Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 3. marz. 1973. cTVlenningarmál dlafur Jónsson skrifar um útvarp: Af heimavígstöðvunum Ctvarp: GUNNA Leikrit eftir Ásu Sólveigu Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Nú mega rauðsokkar i rithöfundastétt fara að gá að sér. Að minnsta kosti varð ekki betur heyrt i útvarpinu á fimmtudagskvöld en upp sé risinn á meðal vor nýr leikritahöfund- ur, liklegur til að láta að sér kveða á þeirra kjörna vettvangi, þjóð- félagslýsingar og kven- frelsismálanna. Og þessi nýi höfundur kem- ur, að mér skilst, af öll- um stöðum, úr hópi heimavinnandi hús- mæðra! Svo mikið er vist aö leikritið Gunna eftir Asu Sólveigu var miklu eftirtektarveröara og áheyrilegra nývirki en gengur og gerist á þessum vettvangi. En Ut- varps-leikritun er að sönnu af- rækt bókmenntagrein hér hjá okkur þrátt fyrir meir en fjörutiu ára útvarpsstarfsemi i landinu. Og Gunna bar reyndar eitt alveg glöggt auðkenni islenzkra út- varpsleikja: það var ekki á þvi að heyra að leikritið væri samiö sér i lagi fyrir útvarp, og fátt eða ekkert virtist gert til að semja þvi sérstök útvarpssnið I flutningi. Saga, útvarp, sjónvarp, svið Söguna af Gunnu sem hér var sögð mætti, þannig séö, alveg eins hugsa sér I skáldsöguliki — þótt það sé að visu fullkomið efamál að i þeim búningi nyti hún sin með jafn skilrikum hætti og nú varð raunin. Eins og það kom íyrir í útvarpinu virtist leikritið hugsað og samið fyrir svið, mjög svo ein- falt I sniðum, og vel má það vera að I og með sviðsetningu mundu ýmsir hnökrar og annmarkar ‘þess sem óneitanlega gætti i út- varpsgeröinni, slipast og lagfær- ast I meðförunum. En mætti ekki lika hugsa sér miklu gagngerari úrvinnslu efnisins til flutnings til að mynda I sjónvarpi? Frumkrafa til slikrar gerðar væri að hún héldi fast við og fylgdi fram hversdagsrannsæi, félagslegum ádeiluefnum leiksins sem reyndust hans stærsti styrk- ur I útvarpsflutningnum. Sjón- varpið „uppgötvaði” Ásu Sól- veigu I fyrra og hleypti þá af stokkunum hennar fyrsta leikriti, Svörtum sólargeisla, og ætla mætti að stofnuninni væri það áhugamál að fylgja slnum eigin höfundi fram til sigurs. Og svo mikið er vlst aö eftir útvarpsleik-' inn um Gunnu vonastmaður til að fá brátt að sjá og heyra fleira frá Asu Sólveigu. Mál og vandamál Gunna segir af ungum hjónum á fyrstu búskaparárum þeirra, pilturinn við iönnám, stúlkan hlrist heima I þröngri og óvist- legri rislbúö, hana dreymir um betra húsnæði, um að eignast börn, að fá að „njóta sin i lífinu” með almennum orðum sagt. Aður hafa þau misst barn I fæðingu, og það er að skilja að Gunna verði að hlifa sér eftir það. En leikurinn gerist á heilu ári eða um það bil, og það er eitt af ókláru atriðunum I leiknum af hverju hún getur eða má ekki fara út aö vinna þegar frá liður. En leikurinn gengur þegjandi út frá venjubundnu