Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 20
,Aðeins smá episóða' — segir Bjarni Guðnason um brottrekstur hans úr Samtökum frjúlslyndra. - „Upphlaup hjá Hannibal og Magnúsi Torfa hefur engan tilgang" „A-þýzkir togarar ekki inn Hefur selt dag blöð í 36 ár! „Það er ómögulegt að segja, hvað ég geri i dag til tilbreyting- ar. Ég hef að minnsta kosti ekki ákveðið neitt sérstakt. A ball? Þaö getur svo sem vel verið”. Þetta sagði Óli Sverrir Þor- valdsson, sem liklega er miklu betur þekktur undir nafninu óli blaðasali meðal almennings i Reykjavik, en við röbbuðum við Óla i tilefni þess, að hann er hálfrar aldar gamall i dag. „Égbyrjaði að selja Visi á af- mælisdeginum minum, 3. marz árið 1937”, sagði Óli meðal ann- ars. „Þá var ég 14 ára gamall, og siðan hef ég haft blaðasöluna að atvinnu eingöngu”. Óli hefur þvi selt Visi i 36 ár og án efa lengur en nokkur annar blaðasali. Óli hefur þó selt flest önnur blöð, en nú selur hann mest megnis VIsi. „Mér hefur likað blaöasalan vel”, segir Óli. „Sérstaklega llkaði mér vel að selja blöð á striösárunum. Mér fannst fólkið þá vera prúðara og öðruvisi en nú, og svo hafði þaö sitt aö segja, að það var alltaf eitthvað spenn- andi i blöðunum varöandi striðið. Ég hef ekki starfað við neitt annað en blaðasöluna, og það fer allt eftir þvi, hversu lengi ég verð við þetta ennþá, hvort ég kem til meö að gera eitthvaö annað”. — Hefurðu nokkuð hugsað um að hætta? „Nei, annars veit maöur aldrei. Ég er orðinn svo vanur þessu og rótgróinn, að ég verð að minnsta kosti eitthvaö I þessu áfram”. Þrátt fyrir 50 árin er Óli hress og kátur, og þvi þakkar hann „útiverunni og öllum hlaupunum. Það heldur manni sennilega friskum. En þó að maður sé kannski ennþá ungurianda, þá er maöur nú að eldast. Ég er oröinn miklu kulvisari nú heldur en ég var áður”. Við óskum óla blaðasala til hamingju með 50 árin. — EA. Ég tel þetta hvort tveggja I senn alvarlegt og spaugilegt. Alvarlegt vegna þess, að flokks- ræði er skefjalaust beitt og gamantnál vegna þess, að þetta gerist flokki, sem er að berjast fyrir sameiningu vinstri manna I landinu. t frásögur er færandi, að Hannibal skuli nenna að standa I þessu á gamalsaldri. Ef honum tekst það, er hann orðinn þriggja fiokka kljúfur. Þannig komst Bjarni Guðna- son, alþingismaður og prófessor m.a. að orði i viðtali við Visi í gær I tilefni þeirrar fréttar, að flokksfundur Samtaka frjáls- lyndra i Reykjavik visaði Bjarna úr flokknum I fyrrinótt. Bjarni var kjörinn formaður flokksins til tveggja ára I októ- ber síðastliðnum. Er hægt að reka formann stjórnmálaflokks úr eigin flokki? Um það hafa menn mjög skiptar skoðanir, eftir þvi hvort þeir eru „Hannibalistar” eða „Bjarnistar”. — Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri fiokksins, sagðist lita svo á. Þvi væri augljóst, að Bjarni gæti ekki lengur verið formaður Reykjavikurdeildar Samtaka frjálslyndra, þar sem honum hefði verið vísar úr flokknum. — Þetta tel ég alveg fráleitt, sagði Bjarni sjálfur hins vegar. Ef þetta væri hægt væri unnt að skipta um stjórn á hverjum félagsfundi. Nei, ég tel þetta al- veg ólöglegt. Ég er þvi bæði enn I samtökunum og meira að