Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 9
Visir. Þriðjudagur 12. júni 1973. cTVIenningannál GO H H[B)S GARÐASTRÆTI 11 IQLILIIIKF S/M/ 200 80 OFAN UR SVEIT, UTAN FRÁ SJÓ bækur Bókaforlags Odds Björns- sonar, og með alveg óvenjulega skemmtilegum myndum eftir bróður höfundarins, Odd Björns- son. Skyldi Vigfús Björnsson hafa gengið á kúskinnsskóm þegar hann vár að alast upp? Varla: hann er fæddur árið 1927. Voru ekki allir komnir á gúmmiskó upp úr þvi? Hvað sem um það er þá gætu frásagnir hans i bókinni efnisins vegna mætavel verið sannar sögur að stofni til. Og það er vitaskuld réttlæting hinnar rikulegu fastheldni við sveitalifs- lýsingarnar, að þar sé til að dreifa efnivið lifs og reynslu sem höfundar þeirra þekki bezt til og sé nærtækast að láta uppi i skáld- skap, sjálfum þeim i fersku minni eigin bernskuára. En gamansamlegar frásagnir þessarar bókar af strákalifi i gamla daga, i sveitinni, eru óvenju vel stilaðar sögur i barna- bók, einkar læsilegar i látleysi sinu ef ekki beinlinis vegna þess. Hafi Gestur Hannson haldið áfram sem horfði i þessari bók ætti hann að vera orðinn æði góð- ur rithöfundur i sinum seinni sög- um. bóka séu kennarar að mennt og starfi. Af þeim ellefu bókum sem vikið hefur verið að i þessum greinum eru lika sex þeirra eftir kennara, og er þó enn ógetið okk- ar fremsta höíundar i þessari sagnagrein Stefáns Jónssonar. Skyldi þessi einhæfni vera að öllu leyti æskileg þó hún sé ósköp skiljanleg? 1 þessum töluðum orðum tek ég minnsta kosti eftir þvi að þær bækur i syrpunni sem bezt hafa fallið i minn smekk eru allar eftir fólk utan kennarastétt- ar, Ragnar Þorsteinsson, Gest Hannson, Magneu frá Kleifum. En engin þeirra verður heldur, vel að merkja, auðkennd sem iönáðarvara eins og ýmsar hinna og svo alltof margar barnabækur á markaði. 1 sögu Ragnars A. Þorsteins- sonar, Röskir strákar i stórræð- um er komið að ofur-kunnuglegri sögugerð. 1 slikum sögum er skóli og kennari jafnan i sjónarmiðju verksins, þeirrar heimsmyndar sem sagan dregur upp, þeim er jafnan einkar annt um iðni, sið- prýði, framfarir sögufólksins og þá væntanlega lesendanna lika, og einatt eru þær sagðar með ivið ibyggilegum, settlegum bókmáls- hætti þar sem skammt er i siða- predikun og jafnvel beinar umvandanir við heiðraðan les- ara. Þar fyrir þurfa þetta engan veginn að vera neitt slæmrar bækur, og svo er aldeilis ekki um bók Ragnars A. Þorsteinssonar þótt hún hafi öll þau auðkenni sem nú var lýst. Umgerð efnisins er tilkoma nýs kennara i þorpið þar sem hún gerist, skólastarf, félagslif og iþróttaiðkanir drengj- anna i sögunni undir forustu hans, og henni lýkur með þeim gleði- boðskap að kennarinn hyggist festa ráð sitt og staðfestast til frambúðar i þorpinu. Eh innan þessa ramma segir sagan mjög svo trúverðuglega frá lifi og leikj- um drengja i þorpi fyrir einhverj- um árum eða áratugum siðan — eins og fleiri barnasögur gerist þessi frekar utan við timann og heiminn en á neinum tilteknum stað eða stundu. Strákarnir i sög- unni eru ógn og skelfing góðir og vandaðir drengir, enda fer flest þeim vel úr hendi og vel fyrir öllu i sögunni. En eins og stundum áð- ur er torvelt að meta, að óreyndu, hversu sagan notast sinum tilætl- uðu lesendum sem skáldskapur, uppeldi — eða uppeldi til afnota skáldskapar. Hvað sem þvi liður er það áreiðanlega eitt gagn skáldskap- ar að