Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 28
Iðnaðarráðherra boðar f rumvarp á alþingi: 40 þúsund tonna saltverk- smiðja reist á Reykjanesi — sem að auki f ramleiði 13000 tonn sjóefna — kostnaður 140 milljónir en verðmæti ársf ramleiðslu 30 milljónir „Sjóefnaiðnaður á Reykjanesi er iðnaður sem við eigum að fara út í,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á Alþingi á þriðju- dag er fyrirspurn Matthiasar Á. Mathiesen um hvað liði ákvörðunar- töku um ríkisaðild að verksmiðjunni kom til umræðu. Kvaðst ráðherrann á næstunni leggja fram tillögu um að fyrsti áfangi þar syðra yrði 8000 tonna saltverksmiðja en með henni fengist þróun í saltverksmiðju sem afkastaði 40 þúsund tonnum. Jafnframt 8000 tonna verksmiðj- unni yrði núverandi tilraunaverk- smiðja nýtt, boruð ein hola til orku- öflunar og rannsókna á jarðhita- svæðinu en með borholunni yrði hafinn undirbúningur að verkhönnun á 40 þúsund lesta saltverksmiðju. Kvað ráðherra niðurstöður sýna að þessar verksmiðjur skiluðu 7—10% arðsemi, sem væri gott hjá íslenzkum fyrirtækjum. Ráðherrann rakti gang mála á Reykjanesi. Undirbúningsfélagið skilaði skýrslu i marz 1980 og miðaði við 60 þúsund tonna saltverksmiðju. Skipaði ráðherra þá starfshóp til að fá niðurstöður um ýmsa þætti verk- smiðjureksturs syðra. Ekkert er til fyrirstöðu að hefja saltvinnslu en vinnslurás kalsíumnitrats og kalis er minna kunn. Óvissa ríkir líka um hvort bora þarf 2 eða 5 holur og munar 12 milljónum kr. á kostnaði. Ein viðbótarhola gæfi góða vísbend- ingu um hvað stór verksmiðja myndi kosta. Athugun starfshópsins benti til að arðsemi 60 þús. tonna verksmiðju væri minni en undirbúningsfélagið taldi. Þvi hallast starfshópurinn að 40 þús. tonna verksmiðju, sem siðara mark en 8000 tonna verksmiðju sem fyrst og nýtingu núverandi tilrauna- verksmiðju. Síðar yrði stefnt að framleiðslu 9000 tonna kalsíum- nitrats og 4000 tonna af kali. Síðar er hugsanleg framleiðsla á magnesíum. Fjárhagsskuldbindingar ríkisins yrðu, að dómi starfshópsins, tiltölu- lega litlar í fyrstu ef hægt væri af stað farið og þá ynnist vitneskja um hvernig unnið skal að stærri verk- efnunum. Kostnaðarverð verksmiðj- ~ánna yrði um 140 milljónir en verð- mæti ársframleiðslu 30 milljónir kr. Þingmenn Reykjaneskjördæmis gerðu góðan róm að orðum ráðherra og hvöttu til framkvæmda af bjart- sýni en fullri varúð. -A.St. Starfsmenn BÚR mótmæla fyrirhugaðri ráðningu Björgvins: „Það erfullt af hæf um mönnum hjá fyrirtækinu” — segir formaður starfsmannafélagsins ,,Það er langt frá þvi, að við liöfum eitthvað á móti Björgvin Guð- mundssyni. Okkur finnst bara vit- laust að þessu staðið og teljum sjálf- sagt að þessi staða verði auglýst,” sagði Halldór Pétursson, formaður starfsmannafélags Bæjarútgerðar Reykjavíkur, í samtali við blaða- mann DB í morgun. Stjórn starfs- mannafélagsins hefur mótmælt þvi að Björgvin Guðmundsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, taki við starfi forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur i haust eins og fyrir- hugað mun vera. ,,Við erum með fullt af hæfum mönnum hér innan fyrirtækisins og teljum það eina rétta að auglýsa stöð- una. Við erum á móti þvi, að Björgvin Guðmundsson geti einfaldlega sagt sem pólitíkus að hann vilji fá þessa stöðu og fái hana þannig.” Halldór sagði að cnn hefði ekki verið haldinn fundur i starfsmanna- félaginu vegna þessa máls. Stjórnin hefði sjálf samþykkt mótmælin en ef fram héldi sem horfir yrði vafalaust haldinn almennur fundur starfs- manna. Halldór sagðist tclja óeðlilegt að stjórnmálamenn væru að „makka” með slíkar stöður. Þó Björgvin neitaði því að eitthvað hefði verið ákveðið í þessum efnum þá teldu starfsmennirnir sig vita af þessu „makki” og því vildu þeir mótmæla. -GAJ Það fylgja þvi ákveðin fonéttíndi að tilheyra yngstu kynslóðinni: til dæmis þau að geta notað regnhlíf fyrir tveggja manna hús i rigningu. Og þau forréttindi koma i góðar þarfir þegar umhleypingar i veðri gera lands- mönnum gramt i geði. Ekki var fyrr kominn þykkur snjór yfir stóra hluta landsins þegar hann fóraðrigna — og það ekkiHtið.