Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriðjudagur 12. júni 1973. 7 eyði? Victor Gruen arkitekt — höfundur miðbæjarskipulagsins svonefnda. skipt niður eftir greinum (verzlunarhverfi, iðnaðarhverfi, verksmiðjuhverfi, ibúðarhverfi o.s.frv.), þvi meiri flutninga þarf á milli hverfanna. Það krefst þá fleiri gatna, og hið blóðuga strið, sem manneskjan háir við hinn vélknúna vinnuþræl sinn, kemst i algleyming. 2) Og um leið og athafnir mannsins eru takmarkaðar við ákveðið hverfi, drepur það niður hið persónulega handbragð og innileg kynni. Þá er ekkert til, sem heitir „Verzlun Halla Þórar- ins”, eða ,,að skreppa og vita, hvort hann Steingrimur i Fisk- höllinni eigi nýja ýsu.” Allt hverf- ur i nafnlaust númerakerfi. 3) Þjónustan verður þeim mun dýrari hjá hinu opinbera, eftir þvi sem úthverfin teygjast og fletjast lengra og lengra út. Allur flutningurinn krefst sins. Aður en Gruen snýr sér að þvi að gera tillögur til að ráða fram úr þessum vandamálum, gagn- rýnir hann blinda trú á tölum. Hann er litt hrifinn af ýmsum hugmyndum yngri arkitekta um, hvernig borgir muni lita út „árið 2000”, og kallar þær „skamm- sýna draumóra”. Gruen leggur til, að stefnt verði að þvi að tengja saman viðfangs- efni borgaranna innan hverfisins, sem gæti þannig stefnt gegn klofningi borgarinnar i sérhæfða borgarhluta. — Hann leggur til, að ekki verði nema 200 til 300 manns á hverjum hektara, en að samt verði henni ætlað olnboga- rými á sem minnstu flatarmáli, þannig að byggt verði meira á hæðina. Lætur hann sér detta i hug, að vinnustaðir, ibúðir og skemmtistaðir verði hlaðnir upp, hver ofan á annan. Þessi hugmynd hefur þegar verið reynd i Perlach, útborg Miinchen, og i NV-útborg Frank- furts. 1 Alsterhverfinu i Hamborg hefur verið byggt hverfi fyrir 20.000 manns i allt að 60 hæða há- um keilum, en þó stöðvuðu yfir- völd þar framkvæmdir i bili, þvi þeim þótti hugmyndin of byltingarkennd. Likan af borgarhluta í anda þeirrar byltingarstefnu, sem entist arkitektunum i tvo áratugi, en siðan... Sigurðardóttir Umsjón: Þórunn Borgarskipulag framliðarinnar: „Börn veröa að fá að leika sér — svo viðlcyfum þcim að vera I kyndiklcfanum.” Við Reykvikingar höium Svona lita leiksvæði barnanna oft út I stórborgum. Stórhættuleg og algcrlega ófullnægjandi leiksvæði óendanlega moguleika á að fyrir börn ofan I umfcrð og bilaryki. BÖRN í BORG Þessar myndir hafa allar samheitið börn i borg. Tvær myndanna Dýrasvæöi í stórborgum eru paradis fyrir börn. Þar sem fæstar stórborgir hafa skapað aöstöðu fyrir heimilisdýr ættu slikir garðar að geta oröið fræðandi og skemmtandi umhverfi fyrir unga sem gamla. Rándýr Tivoli og dýragarðar, sem eru miöuö við það að ná sem mestu fé út úr gestum, ættu aö verða ieyst af hólmi af dýrasvæðum, þar sem börnin fá I raun og veru að vera með og umgangast hættulaus dýr. að sjá.Við getum nefnt óteljandi dæmi um það, að billinn er látinn stjórna skipulaginu. Réttur hins fótgangandi er nánast enginn á móti bileigandanum. Breiðholtið er talandi dæmi um vanhugsað skipulag, a.m.k. sum eldri hverfin þar. Umhverfið