Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Þri&judagur 12. júni 1973. 5 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Innbrotsmaðurinn œtlar að krefja Nixon bóta Watergatemálið til umrœðu í fulltrúadeildinni í dag Einn þeirra, sem staðnir voru að innbrot- inu i Watergatebygging- una — James McCord — hefur i hyggju að höfða mál á hendur Richard Nixon og krefjast 1,5 milljón dollara skaða- bóta, og heldur hann þvi fram, að Nixon hafi átt stóran hlut i innbrotinu. Það var réttargæzlumaður Mc- Cords, Henry Rothblatt, sem skýrði frá þvi i fréttaviðtali, og hann segir, að málshöfðunin muni einnig taka til Ehrlichmans, Haldemans og Deans, forsetaráð- gjafanna, sem komið hafa svo mikið við sögu Watergatemáls- ins. — Rothblatt sagði, að Nixon yrði stefnt sem óbrotnum borg- ara, þvi að forseti USA verður ekki sóttur að lögum á venjulegan hátt. Spiro Agnew varaforseti sagði i gær, að Watergate-yfir- heyrslurnar hefðu sett stjórn Nixons á sakborningsbekkinn og að þær spilltu möguleikum þess, að sannleikurinn og réttlætið mundu sigra i þessu máli. Agnew mælti þetta i ávarpi til þings saksóknara i Bandarikjun- um, og sagði hann að öll aug- lýsing rannsóknarinnar gæti leitt til þess að „sekir slyppu án refsingar og mannorð saklausra biði skaða af.” I dag liggur fyrir rannsóknar- nefnd öldungadeildarinnar að ákveða, hvort yfirheyrslurnar verði áfram fyrir opnum tjöld- um, vegna beiðni Archibald Cox, sækjanda málsins, sem óskaði þess, að þær yrðu fyrir luktum dyrum, þegar vænta mætti þess, að framburður vitnis væri sak- fellandi fyrir einhvern annan. Eitt aðalvitnið, sem leitt verður fram i dag, verður Maurice Stans, sem krafinn verður upp- lýsinga um, hvernig hluti af kosningafé Nixons var til kominn, og hvernig það var notað. Um leið hafa nokkrir þingmenn fulltrúardeildar þingsins fengið þvi til leiðar komið, að þrem klukkustundum af þingfundinum i dag verður varið til umræðu um, hvort kalla eigi Nixon fyrir rikis- dóm. Slikt kom upp i siðustu viku, en málið ónýttist þá vegna þess að of fáir sátu þingfundinn. „Fortíðin ekki máð út" sagði Brandt eftir heimsóknina til ísrael „Ferðmín til Israel hefur sýnt, að það verður ekki lit- ið af skuggum fortíðarinn- ar formálalaust," sagði Willy Brandt, kanslari, þegar hann kom til Bonn í gærkvöldi, að lokinni 5 daga opinberri heimsókn til ísrael. Brandt taldi, að Vestur-Þjóö- verjar kynnu að geta lagt eitt- hvað af mörkum til lausnar deil- unni milli Gyðinga og Araba. Hann sagði, að heimsókn hans væri liður i tilraun Þjóðverja til þess að öðlast frið með sjálfum sér. I þakkarskeyti til Goldu Meir sagði Brandt, aö gestrisni Isra- elsmanna hefði haft mikil áhrif á hann. Minnstu munaði þó, að sú gest- risni endaði á hörmulegan hátt, þegar þyrla hans hafði nær fokið fram af fjallsbrún við Dauðahaf- ið. „Smámunir,” sagði Brandt, en þrir diplómatar, sem voru i föruneyti hans i skoðunarferð i hið 2000 ára gamla fjallavigi, Maasada, meiddust þó þegar þetta skeði. Snarpur vindsveipur hrifsaði Sikorsky-þyrluna og þeytti henni i áttina að fjallsbrúninni, þar sem við tók 435 m þverhniptur hamar- inn. Oryggisverðir hrintu Brandt út úr þyrlunni, svo að hann færi ekki með henni fram af. En siðan stöðvaðist þyrlan á blábrúninni. Brandt stóð upp, dustaði af föt- unum rykið, og varði næsta hálf- tima til þess að skoða virkisrúst- irnar, eins og ekkert hefði i skor- Lífvörður í Lögreglan i New York handtók i gær leyniþjónustumann, sem sagður er gæta Caroline og John Kennedy, jr. — þegar hann er þá ekki að hræða leigubilstjóra með skammbyssu. Lifvörðurinn var á leið i rikis- bifreið um Manhattan, þegar leigubill, sem var að taka far- þega, hindraði hann i aö komast r leiðar sinnar. Stökk maðurinn út úr bilnum og fór að segja leigubil- stjóranum til syndanna, en sá svaraði fullum hálsi. Jókst þetta orð af orði, þar sem lifvörðurinn veifaði skirteini sinu, krafði hinn um ökuskirteinið og dró hann að bifreið sinni. t rysk- ingunum féll skammbyssa úr belti lifvarðarins og i götuna, en hann dró þá fram aðra byssu. — Óvart hljóp svo úr henni skot út i loftið, og það heyrði lögreglumað- ur á næsta horni. Kom