Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 15

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 15
Vlsir. Þriöjudagur 12. júni 1973. 15 Auðunn Auðunsson, skipstjóri 86611 VÍSIR Er Gæzlan ekki nógu þolgóð i aðgerðum slnum gegn landhelgisbrjótunum. Auðunn Auðunsson skipstjóri: Fóru þeir bónleiðir BJOÐUM YÐUR ALLT er gerir hár ydar ad höfudprýói. HÁRGREIOSLUSTOFA VESTURBÆJAR Grenimel 9. Simi 19218 ásamt fjölda annarra gerða. til búðar vorðskipsmenn, er þeir rœddu við Pétur og Ólof? Flotaárás Breta inn i ís- lenzka fiskveiðilandhelgi hefur að vonum vakið mikla reiði meðal almenn- ings á íslandi og jafnframt meðal vinveittra þjóða. Aðgerðir Landhelgisgæzl- unnar hafa að sumu leyti verið jákvæðar en að öðru ekki. Skothríð Ægis á brezka togarann Everton varð að hluta skopleg, mér finnst að skipstjórar Gæzl- unnarhafi gengið bónleiðir til búðar af fundi Péturs og ólafs í vor, úr því ekki var hægt að stoppa það skip og færa til hafnar. Hugsunarháttur gæzlumanna finnst mér undarlegur og það sem á skortir er úthaldið, þeir hefjast handa og gera mikinn usla stutt- an tima, en svo er farið inn á næsta fjörð eða höfn og slappað af. Það væri fróðlegt að fá upp- lýsingar um, hvort þetta eru fyrirmæli frá yfirmönnum Gæzl- unnar eða skipstjórunum. I þorskastriðinu i kringum 1960, var Eirikur Kristófersson alltaf að af mikilli elju og miklu meira en nú hefur verið gert. Skipa- kostur Gæzlunnar nú er litill og munar mestu um þá einkennilegu ákvörðun að skipta um vélar i Þór gamla og gera aðrar breytingar, sem hafa að sögn kostað hátt i smiðaverð nýs skips og er furðu- lega að staðið með 20 ára, úrelt skip. Við venjulegar aðstæður er okkur ofviða að halda úti meiru en 3 til 4 varðskipum vegna kostnaðar, en eins og málin standa i dag, þurfum vi 5-6 ný skip i gæzluna. Þessi skip eru til i eigu tslendinga. Það eru stóru togararnir. A þá á að setja byssur og láta þá sigla undir merkjum gæzlunnar þangað til deilan er unnin, og er þá átt við að engir svikasamningar verði gerðir. Nauðungarsamningarnir frá þvi 1961 er það, sem Bretar og Þjóð- verjar halda dauðahaldi i, viö skulum muna að sá samningur var gerður undir byssukjöftum og þvi nauðung viö vopnlausa smá- þjóð. En forsendur hans hrundu til grunna 1963 þegar Bretar tóku sér 12 milna landhelgi strax og nauðungarsamningurinn um undanþágurnar við tslendinga rann út. Skyldi sagan endurtaka sig nú, aö þeim takist aö knýja fram undanþágur og svikjast svo aftan að mönnum og færa út sjálf- ir? En eitt mega Bretar vita og það er, að hatursbál það, sem þeir hafa kveikt með aðgerðum sinum gegn Islendingum mun brenna á þeim sjálfum um mörg ókomin ár. Veggfóöur Fjölbreyttasta veggfóður sem völ er á. Vymura og Decorene n UTAVER .1 inn i' Utaver

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.