Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 12.06.1973, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriöjudagur 12. júni 1973. 3 mennasamböndum þeim sem stóöu að mótinu. 18 kamrar á 5 þús. manns Blaöamaður spuröi Sigurð, hvaöan mótsstjórnin heföi þá tölu, að 18 kamra þyrfti fyrir 5 þúsund manns. Sigurður sagði, að varla væri þarna um að ræða neinn staðal, en hann hefði ekki orðið var við, að ástandið væri slæmt á kömrunum, a.m.k. hefði ekki myndazt örtröð við þá, þótt aðsókn hefði verið jöfn og þétt. Á laugardagskvöldið var dans- að á tveimur stöðum, og þrátt fyrir kuldann virtust menn skemmta sér hið bezta. Drykkju- skapur var áberandi, en lítið var um slagsmál eða önnur leiðindi. Lögreglan gekk um og tók flöskur af þeim, sem veifuðu þeim opinberlega og hellti niður á staðnum. Jón Guðmundsson yfir- lögregluþjónn á Selfossi sagði, að I heildina hefðu 150 flöskur verið teknar af mönnum, og mörgum hellt niður. 30 menn voru teknir úr umferð fyrir ölvun eða hnupl úr tjöldum, og voru nokkrir þeirra sendir til Reykjavikur, aðallega þeir, sem voru grunaðir um þjófnað. Jón sagði, að nokkuð hefði verið um kvartanir vegna hvarfs á útilegubúnaði. 8 bilstjór- ar voru teknir fyrir ölvun við akstur á svæðinu. Vaktaskipti hjá fylliröft- um og hinum Jón sagði, að sér hefði fundizt þessi samkoma ósköp skikkanleg I alla staði og þótt hér væri fjöld- inn allur af fólki ölvaður, þá væru sennilega færri staddir á svæðinu ölvaðir, heldur en fjöldi ölvaðra á venjulegu laugardagskvöldi i Reykjavik. Um klukkan átta á morgnana urðu nokkurskonar vaktaskipti hjá samkomugestum. Þá héldu fylliraftarnir til svefns, en um svipað leyti fór venjulegt fólk á fætur. Um hádegisbilið fór svo að bera á þeim, sem höfðu verið hvað galsafengnastir kvöldið áð- ur. Voru flestallir grúttimbraðir og illa til reika. Þegar leið á daginn fóru menn að jafna sig, og var þá tekið til við að blanda á ný. Eins og áður sagði var frekar kalt í veðri á mótinu, og kom meira að segja snjómugga á sunnudagskvöld. „Jákvætt viðhorf hjá yfirvöldum” Strax á sunnudagsmorgun fór fólk að tygja sig heim á leið, og gekk á þvi allan þann dag og i gær, en þá lauk mótinu. Hjálparsveitir skáta sáu um sjúkragæzlu á mótssvæðinu og þegar blaðamaður talaði við þá á sunnudag höfðu rúmlega 300 til- felli verið skráð, en meirihlutinn af þvi voru smáskrámur og verkjapillur. Tveir læknar voru þarna til að meðhöndla stærri áverka, þeir Þorsteinn Gislason og Karl Haraldsson. Þeir sögðu að þeir heföu átt frekar náðuga daga, og ekkert alvarlegt hefði komið fyrir. Aðeins einn var fluttur i bæ- inn til meðhöndlunar, en hann rotaðist. Annað sem kom fyrir var, að fólk var að skera sig eða meiðast á annan hátt. Hjálparsveitir skáta voru með um 50 manns á sinum vegum, og sögðu þeir, að þeir ættu frekar náðuga daga. Þeim sem blaðamaður hitti á mótinu lfkaði ágætlega að vera þar en höfðu yfir ýmsum smá- Ilvar sem litið var mátti sjá rusl og aftur rusl, og var þaft scrstaklega áberandi seinasta daginn. atriðum að kvarta eins og von var. Fannst mörgum sem of mik- iö skipulagsleysi væri á svæðinu, og margir höfðu enga hugmynd um, hvenær skemmtidagskráin átti að fara fram. Þá fannst mörgum kamrarnir vera hin mestu „skitapleis”, eins og einn orðaði það, og fóru menn ekki þangað nema i „ýtrustu” neyð. Að öðru leyti voru menn ánægð- ir, og fannst það vera jákvætt við- horf hjá viðeigandi yfirvöldum að reyna að gera eitthvað fyrir fólkið um þessa helgi. Þegar fólk fór að tinast i bæinn ofan úr Þjórsárdal, hitti blaða- maður nokkra mótsgesti á Um- ferðarm istöðinni og spurði, hvernig þeim hefði likað dvölin. Fjórar