Áður þurftu menn að moka snjó fré húsunum, nújtarfað ausa vatniúr kjöllurunum. DB-mynd: Einar Ólason. Verkfall lamar Háskólann í dag og f ramvegis ef samningar takast ekki: Stundakennarar mæta ekki í dag Stundakennarar í Háskóla Islands hófu í morgun ótímabundið verkfall vegna óleystrar kjaradeilu við hand- hafa rikisvaidsins, aðallega mennta- mála- og fjármálaráðuneyti. Mun starfsemi í Háskólanum lamast meira og minna vegna þessa, enda annast stundakennarar meira en 50% kennslunnar. Tillaga um að standa við áður boðað verkfall hlaut 62 at- kvæði á fjölmennum fundi stunda- kennar í gærkvöldi. 2 atkvæði voru á móti en 9 fundarmenn sátu hjá. Kjarabarátta stundakennara nýtur víðtæks stuðnings meðal stúdenta. Er talað um að stúdentar muni ekki mæta í tíma hjá þeim stundakennur- um sem kunni að stunda kennslu þrátt fyrir verkfall. Sömuleiðis er ráðgert eins dags allsherjarverkfall stúdenta í einn dag í næstu viku. Samningafundur var boðaður með deiluaðilum á mánudaginn. Skömmu fyrir hann barst stundakennurum bréf frá háskólarektor þar sem aðgerðir þeirra voru lýstar ólög- mætar og undir það sjónarmið tóku ráðuneytismenn á sáttafundinum. Stundakennarar telja að í janúar 1979 hafi þeir gert samkomulag við ríkið um að kjarasamningar þeirra skyldu endurskoðaðir ef breytingar yrðu á kjarasamningum fastráðinna —stúdentar ráðgera allsherjar- verkfall þeim til stuðnings kennara, viðmiðunarhóps stunda- kennara. Ákvörðun Kjaradóms um 6% kauphækkun fastráðinna kenn- ara sé nægilegt tilefni til endur- skoðunar samninga stundakennara. Á það fellst ríkið hins vegar ekki. Stundakennarar segja að ráðuneytin beri þar með ábyrgð á að til verkfalls hafi komið, að þau hafi brotið leik- reglurnar og valdið samningsrofi. - ARH frýálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. Skákmótið íLone Pine: Jóníhópi efstu manna Frá Jóni L. Árnasyni á skákmótinu í Lone Pine: Sovézki útlaginn Viktor Kortsnoj sigraði bandaríska stórmeistarann Tarjan af öryggi í gær og er Kortsnoj nú efstur á mótinu. Hann hefur unnið allar þrjár skákir sínar. Jón L. Árnason vann Bandaríkja- manninn Thissen og hefur hlotið 2 vinninga og er í hópi efstu manna.Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafntefli við Grúnfeld frá ísrael sem hefur oft reynzt Guðmundi erfiður andstæð- ingur. Alls munu þeir hafa teflt fimm skákir, Grúnfeld unnið þrjár en tví- vegis orðið jafntefli. íslandsmeistarinn ungi, Jóhann Hjartarson, mætti enn einum stór- meistaranum. Að þessu sinni tapaði hann fyrir Liberzon frá ísrael. Jóhann hefur 1 vinning. Skákmótið þetta er ákaflega vel skipað. 27 stórmeistarar taka þátt í þvi, 14 alþjóðlegir meistarar, 4 FIDE- meistarar og 14 titillausir keppendur. -GAJ. Valt tvær velt- ur og brann til grunna Fallegur Econoline sendiferðabíll, allur klæddur innan og vel búinn, brann til kaldra kola utan vegar skammt sunnan Kúagerðis i morgun, eða í brekkunni sem liggur upp á Strandarheiði. Einn maður hafði verið í bílnum, hermaður af Keflavíkurfiugvelli. Var hann á leið til Keflavíkurflugvallar er bíllinn flaug út af veginum vegna mik- illar hálku sem þar var. Fór bíllinn tvær veltur en staðnæmdist á hjólum. Öku- maðurinn slapp alveg ómeiddur úr velt- unum, yfirgaf bílinn, fékk far með næsta bíl suður í aðalhlið Vallarins og tilkynnti veltuna þaðan til lögreglunnar í Keflavík. Er komið var að bílnum aftur var hann brunninn svo að aðeins stálið var eftir. Er talið að neistað hafi einhvers staðar er maðurinn yfirgaf bílinn og eldurinn komizt í bensín. Bílinn hafði ökumaður fengið að láni hjá kunningja sínum á Keflavíkurflugvelli. - A.St. Stúdentaráð Háskólans: Enginn meiri- híuti til enn Nýr meirihluti er enn ekki fæddur i stúdentaráði Háskóla fslands en búizt við að umbótasinnar og vinstri menn haldi áfram viðræðum í því skyni að taka upp samstarf. Enn eru viðræður þó á því stigi að hvor aðili kynnir hinum sjónarmiðin og ekkert áþreifan- legt er komið á blað sem samningur. Vinstri menn ákváðu í gærkvöldi að halda áfram viðræðum og viðruðu ýmsar hugmyndir um framhaldið. Frá- farandi stúdentaráð hefur framlengt frest til að kalla nýtt stúdentaráð saman til 10. apríl. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.