Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 3. marz 1973. 3 Nólœgt 13000 tonnum dœlt á hraunið á klst. Þessi loftmynd af Vest- mannaeyjum, eða hluta þeirra, er tekin af Land- mælingum íslands f fyrra- dag, en síðan þá hefur ástandið lítið breytzt. Á myndinni má meðal annars sjá bunustokksmenn svo- kallaða kæla hraunið, og þar sem gufa myndast yzt á hraunjaðrinum, sem snýr að byggð, er verið að sprauta. A miöri myndinni má sjá fjall þaö, sem er á ferö i hrauninu. Hreyfist fjalliö til norövesturs, meö um 12 metra hraöa á sólar- hring. Þaö hefur hægt talsvert á sér, þar sem þaö hreyföist áöur meö um 35 metra hraöa á sólar- hring. 1 gær var hraunrennsli allt i suöaustur i átt að Bessa, og i norö austur, og virtist hrauniö ekki mjög mikiö, aö sögn Þorleifs Einarssonar jaröfræöings. Engar breytingar hafa átt sér staö á inn- siglingunni, en nú er dæluskipið Sandey búiö aö koma sér fyrir, og er nú dælt á hrauniö af fullum krafti. Um 12000 tonnum er dælt á klukkutima, og aö sögn Þorleifs, stöövaöist hrauniö eftir aö hafizt var handa viö aö dæla á það. Aöur haföi þaö veriö á einhverri hreyfingu, en nú hefur þaö, sem áður segir, stöövazt. Búið er aö leggja veg upp á hrauniö, um 700-800 metra langan aö sögn Sveins Eirikssonar, slökkviliösstjóra. Eftir þeim vegi eru lögð rör, og er ætlunin aö kæla hrauniö niöur fyrir 700 gráöur, þannig aö liklegt veröi aö þaö renni i aöra átt en að innsiglingu og i vesturátt. Er vegurinn lagður frá Skansinum, en rörin veröa aö liggja á sléttu hrauni. Skansinn er sá staður, sem ytri hafnargaröurinn liggur frá, eins og sjá má á myndinni. Liggur vegurinn i boga upp á hrauniö. Dælt veröur úr Sandey allan sólarhringinn, en haldiö er áfram aö dæla á hrauniö viö varnar- garðinn, og er dælt um 500-1000 tonnum á klukkustund af bunu- stokksmönnum, aö sögn Sveins Eirikssonar. Vatnsslönguna má greinilega sjá, þar sem hún liggur ofan á varnargaröinum. 1 fyrrinótt féll gjall yfir bæinn, og mældist það um 6 sm ofarlega i bænum. 1 gærdag gaus úr tveim- ur gosopum, en á eldstöðvunum var fremur rólegt. A myndinni má sjá, hvar gufu leggur upp úr höfninni, en þar er sjór nokkuð heitur, og hefur hitnað frá hrauninu. Viö höfnina má sjá fiskvinnslustöövar og at- vinnufyrirtæki. Efst á myndinni gnæfir svo snæviþakinn Heimaklettur, en frá honum má sjá rafstrengi liggja út i raflinustaurana, sem hraun er nú næstum komið aö. -EA. ,v; 's'ti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.