ungmeyjar urðu fyrst fyr- ir svörum. Þær sögðu, að þær hefðu skemmt sér virkilega vel og það sem hefði nú aftallega haldið uppi skemmtuninni hefði verið að syngja og spila fyrir sjálfan sig. Einnig sögðu þær, að ekki hefði spillt fyrir, að Bakkus var ekki með i ferð hjá þeim. Tveir Vestmannaeyingar sátu og hvildu lúin bein. „Fylliriið þarna uppfrá var nú eiginlega verra en gerðist á þjóð- hátiðum hjá okkur”, sagði annar þeirra. Hann sagði, aö drykkju- skapur hefði verið mun meira áberandi en hann hefði kynnzt fyrr á útiskemmtunum. „Og sóðaskapurinn var alveg óstjórn- legur”, sagði hinn. Hann sagði, að drasliö hefði aukizt jafnt og þétt allan timann, og þegar þeir fóru, var það oröið dreift um allt svæð- 't> . —ÓH Sá gamli reið þá ungu af sér Kommafélagið er kennt við kommu, ekki "komma Vafalaust hefur 1500 m hlaup stökkhesta verift mest spennandi á kappreiftum Fáks á annan I hvitasunnu. Gráni, eigandi Gisli Þorsteinsson, knapi: Guftmundur Pétursson, tók strax forystuna, en hljóp út undan sér á miöri leift að hestaréttinni og átti knapinn i erfiðleikum vift aö koma honum inn I hlaupið aftur. Þaö tókst, en þó var hann orðinn einum 20-30 m á eftir hinum, þó tókst honum mjög fljótlega aft ná hinum hest- unum og varö aftur langfyrstur. Þegar hestarnir nálguöust markift fór Lýsingur, eigandi Baldur Oddson, knapi: Oddur Oddson, aft draga á hann og ekki óliklegt, ef hann heffti byrjaft fyrr á endasprettinum, aft hann heföi unniö. Timi Grána var 2.17.3 sek., en Lýsingur hljóp á 2.17,5 sek. Þetta er erfitt hlaup og sýndi Gráni þarna mjög mikift þrek. Skeiðið var einnig mjög spennandi, þar vildu hestarnir mikið hlaupa upp og erfitt var að halda þeim i skeiðinu. Sigurveg- ari þar var Óðinn og hann sat elzti knapinn i mótinu, hátt á áttræðis- aldri og mjög vel þekktur hesta- maður, Þorgeir Jónsson, Gufu- nesi, og er hann jafnframt eig- andi hestsins. Timinn var 25.4 sek. og aðeins sjónarmunur var á næsta hesti, Randver, eigandi Jónina Hliðar, knapi: Sigurfinnur Þorsteinsson. Kerruaksturinn var ekki nógu spennandi, hestarnir ekki nóg æfðir og hlupu upp. Sigurvegari með yfirburðum var Kommi, eigandi Kommafélagið. Knapi: Einar Karelsson á 3.16,0 sek. og nr. 2 varð Sleipnir. Eigandi Aðal- steinn Aðalsteinsson, knapi: eigandi. Við spjölluðum við Einar og spurðum hvers vegna félagið, sem ætti hestinn héti Komma- félagið. „Ja, það er nú bara af þvi að hesturinn hefur kommu á enninu, og félagið, það er nú bara við þrir, sem eigum hestinn.” Annars er hesturinn úr Húnavatnssýslu og keypti fyrri eigandi hans hann undan hnifn- um,semfolald i Borgarnesi, litill hestur, en knár. Þorgeir Jónsson, Gufunesi aö vinna skeiftift á óftni. Þeir eru ákveftnir i aft vinna Kommi og Einar Karelson og gerftu þaft lika. önnur úrslit voru þau að i góð- hestakeppninni var i A-flokki nr. 1. Eyrar-Rauður, eigandi Halldór Eiriksson, knapi Aðalsteinn Aðal- steinsson, i B-flokki Sómi, eigandi Þórdis Jónsdóttir, knapi Halldór Sigurðsson. 1 unghrossahlaupi 250 m , nr. 1, Óðinn, eigandi: Hörður G. Albertsson, knapi: Sigurbjörn Bárðarsson á 20,0 sek. Stökkhestar 350 m, nr. 1, Hrimnir, eigandi Matthildur Harðardóttir, knapi Sigurbjörn Bárðarson. Stökkhestar 800 m , nr. 1 Stormur, eigandi Oddur Oddson, knapi, eigandi. Annars var mesta furða hve margir voruá kappreiðunum, þvi noröan garri var og margir orðnir rauðnefjaðir af kulda. Dregið hefur veriö i happ- drættinu. Vinningar komu á nr. 844 — gæðingur, og nr. 3164, Mallorkaferö. -EVI Ny pils, nýjor síðbuxur, nýjar peysur og nýjar blússur verzlun ungu nnar Kirkjuhvoli i H114NL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.