Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1973, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 3. marz 1973. KIRKJAN O O Vér eigum að lifa Krist - ekki að leika hann óÐixr — sagði Árelíus Níelsson í prédikun ó aðalfundi Biblíufélagsins Bibliudagurinn var á sunnu- daginn var, 2. sunnudag I 9 vikna föstu. Þá var safnaö fé til hins islenzka Bibliufélags viö messur I kirkjum landsins og þá var haldinn aöalfundur félagsins i safnaöarheimili Langholtskirkju aö iokinni guösþjónustu, þar sem sr. Arelius predikaöi út af oröum Páls I Kolossubréfinu: LATIÐ ORÐ KRISTS RIKULEGA BOA HJA YÐUR. Þaö var góö predikun, brennandi hvatning um aö tileinka sér hiö heilaga orö, varöveita þaö i hreinu hjarta og látiö þaö móta lif sitt og breytni, svo aö kærleikurinn fái aö rikja I samskiptum fólks og lifi þjóöar. „VÉR EIGUM AÐ LIFA KRIST, EKKI LEIKA HANN”. A fundinum flutti hr. biskupinn áhrifarlka hugvekju, og gaf siöan yfirlit um starf og markmiö félagsins, en það býr sig nú undir hið miklu átak og gefa alla Bibliuna út i endurskoöaðri þýðingu. Þegar hafa verið prentuð guöspjöll Lúkasar og Markúsar. Sem dæmi um stuðn- ing fólks við félagið má nefna, að gamall maður I litlu þorpi tók sig til fyrir jólin og safnaði með- limum I félagiö með góðum árangri. Það var atbeini við góöan málstað og sjálfur uppskar hann styrk og gleöi. Hinn ötuli og áhugasami starfs- maður Bibllufélagsins, Hermann Þorsteinsson, flutti yfirlit um hag þess, sem mjög hefur eflzt hin siðari ár. A s.l. ári námu tekjur þess tæplega 2.8 millj. kr., og tekjuafgangur varö rúmlega 1.5 millj. kr., sem er næstum þvi helm. meira en '71. Hrein eign er 12.338 millj. kr. og munar þar mest um tvöhúsi Revkjavlk, sem félaginu voru gefin. Þau eru met- in til brunabóta á 8.2 millj. kr. Arsskýrsla félagsins, sem frpmkvæmdastjórinn hefur jafnan búiö af mikilli smekkvisi, verður send félögum og velunnur- um. Hún sýnir, aö unnið er af fórn- fýsi og framsýni að málefnum Bibliufélagsins, og ætti að vera vekjandi áminning til þeirra prestakalla, sem þar hafa átt auða linu. Hér þurfa allir prestar og allir kirkjunnar menn að vera meö og leggjast á eitt til stuön- ings við HIÐ ÍSLENZKA BIBLIUFÉLAG, sem er starfs- tæki kirkjunnar við útbreiðslu Bibliunnar. A aöalfundinum veittu konur i Kvenfélagi Langholtssafnaðar fundargestum af mikilli rausn. Starfsmaður félagsins I Guð- brandsstofu I Hallgrimskirkju hefur veriö ráöinn sr. Magnús Guöjónsson fyrrum prestur á Eyrarbakka. I stjórn félagsins I staö ólafs sál. Erlingssonar var kosinn Einar Gíslason forstöðu- maður Filadelfiusafnaöarins I Reykjavik. Aðrir I stjórn, auk hr. biskupsins, sem er sjálfkjörinn, en þessir: ólafur ólafsson, sr. Óskar J. Þorláksson, sr. Jóhann Hannesson, sr. Jónas Gislason, Hermann Þorsteinsson, Astráöur Sigursteindórsson og Þorkell Sigurbjörnsson. Endurskoðendur voru kosnir sr. Magnús Guðmundsson frá Ólafsvik, i staö Þorv. Jóns sál. Júliussonar, og Sigurbergur Arnason. Sr. Óskar J. Þorláksson endaði fundinn með ritningaroröum og bæn. Frá setningu aðalfundar Bibllufélagsins, frá vinstri, Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félags- ins, herra Sigurbjörn Einarsson biskup og Astráður Sigursteindórsson skólastjóri, ritari hins fslenzka