Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Þriöjudagur 12. júni 1973. VÍSIR tltgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhanriesson ,/ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 ifnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakiö. Blaöaprent hf. Hver botnar í Bretum? Tveir þingmenn brezka íhaldsflokksins hafa orðið nafnkunnir hér á landi fyrir afstöðu sina til landhelgismálsins. Annar er Patrick Wall, harð- snúinn andstæðingur okkar, svo sem komið hefur fram i sjónvarpsþáttum. Hinn er Laurence Reed, sem hefur oftar en einu sinni varað brezku stjórnina við afleiðingum gerða sinna. Þótt þessir tveir menn séu á öndverðum meiði i landhelgismálinu eiga þeir það sameiginlegt að vera skynsamir og framsýnir menn. Þeir sjá báðir, að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna mun færa íslendingum pálmann i hendurnar. Þeir draga aðeins misjafnar ályktan- ir af þeirri skoðun. Wall bendir á Islendinga og segir: Þið getið vel beðið með 50 milurnar og farið að lögum, unz hafréttarráðstefnan samþykkir slika landhelgi. Reed bendir hins vegar á Breta og segir: Hvað erum við að berjast vonlausri baráttu gegn land- helgi, sem áreiðanlega verður staðfest á haf- réttarráðstefnunni? Svipaðar skoðanir, andstæðar eða meðmæltar okkur, hafa komið fram i leiðurum margra brezkra blaða, þar á meðal flestra hinna virtustu. Grunntónn þeirra er, hve tilgangslitið þorska- striðið sé i ljósi væntanlegra ákvarðana haf- réttarráðstef nunnar. En hver skal þá vægja i hinu tilgangslitla þorskastriði? Við þvi er ekki unnt að gefa einfalt svar, annað en það, að samningar séu jafnan beztir. En nú hafa þeir atburðir gerzt á miðun- um, er við teljum svo svivirðilega, að við getum ekki lengur setzt að samningaborði, meðan brezk herskip sigla i 50 milna landhelginni. Við erum ekki einir um þessa skoðun. Hún hef- ur fengið hljómgrunn erlendis, einkum á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins. Fulltrúar Noregs og Danmerkur og embættismenn banda- lagsins hafa reynt að fá Breta til að kalla herskip sin út fyrir 50 milna landhelgina. Flest bendir til þess, að valdbeiting brezka flotans fari almennt i taugar ráðamanna Atlants hafsbandalagsins. Þeir átta sig ekki á, hvað kem- ur Bretum til að spilla einingu bandalagsins með þvi að haga sér svona gagnvart einni bandalags- þjóðinni. Brezka stjórnin er ekki að vernda brezka neyt- endur. Það er alkunnugt, að islenzkur sjávarút- vegur er rekinn á hagkvæmari hátt en sjávarút- vegur Bréta og sennilega allra annarra rikja heims. Við getum þvi boðið Bretum upp á betri og ódýrari fisk en þeir geta sjálfir. Brezka stjórnin er aðeins að verja þrönga sér- hagsmuni togaraútgerðarinnar við Humberfljót. Hún er ekki að verja þessa þröngu sérhagsmuni á varanlegan hátt. heldur aðeins fram á næstu haf- réttarráðstefnu, sem hefst væntanlega upp úr áramótunum. Það er von, að brezkir þingmenn og leiðara- höfundar frýi rikisstjórn sinni vits, er hún leggur svo feiknarlega áherzlu á að vernda þrönga sér- hagsmuni um ákaflega skamman tima, að hún tekur þá áhættu að einangrast i Atlantshafs- bandalaginu og á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ennþá hefur ekki tekizt að skýra fásinnu brezku stjórnarinnar á viðhlitandi hátt. Ef til vill er hér aðeins um að ræða þekkt atriði úr læknis- fræðinni, — eftirköst eftir slæman sjúkdóm, það er að segja sálræn eftirköst eftir langvinna heimsveldisstöðu Bretlands. -JK- Fara miðborgirnar í Eitt af frumstæöari þorpum Afrfkumanna, þar sem olnboga- rýmiö er rikulegt, en tæki of mikiö flatarmái