Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 3. marz 1973. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ^Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skóli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Sfmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Sfmi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Fullveldi og þjóðerni Siðan ísland varð fullvalda riki, hefur það gerzt aðili að mörgum alþjóðlegum samtökum. Það er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbanda- X laginu, Evrópuráðinu, Norðurlandaráðinu og Friverzlunarsamtökunum, svo að nokkur þekkt- ustu dæmin séu nefnd. Varnarsamningurinn frá 1951 og dvöl banda- riska varnarliðsins i landinu er eitt af mörgum dæmum um samstarf okkar við umheiminn. Þær skyldur, sem hvila á Islandi samkvæmt þessum varnarsamningi eru ekki aðrar en þær, sem f jöldi annarra rikja, sem allir telja fullvalda, hafa und- ir gengizt. Og reynslan hefur sýnt, að þessi samningur hefur ekki skert athafnafrelsi rikisins á alþjóðavettvangi, nema siður sé. Varnarliðið hefur dvalizt i meira en 20 ár i landinu. Enginn getur með neinum rökum haldið þvi fram, að af þvi hafi leitt skerðingu á fullveldi þjóðarinnar. Enda er i samningnum greinilega sagt, að honum er ætlað að tryggja fullveldi Is- lands. Og á þessum 20 árum hefur styrkur full- veldis landsins fremur eflzt en hitt. íslendingar hafa með aðild að alþjóðlegum stofnunum og samningum tekið ýmsar skyldur á herðar eins og aðrar þjóðir, án þess að það hafi skert fullveldi rikisins. A sama hátt finnum við stöðugt fyrir erlendum straumum hér á landi, t.d. menningaráhrifum. Við lesum erlend blöð og timarit og fréttir frá er- lendum fréttastofnunum. Við fáum hingað lista- menn, visindamenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn frá öðrum þjóðum. Við sjáum kvik- myndir og sjónvarpsefni frá ýmsum þjóðum. Ekkert af þessu hefur skert þjóðerni íslend- inga. Norðurlandabúar, sem kunnugir eru að- stæðum hér á landi, hafa tekið eftir þvi, að ís- lendingar varðveita menningararf sinn að mörgu leyti betur en ýmsar aðrar þjóðir Norðurlanda. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og dvöl bandariska varnarliðsins hafa ekki veikt þjóðerni og menningu Islendinga. Við höfum vissulega orðið fyrir áhrifum af dvöl varnarliðsins, eins og af svo mörgu öðru, sem hefur komið erlendis frá. Við erum engir einangrunarsinnar, en við höfum jafnframt haft lag á að hagnýta okkur það góða úr erlendum straumum. Þjóðerni okkar og menning hafa ekki drukknað i þessum straum- um, heldur standa fastari fótum en oftast áður. Við höfum 20 ára reynslu af dvöl varnarliðsins. Hver einasti íslendingur getur litið i eigin barm og spurt sig, hvort þessi dvöl hafi haft slæm áhrif á þjóðerni og menningu íslendinga. Við höfum heyrt margar dómsdagsprédikanir um þetta efni. En reynslan sjálf er ólygnust. Jafnvel sjónvarpið i Keflavik, sem upp á sið- kastið hefur verið eini verulegi ásteytingar- steinninn i umræðum um þetta efni, hefur ekki breytt þjóðerni né menningu Islendinga. Þetta kom bezt i ljós, þegar við komum okkur upp eigin sjónvarpi, sem sýnir ósköp hliðstætt efni og stöð- in i Keflavik. Af dvöl varnarliðsins stafar ekki nein hætta fyrir fullveldi og þjóðerni Islendinga. Við höfum langa reynslu af