Bibilufélags. Helgistund ó S 1. haust var þess minnzt suður i Garði, að þar hafði starfað Barnaskóli i heila öld. Við það tækifæri flutti ólafur Sigurðsson skólanefndarformaður ræðu og sagði m.a.: Það var föst regla þau ár, sem ég var i skólanum, að byrja daginn með eins konar helgi- stund. Þá komu allir á sama tima i skólann, kl. 10 á morgn- ana þvi þá var skólatiminn stillt ur inn á það, að hægt væri að notast við dagsbirtuna sem allra mest, þvl þá voru ekki raf- ljósin til að lýsa upp skólastof- urnareins og nú er. Kl. 10 gengu allir nemendur inn I efri- deildarstofuna, og var þá sunginn sálmur, en skólastjórinn spilaði undir á orgelið. Siöan lét hann éinn af þeim, sem bezt voru læsir, lesa nokkur vers úr Nýja testamentinu, og nefndi nafn þess, sem lesa skyldi i það skiptið. Það voru alltaf nemend- ur úr efri deild, sem lásu, á eftir var svo sunginn sálmur. Slðan skólamorgni fóru neðri deildarnemendur yfir i sina stofu og kennslan hófst. Þetta voru mjög hátiölegar morgunstundir, sem nemendur eignuðust á þennan hátt, og höfðu áreiðanlega mjög góð áhrif á alla. Er mér þessi gamli siöur mjög minnisstæður. FRÆKORN Hvað mun það stoða? Jesús sagði: Vilji einhvern fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér. — Hver sem vill bjarga lifi sinu mun týna þvi, en hver sem týnir llfi sinu min vegna, mun finna þaö, þvi að hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni. Eöa hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sina? Fómfýsi 1 siðasta tölubl. Bjarma er sagt frá þvi, að á sl. ári hafi Kristni- boössambandinu borizt peninga- gjafir aö upphæð alls kr. 4.286.282.70. Guðfræðinemum fjölgar. Fleiri æskumenn i Svíþjóð vilja nú gerast prestar en áður, aö þvi er sagt er i Bjarma. Þetta kom fram á blaðamannafundi, er biskupar þar i landi héldu I vetur. Prestaskortur hefur verið mikill. Alls eru 467 prestsembætti laus til umsóknar. 1 guðfræðideild Háskóla tslands eru nú innritaöir 50 stúdentar og hefur þeim fjölgað verulega. A s.l. ári voru 7 kandidatar vigðir til prests hér á landi. Hvað viltu gjöra? Hvað viltu gjöra mæti mann meö þann rangfengna auð? Guðs kærleik frá þér kúgar hann kallast má sálin dauð. Hugsaðu mest um himnarann haltu þér fast við Guð. Þá strax ég hugboð þetta fann þverraði syndin snauð. 1 Sr. Jón pislárvottur. . ------- Nógu ríkur. Einar á Kollafjarðarnesi, faðir Asgeirs á Þingeyrum og Torfa á Kleifum var bæöi örlátur og stór- gjöfull. Kona hans var honum mjög samhent i þvi sem ööru. Þó fannst henni eitt sinn nóg um, hve gjöfull hann var, og sagði við hann: „Hvað ertu aö hugsa, Einar minn, að lána svona alltaf það, sem þú veizt, að þú munir aldreifá aftur”? Einar svaraði: Heldur þú, Þórdis min, að Drottinn sé ekki nógur rikur til aö borga fyrir fátæklingana”? Góðar viðtökur Sr. Haukur Agústsson vigðist til Hofs i Vopnafirði s.l. sumar. I viðtali viö Timann farast honum svo orð: „Hér er alveg sérlega mikið af ágætu fólki, og ég hefi mætt hér meiri hlýhug en ég heföi búizt við á flestum sviðum. Þegar á heildina er litið, finnst mér ég ekki hafa undan neinu að kvarta. Ég kann ágætlega við mig hér, enda er sveitin framúrskarandi fögur...Hof er áreiðanlega mikil kostajörð...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.