segja ennþá formaður Samtaka frjálslyndra i Reykjavik, sagði hann. Fyrst rifizt um Hannibal. Fundurinn I fyrrakvöld hófst með feikimiklu karpi um það, hvort Hannibal Valdimarsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, mætti vera félagi I Samtökum frjálslyndra I Reykjavik. Stjórn Reykjavikur- deildarinnar hafði skrifað Hannibal bréf, þar sem honum var tilkynnt, að hann ætti ekkert með að vera I félaginu i Reykja- vik, maðurinn með lögheimili i Selárdal vestra. Um þetta var karpað frá kl. 9 til kl. 11 um kvöldið, þegar úrskurðað var, að Hannibal mætti vera I félag- inu. Búseta, en ekki lögheimili, skyldi þar ráða. Þá var loks hægt að taka hið boðaða fundarefni fyrir: Úrsögn Bjarna Guðnasonar úr þing- flokki Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Bjarnamenn gengu út Félagsmenn, sem boðaðir voru á fundinn, máttu vel vita, hvaða stefnu umræður mundu taka, sagði Halldór Magnússon, en Bjarni Guðnason er honum þar ekki sammála. Það er svo- litið annað mál að ætla að ræða um úrsögn mina úr þingflokkn- um eða brottvisunartillögu, sagði hann. Stuðningsmenn hans vildu ekki greiða atkvæði um tillögu, sem borin var upp um að visa Bjarna úr samtökunum, en gengu út. Hún var þvi samþykkt með 45 atkvæðum gegn 4. Meðal þeirra, sem samþykktu hana, voru báðir ráðherrar samtak- anna, Hannibal Valdimarsson og Magnús Torfi Ólafsson. Sam- þykkt fundarins er svohljóð- andi: „Fundurinn er samþykkur ályktun flokksstjócnarnefndar SFV 28. janúar siðastliðnum, sem ályktaði, að Bjarni Guðna- son hefði með tilkynningu sinni á Alþingi um brottför úr þing- flokki SFV „haslað sér völl utan samtakanna”, jafnframt þvi sem flokkstjórnarfundurinn beindi þeirri eindregnu ósk til hans að hverfa aftur til starfa I þingflokknum. Þar sem Bjarni Guðnason hefur ekki oröið við þeirri ósk að liðnum mánaðarfresti og hefur raunar opinberlega hafnað þeim sáttamöguleika, litur fundurinn svo á, að hann sé utan samtakanna og geti þvi ekki verið lengur félagsmaður SFV I Reykjavik. Felur fundurinn þvi varaformanni félagsins að gegna formannsstörfum til næsta aðalfundar.” „Frumhlaup flokks ræðis manna ” Þetta er frumhlaup flokks- ræðismanna, sem eru að reyna að bægja i burtu manni, sem reynir að standa á stefnuskrá samtakanna og málefnasamn- ingi rlkisstjórnarinnar, t.d. hvað varðar skráningu Islenzku krónunnar, sagði Bjarni. Þetta upphlaup hjá Hannibal og Magnúsi Torfa að reyna aö ýta mér út hefur engan tilgang. Endurnýjunaröflin i Reykjavlk hafa alla stjórnarmennina nema einn. Ég tel vist, að við höfum einnig töglin og hagldirn- ar meðal almennra flokks- manna. — Þetta verður þvi að- eins smáepisóða meðal annarra erja i flokknum og dæmi um þau vinnubrögð, sem stunduð eru i flokknum, þvi miður. Fram- haldið getur þó orðið spaugilegt. Máliö I heild tek ég sem gaman- mál og lit svo á, að ég sé enn i samtökunum, sagði Bjarni. -VJ VÍSIR Laugardagur 3. marz 1973. ÍSLíNZKIR VILJA BYGGJA HÓSIN Tvö innlend fyrirtæki hafa minnt á tilveru sina vegna erlendu húsanna, sem verið er að hugsa um að fá hingað. Þetta eru Húsasmiöjan i Reykjavik og Húseiningar hf. á Siglufirði. Húsasmiðjan hefur framleitt hús úr timbri