Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 3. marz 1973. 5 AP/ÍNJTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Dollarinn sveiflast ennþá Kreppa skollin enn á ný yfir alþjóðagjaldeyrismarkaðinn í annað sinn á nokkrum vikum neyddist al- þjóðagjaldeyrismarkaðurinn til þess að hætta sölu og kaupum á gjaldeyri vegna verðfalls á Bandarikjadollaranum. Dollarinn hrapaði stöðugt i verði i gær, meðan fjármáiasérfræðingar Evrópulanda bjuggu sig undir að halda skyndifund um helgina tii þess að ráða fram úr gjaldeyriskreppunni. Eini bankinn, sem hélt uppi gjaldeyrisviðskiptum í gær, var I Zíirich I Sviss, og þar féll dollarinn niður úr öllu valdi. — Bankarnir verða áfram lokaðir á morgun. Nixon Bandaríkjaforseti lýsti þvi yfir i gær, að „ekki kæmi til greina að lækka gengi dollarans aftur” og hélt þvl fram, að dollarinn mundi standa af sér þessa árás „braskaranna”. Seðlabankinn i Bonn keypti I fyrradag fleiri dollara en hann hefur nokkru sinni gert á einum degi áður, þegar gjaldeyris braskarar „dúmpuðu” á markaðinn glfurlegum fúlgum af dollurum. Edward Heath, forsætisráð- herra Bretlands, sem undan- farna daga hefur verið gestur Willy Brandts kanslara, átti með honum fund I gær um gjaldeyriskreppuna, og fundinn sat einnig vafaforseti vestur- þýzka seðlabankans. — Það er margra álit, að Brandt hafi far- iðfram á þaö við Heath, að ster- lingspundiö yrði ekki lengur haft á fljótandi gengi, heldur sett á fastskráð gengi. Fjármálaráðherrar Efna- hagsbandalagslandanna niu munu hittast á sunnudag til þess að f jalla um kreppuna og veröur þar tekin afstaða til þess, hvort þessi lönd hafi öll gjaldmiöil sinn á fljótandi gengi, eins og stungið hefur verið upp á. Svarti september - skœruliðar: Heimta flugvél til Washington Slógu ó frest aftöku gíslanna Skæruliðar „Svarta september” létu frest- inn renna út, sem þeir höfðu gefið Banda- rikjunum, tsrael og Jór- dan til þess að láta lausa þá fanga, sem Svarti september hafði krafizt — en unnu gislunum fimm ekkert mein, eins og þeir höfðu þó hótað. Samt höfðu þessi þrjú riki lýst þvi yfir, að þau yrðu ekki við kröfum þeirra. Skæruliöarnir höfðu dregið aft- ur kröfu sina um, að allar ara- blskar konur yrðu látnar lausar úr Israelskum fangelsum — vegna þess að ísraelski ambassa- dorinn var ekki I hópi gislanna. Og einnig eru þeir hættir við kröf- una um að Baader-Meinhof-flokk- urinn verði látinn laus i V.-Þýzka- landi. Þeir hafa I staðinn krafizt þess, að þeim verði útveguð flugvél tií þess að fljúga meö sig til Banda- rikjanna — en hafa ekkert látið uppi um, hvaða erindi þeir telja sig eiga þangað. Stjórn Súdans hefur samþykkt að verða við þeirri kröfu þeirra, en þverneitaöi hins vegar að leggja til tvo diplómata til þess að vera með I förinni. Nixon forseti lýsti þvl yfir, að hann mundi senda sérstakan sendimann, William Macomber, til Súdan að semja við skærulið- ana, en herþotu Macombers var synjað um leyfi til þess að lenda I Khartoum og varð að snúa I stað- inn til Kairó. Engin skýring var veitt á þvi, hvers vegna lendingarleyfið var ekki veitt. Skæruliöarnir hafa komiö fyrir sprengjum I sendiráðinu hér og þar og hóta að sprengja það I loft upp, ef súdönsku hermennirnir, sem umkringja sendiráöiö, geri minnstu tilraun til þess að ráðast til inngöngu. Slepplu gíslunum Indiánarnir I Wounded Knee, smáþorpinu i Suður-Dakota, sögðu I gær, að yfirvöld mættu vænta frekari vandræða af þeirra hálfu — en I fyrrinótt létu þeir lausa gislana ellefu, sem þeir höfðu tekiðtil að mótmæla slæmri meðferð á Indiánunum I Pine Ridge. „Ég geri ráö fyrir, að það brjót- ist aftur út óeirðir hér I þessum landshluta. Það tók 15 ár að leiða Víetnamstriðið til lykta, og þetta er bara upphafiö hjá Indiánum Amerlku,” sagði foringi Indíán- anna Russell Means, I gær. Gislarnir fengu að fara frjálsir ferða sinna, eftir að öldunga- deildarþingmennirnir George McGovern og James Abourezk höfðu rætt við Indlánana, þar sem þeir höfðu vigbúizt I kirkjunni. Einn glslanna, rómversk- kaþólskur prestur, sagði, að hinir tiu hefðu valið þann kostinn að vera um kyrrt I Wounded Knee, vegna þess að þeir studdu Indián- ana I kröfum þeirra. Það var nóg að gera I gjaldeyrisdeildum bankanna I fyrradag, þegar dollaraftilgur flæddu inn, — rétt eins og I fyrra sinnið, áður en dollarinn var lækkaður. Róðstefnuerill Það var margt um stórmenn- ið i Parls, þegar friðarráðstefn- an stóð yfir, þar sem saman voru komnir utanrikisráðherrar 12 rlkja, sem ætla sér að tryggja, að friður haldist I Vlet- nam. Hér á myndinni sjást nokkrir þeirra á leið á annan fund ráðstefnunnar, talið frá vinstri: Nguyen Duy Trinh (Noröur-VIetnam), Chi Peng- Fei (Kina), Andrei Gromyko (Ráðstjórnarrlkjunum), og sir Alec Douglas-IIome (Bret- landi). Róttœkar róðstofanir Lundúnalögreglan hefur grip- ið til róttækra ráðstafana gegn þeim, sem leggja bilum sinum ólöglega. Einn lögreglumaður- inn I flutningadeiid lögreglunn- ar er höfundur útbúnaðar, sem settur var á dráttarbil, og kall- ast þessi tæki ,,Z”-bIlar. Allt frá Austin Mini upp I Rolls Royce má fjariægja af ólöglegu stæði á þrem minútum. Farartækið er hlft upp á bllpallinn, og slðan ekið á brott með það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.