Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 21

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 21
Visir. Þriðjudagur 12. júni 1973. n □AG | D KVÖLD | □ □AG | Útvarpið í kvöld kl. 19,50: Hvað geríst í lesverí? i útvarpinu i kvöld mun Rann- veig Löve kennari iræða okkur á því, hvað gerist i lesveri. ,,Það er ekkert óeðlilegt, að litlu börnin eigi við oíurlitla örðugleika að etja i byrjun við að læra aö lesa, allt er svo nýtt og framandi fyrir þau, þegar þau eru að byrja I skóla og svo mörgu aö aölagast", sagði Rannveig okkur. Þaö er orðið mikið betra nú aö fylgjast með, hvernig gengur meö lesturinn, siöan 6 ára deildirnar byrjuðu i skólunum. Fylgzt er vel með á fyrsta mánuðinum i 7 ára bekk, hvernig lestrarkunnáttan hefur artað sig yfir sumariö, og þá sjá kennarar mjög fljótt, hvort þörf er fyrir sérstaka lestrar- kennslu. Þeir tina þá þau börn úr, sem illa gengur, og senda þau i lesverið, þar sem þau fá persónu- lega þjálfun i fámennum hópi barna. Þegar börnunum hefur verið hjálpað yfir örðugleikana, eru þau jafnóðum látin hætta i sér- kennslunni. Oft eru þetta við- kvæm börn og um aö gera að toga þau út úr skel sinni, og er betra að komast að þeim i fámennum hópi og i rólegheitum. Fá eru með raunverulega lestrarörðugleika, og sjaldnast stafar þetta af greindarskorti, en það kemur fyrir, aö börn þurfa aö vera árum saman i lesveri. Virö- ist orsökin aöallega vera einhvers konar skynjunarvilla, en ekki greindarleysi. Við fáum svo að vita i kvöld, hvað gerist i lesverinu hjá Rann- veigu. Hún hefur stundað sérnám i lestrarfræði i Noregi i eitt ár og kennir nú i lesveri, sem er sérstök stofa útbúin til þess eingöngu aö veita lestrarhjálp þeim börnum, sem þurfa á viðbótarkennslu eða endurþjálfun að halda fvrir ein- hverra hluta sakir. —EVI— Sjónvarpið í kvöld kl. 20,30: „Stjörnur í ónni" TEKST FROL AÐ FÁ EKKJU FJODORS TIL VIÐ SIG? 1 sjónvarpinu I kvöld sjáum viö 5. þátt af framhaldsmyndinni „Skuggarnir hverfa”. Ekkja Fjodors fær þær fréttir, að hann sé dáinn, hún vill ekki trúa þvi og biöur alltaf og vonar, að hann muni koma heim. Ustin kemur heim, enn með sin fölsku skilriki, og byrjar að taka þátt i daglegum störfum i þorp- inu, ekki veitir af, þar sem fáir karlmenn eru þar fyrir. Dóttir hans er nú orðin stór og falleg stúlka, en er ákaflega mikiö undir áhrifavaldi móður sinnar og hneigist til bibliutrúar eins og hún. Striðið er aö enda og allir i sjö- unda himni yfir þvi, en það eru samt alls konar erfiðleikar og skortur á ýmsum nauðsynjavör- um, svo sem fatnaði og mat. Frol kemur heim úr striðinu, og sambúöin við Stestjku gengur engu betur en áöur, og hann fer að lita Klavdiu, ekkju Fjodors, hýru auga og langar mikið að vera með henni. Zakhar, sem ekki komst i strið- ið vegna veikinda, hefur skotiö skjólshúsi yfir mikiö af flótta- börnum og tekur sérstöku ást- fóstri við einn af drengjunum, sem eru hjá honum, og verða þeir miklir vinir. Natalja biður eftir simvirkjan- um sinum og hefur eignazt dótt ur með honum, sem hann hefur aldrei séð. Og örlagaþræðirnir halda áfram að spinna sinn vef i kring- Þriðjudagur 12. júni 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Skuggarnir hverfa, Sov- ézk framhaldsmynd. 5. þáttur. Stjörnur i ánni,Þýð- andi Lena Bergmann. Efni 4. þáttar. Natalja, dóttir Filips, giftist útvarpsvirkja úr nálægu þorpi og flyzt þangaö, en þegar Þjóöverj- ar gera innrás i landið er hann kallaður i herinn, og hún kemur aftur heim. Allir vopnfærir karlar i þorpinu halda til vigstöðvanna, en konur þeirra sinna bústörf- um undir stjórn Zakhars og skjóta auk þess skjólshúsi yfir margt flóttafólk, mest börn. Fjodor, sonur Ustins og Serafinu, gengur að eiga æskuvinkonu sina, áöur en hann fær herkvaðninguna. Á vigstöðvunum hittir hann föður sinn, sem þar gengur undir fölsku nafni og hefur um fólkiö i þorpinu, en við fáum að sjá hvernig fer hjá þvi. Þýðandi Lena Bergmann. gengið i lið með Þjóðverj- um. Hann segir Fjodor upp alla sögu um uppruna þeirra Serafinu, en pilturinn er jafnákveðinn sem fyrr að berjast fyrir Sovétrikin og hefur i hótunum við föður sinn, sem reiöist og skýtur hann. Skömmu siðar dregur mjög úr sókn Þjóöverja. Þjóðhollir Sovétmenn fagna sigri, en Ostin og aðrir, sem hjálpað hafa innrásarliðinu, sjá loks að tafliö er tapað. 