Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 12. júni 1973. visifism: Finnst yður hreinlæti i matvæla- meðferð ábótavant? Hildur Agústsdóttir, húsmóðir: Mér finnst þvi mjög ábótavant, t.d. hef ég slæma reynslu af brauði og sykri. Eitt sinn fann ég pöddu i sykri. Kólkið safnaðist saman við pallana kappklætt, til þess að hlusta á skemmtiatriðin. Eins og sjá má á myndinni, var barátta milli blla og manna um pláss. en á þjóðKátíð" SAMT TALIN FYRIRMYNDARSAMKOMA Blaðamaður Vísis segir frá Vori í dal Inga Jóna Sigurðardóttir, hús- móðiF: Frekar. Ég vildi, að það væru snyrtilegri umbúðir utan um matvæli og á þeim mætti geta um geymsluþolið. Ég á heima i Arbæjarhverfi og þar er hrein- lætisástand i búðum gott. Ég held að ástandið sé aðallega slæmt i gömlum verzlunum. Birna Björnsdóttir, húsmóðir: Hvað varðar verzlanir, sem eru með matvæli, þá hef ég yfir engu að kvarta, nema að mér finnst óviðkunnanlegt, að afgreiðslu- stúlkur hafi rúllur i hárinu við af- greiðslu. Sigrún Sighvatsdóttir, kennari: Almennt finnst mér það. Ég fann til dæmis eitt sinn alls konar að- skotahluti i súkkulaðistykki. Af öðrum mat hef ég ekki slæmo reynslu. Aftur á móti mætti af- greiðslufólk passa sig á að vera ; hreinum sloppum og með hreinar hendur og ekki með skitugan plástur á fingri, eins og ég sá ný- lega. Dagbjört Sigurðardóttir, hús- móðir: Já, frekar. Ég hef t.d. orðið vör við drasl i brauði. Svo finnst mér lika siæmt, þegar af- greiðslufólk káfar i matvælum, það ætti að nota áhöld meira en nú er. f fiskverzlunum hef ég ekki orðið vör við slæmt ástand. Jón D. Jónsson, málari: Ég hef nú ekki yfir neinu að kvarta hvað varðar starfsfólk viðmatvæli. En ég hef orðið fyrir þvi að finna að- skotahluti i brauði, og það oftar en einu sinni. samankomnir, þvi að allt svæðið var útatað i bréfarusli og flösk- um. Þar sem sagt hafði verið, að vinnuflokkar myndu hreinsa svæðið nokkrum sinnum á dag, bar blaðamaður það undir Haf- stein Þorvaldsson framkvæmda- stjóra hátiðarinnar, hvers vegna þeir flokkar sæjust ekki. „Ég skal viðurkenna það, að ástandið i þessum málum er kannski ekki eins og bezt verður á kosið, en þetta er lika einginlega eina strið- ið sem hefur farið úr skorðum. Annars finnst mér þetta nú ekkert óskaplegur sóða- skapur”, sagði Hafsteinn. Hann sagði ennfremur, að hann væri hörkuánægður með, hversu vel framkvæmd þessarar hátiðar hefði tekizt. Margir sem blaða- maður hitti á svæðinu kvörtuðu undan háu verði á öllu sem selt var þarna. Kvartanir vegna aðgangseyris Óánægðastir voru menn með aðgangseyrinn að svæðinu, en Tjaldað, hvar sem mönnum sýndist Talsvert virtist til samkomunn- ar vandað. Búið var að setja upp danspalla, salerni, búðir, bila- stæði, knattspyrnuvelli og margt fleira, og miðað við þann tima, sem mótstjórn hafði, en það voru rúmlega þrjár vikur, hafði ótrú- lega miklu verið komið i verk. Ekkert skipulag var á tjaldstæð- um, heldur tjaldaði hver, þar sem honum sýndist, og varð það þess valdandi, að mun meiri af trjá- gróðri skemmdist en nauðsyn virtist bera til. Menn virtust una sér bærilega þarna, enda var ýmislegt til skemmtunar, t.d. hestaleiga, sem margir notfærðu sér, sundlaugar- ferðir, músik úr hátölurum, og leiktækjum hafði verið komið fyrir i stóru tjaldi. Að visu voru leikrækin heldur fátækleg, nokk- ur borðtennisborð og tæki, sem maður gat búið til málverk i á einni minútu. Einnig voru margs- konar skemmtiatriði