fyrirvinnuhugtaki: önnur stúlka sem frá er greint og vinnur reyndar á skrifstofu gerir það til- neydd af þvl aö maðurinn hennar hefur orðið fyrir slysi. Leikurinn gengur út frá og lýsir dæmum félagslegs ranglætis: unga fólkið, fátækt fólk, barna- fólk er dæmt til að hafast við I öldungis ófullnægjandi húsakynn- um einmitt á þeim árum sem fólk þarf að hafa pláss, rúmt i kring- um sig, lifsrúm I bókstaflegri merkingu orðsins. Þessi kjör móta ævi og örlög a.m.k. þriggja fjölskyldna sem drepiö er á I leiknum, ekki bara Gunnu og Villa heldur einnig foreldra Gunnu og Möggu vinkonu og mannsins hennar. Styrkur Gunnu umfram sjónvarpsleikritið felst umfram allt I þessari rauntrúu efnis-uppistöðu I stað hinnar vikublaðslegu sögu um svarta barnið frá Amerlku I fyrra. En eins og að sinu leyti sjónvarps- leikritiö býr leikritið um Gunnu að hæfileika höfundarins að skrifa ljóslifandi daglegt mál, færa áheyrandanum heim sann- inn um þetta fólk og vandamál þess I og með málfari þess. Efni og úrkostir En hin félagslegu ádeiluefni voru hreint ekki aðalefni leiksins i fyrrakvöld, öllu heldur tilefni og rammi um kvenlýsinguna I sjón- armiöju hans. Húsnæðismálin verða hér umgerð hjúskapar- lýsingar sem I raun réttri felur I sér efni miklu gagngerari ádeilu eöa gagnrýni: Gunna lifir lífi sem setur henni stólinn fyrir dyrnar, markar henni bás — og bannar hennisamtum leið aö „njóta sln” á básnum, móðir og húsfreyja. A þessum andstæðum er tæpt i lýs- ingu Gunnu og Eirlks bróöur hennar annars vegar, Villa og tengdamóöur hans hins vegar, og þær varöa miklu meira efni en til- tekin félagsleg vandamál. Lausnarorðið veröur ástin: Gunna elskar manninn sinn og víkur ekki frá honum. En i ár er Asa Sólveig vaxin upp úr lausnar- orðum vikublaðanna. Ein saman nægir „ástin” ekki til að grund- valla llf Gunnu. Húsnæðismál þeirra Gunnu og Villa leysast. En þótt þau flytji úr einu herbergi og eldhúsi I risi I þriggja herbergja þokkalegan kjallara leysir það I sjálfu sér ekki þann llfsvanda sem leikurinn leggur svo skilmerkilega fyrir. Sú óþreyja sem ber úppi lýsingu Gunnu, tortryggni og gagnrýni leiksins á viðteknar hugmyndir um „hlutverk” hennar á heima- vígstöðvum eldhúss og svefnher- bergis, er óleyst eftir sem áður. En það er enn einn styrkur leiks- ins um Gunnu að leggja þetta vandamál óleyst fyrir áheyrand- ann, forðast hinar ódýru lausnir þess sem svo mætavel mætti hugsa sér. Þrátt fyrir allt sem vel tókst i leiknum um Gunnu eru það samt hinir margbreyttu, óleystu úr- kostir efnisins og höfundarins sem mesta eftirtekt vöktu við út- varpsflutninginn I fyrrakvöld. Og vafalaust er það að leikendurnir sem fóru ofur-smekklega með leikinn undir stjórn Brynju Bene- diktsdóttur: Þórunn Sigurðar- dóttir (Gunna), Sigurður Skúla- son (Villi), Þórhallur Sigurðsson (Eirikur) Auður Guðmundsdóttir (Mamma) — að