er mjög kalt og ðmanneskjulegt, einmitt þegar fólkið hefur kannski þörf fyrir hlýlegt umhverfi. Fólk, sem er að koma yfir sig þaki, þarf yfirleitt að vinna mikið, er oftast með ungbörn, og einmitt þess vegna er nauðsynlegt að umhverfi þess sé jákvætt, snyrtilegtog manneskjulegt. Oll þau félagslegu vandamál, sem óhjákvæmilega spretta upp i þessum steinhverfum eiga að meira eða minna leyti rætur að rekja til umhverfisins. Fólkið er mjög einangraö i ibúðum sin- um, og úti við er enginn sama- staður fyrir fólkið i hverfinu. Barnaleikvellir sitja á hakanum fyrir bilastæðum, og enginn fjölskyldugarður eða eiginlegur útivistarstaður fyrirfinnst, sem gæti rofiðeinangrunina. Gróður finnst varla i umhverfinu, né heldur hjólreiðagötur eða gang- brautir. Vissulega á þetta ekki við öll ný hverfi borgarinnar og alls ekki öll hverfi Breiðholtsins. Nýjustu hverfin þar virðast ætla að verða mun blandaðri, þ.e. fjölbýlishús, einbýlishús og raðhús i sömu hverfunum, og einnig .betur skipulögð með tilliti til barna, og vonandi verður hægt að ganga frá sameiginlegum úti- vistarsvæðum, leikvöllum og sliku jafnóðum og hverfin eru byggð. Fjölskyldusvæði þurfa nauð- synlega að risa i þessum stóru ibúðahverfum en við sjáum einmitt hér á einni myndanna slikt svæöi sem vel væri hægt að koma upp hér. Svæðið mætti nýta bæði vetur og sumar, sem skauta og sleðasvæði yfir vet- urinn, bað og leikjasvæöi yfir sumarið. 'þs sýna jákvæðar lausnir á þvi vandamáli, sem þegar er risið vegna þess að yfirleitt er ekki gert ráð fyrir börnum i nútima borgarskipu- lagi. Hinar tvær sýna neikvæðar myndir, önnur af ástandinu eins og það er, hin eins og það virðist ætla að verða, a.m.k. ef ekkert verður að gert. Það er ekki nóg með að börn- um sé mikil hætta búin i borgarskipulaginu, þau fá litla sem enga útrás fyrir sköpunar- gleði sina. Borgin er fyrst og fremst hag- kvæm, en hún er oftast ómanneskjuleg og köld. Fjölskyldusvæði ættu að geta sameinað þarfir yngri sem eldri og hjálpað fólki til þess aö kynnast og fjölskyldum til þess að vera saman I rúmgóðu og ánægjulegu umhverfi. Væri ekki tilvaliö að koma upp sliku svæði hér með volgu vatni I álum, bátum og brúm, gróðri, leiktækjum, kaffisölu, sundlaug, dýra- garði, iþróttasvæði o. fl.? Hvert hverfi ætti að hafa slikt svæöi, sem yfir veturinn væri tilvalið skiöa- sleða- og skautasvæði. forðast þau vandamál, sem oft- ast koma upp i stórborgum. Viö höfum nær ótakmarkað land- rými við höfum hreint og gott loft, og þjóðfélag okkar er fá- mennt og stéttaskipting mun minni en viðast hvar i Vestur-Evrópu. Við ættum þvi að hafa alla möguleika á að geta byggt upp manneskjulega borg, þar sem tekið er tillit til þarfa manneskjunnar sjálfrar, hvort sem hún er ung eða gömul, heil- brigð eða ekki. Við ættum að hafa möguleika á að forðast „skipt” hverfi, þar sem fólki er skipt niður eftir efnahag og stétt, eins og algengt er er- lendis, en flestir fordæma. En höfum við forðazt þessi vanda- mál og höfum við lært af öörum þjóðum? Þvi miður er ekki svo

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.