Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Laugardagur 3. marz 1973. risBsm-- Hvað er klám? Karl Valur Guöjónsson, nemi: Þaö er til dæmis bert fólk og dónaskapur. Kannski væri betra að segja sóðaskapur i kynlífi. Gunnar Þór Ármannsson, verkamaöur: Mér finnst bert fólk ekki geta kallazt klám, og finnst, að það þurfi að vera mjög gróft til að geta kallazt klám, ég held, að ég geti ekki nefnt nein dæmi um það. Aðalsteinn Jóhannsson, mein- dýraeyöir: Ég get ekki skilgreint það nákvæmlega. Það, sem fer út fyrir venjulegar siðvenjur, mætti kannski kalla klám. Ragnheiöur Þormar, mennta- skólanemi: Það má kannski segja, að þaö sé misþyrming á eðlilegu kynlífi. Nakið fólk er ekki klám, en það má kannski gera það að klámi. Óskar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri: Þaö er það, sem varöar viö lög. Nakið fólk eða samfarir eru ekki klám í heima- húsum eða þar, sem það á við, en úti á götu er það klám. Ólafur Jónsson, útvarpsvirki: Það er ekki gott að skilgreina það 1 stuttu máli. Klám er það, sem særir tilfinningar fólks. Landlœknir skýrir sjónarmið sín vegna „töflumólsins" „Lœkni ber að gœta þagmœlsku" Vísi hefur borizt eftirfar- andi bréf frá ólafi ólafs- syni landlækni: Herra ritstjóri, Undanfariö hafa veriö til um- ræöu I blöðum viöbrögö land- læknisembættisins viö beiöni sakadóms Reykjavfkur um birt- ingu á nöfnum einstaklinga, sem á árunum 1968-1971 hafa fengiö ávisaö eftirritunarskyldum lyfj- um oftar en 50 sinnum, svo og um birtingu á nöfnum lækna þeirra, er látiö hafa einstaklingum þau i té. Eftirritunarskyld eru t.d. morffn og önnur skyld lyf, pethe- din og amfetamfn. Það er rétt, að landlæknisemb- ættið hefur undir höndum upp- lýsingar um nöfn þessara lækna og sjúklinga. Það skal tekið fram, aö fyrrv. landlæknir, Sigurður Sigurðsson, sendi sakadómara hinn 28.4. s.l. upplýsingar um þá einstaklinga, sem fengið hafa ofangreint magn af eftirritunarskyldum lyfjum á árunum 1968-1971, en hvorki nöfn né sjúkraskrár viðkomandi. Til þess aö almenningi sé kunnugt um ástæðuna fyrir þvl, aö land- Tafla tJr þessari töflu má lesa, að heildarinnflutningur til Islands er hlutfallslega minni en margra þessara landa. Ég hefi orðiö var við, að fólk blandar oft s.k. „geð- lyfjum” og róandi lyfjum saman við eftirritunarskyld lyf, og gjarnan er rætt um, að læknar ávisi fyrrnefndum lyfjum um of. 1 nóvembermánuði 1972 var fyrir tilstuölan landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins gerð tæmandi könnun á lyfjaávisunum á Reykjavlkursvæðinu varðandi geðlyf, svefnlyf, „róandi lyf” og verkjalyf, þótt þessi lyf séu ekki eftirritunarskyld. Þrátt fyrir ýtarlega könnun meðal ná- grannalanda er ekki kunnugt um, að svo nákvæm könnun hafi verið gerð þar. Ætlunin er, aö sllk könnun verði gerð af og til. læknir hefur óskað eftir dómsúr- skurði, og þá væntanlega frá Hæstarétti, um hvort honum beri að gefa upp nöfn lækna og ein- staklinga, vil ég benda á eftirfar- andi: Samkvæmt 10. grein lækna- laganna ber lækni að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann kann aö komast að sem læknir, nema lög bjóði annað. Þess vegna er beiðni ekki nægjanleg, heldur er