hann og handtók byssumanninn. Willy Brandt kanslari lauk i gær 5 daga opinberri heimsókn i ísrael, þar sem þessi mynd var tekin af honum og Goldu Meir á Lod-flugvelii. izt. — Flugmennirnir i þyrlunni gáfu honum eftir á silfurvængi, til minningar um atvikið. byssuleik Leyniþjónustan viðurkenndi, að maður þessi starfaði á hennar vegum, og skýrslur sýna, að hann er meðal þeirra, sem gæta Kennedybarnanna. — Caroline, 15 ára, og John jr. 13 ára, hafa slika gæzlumenn þar til þau hafa náð 16 ára aldri. Sinatra hcfur ekkert komið fram opinberlega siðustu tvö árin — ut- an cina kvöldstund i Hvita húsinu fyrir forsetahjónin. SINATRA BYRJAR Á NÝ Hinn vinsæli dægurlaga- söngvari, Frank Sinatra, hefur lýst því yfir, að hann ætli að snúa sér aftur að skemmtiiðnaðinum eftir tveggja ára hlé, sem hann hafði tekið sér frá sviðinu. Þessi 57 ára gamli kvikmynda- leikari segist þó ekki ætla að koma fram, þar sem áhorfenda- skari geti komizt i seilingarfjan lægt við hann. Segist hann hafa fengið næga reynslu af sliku. Sinatra ætlar i staðinn að ein- beita sér að þvi að svngia inn á hljómplötur, en hann segir, að ekkertlát hafi orðið á bréfaskrift- um fólks, sem skoraði á hann að hefja sönginn aftur. Allir, vinir, ættingjar og samverkamenn, hefðu lagzt á eitt við aö hvefja hann til að byrja aftur. Torre morði jafnteflið Bent Larsen varö aö láta sér nægja jafntefli i biðskák á móti Filippseyingnum, Torre, þar sem Larsen, með hvitt, var þó kominn með hrók og tvö peð á móti hróknum einum hjá svörtum i endataflinu. Tókst Torre að hremma annað peðið, þegar það átti aðeins eftir einn reit ófarinn til að verða að drottningu, og i 94. leik lék Larsen ónákvæmt, svo að Torre gat skipt upp á hrókunum i öruggri jafnteflis- stöðu. Larsen er engu að siöur langefstur eftir 6 umferðir með 5 1/2 vinning. Byrne (USA) var þá næstur með 5 vinninga, Karpov (USSR) með 4 1/2 vinning, Korchnoi (USSR) með 4 vinninga (og óteflda bið-skák), Kuzmin með 4 vinninga, Gligoric meö 3 vinn., Raduov með 3 vinn., Torre með 3 vinn., Uhlmann með 2 1/2 vinn. og Taimanov með 2,5 vinn. í kvonbœnum Avery Brundage (85 ára) fyrrum forseti alþjóðlegu ólympiunefndarinnar, kunn- gerði i gær, að hann ætlaöi að kvænast þýzkri prinsessu, Marian Iteuss að nafni, sem er 37 ára að aldri. „Hann sagði, aö þau ættu margt sameiginlegt. Hún er afbragðs skiðamanneskja, og ég hef unnið að iþróttamálum mest alla ævi mina,” sagði Brundage, sem um 20 ára skeið (’52-’72) var formaður ólympiunefndarinnar. — Prinsessan talar ein sex tungumál. Brundage sagði, að aldurs- munurinn væri ekki eins mikill og tölurnar gæfu til kynna. „Hann væri unglegur og vel á sig kominn, en hún þroskuð eftir aldri, og þvi væri munurinn ekki eins og hjá 85og37ára,heldureins og hjá 55 og 46 ára,” sagði hann. — Fyrri kona hans andaðist fyrir tveim árum. Ekki hefur verið ákveöið, hvenær hjónavigsla milljóna- mæringsins (Brundage er eigandi hótelkeðju) og prin- sessunnar mun fara fram. Fangauppreisn Mörg þúsund fangar gerðu uppreisn i fangelsi i La Plata i Argentinu i gær, og kröfðust þeir sakaruppgjafar, eins og fjölda pólitiskra fanga hefur verið veitt i Argentinu i mai. 3.300 fangar náöu 5 hæðum fangelsisins á sitt vald, en það er 55 km frá Buenos Aires. Tóku þeir 20 verði sem gisla, en slepptu þeim öllum siðar, nema 3sem haldið var eftir. — Eftir að Campora leysti úr fangelsi nokkur hundruð fanga, hefur verið ólga i fangelsunum. Alltaf ófrísk Kona ein frá Sardiniu, sem á yfir höfði sér afplánun 2ja mánaöa refsivist i fangelsi, hefur fengið afplánuninni frestað enn einu sinni — eins og hún hefur gert undanfarin ár. Ástæðan er sú, að hún er þunguð (af tiunda barni sinu). Samkvæfnt itölskum lögum þá má ekki hneppa i fangelsi fyrir minniháttar brot konur, sem eru barnshafandi, né heldur næstu sex mánuðina eftir að þær hafa orðið léttari. Kona þessi hefur siöustu þrjú árin farið að ráði annarrarfrá Napóli sem slapp við fangelsi i niu ár, með þvi að gæta þess að vera orðin barnshafandi i tæka tið. Um þá konu var gerð á sinum tima kvikmynd, þar sem Sophia Loren fór með aðalhlutverkið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.