Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 1
VISIR 63. árg.-Þriöjudagur 12. júnl 1973. — 131. tbl. Völvan só vorkuldann fyrir — en spóir góðu sumri og hausti — Sjá baksíðufrétt^ Hver botnar í Bretum? „Þaö er von, aö brezkir þingmcnn og leiöarahöfund- ar frýi rikisstjórn sinni vits, er hún leggur svo feiknar- iega áherzlu á aö vernda þrönga sérhagsmuni (tog- araútgeröarinnar viö Humb- erfljót) um ákaflega skamman tima, aö hún tekur þá áhættu aö einangrast i At- lantshafsbandalaginu og á hafréttarráöstefnu Samein- uöu þjóöanna. Ennþá hefur ekki tekizt aö skýra fásinnu brezku stjórn- arinnar á viöhlitandi hátt. Ef til vill er hér aöeins um aö ræöa þekkt atriöi úr læknis- fræöinni, — eftirköst eftir slæman sjúkdóm, þ.e.a.s. sálræn eftirköst eftir lang- vinna heimsveldisstööu Bretiands. — JK” Sjá nánar i leiöaranum á bis. 6. Viðgerðin jafndýr og nýtt varðskip? Kostaöi viögeröin á Þór nærri sömu upphæö og bygg- ingarverö nýs varöskips? Þaö kenvur fram I grein Auö- uns Auöunssonar og einnig telur Auöunn, aö Gæzlan sýni ekki sama þolgæöi viö störfin á miöunum og I fyrra þorskaslríöi. Sjá bls. 15 Vilja líka sakaruppgjöf Fangar hafa efnt tii upp- þota i fangelsum Argentinu, eftir aö Victor Campora veitti á fjóröa hundraö póli- tiskum föngum sakarupp- gjöf, eftir aö hann kom tii embættis i mallok 3.300 fangar i fangelsinu I La Plata geröu þar uppreisn og tóku um 20 veröi gisla. Þeir krefjast þess aö fá Hka sakaruppgjöf. Sjá ls. 5 Miðborgirnar fara í eyði „jafnharöan sem stór- borgirnar þenjast út, leggj- ast miöborgirnar I eyöi,” segir bandariskur arkitekt og skipulagsfræöingur, sem er höfundur „miöbæjanna" svonefndu. Gruven arkitekt sakar skipulagsy f irvöld um aö hafa ekki fylgt eftir þeirri byitingu, sem hófst upp úr 1920 i skipulagi borga og borgarhluta. — Sjá bls. 6 Ætlar í mól vlð Nixon Lögfræöingur McCords, eins þeirra, sem staðnir voru aö innbrotinu I Watergate, segir, að skjólstæöingur hans ætli aö sækja Nixon aö lögum og krefja hann 1,5 milljón dollara skaöabóta. McCord heldur þvi fram, aö Nixon forseti hafi átt mik- inn þátt I innbrotinu I aöal- stöövar demókrataflokksins. Sjá bls. 5 da velheppnað þól Vor í - 09 Hvítasunnusamkoma hefur aldrei heppnazt eins vel, sögðu forráðamenn og lög- regla um útihátiðina í Þjórsárdal nú um helgina. En var samkoman þá óað- finnanleg? Vísismenn voru á staðnum, og þótt sam- koman væri ekki illa heppnuð, þá var hún ekki falleg. Auöséö var, að mjög margir komu á samkomuna með þaö hugarfar aö drekka sig sem fyllsta, og mjög mörgum tókst þaö. Lögreglan gætti þess aö hafa ekki of stranga ieit, heldur kom I veg fyrir aö ógeöslegur bragur kæmist á hátiöina. Mjög sóöalegt var um aö litast á mótssvæöinu. og virtist fólk ekki hafa minnstu áhyggjur hvaö þaö lét frá sér rusliö. óvenjumargar fjölskyldur voru á hátiöinni, þvi aö hingaö til hefur þaö ekki tiökazt, aö þær sæktu samkomur sem þessa. En mál manna var, aö þessi hátiö væri skref i jákvæöa átt, og öruggt var, aö enginn af forráöa- mönnunum þurfti aö skammast sin fyrir verkin, þvi aö þeir stóöu sig eins vel og kostur var. Sjá bls. 2og 3 Eyjabörn í góðu yfirlœti — fyrsti hópurinn kominn til Noregs Fyrsti hópurinn af börn- um frá Vestmannaeyjum fór í gær með Sólfaxa til Bodö í Noregi. Þessi mynd er tekin í nótt á heimili Jo- hansens hjónanna í Bertnes 10 km fyrir innan Bodö, en þar dveljast næstu vikurnar tvær ungar stúlkur frá Eyj- um. Það er auðséð, að það væsir ekki um þær. Ená myndinni eru f.v. Tor Johansen, Halla Svavars- dóttir, Liv Johansen og Fanney Þórhallsdóttir. Stal bankabók og eyddi 100 þús. kr. á þremur dögum Maöur stal bankabók siöastliö- inn föstudag, og var hann búinn aö eyöa næstum öllu fénu, þegar hann náöist á Akureyri seint á sunnudagskvöld. Maöurinn byrjaöi á þvi aö stela tiu þúsund krónum aöfaranótt föstudagsins, sennilega til aö æfa sig fyrir stærri verk. Siöan stal hann um daginn bankabók úr ibúö, en eigandinn var ekki heima, og varö ekki var við þjófn- aöinn fyrr en um kvöldið. Þjófurinn tók um eitt hundraö þúsund krónur út úr bókinni, og hóf siöan að eyöa fénu allt hvað af tók. Þar sem ekki er enn búið aö yfirheyra hann, er ekki vitað hvar eða hvenær hann eyddi fénu, en á laugardaginn hefur hann tekiö sér leigubil, og hélt sem leiö lá noröur til Akureyrar. Hann kom þangaö á laugardagskvöld, og dvaldist þar um nóttina. Morgun- inn eftir fór hann i ökuferö meö leigubilnum i Mývatnssveit, og dólaöi þar fram og aftur, og eyddi peningum sem mest hann mátti. Það var ekki fyrr en á sunnudags- kvöld sem hann kom aftur til Akureyrar, en þá handtók Akur- eyrarlögreglan hann. Vegna ófærðar varð hann að dveljast þar alveg þangaö til i morgun, en þá var loks flug til Reykjavikur, og kom hann hingaö 'suður um klukkan 10. Þegar hann var handtekinn átti hann aðeins nokkur þúsund krónur eftir. —ÓH FISCHER AÐ KOMA? Sjá baksíðufrétt ÓNIAR OG _ sj. „FRÚIN" b.ksiðu ORÐIN SAMHENT!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.