21.45 Tvö umræðuefni, Fyrst ræðir Eiður Guönason, fréttamaður við Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráöherra um siðustu tillögur Islendinga og Breta i land- helgismálinu, en að þvi búnu hefjast umræður um ullarframleiðslu og ullar- nýtingu. Umræöum stýrir dr. Stefán Aðalsteinsson bú- fjárfræðingur, en þátttak- endur auk hans, eru Hjörtur Þórarinsson bóndi, Ingi Tryggvason bóndi og Pétur Pétursson forstjóri. 22.25 íþróttir Dagskrárlok óákveöin —EVI— | SJÓWVARP • 21 «- x «• * «- x «- x «- «- «- ★ «- X «- X- «- X «- X «- X «- X «- X fl- X «■ X «- X «- X «- X «- X «- X «- X X «- X «- X «• X «• X «■ X «• X X «- X «- X «- X «- X «■ X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- X «- Spáin gildir fyrir miövikudaginn 13. júni. llrúturinn.21. marz—20. april. Það litur helzt út fyrir að þú sért ekki sem bezt undir það búinn einhverra hluta vegna, að takast á við verkefni dagsins, en það lagast. m Nautiö, 21. april—21. mai. Þú ert i dálitið tviræðri aðstöðu, af hverju sem það svo stafar. Reyndu að haga þvi svo, að þú fáir nokkurn tima til aö átta þig. Tviburarnir.22. mai—21. júni. Það bendir allt til þess, að þetta verði þér góður dagur, einkum þegar á liður. Einhver mun gerast til að leita ráða hjá þér. Krubbinii. 22. júni—23. júli. Þú færð sennilega óvænta aöstööu til að auka mjög tekjur þinar næstu vikurnar að minnsta kosti, eða lengur, og ættir að hagnýta þér það. Ljóniö, 24. júli—23. ágúst. Þú skalt ekki taka neinar mikilvægari ákvarðanir, fyrr en þú heíur kynnt þér viðkomandi hluti til hlitar og siðan hugsaö máliö. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það litur út íyrir að harðnað hafi á dalnum hjá þér yfir hátiðirnar að einhverju leyti, en vonandi verður þú ekki lengi að kippa þvi i lag. Vogin,24. sept.—23. okt. Þaö getur farið svo, að þú standir uppi hálfvegis ráöalaus, gagnvart einhverjum breytingum, eða þróun mála, sem þú ekki reiknaðir með. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Það bendir flesl til þess, aö dagurinn geti orðið þér góður, jafnvel að þú getir bætt mjög aöstöðu þina á vinnustað eða innan fjölskyldunnar. Kogmuöurinn,23. nóv,—21. des. Það bendir allt til þess, að þú verðir að halda vel á spöðunum sökum einhverra verkefna, sem þú gerðir naumast ráð fyrir að biðu þin. Kteingi'itin,22. des.—20. jan. Þaðgetur farið svo, að þú verðir að gera einhverja breytingu á áætlunum þinum vegna veikinda einhvers nákomins vinar eða ættingja. Vatnsberinn,21. jan.—19. febr. Þú ættir að fara þér hægt og rólega fyrst i stað, á meðan þú ert að átta þig á hlutunum og þeim breytingum, sem virðast skammt undan. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Óvænt ævintýri, sem þú áttir að visu frumkvæði aö er brátt á enda, en mun skilja eftir ljúfar minningar, sem endast mun lengur. ■k -► -K -ti -K * -K -S -K -K -tr -K -K -K -ít -K -» -K -vt -K <t -K ■tt -K -í! -K -h -K -ti -K -ti -K -ti -K -ti -K -tl -K -ti -K -ti -K -ti -K -tl -K -ti -K -tt -K -ti -K -ti -K -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K -tl -K -tt -K -tt- -K -tt -K -tt -K -ti -K -tt -K -tt -K -tt -K -Íí -K -ti -K -ti -K -tt -K -ti ^fréttimai' VÍSIR ÚTVARP • Þ RIÐJUDAGUR 12.júní 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00VÍÖ vinnuna: Tónleikar 14.30 Siödegissagan: ,,l trölla- hondum’’ eftir Björn Bjarman, Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Miödegistónleikar: Norsk tónlist.Kirsten Flag- stad syngur lög eftir Christian Sinding. Edwin McArthur leikur á pianó. Filharmóniusveitin I ósló leikur Concerto Grosso Nor- vegese op. 80 eftir Olav Kielland, höf. stj. Fil- harmóniusveitin i ósló leik- ur Sinfóniu nr. 2 eftir Bjarne Brustad; öivind Fjeldstad stj. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill- 19.35 Umhverfismál-Steindór Steindórsson fyrrv. skóla- meistari talar um lifssvæði, gildi þeirra og friðun. 19.50 Barniö og samfélagið. Rannveig Löve kennari flyt- ur erindi: Hvaö gerist i les- veri? (Aöur útv. 27/2 s.l.) 20.00 Lög unga fólksins Sigurður Garðarsson kynn- ir. 20.50 lþróttir Jón Asgeirs- son sér um þáttinn. 21.10 Kammertónlist.Mstislav Rostropovitsj og Benjamin Britten leika Fimm lög i þjóðlagastil eftir Schu- mann. 21.30 Thaiiand. Elin Pálma- dóttir flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir. Eyjapistill 22.30 Harmónikulög Marianne Probst og Andrew Walter leika. 22.50 A hljóöbergi.Or danska pokahorninu. — Dirch Pass- er, Kjeld Petersen, Jytte Abildström, Jesper Klein og fleiri danskir leikarar flytja söngva og gamanmál úr ýmsum áttum. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.