Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. í( Kreditkorthafar EUROCARD velkomnir ■ til leigu í stærri og smærri verk. Sími 34846. Jónas Guðmundsson. l]SiDCQ)':írKíöD{ö)@Tr®[DDRí] Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 Lausar stöður Eftirtaldar stöður við tannlæknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: Lektorsstaða í gervitannagerð með kennsluskyldu í partagerð. Lektorsstaða (hálf staða) I tannvegsfræði. Lektorsstaða (hálf staða) I bitfræði. Stöður þessar verða veittar til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. april nk. Menntamálaráðuneytið 24. mars 1981. Ólafsvík Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Ólafs- vík. Uppl. í síma 93-6373 eða í síma 91-27022. Hvaragerði Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni í Hvera- gerði. Uppl. ísíma 99-4628 eða 91-27022. MMBIAÐm NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT - N ^QÖO. TÖLVU- FERMINGARUR Kaupin eru bezt þar sem þjjónustan er mest Verð 860 kr. 100% vatnsþétt, högg- varið, tveir vekjarar, gefur tón á heila timanum, skeiðklukka 1/100, millitimi og minni, hægt að velja um 12 eða 24 stundir. Úrin sýna stundir, min., sek., mán., vikud., mánaðardag. — Hægt að nota öll kerfin í einu. Verð 1420 kr. Vatnsvarið, högg- varið, vekjari, niðurtalning, tvö- faldur tími, skeiðklukka 1/100, millitími + minni, rafmagnsvísar, hægt að velja um 12 eða 24 stundir. UR OG SKARTGRIPIR JÓN OG ÓSKAR Laugavegi 70 — Sími24910 — Póstsendum Erlent Erlenf Erlent Alexander Haig þykir hafa hlaupið á sig: Er f rami Haigs á stjómmála- sviðinu á enda? Frá Sigurði Jenssyni, fréttarítara DB i Bandarikjunum: Aðalfréttin í nær ölium dagblöðum Bandarikjanna í gær var það sem nefnt var mikið frumhlaup utanríkisráðherr- ans Alexanders Haig. Var þar átt við þá yfirlýsingu hans að hann hefði tekið að sér stjórn landsins er fréttist af skot- árásinni á Reagan. Telja margir að Haig hafi með þessu fyrirgert póli- tískum frama sínum. Þykir Haig þarna hafa hlaupið illa á sig og hann hafi sem utanríkisráðherra ekki verið í neinni aðstöðu til að gefa út slíka yfirlýsingu. Hvíta húsið reyndi i gær að gera lítið úr fréttum um að komið hefði til deilna á milli Haigs og varnarmálaráðherrans, Caspar Weinberger, vegna þessa máls. Starfsmannastjórinn James Baker neitaði því að þeir hefðu deilt um hver ætti að vera við stjórn þar til varafor- setinn Bush kæmi heim frá Texas. Hann mótmælti því líka að Haig hefði þarna sýnt óeðlilega valdafíkn. Baker sagði að samkomulag hefði orðið um þessa skipan mála en bandarísk blöð telja eftir sem áður að þarna hafí mjög óeðlilega verið staðið að málum. Forsetinn grét er hann f rétti um líðan Bradys — Reagan og Bush gegna forsetaembættinu nú í sameiningu Læknar segja að Reagan Banda- ríkjaforseti sé á góðum batavegi eftir skurðaðgerðina er læknar fjarlægðu byssukúlu úr vinstra lunga hans eftir skotárásina sem forsetinn varð fyrir á mánudag. Reagan var sagður hinn hressasti í gær. Hann gerði að gamni sínu við starfsfólk sjúkrahússins og fjölskyldu sína. Einnig hitti hann að máli nokkra embættismenn stjórnarinnar og undir- ritaði meira að segja lög. Aðalráðgjafi forsetans, Edwin Meese, sagði í gærkvöld að lífið gengi nokkurn veginn sinn vanagang í Hvíta húsinu og hefði varaforetinn, George Bush, leyst af hendi ýmis þau verk sem hefðu verið á dagskrá forsetans. Eftir sem áður væri það þó forsetinn sjálfur sem héldi um stjórnartaumana. Meese sagði að bein símalína væri nú frá Hvíta húsinu inn á sjúkrastofu for- setans. Sagt er að forsetinn hafi brostið í grát er honum var sagt hvernig komið væri fyrir blaðafulltrúa hans, James Brady. Læknar telja að Brady muni lifa af en hætt er við að hann búi við fötlun og alvarlegar heilaskemmdir það sem eftir er ævinnar. Tilkynningar bárust jafnt og þétt í allan gærdag um að forsetinn væri við af daglegum störfum forsetans þó góða heilsu. Edwin Meese sagði að mikið komi til með að mæða á varafor- Reagan mundi þegar í dag vinna ýmis setanum George Bush. George Bush og Ronald Reagan gegna nú forsetaembættinu i sameiningu. Bein simalina frá Hvita húsinu hefur verið lögð inn á sjúkrastofu forsetans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.