um miðjan daginn, svo sem söngur og spil, j júdósýning, hestakúnstir voru sýndar o.fl. Mikil umferð fólks var fram og til baka um svæðið, og stundum voru svo margir á ferðinni, að likt Þótt Vor i dal væri talin fyrirmyndarhátið, voru sumir, sem þurftu á dálitlum stuðningi að haida, þótt var og allir væru komnir út til að ekki væri nema til að þvælast ekki fyrir fótum hinna, sem voru i liku ástandi. Kalt var i veðri um Hvita- sunnuhelgina. Þó lögðu 5 þúsund manns það á sig að fara I Þjórsár- dal tii að dvelja þar yfir helgina, og margfalt fleiri óku um þjóð- vegina á Suðvesturlandi þessa þrjá daga. Af viðtölum við for- ráðamenn Vors i Ilal, lögreglu og fleiri, má ráða, að þeir séu hæst- ánægðir með, hversu vel skemmtunin hafi tekizt, miðað við skemmtanir fyrri ára. Strax á föstudagskvöld byrjaði fólk að hópast inn i Þjórsárdal, og þá um kvöldið komu hátt á annað þúsund manns. Meiri hluti þeirra, sem þangað komu, voru ungling- ar milli 14 og 20 ára aldurs og fólk aðeins eldra. Fjölskyldur voru i miklum minnihluta og voru frek- ar afsiðis á svæðinu. Lítið var um mjög unga krakka sem voru einir sins liðs. A föstudagskvöldið var þegar mikil ölvun, og gerðist hún aldrei meiri en þá. Auðséð var, að lögreglan gerði ekki stranga leit að vini, nema i stöku bil. Sama og ekkert var leitað hjá þeim, sem komu með rútum. Brennivins- skortur virtist ekki hrjá sam- komugesti alvarlega, a.m.k. ekki tvö fyrstu kvöldin. leita að einhverju. Menn gengu um að snikja sér brennivin eða mat, heilsa upp á kunningja eða bara virða fyrir sér hljóðfæri og syngja. Geysimikið var gert af þvi að spila á hljóðfæri og syngja, og virtist það vera eina virkilega tilraunin, sem samkomugestir gerðu til að skemmta sér sjálfir. Forráðamenn samkomunnar áttu varla orð til að lýsa ánægju sinni með hversu vel heppnuð þessi tilraun væri, og lögreglan á svæðinu tók undir það. Lögregl- an sagði, að samanborið við skemmtanir, sem hefðu verið haldnar hérna áður fyrr, væri þetta „hátið”. Blaðamaður hugs- aði með sér, að „ekki væru nú kröfurnar miklar”, þvi að af þvi sem séð varð, væri þetta engin „fyrirmyndarsamkoma”. Þótt engin stóróhöpp gerðust, var margt annað sem sameinaðist i að setja litt fýsilegan brag á samkomuna. Hin almenna drykkja og þau leiðindi og hávaði, sem henni fylgdu, var einungis bærilegt fyrir sæmilega hraust fólk. Einnig virtist svo sem þarna væru ákaflega margir „sóðar” hann var 750 krónur, og sögðu nokkrir unglingar, að það væri engin furða, þótt ungt fólk þyrfti á miklum peningum að halda, þeg- ar allt væri „plokkað svona af þeim”. Sigurður Geirdal, semvar i mótsstjórninni, sagði, að þetta væri nú kannski ekki undarlegt. En sannleikurinn væri sá, að sennilega gerði hátiðin ekki meira en að standa undir sér kostnaðarlega, þvi að margir og dýrir liðir hækkuðu kostnaðinn. Hann sagði, að sennilega væru skemmtikraftarnir dýrasti liður- inn, en samtals voru um 10 aðilar, sem sáu um dans og skemmtun. Einnig hefðu verið óhemju dýrir þungalfutningar uppeftir, en skúr ar, kamrar og timbur hefði þurft að flytja úr Reykjavik, svo og veghefil og jarðýtu. Allskonar annar flutningskostnaður kæmi þarna inni, svo og mannakaup, t.d. kaup trésmiða við að setja upp palla og kaupa nokkurra manna, sem unnu fyrir mótið. Starfslið mótsins var um 300 manns, og var meirihluti þeirra kauplaus, en það var fólk frá ung-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.