i tuttugu og fimm ár og segist geta framleitt og komið fyrir 150 húsum fyrir næsta haust, ef sveitarfélögin á viðkomandi stöðum verði búin að ganga frá undirstöðum húsanna. Þessi hús kosta 1600 þús. fullfrágengin þ.e. 104 fermetra hús. Attatiu fer- metra hús frá sama aðila kostar um tvöhundruð og fimmtiu þúsundum minna. Fyrirtækið Húseiningar. getur að sögn framleitt 100 hús fyrsta starfsárið og getur hafið starf- semi sina um miðbik þessa árs, ef lánafyrirgreiðsla fæst á næstu vikum.Húsin frá þessu fyrirtæki eru gerð úr einingum og mögu- leiki að stækka þau seinna. Þeir telja. að þegar fullum fram- leiðsluhraða sé náö, verði framieiðsla þeirra á sambæri- legu verði og erlend. —Ló YFIRMENN SETTIR YFIR MÁLAFLOKKA Okkar aðferð" segir Helgi Bergs /# „Okkar vinnuaðferð er sú, að við fáum einstaka menn til að annast yfirstjórn einstakra mála fyrir okkur. Við höfum ekki neitt starfslið að ráði, sem getur séð um hina ýmsu þætti starfsins, svo að við höfum brugðið á þetta ráð,” sagði Heigi Bergs, formaður viðlagasjóðanefndar- innar, I samtali við Visi I gær. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur var kallaöur heim frá Norðurlöndum til að sjá um húsnæðismálin. Hann hefur um- sjá með þvi húsnæði, sem eitt- hvað verður kostað til, svo að það verði Ibúðarhæft. Guömundur starfaði sem kunnugt er með nefndinni, sem fór til að kanna tilbúnu húsin, sem Ihugaö hefur verið að fá hingað. Ólafur Helgason útibússtjóri hefur yfirumsjón meö útgeröar- málum Vestmannaeyjabátanna I og Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri, sér um alla flutninga frá Eyjum. Þegar við spurðum Helga Bergs, hvaöa verkefni lægju næst fyrir hjá Viðlagasjóðsnefndinni, sagöi hann að álit nefndarinnar, sem fór til Noröurlanda, yrði at- hugaö og það ásamt könnun, sem húsnæðismiðlunin I Tolistöðinni gerði yrði haft til hliösjónar, þegar ákveðiö yrði hvort erlend hús yrðu fengin hingað, hvaða hús það yrði og hve mörg. — Ló fyrir 50 mílurnar" Sendiherra Þýzka alþýðulýðveldisins, Pet- er Hintzmann, lagði áherzlu á þá ósk sina á blaðamannafundi i gær, að samskipti íslands og Þýzka alþýðulýðveldis- ins yrðu ekki aðeins á sviði viðskipta, heldur einnig á sviði lista, bók- mennta, visinda og iþrótta. Sagði sendiherr- ann að hann væri ánægður að vera hér á landi og vonaðist til að góð tengsl næðust milli landanna. Sendiherrann hefur þegar rætt við Einar Agústsson utanrikis- ráöherra, Ólaf Jóhannesson for- sætisráðherra og Kristján Eld- járn forseta Islands, og mun hann ræða við fleiri ráðamenn landsins á næstu dögum. Sagði sendiherrann að hann vonaðist til að geta rætt um öryggismál Evrópu við ráðamenn hér. Sendiherrann sagði einnig, að Þýzka alþýðulýðveldið, hefði skilning á sérstööu Islands varð- andi fiskveiðilögsöguna og togar- ar Alþýðulýðveldisins mundu ekki fiska innan 50 milnanna. Aðalsetur sendiherrans verður i Ósló, en hann mun koma hingaö til lands nokkrum sinnum á ári. Tveir fastir fulltrúar verða I Sendiherra A-Þýzkalands, sem lsland hefur nýlega tekiö upp stjórnmálasamband við, á fyrsta blaöa- sendiráðinu hér. — ÞM. mannafundi sinum hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.