Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 52
52 NANNA ÓLAFSDÓTTIR við ítrekun Bjarna, fyrir hans hönd, 6. apríl 1811 fær hann synjun, nema ákveðnum skilyrðum sé fullnægt, og féll þetta mál svo niður.1 Nú kynni Bjarni að hafa gefið vini sínum, Hallgrími, uppskriftina JS. 223, 4to, því að í henni er bæði Völuspá og Rígsþula, en þessar kviður hafði Hallgrímur nefnt sérstaklega sem sitt áhugaefni að skýra og þýða. Nýkomna handritið hins vegar hefur hvoruga kviðuna. Trúlega hefur Bjarni skrifað það fyrst og átt það sjálfur. Hallgrímur hefur haft bæði handritin undir höndum og skrifað í þau bæði - með blýanti — athugasemdir og latneskar þýðingar. JS. handritið er fullt af þessu blýantskroti, en hið nýkomna er langtfrá eins illa leikið, en þar er aftur á móti talsvert krot með penna með hendi Hallgríms. Eins og fyrr segir, hefur Bjarni vísast átt nýkomna handritið fyrir sig. Par eru kviðurnar sem birtar voru í 2. bindi í útgáfu Arnanefndar sem kom út 1817. JS. handritið svarar þörfum Hallgríms Schevings, sem ætlaði sér að halda áfram athugunum á eddukvæðum, og því nærtækast að álykta að Bjarni geri honum greiða með uppskriftinni og færi honum vandaða vinargjöf að skilnaði. I Bjarni Thorarensen: Ljóðmæli I—II, Kaupmannahöfn 1935, Jón Helgason bjó til prentunar.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.