þvi. Nokkur steintröll halda samt áfram að klifa á hinu gagnstæða, en njóta sifellt minni hljómgrunns hjá þjóðinni. Það eru kosningar i Chile á morgun, og reyna þar með sér i fyrsta sinn sex flokka samsteypan undir stjórn Allendes forseta og svo stjórnarandstöðuflokk- arnir með kristilega demókrata og þjóðernis-; sinna i fararbroddi. Kosið verður um 150 þingsæti i efri og neðri deild, þar sem tveir hinir siðastnefndu flokk- ar eiga meirihluta. Forsetatíö Salvadors Allendes hefur einkennzt af vilja hans til þess aö hrinda I framkvæmd hinni sósialisku stefnu, sem hann og sex flokka samsteypan unnu fylgi haustiö 1970. Þaö hefur á hinn bóginn haft um leiö 1 för meö sér veröbólgu, sem slær öll heimsmet, skort á nauðþurftum, minnkandi framleiöslu land- búnaöarins og iönaöarins, handa- lögmál i þjóðþinginu, vopnuö átök milli öfgasinna og lögreglu og Fœr Allende sinn dóm ó morgun? vaxandi tilhneigingu til flokks- ræðis. Stjórnarandstööuflokkarnir vilja kenna Allende um þessa þróun mála, og þeir halda þvi fram, aö þau 36 prósent atkvæöa kjósenda, sem Allende haföi á bak viö sig, veiti honum ekki rétt til þess að koma á sósialisku skipulagi i Chile. Svo litiö fylgi geti ekki veriö fullnægjandi til þess aö veita umboö til svo rót- tækra breytinga á stjórnskipulagi einnar þjóöar. — Þeir hafa samt setiö á sér og — rétt eins og All- ende reyndar lika — haldiö sér innan viö ramma stjórnarskrár innar i stjórnarandstöðunni. Eng- inn ábyrgur aöili hefur heyrzt nefna þaö á nafn aö steypa forset- anum af stóli, en hann var kosinn til sex ára. Jafnvel vopnavaldiö — en kjarni þess er hinn 25 þúsund manna herafli Chile — hefur sam- Ikvæmt venjunni fylgt hlutlausri 'stefnu i innanrikismálunum. Þessir þrir hershöföingjar, sem sæti eiga i stjórninni, hafa marg- lýst þvi yfir, aö þeir væru aöeins til þess aö lita eftir þvi, aö þing- j-æöi væri fylgt. Á kosningarnar á morgun er þvi fyrst og fremst litiö sem könn- un á þvi, hvaöa fylgis stefna All- endes njóti meöal landsmanna. Sjálfur hefur forsetinn aö visu lýst þvi yfir, og þaö margsinnis, aö hann sé staöráöinn I þvi aö láta ekkert hefta „göngu Chile I átt til sósialisma”. Stjórnarandstaðan gerir sér hins vegar vonir um aö hreppa hreinan yfirgnæfandi meirihluta i báöum deildum þingsins, er mundi færa þeim i hendurnar sterkt áhrifavald á stefnu stjórnarinnar — og jafnvel veita þeim vald til þess aö leggja niöur neitunarvald forsetans. En til þess þurfa þeir aö bæta við sig átta mönnum i fulltrúadeild og sex i öldungadeild. I öllu öngþveitinu siöustu tvö árin hafa heyrzt raddir úr hópum hinna róttækustu — bæöi úr hópi hægri- og vinstrimanna — sem vilja búa sig undir vopnaða bylt- ingu. En þeir eru sárafáir, sem telja vera nokkrar likur á borgarastyrjöld. Lýöræðislegar venjur eiga sér mjög sterkar ræt- ur I Chilebúum, og Allende hefur sjálfur lýst sig eindregiö mótsnú- llllllllllll M) MMi Guðmundur Pétursson Salvador Allende forseti Chile flutti ræðu hjá Samein- uöu þjóöunum I byrjun desember, og kenndi þar „kapitaliskum auöhringum” um, hvernig komiö væri fyrir efnahagslifi Chile — en viöurkennir nú, aö hann kunni aö hafa „eitthvaö mis- reiknaö sig”. inn byltingu á borö viö þá, er fleytti Caströ f valdastólinn á Kúbu. Aö visu var breyting á þing- sköpum meðal þeirra atriöa, sem sex