Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Þriöjudagur 12. júni 1973. DU AL STENZT KRÖFUR YÐAR, Ekki aðeins ó tónsviðinu, heldur einnig í útliti cTVlenningarmál Börn í bókum 4: SÓLFAXI Saga: Ármann Kr. Einarsson Myndir: Einar Hákonarson Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Gestur Hannson: STRAKUR A KÚSKINNSSKÓM Bókaforlag Odds Björnssonar, 115 bls. Jenna og Hreiðar Stefánsson: SUMAR t SVEIT Bókaforlag Odds Björnssonar, 112 bls. Óskar Aöalsteinn: ENNÞA GERAST ÆVINTÝR Barnablaðiö Æskan, 91 bls. Ilagnar Þorsteinsson: UPP A LtF OG DAUÐA Barnablaöiö Æskan, 76 bls. Ragnar A. Þorsteinsson: RÖSKIR STRAKAR t STÓR- RÆÐUM Setberg, 171 bls. Sólfaxi er ævintýri um börn og dýr og vináttu þeirra og um hrikalega náttúru landsins, til- brigði um ýmis efni klassiskrar islenzkrar dýrasögu, væntanlega ætluð litlum börnum. En án Stjörnu Þorgils gjall- anda hefði Sólfaxi áreiðanlega ekki komið til. Sólfaxi hrekst að heiman úr sveitinni sinni, lendir bæði i sjávarháska, eldgosi og vetrar- langri útlegð uppi á fjöllum, kynnist i kaupstaðnum iskyggi- legum lifsháttum og vondum krökkum. En allt fer þetta vel: hann kemst heim aftur til vina sinna i „blómabæ” sem söknuðu hans svo sárt. Og þar er allt svo gott! Eins og barn Sagan er einföld að efni til en sögð með mikilli tilfinningasemi, nokkurri viðleitni til skáldleg- leika i máli og lýsingum sem þyk- ir vist hvort tveggja tilheyrilegt i þessari sagnagrein. Efnislega hlitir myndskreyting Einars Hákonarsonar forsjá sögunnar, en er reyndar frumlegra verk, stórt i stil og litskrúðugt. Mynd- anna vegna og prentverksins á bókinni er Sólfaxi anzi hreint ásjáleg og eiguleg bók: tilraun af hálfu forlags og prentsmiðju til að gefa út islenzka barnabók sem standist samanburð við erlenda vöru á markaði. Það verður ekki annað sagt en þetta hafi allvel tekizt. Ennþá gerast ævintýr eftir Óskar Aðalstein, endurútgáfa sögu sem fyrst kom úr 1957, er einnig saga handa litlum börnum. En hún sýnist að stofni til ættuð úr bió, t.a.m. teiknimyndum Walt Disneys', þótt svo sé látið heita að hún gerist i islenzku sjávarþorpi. Ef Sólfaxi er kominn út af Stjörnu þá er Gulli gris i þessari sögu niðji Gusa grisakóngs: báðar sög- urnar byggjast á þvi sigilda sögubragði að lýsa mannlegu tilfinningalifi, börnum sjálfum eða þvi sem höfundar þeirra ætla að sé barnslegar tilfinningar og hugarheimur, i gervi dýra i sög- unni. Þá er áreiðanlega mikils vert að geta sjálfur gert sig eins og barn, ekki bara i framan held- ur lika innst inni, forðast það að væma efnið eða gera það til á annan hátt og þar með öll hátiða- höld i máli, stil og siðaskoðun, en kunna að segja sögu sem er mikilsverð vegna efnisatriða sinna og gerist öll i þeim. Þetta er nú ekki svo að skilja að saga Óskars Aðalsteins sé nein eftirstæling hinna vinsælu teikni- mynda i fyrri kynslóð barna eða annarra þvilikra efna. Gulli gris, sem ekki bara talar mannamáli heldur hefur að minnsta kosti mannsvit lika, er anzi viðkunnan- leg og vel gerð söguhetja þótt hann sé dálitið ókunnuglegur i umhverfi sinu i sögunni. Og þótt sagan af honum sé kannski iviö lopalöng og hátiðleg meö köflum er hún þar fy rir læsileg skáldsaga handa litlum börnum. Um firringu og flótta Það er