hann opnar heim fyrir lesendum sinum, nýja heima, þennan heim... Bókmenntir barn- anna eiga og mega til að opna lesendum sjón út fyrir dyr og veggi skólastofunnar, sitt eigið þrönga umhverfi, upp eða niður, aftur eða fram, en út yfir sjálf sig. Það er ef til vill athugaverðara en neitt sem þær i raun og veru gera að mikill fjöldi barnabóka hreyfir ekki hönd eða fót til þessara verka. Iðni, siðprýði, framfarir Röskir strókar 1 stórrcedum Fróðlegt væri ef einhverntima væri hugað að stétt og stöðu is- lenzkra rithöfunda: velflestir þurfa þeir sem kunnugt er að framfleyta sér af öðrum störfum en ritverkum sinum. En eng- um mun þá á óvart koma að flest- ir höfundar barna- og unglinga- Sjósókn og syndafall Það er sama sagan: jafnan er skammt i seriusnið á barnabók- um. Það er að sjá að Gestur Hannson hafi haldið áfram að segja „strákasögur” i seinni bók- um sinum. Ragnar A. Þorsteins- son heldur i Röskir strákar i stór- ræðum áfram frásögn af sama strákahóp i sjávarþorpi og hann hefur áður samið um skáldsögu. Og fátt er liklegra en nafni hans, Ragnar Þorsteinsson hafi áður og eigi enn eftir að semja fleiri sögur um tviburana Silju og Sindra. En allt um það eiga þessar bækur all- ar sammerkt i þvi að þær stand- ast efnislega einar sér, þurfa ekki á stuðningi að halda af öðrum sögum til að efni þeirra komist til skila. Hitt er athugaverðara að hinn siðarnefndi Ragnar hefur fundið sig tilknúinn að auka i sögu sina, Upp á líf og dauða, samkvæmt markaðstizkunni, fáránlegum þætti um eitthvert eiturlyfja- drullubras i helli vestur á fjörð- um, útlenda bófa á hraðbát. En sagan er miklu betri en svo að hún þurfi á að halda, eða megi þá við,svona löguðum bellibrögðum. I þessari sögu er komið ofan úr sveit og niður til sjávarins, og sagan gengur út á sjósókn i stað landbúskapar. Bara það er bless- uð tilbreytni! Svo stranglega kyn- ferðisbundin sem hlutverkaskip- an jafnan er i barnasögum — sbr. Arna og Rúnu i Hraunkoti, önnu Heiðu og Indriða i fyrrgetnum sögum — er þó enn meiri upplyft- ing i þvi að i þessari sögu er það systirin Silja sem forustu hefur á hendi,hinn upplagði sjósóknari af þeim tviburunum. Sindri bróðir sem minna lætur yfir sér, hefur þar fyrir sina verðleika til brunns að bera, svo að ekki hallast á með þeim systkinum að sögulokum. En mest er um það vert að Ragnar Þorsteinsson sýnir sig i þessari bók burtséð frá syndafalli hans í reyfaragerð, leikinn og lipran rithöfund. Saga hans af sjávarháska, þrekraunum og giftusamlegri björgun Silju og Sindra er ljómandi vel skrifuð saga, spennandi atburðarás úr raunsæislegu efni gerð, með skýrum mannlýsingum, lifandi náttúru- og landsháttalýsingu. Þegar að þessum efnum kemur, sjónum og sjósókn, börnunum sjálfum, leysast markaðsformúl- ur barnabókanna brátt upp i vind og reyk. Sem betur fer. ÞÚ SPARAR RRfiRG HRÖRG ÞÚSUNR KRÚNUR Hátalara-box sem hægt er aö fullgera heima. í einum kassa færð þú hátalara og tóndeilir, teikningar og fullkomnar upplýsingar hvernig samsetning á að vera. Hægt er að smíða t. d.: 40-70 watta hátalara-box, 4-8 ohm, 28-35.000 HZ, 40 lítra, eða 50-70 watta hátalara-box, 8 ohm, 20-20.000 HZ, 80 lítra. Hringið eða skrifið og leitið nánari upplýsinga. Svo er verzlunin auðvitað opin og þar getur að líta meðal annars stereo-hljómtæki og útvörp. eftir Ólaf Jónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.