleg. Beztu kveðjur, húsmóðir”. Svo segir m.a. í bréfi frá hús- móður sem búsett er í kaupstað á Suðurlandi. Hún er með fjögurra manna fjölskyldu og verður þá með meðaltalskostnað á hvern fjölskyldumann rúml. 38 þús. gamlar kr. ámánuði. -A.Bj. Það getur sannariega verið erfitt að spara þegar1 freistingarnar eru margar. En hins vegar getur verið sniðugt að „gramsa” dálitið i hillum stórmarkaðanna ef nœgur timi er fyrir hendi. Þá getur maður rekizt á eitt og annað á „góðu” verðil Þessi mynd er tekin i kaupfélaginu á Egilsstöðum sem er mjög vel búið vörum. DB-mynd Bjarnleifur. aðeins. Einnig getur komið til greina að eggin hafi verið of gömul. Eins og sjá má geta legið ýmsar á- stæður til þess að vatnsdeigsbakstur misheppnist. Satt að segja höfum við aldrei hugsað út í að vatnsdeigs- tilbúningur gæti verið svo vandasamur og þess vegna hefur hann sennilega alltaf gengið ágætlega hjáokkur. -A.Bj. Svaladrykk- imir vítamín- lausirsam- kvæmt skýrslu land- læknis- embættisins Að gefnu tilefni skal tekið fram að i skýrslu er nefnist Mataræði skóla- barna í Reykjavík, gefin út af land- læknisembættinu er tekið fram að svokallaðir svaladrykkir með appelsínubragði (djús) og gosdrykkir innihalda ekkert c-vítamin. Ef Þor- steinn Stefánsson framkvæmdastjóri Sanitas hefur eitthvað við þessa skýrslu landlæknisembættisins að athuga er honum bent á að hafa samband við embættið, frekar en að lýsa blm. DB ósannindamenn. -A.Bj. Medaltalskostnaðurinn: Deilt í matar- kostnaðinn með höfða- tölunni Við höfum fengið upplýsingaseðil frá Flateyri og bjóðum sendandann velkominn 1 hópinn. Sendandinn lét einn af laugardagsseðlunum okkar fylgja með. Það er óþarfi. Við þurfum ekki á því að halda. Meðaltalið er fundið út á þann hátt að deilt er með höfðatölu heimilismanna í upphæðina sem eytt var í mat og hreinlætisvöru. Það er meðaltalið sem við reiknum með. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.