flokka samsteypan lýsti yfir, aö hún mundi beita sér fyrir eftir kosningarnar, en þaö var ekki þaö, sem mesta lukku gerði meö- al þessara 80 þúsund tryggu fylgismanna, sem hlýddu Allende forseta, þegar hann kunngeröi stefnuna á iþróttaleikvangi Santiagó fyrir fjórum vikum. Heldur var þaö loforöiö um aö leggja þyngri skatta á þá riku. Annars eru þaö ekki stefnumál og hugmyndafræöi, sem mestan svip setja á kosningabaráttuna aö þessu sinni I Chile. Þaö er ástand- ið I efnahagsmálunum, sem hefur þokaö öllu ööru til hliöar. Veröbólgan nam oröiö 163% (!) i fyrra, eins og frá var sagt hér á siöunni áöur, og einn Bandarikja- dal mátti fá fyrir 46 escudos á opinberu gengi, en á svarta markaðnum kostaöi hann 320 escudos. En þaö var fyrir hálfum mánuöi. í dag kostar hann 350 escudos, og lækkaöi þó gengi doll- ara um 10% á þessum hálfa mán- uöi, sem liöinn er siðan. Svo aö sjá má, aö þaö er hratt stiginn ver öbólguda ns inn. En þyngst leggst á menn mat- vælaskorturinn og reyndar skort- ur á flestum nauöþurftum. Lang- ar biðraöir standa viö verzlanir hvern einasta dag I Santiagð og öörum borgum Chile. Nokkrar launahækkanir, þar á meöal ein 100%, hafa ekkert haft aö segja til þess aö rétta kjör hinna lægst- launuðu. Yfirvöldum er ljóst, aö helmingur vöruverzlunarinnar fer fram á svarta markaönum, þar sem braskarar smygla inn i borgina nauösynjavörum og selja aö búöarbaki aö næturþeli. All- ende hefur gert kunnugt, að hann hyggist gripa til skömmtunaraö- geröa til þess aö bæta úr þessu. Viöbrögö manna viö þessari þróun birtust strax áriö 1971, þeg- ar húsmæöur i Santiagó tóku sig til og marséruöu um götur borgarinnarmeö „tóma potta” til þess aö mótmæla sihækkandi veröl. á matvörum. Þessi mót- mælaalda hélt svo áfram meö umfangsmiklum verkföllum millistéttanna, eins og smákaup- manna, vörubilstjóra, atvinnu- flugmanna, kennara lækna — og jafnvel verkamannanna i kopar- námum rikisins. Já, og voru þó koparnámurnar þjóönýttar, teknar eignarnámi af erlendu auöhringunum, sem „arðrænt höföu þjóöina og sina eigin verkamenn”, og eftir þjóönýting- una voru laun námamannanna hækkuö. En hin útbreidda óánægja meö efnahagsstefnu stjórnarinnar, umfangsmiklar þjóönýtingar, rikisrekstur og rikiseftirlit, hefur oröið til þess aö æ fleiri fylkja sér undir merki stjórnarandstöö- unnar gegn sex flokka samsteyp- unni. Jafnvel Allende hefur látiö i ljós undrun sina á, hver mjög henni hefur vaxiö fiskur um hrygg. Hann hefur reynt aö mýkja ögn skap landsmanna meö þvi aö játa á sig mistök i fjár- málastefnunni og með þvi aö gagnrýna embættismenn fyrir aö skapa sivaxandi ringulreið og jafnvel gefiö til kynna, að það sé hugsanlegt, aö sum rfkisrekin fyrirtæki veröi aftur afhent einkaaöilum — enda hafa þau hvort sem er veriö rekin meö tapi, eftir aö rikið tók viö þeim. Þessi loforö hafa þó ekki nægt til þess aö bliöka millistéttirnar, sem sjá þjóðfélagsstööu sinni ógnaö I þvi nýja Chile, sem All- ende vill skapa. Hærri stéttirnar eru nú loks aö ná sér eftir áfallið, þegar hinn marxiski forseti náöi kjöri, og hafa nú sameinazt milli- stéttunum til þess að verja þaö litla, sem eftir stendur. Santlagóbúar þyrptust út á götur borgarinnar I september til þess aö mótmæla vöruskorti og sihækkandi verölagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.