krafizt dómsúrskurðar. Eftir aö ég tók við embætti hefi ég unnið að áframhaldandi könn- un gagna um eftirritunarskyld lyf ásamt lyfjafræðingi við heil- brigðismálaráðuneytið, þó að henni sé ekki aö fullu lokið. Kom- ið hefur I ljós, að fólk það, er hér um ræðir, má aö mestu flokka I eftirfarandi hópa: 1) Fólk haldið andlegri vanlíð- an, m.a. geðveilu, drykkjusýki (dipsomani) o.fl. 1 þessum hópi Hlutfallslega minni neyzla eftirritunarskyldra lyfja ó íslandi en í nágrannalöndum eru allmargir, sem með hjálp lyfja starfa sem nýtir þjóðfélags- þegnar. Fullyrða má, að ef þetta fólk fengi ekki lyfjameðferð, lægi margt af því á sjúkrahúsum eða væri að öðru leyti óstarfhæft. 2) Fólk með krabbamein og aðra illkynja sjúkdóma og þar af leiöandi mjög þjáð. 3) Fólk með aðra sjúkdóma t.d. taugasjúkdóma, sem þarfnast þessara lyfja, en væri að mestu óstarfhæft að öörum kosti. 4) Fólk með persónuleikagalla, en sumt af þessu fólki leitar á náðir heimilis- og geðlækna. Verkefni læknanna er aö veita þessu fólki hjálp, uppörvun, styrk og traust. Þessi hópur er mjög vandmeðfarinn og erfitt að fylgja ákveðinni reglu um meðferð, en oft er reynd lyfjameðferö. 5) Fólk, sem virðist reyna með öllum tiltækum ráðum að fá ávis- aö ofangreindum lyfjum, til sölu, þótt erfitt sé að sanna slikt at- hæfi.. Þessi hópur er fámennur. Slöan eftirritunarskyldan hófst, en sá siður var upptekinn fyrir tugum ára, hefur það verið hlut- verk landlæknis að benda læknum á aðila, sem sannað er að stundi þá iðju og svo hefur einnig verið gert nú. Gæta verður ýtrustu var- kárni, er þetta er gert, og fariö er eftir þeirri reglu, að sá, er sakar, skal sanna sök. Þetta hefur tekizt m.a. vegna góðrar samvinnu lyfjafræðinga og lækna við land- læknisembættið. Fyrrv. land- læknar og núverandi hafa gefið nokkrum læknum aðvaranir vegna óvarlegra lyfjaávísana, og I vissum tilfellum hafa læknar að tillögu landlæknisembættisins verið sviptir lækningaleyfi um tima eöa varanlega. Sakadómari hefur fengið nöfn þessara lækna og má finna þessar upplýsingar I heilbrigðisskýrslum.. Ef dóms- úrskurður verður uppkveöinn um birtingu nafna lækna og jafn- framt ofangreindra sjúklinga, mun ég vitaskuld hllta þeim úr- skurði, en ennfremur mun fylgja sjúkdómsgreining hvers sjúk- lings og jafnframt ástæða fyrir lyfjaávisun læknis. Fyrir tilstuðlan fyrrv. land- læknis var geröur samanburður á heildarinnflutningi lyfja, sem eru eftirritunarskyld á Islandi á árunum 1967-68 og borið saman við innflutning á Norðurlöndum og I Englandi. T3 rH >> U) Thebacon (7,5mg) Codein (20mg) Ethylmorphin(20mg) Öll eftirritunarskyld hóstastillandi lyf Öll eftirritunarskyld ávana- og fíknilyf .. (Dll eftirritunar verkjalyf Hydrocon (5mg) Morphin (lOmg) Pethidin(lOOmg) Methadon (lOmg) Total synthetic analgetics ISLAND 1967 312 312 75 387 699 58 15 3384 30 3487 4186 196E 216 306 148 454 670 96 1 6846 48 6991 7661 Danmörk 1966 841 589 205 794 2791 205 82 22379 513 23200 25991 Noregur 1966 613 163 107 270 1096 266 - 5023 107 5889 6985 Svíþjóð 1966 141 72 38 110 360 26 - 11482 1351 12987 13347 Finnland 1966 129 103 194 297 534 43 - 18506 1056 19806 20340 England 1966 760 184 82 