fyrir borgarbúa. Alster-hverfiö í Hamborg, hugmynd Gruen: Sem mest olnbogarými á sem minnstum fleti. Gruen vill iáta loka gömium miö borgum og einstöku strætum fyrir biikkbeijuumferö og byggja yfir þær til þess aö skýla fótgangandi fyrir veörum. Borgirnar vaxa á meðan innborgirnar fara smám saman i eyði. Bandariski arki- tektinn Victor Gruen liggur borgaryfirvöldum og skipulagsaðilum á hálsi fyrir að hafa svik- izt um að halda á lofti byltingarfánanum, sem hófst á loft i byggingar- málum og arkitektúr á árunum 1920-30. Victor Gruen er gyðingaættar og flúði af þeim sökum Austurriki 1938. 69 ára gamall er hann núna yfirmaður stærstu stofnunar heims, sem vinnur að borgar- skipulagi. — Hann hefur hlotiö heimsfrægð sem höfundur „verzlunar miðbæja i úthverf- um”, en þær hafa rutt sér til rúms á vesturlöndum. í Bandarikjun- um er t.d. hlutdeild þeirra i smá- söluverzluninni talin nema 50%. Hann hefur unnið að skipulagi Hamborgar, Vinar, Parisar o.fl. „Það má finna Manhattan, hvert sem litiö er, enda hlaðast vandamál borgarlifsins upp. Ti- undi hver ibúi jarðar býr i mill- jónaborg, sem hver hefur sina miðborg, ef ekki tvær eða fleiri,” skrifar „Der Spiegel” nýlega i grein, sem fjallar um gagnrýni Victor Gruen á byggingarháttu nútlmans. „Miðborgirnar sitja uppi með úreltar byggingar, sem bera sig ekki fjárhagslega. Þær eru sóða- legar, niðurniddar og gróðrarstia afbrota,” segir New York Times, en blaðið spáir jafnframt: „Þeim er ekki viðbjargandi og munu enda deyja út eins og risaeðlur fornaldar.” Hjá „Der Spiegel” vaknar sú spurning, hvernig fólk komi til með að búa i framtiðinni. Hvort fólksfjölgunarsprengjan veröi til þess aö fólk búi eins og maurar i risaþúfum. Þaö er bent á, að i Wah-Fu- hverfinu i Hong Kong búi 5400 manns á hverjum hektara lands. Það gerir tvo fermetra lands fyrir hvern ibúa til allra athafna, starfs, heimilislifs o.s.frv. Victor Gruen arkitekt segir, að það eigi sér staö átök milli náttúr- legra lifshátta og svo tilbúinna gervilífshátta. Hann spáir þvi, að sigri hið siðarnefnda, muni maöurinn fara i hundana. — En hann segist þó greina von um, að sú kreppa, sem manneskjan á við að striða i umhverfismálum, kunni að verða yfirstigin. Gruen hefur skrifað bók um þessi mál, þar sem hann gagn- rýnir núverandi skipulag. Hann telur umhverfisvandann saman settan af tvennu aðallega: 1) Fólksfjölgun og flótta úr dreifbýlinu. Lifsþægindagræðgi og neyzlugræðgi, ásamt með út- þenslu á yfirbyggingunni (skrif- stofubákni hins opinbera), og um- ferðaröngþveitið. 2) Fjölgun i úthverfum samfara fækkun i miðborgum og Gruen bendir á, að árlega flytjist t.d. 50.000 manns úr miðborg Ham- borgar. Þessi heimsfrægi arkitekt mæl- ir með þvi, að iðjuverin verði fjarlægð úr ibúöarhverfunum, en hann vekur athygli á þvi, að þar sem slikt hafi verið stefnan, hafi alltof oft komið i staðinn það, sem hann nefnir „anti-borgir”. A hann þá við, að þar sé troðið stjórnar- byggingum, þar sem sé ekki ann- að mannlif að finna en að skrif- stofublók hitti skrifstofublók. Eöa fjármálastofnanir „þar sem fjar- ritinn spjalli við tölvuna”. Eða „gamalmennahæli og lista- stofnanir, sem enginn vill koma i, og svo kirkjur, sem séu alger eyðimörk, nema á sunnudögum”. „A hinn bóginn hittast ibúarnir i ibúðahverfunum og kynnast hverjir öörum, en það er þá mjög háð stéttarskiptingunni. Þeir hafa samneyti á Iþróttamótum, i kvikmyndahúsum, á knæpum og I kynsvallsveizlum eða við jaröar- farir,” skrifar Gruen. Hann segir, að af þessu leiði: 1) Þvi meira, sem hverfum er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.