Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 15

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 15
Vlsir. Laugardagur 3. marz 1973. 15 | í DAG | í KVÖLD | í DAB | I KVÖLD j í DAG ~j Sjónvarp ó sunnudag kl. 18.00: Kötturínn, sem er kannski ekki köttur 1 barnatimanum á sunnudag — Stundin okkar — ætla þeir Glámur og Skrámur aö stjárna grlmudansleik og einnig aft leika íyrir dansi, en þaft eru fjórtán pör úr dans- skóla Hermanns Ragnars Stefánssonar, sem stiga dansinn, öll á aldrinum 7-10 ára. Þar næst verftur „kötturinn” sleginn úr tunnunni, en þessi köttur er enginn venjulegur köttur og kannski er hann alls enginn köttur! Þá fer fram látbragftsleikur, en hann er byggftur á einu af hinum vinsælu ævintýrum H.C. Andersen, sem heitir Svinahirftirinn. Svo er þaft áframhald spurningakeppninnar, sem aft undanförnu hefur farift fram I barnatimunum, og nú eru þaft börn úr Barnaskóla Hvera- geröis, Barnaskóla Njarft- vlkur og Barnaskóla Neskaup- staöar, sem láta I ljós þekkingu slna. Hitt er svo annaft mál, aft hin börnin, þau sem heima sitja, taka áreiftanlega þátt I leiknum llka og hafa gaman af. LTH. Þessar snotru stúlkur sýna látbragftsleik I sjónvarpinu á sunnudag, en leikurinn er gerftur upp úr ævintýrinu Svinahirftirinn eftir H. C. Andersen. Útvarp, laugardag kl. 18.00: „LANGAR ALLTAF HEIM TIL EYJA" — segja þeir Gísli og Arnþór Helgasynir, umsjónarmenn Eyjapistils Þrátt fyrir þaft, sem skeft hefur I Eyjum, eru margir Eyjaskeggja ákveftnir I þvi aft halda aftur heim. Eyjapistill, þáttur þeirra Vest- mannaeyinga, er á dagskrá I dag.ILjósm.: ÞM) Þátturinn Eyjapistill i umsjá þeirra Gisla og Arnþórs Helgasona, verður á dagskrá út- varpsins um helgina eins og unanfarna daga. Það er áreiðanlega óhætt að segja, að þessi þáttur er mjög vinsæll meðal Vestmanna- eyinga, og ekki ein- göngu meðal þeirra, heldur flestra þeirra, sem á hlusta. Vift höfftum samband vift annan umsjónarmanna þáttarins, Glsla Helgason, og röbbuftum lltillega viö hann um þáttinn. Þeir bræöur hafa séft um þáttinn frá þvl þann 7. febrúar, ásamt öftrum Vestmannaeyingi, Gunnari Sigurmundssyni, og hefur hann verift á hverjum degi I útvarpinu sföan þá. GIsli sagöi, aft bæjarstjórinn heffti upphaflega komiö aft máli vift þá og beftift þá um aö annast einhvers konar þátt, þar sem eingöngu væri fjallaö um málefni Eyjaskeggja. „Vift höfum gaman af því aö sjá um þennan þátt,” sagöi Gisli meftal annars. „Auövitaö fylgja þvl ýmsir erfiftleikar, en erfiö- leikar eru jú til þess aö yfirstiga þá.” — Voruft þift staddir I Vest- mannaeyjum, þegar gosiö kom upp? „Nei, vift höfum verift hérna vift nám I Háskólanum og vorum þess vegna staddir hér I Reykjavik, þegar þetta skefti. En vift fréttum af þessu strax þá sömu nótt.” — Hversu lengi mun Eyjapistill verfta á dagskrá útvarpsins? „Þaö hefur ekki verift tekin ákvörftun um þaft, en svo lengi sem þess verftur óskaö, aö þvl er ég held. Reyndar hefur verift talaft um, aft þessi þáttur verfti vift lýfti á meftan núverandi ástand varir.” — Hefur ekki komiö til tals aö lengja tlma þáttarins dag hvern? „Nei, á þaö hefur ekki verift minnzt. Ég held, aö þaö sé alveg nógu erfitt aft fylla þennan tima eins og er, þaft yrfti þá ekki fyrr en eftir einn til tvo mánufti sem þaft kæmi til greina. En reyndar veit enginn, hvaft gosift kann aö vara lengi i Eyjum.” — Er ekki glfurlega mikift hringt til ykkar af Eyjaskeggjum? „Nei, ég held mér sé óhætt aö segja aft þaft sé ekki hringt glfur- lega mikift. En tilkynningar og fréttir hafa þó aukizt talsvert frá þvi þátturinn hóf göngu sina.” — Hvaö um óskalög. Nú er beftiö um lög meö kveftjum, sem fluttar eru. „Jú, en viö höfum ekki hugsaö okkur aft gera þennan þátt aft óskalagaþætti. Þaft þætti llk- legast hálfgerft hlutdrægni, ef Vestmannaeyingar fengju sinn eigin óskalagaþátt. Og svo er nóg um slíka þætti fyrir á dag- skránni.” — Aft lokum, farift þift aftur til Vestmannaeyja, ef gosinu linnir? „Mann langar aft sjálfsögöu alltaf heim til Eyja aftur, en þaft er algjörlega óráftift.” Vift viljum svo minna á sima- númer þeirra I Eyjapistli, en þau eru 12943 og 34086, en 22260 á milli klukkan 1.30 og 3.30 á hverjum degi, nema um helgar, 22268. GIsli vildi svo koma þvi á fram- færi, aft bezt væri aft fá hringingar fyrir klukkan hálffjögur. Þeir bræöur vildu einnig koma þvl áleiöis, aft þeir birta ekki neitt I þætti sínum, nema þaft, sem þeir geta staöift vift, en hér birtist fyrir skömmu lesendabréf, þar sem ööru var fram haldift, og sögöust þeir vera „óhressir yfir þvi og telja, aft þaft hafi verift skrifaft I miklu bráftræfti.” -EA. Sjónvarp i kvöld kl. 21.15: Frœnka ,rifjuð upp' í kvöld veröur sýnd brezka gamanmyndin Frænka Charleys. Myndin var gerð árið 1941 og byggð á samnefndum, al- kunnum gamanleik eftir Brandon Thomas. Oft hefur þetta leikrit verift sýnt hér á landi, meftal annars I skólum og svo á ýmsum stöftum úti á landi, og alltaf vift mikinn fögnuö áhorfenda. Meft aftalhlutverkift I gaman- myndinni Frænka Charleys, sem sýnd verftur I sjónvarpinu I kvöld, fer Jack Benny, en myndin var gerft árift 1941. Til gamans má geta þess, aft Leikfélag Reykjavlkur var stofnaft árift 1897 um haustift, en næsta vor þar á eftir, efta 1898, var þetta vinsæla leikhúsverk flutt I fyrsta sinn á tslandi, I Iftnó, og sá sem lék frænkuna þá, hét Sigurftur Magnússon. Sýningar urftu fjórar og var þetta sjöunda verkefni Leikfélagsins frá stofnun þess. 1917 var leikritift sýnt ellefu sinnum, 1928 sex sinnum, og slöast var L.R. meft þetta skemmtilega leikrit leikárift 1954-55, en þá var þaft sýnt nærri nlutlu sinnum. Þegar leikritift var flutt 54-55 lék Arni Tryggvason titilhlutverkift, frænkuna, og þótt takast mjög vel, enda er hann einn af okkar beztu leikurum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.