266 1384 7 - 10567 179 12763 14147 1 töflunni kemur fram fjöldi skammta á 1000 íbúa hvers lands. Þeir byggðu loftbrú! Innrömmuð mynd, sem á stóð: „Guð blessi heimilið”, var það fyrsta, sem Visismenn ráku aug- un I, þegar þeir komu um borð I flugvél tscargo, eða Fragtflugs, en það nafn kannast fleiri við, á Reykjavlkurflugvelli á fimmtu- daginn. Þá var Hallgrlmur Jónsson flugstjóri að leggja upp með áhöfn sinni, Lárusi Gunnarssyni og Karli Braga Jóhannessyni, I 43. ferðina til Vestmannaeyja og þá slöustu, að minnsta kosti i bili. Hallgrimur og hans menn hafa stundað flutninga frá Eyjum frá fyrstu dögum gossins, en nú átti að fara að hef ja hestaflutninga til útlanda aftur og þvi alls óvlst, hvort Eyjaferðirnar verða fleiri. Þegar vélin var lögö af stað út á brautina og undirbúa átti flugtak, var kallaö I talstööina að taka þyrfti brauö til Eyja, og vár vél- inni þvi ekið að skálum FI, en þar beiö blll með brauðið. Brauð- kössunum var skutlað inn i vélina og siðan haldiö út á flugbrautina aftur, tekið á loft og stefnan tekin til Eyja. Á leiöinni var Vlsismönnum sagt, að i þeim rúmlega 40 ferö- um, sem Iscargo heföi farið til Eyja, hefðu veriö flutt um 550 tonn með vélinni. Þá hafði vélin einnig flutt mikiö af allskonar vörum til Eyja, sem björgunar- menn þar þörfnuðust. Einnig voru i flestum feröunum ein- hverjir farþegar meö, bæöi til og frá Eyjum. Þegar lent hafði verið i Eyjum (blaðamanni fannst vélin lækka sig nokkuð bratt), streymdu vörubilarnir að, og strax var haf- izt handa um aö ferma vélina. A meðan veriö var að fylla vélina af alls konar hlutum, sem áttu að fara I land, skruppu blaðamenn niður i bæ. Rétt þegar hefja átti bæjarferðina, tók siðasta Herkúlesvélin sig á loft, en þær eru nú hættar flutningum frá Eyj- um. Það eru þrjár Herkúlesvélar, sem hafa verið i flutningunum, og var blaðinu tjáð, að þær hefðu samanlagt flutt frá Eyjum 711 tonn I 58 ferðum. Ekki gafst Visismönnum mikill timi til að skoða sig um, þar sem stuttan tima tók að ferma vélina. Þó tókst þeim að fara og lita á hrauniö, sem lá alveg upp að varnargarði þeim, sem upp hefur verið rutt. Veriö var að dæla sjó á hraunið, en hálf litilfjörlegar fundust blaöamönnum bunurnar miðað við hraunhrygginn, en þær gera samt sitt gagn. Hrauntungan náði þá næstum aö syöri hafnargarðinum, en varla hafa verið nema 2-3 metrar á milli hraunsins og garðsins. Hallgrimur og áhöfn hans voru kvaddir með virktum, og heyröi blaðam. sagt af einhverjum,' sem var I hóp mannanna, sem stóöu við vélina, að hann vonaði, að þeir kæmu aftur og héldu flutningunum áfram, höfnin væri hvort sem er að lokast. Allir, sem þarna stóðu, voru á einu máli um, aö Iscargo hefði unnið mikið og gott starf. A leiðinni til Reykjavikur var flogið yfir Bláfjöll og skiða- brekkurnar skoðaðar. Þegar lent var á Reykjavikurvelli var strax hafizt handa við að afferma vél- ina, og var þá Eyjafluginu lokiö. —ÞM Hallgrimur Jónsson flugstjóri hefur jafnan veriö fyrstur manna til aölenda I Eyjum, eftir aö óveðri hefur slotaö og stundum komizt einn á milli lands og eyja. Hér er verið að hlaða vél hans I Eyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.