einnig þeir megnuðu að gera efninu nánari og ýtarlegri skil með meiri úr- vinnslu þess, minni hllfisemi en tiðkast I gerð útvarpsleikja enn sem komið er. Asa Sólveig — nýr leikritahöfundur upprisinn á meðal vor siiúnvy Að frátöldum sjálfum heims- meistaranum Fischer, náði eng- inn skákmeistari jafnglæsilegum árangri áriö 1972 og M.Tal. Úr 3 keppnum, mótinu i Suchumi, ólympiuskákmótinu og Skák- þingi Sovétrlkjanna fékk hann 40 vinninga af 52 mögulegum, eða 76,9%. Hann vann 28 skákir, gerði 24 jafntefli og tapaöi engri skák. Þessi frábæri árangur lofar góðu um að Tal sé aftur llkiegur til æðstu metoröa og loks búinn að ná sér eftir langvarandi nýrna- veikindi sem hrjáð hafa hann um árabil. Tal tefldi sem sérstakur heiö- ursgestur á Sovétmeistaramótinu og var þar I sérflokki með 15 vinn- inga af 21 mögulegum. Mótið var jafnframt úrtökumót fyrir milli- svæöamótiö og þeir sem komust áfram voru Tukmakov með 13 vinninga, og Kuzmin og Savon sem fengu 11 1/2 vinning. Þarna var einnig gamall kunn- ingi, Bronstein sem hafnaði I 13. sæti með tæp 50% v. Hann tefldi oft á tíðum af mikilli bjart- sýni og við skulum sjá hvernig honum vegnaöi gegn sigurvegar- anum. Tol aftur líklegur til œðstu metorða? — að Fischer frótöldum i jafnglœsilegum órangri ó Hvltt: D. Bronstein Svart: M. Tal Vængja-byrjun. 1. b2 d5 2. Bb2 Bg4 (Tal mætir sérkennilegri byrjun Bronsteins með frumlegum biskupsleik. Þessi biskup verður oft fangi sinna eigin peöa eftir peöakeðjuna á c6-d5-e6 og Tal flýtir sér að koma honum I gagn- 10 J 3. h3 Bh5 4. Rf3 Rd7 5. e3 e6 6. Be2 Rg-f6 7. d3 Bd6 8. Rb-d2 De7 9. a3 (Hótunin var 9. .. Ba3.) 9. ... c6 10. c4 0-0 11. g4 (Bronstein teflir ákveðið til sóknar. 11. 0-0 var öruggara framhald þó varla hefði skákin þá oröiö jafn fjörug.) 11. ... Bg6 12. Rh4 Re8! (Þvingar hvltan til að taka ákvörðun strax. Hefði hann hins vegar fengið að leika f2-f4 óáreitt- ur gæti sókn hvits oröið hættuleg.) 13. Rxg6 fxg6 14. h4 b5 15. g5 bxc4 16. dxc4 e5 17. b4 a5 18. c5 Bb8 19. Da4 De6 20. Hgl Rc7 21. Bg4 Df7 22. 0-0-0 (Eftir 22. f3 Rb5 heföi svartur öll tök á stöðunni. Bronstein leggur þvl allt á eitt spil.) 22. ... axb4 23. Dxc6 bxa3 24. Dxd7 axb2+ 25. Kxb2 Ba7! (Drottningarnar hverfa af borð- inu, en við það vex einungis sókn- arkraftur svörtu stööunnar.) 26. Dxf7+ Hxf7 27. Hg-fl Bxc5 28. Rb3 Ba3+ 29. Kc2 He7 (Svartur varö fyrirbyggja Be6 áöur en hann hreyföi riddarann.) 30 Kd3 Hb8 31. Ra5 e4+ 32. Kd4 (Nauðugur viljugur verður hvltur að skeiða með kónginn út á mið- boröið. Ef 32. Ke2 Hb2+ 33. Hd2 enginn síðasta óri Hxd2+ 34. Kxd2 Bb4+ og vinnúr.) 32. ... Hb4+ 33. Kc5 Hb5+ 34. Kc6 Hxa5 35. Hal (Baráttan er vitaskuld vonlaus, en Bronstein kýs að tefla til þrautar.) 35. ... Hc5+ 36. Kb6 Ra8+ 37. Ka6 Hc6+ 38. Kb5 Hb6+ 39. Ka4 Ha7 mát. Jóhann örn Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.