einkennilegt, enda oft haft orð á þvi, hversu fastheldnir islenzkir skáldsöguhöfundar eru viö hefðbundið sögusvið sveitar- innar i gamla daga, fyrir tækni- byltingu, framfarir og velferð. Þetta er ef til vill enn gleggra i sögum handa börnum og ungling- um en fullorönum lesendum: af þeim bókum sem hér hefur borið á góma held ég að engin þeirra gerist i raun og veru á samtima sinum. Þótt svo eigi að heita aö einhverjar þeirra eigi sér stað nú á dögum er það ekki nema að nafninu til: þar er aldrei til að dreifa efnivið raunsæislegrar samtimalýsingar, viðfangsefn- um, vandamálum úr daglegu lifi og umhverfi lesendanna. Þetta eiga barnasögurnar mikils til sammerkt með þeirri sagnagrein sem þær eru náskyldastar, alþýð- legum innlendum afþreyingar- sögum, kerlingabókunum sem svo eru oft nefndar. Lifsflótti þeirra er eitt helzta auðkenni unglingareyfara og seriugagna handa börnum Þetta er reyndar lögmæt aðferð reyfar- ans — að veita lesandanum stundarhlé frá hinum leiða hvers- dagsleika, hvild og afþreyingu i heimi spennu og ævintýra. Lifs- firring sveitalifssagnanna er miklu varhugaverðara auðkenni á alvarlega stiluðum skáldskap: flótti á vit stólfærðrar óskmynd- ar af fortiðinni. En bókmenntir sem vitandi vits og i stórum stil firrast þátttöku i lifi sinnar eigin samtiðar eru þar með að firra sig eigin vaxtarmagni, kveikju end- urnýjunar og nýsköpunar. Og gagnið sem þær gera lesendum slnum verður að þvi skapi takmarkað. Gúmmiskór og kú- skinnsskór Þessi lestur er nú ekki ætlaður sem neinn áfellisdómur um bæk- ur Jennu og Hreiðars Stefánsson- ar eða Gests Hannsonar þótt þær verði hér fyrir sem dæmi þessara viðhorfa og aðferða i skáldskap. Sumar i sveit er lika skáldsaga handa litlum börnum: segir frá tiu ára dreng úr kaupstað sem vistaður er sumarlangt i sveit- inni, sagan kom fyrst út árið 1948, en er nú birt i annarri útgáfu, aukin og endurbætt. Sögusniðin á þessari frásögn eru fjarskalega einföld og hún losnar öll i saum- unum þegar á hana liður: erindi höfundanna er áreiðanlega ekki slðuraðkoma á framfæri fróðleik og fræðslu um lifshætti i sveitinni en segja sögu, sjálfrar hennar vegna. Efni og atburðarás sög- unnar er lika trúverðugt að þvi skapi og hún er vel og geðfelld- lega stiluð við hæfi Sinna ungu lesenda. En anzi er margt orðið fornlegt i efni sögunnar. t sveitinni er að visu flutt úr torfbænum I myndar- legt steinhús með rauðu þaki, og þar er komin bæði sláttuvél og rakstrarvél. En þar tiðkast ennþá búmannsklukka, gamli matmáls- timinn og flest vinnubrögð með fyrri tiðar brag. Hvað sem verið hefur árið 1948 er sveitalifslýsing hennar áreiðanlega að flestu leyti úrelt i dag. Hvað verður þá um fróðleikinn? Hitt er torveldara að meta hvort hin einfalda frásögn er þess megnug að orka svo á lesendur sem skáldskapur, að áhugi vakni á efninu að öðru leyti. Gestur Hannson er dulnefni rithöfundar á Akureyri, Vigfúsar Björnssonar. Strákur á kúskinns- skóm er fyrsta bók hans, kom út 1958, en siðan hefur Gestur Hann- son gefið út fleiri bækur sem af nöfnum þeirra að dæma eru þess- legar að þær fjalli um svipuð eða sömu söguefni og sögufólk. Þessi nýja útgáfa er myndarlega gerð bók eins og raunar aðrar barna-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.