Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 4
Austurrísk-ungverska keisaradæmið komið nærri lokapunkti. Málverkið eftir Franz von Matsch sýnir Franz Jósef Austurríkiskeisara taka á móti þýzkum furstum 1908, en þá hafði Franz Jósef verið við völd í 60 ár. VÍNARBORG KRAUMAR AF LÍFIOG SÖGU EFTIR HALLDÓR CARLSSON Menn sjá fyrir sér glæstar hallir og Beethoven, en líka Haider og þjóðernisöfgar. ÍVín nútímans eru „allra þjóða kvikindi77 því Austurríkismenn hafa tekið við miklum fjölda innflytjenda sem eiga erfitt með að a6- lagast lífinu í borg tónlistarinnar. Jafnvel Manuela Wiesler finnur fyrir „feigðarandanum". EGAR Vínarborg er nefnd, flýgur hugur manna á vit valsa, keisara- dæmis og Habsborgara og menn sjá fyrir sér hestakerrur, hallir og Beethoven. Sjaldnar er sagt frá Vín nú- tímans. í Ijósi óvæntrar stjómarþátt- töku áður lítt áberandi flokks af landsbyggðinni sem fékk þriðjung atkvæða í skoðanakönnun fyrir stuttu, og er komin í rQdsstjóm - er tíma- bært að fara nokkrum orðum um menningu og pólitískan bakgrann Vínar og austurrísku þjóð- arinnar. í viðtali við Steinunni Sigurðardóttur rithöf- und kallaði Manuela Wiesler flautuleikari Vín „morbid“; hún íyndi fyrir feigðarandanum. Manuela hefur búið í Vín, og kannski er hún að vísa í þær hörmungar sem borgarbúar hafa þol- að - kannski bara hrafnagerið sem sveimar yfir Schönbrann - kastala Franz Jósefs keisara og gerir umhvefið drungalegt í rökkri. Yfirbragð Vínar er eldra en í flestum öðram borgum Vest- ur-Evrópu vegna þess að þar gilda ákveðnar reglur um viðhald á uppranalegu útliti borgar- innar. Þessum reglum er fylgt út í æsar. Þrátt fyrir gífurlegt sprengjuregn seinna stríðsins sér þess hvergi merid. í stað þess að reisa gler - og stálhallir hefur borgin því næstum full- komlega varðveitt upphaflegt útlit sitt. í kjölfar arkitekta gamla tímans eins og Er- lachs (sem teiknaði m. a. Schönbrunn-höllina) mótaði Otto Wagner útlit Vínar 20. aldarinnar. Sporvagnastöðin við Karlstorgið er eins og ein- kennismerki fyrir borgina og Wagner hafði áhrif á útlit heilu gatnanna, t.a.m. við Nasch- markaðinn, sem er sneisafullur af litlum skúr- um ávaxta - og grænmetissala frá öllum heims- homum. Byggingar Wagners era stórar og íburðarmiklar með alls kyns útflúri og gjaman undir áhrifum hins svokallaða ,jugendstíls“ eða art nouveau; stílsins sem Gustav Klimt og bróð- ir hans Emst eru þekktir fyrir. Klimt er ímynd Vínar í augum margra ferða- manna. Rétt fyrir aldamótin olli hann úlfaþyt með myndum sínum, var ýmist skammaður fyr- ir „óræða list“ eða ósiðlega nekt. Landi hans, Egon Schiele, gekk svo langt með anatómísk- um teikningum sínum að honum var hent í fangelsi fyrir að teikna nakin börn. Hann teikn- aði í framhaldi seríu sjálfsmynda eins og til að lýsa þjáningum sínum. Schiele slapp frá bar- dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar með því að hann hafði stílíska rithönd og gat teiknað af- bragðsvel. Hann var samt heppinn: Honum vora fengin léttari störf en að skríða i skotgröf- unum. Æpandi, persónulegur tónn mynda hans er heillandi, jafnvel í ljótleika brúnu litanna. Myndasería Gerhart Frankl úr hildarleik seinna stríðsins hefur og undarleg áhríf á mann, þar sem hún hangir í Belvedere-höllinni; „In Memoriam" er vitnisburður um það sem Frankl, sem var sonur gyðings, og flúði frá Vín 1938, vissi af en varð aldrei vitni að. Ég tók eftir því þegar ég kom fyrst til Vínar fyrir sextán árum hversu margar gamlar ein- stæðar konur röltu um hvarvetna í 22 hverfum borgarinnar. Eiginmennimir höfðu jú horfíð í gin heimsstyijaldarinnar síðari. Þegar ég heimsótti Vín aftur nú fyrir skömmu, fann ég að þótt byggingamar væru enn jafn yfirþyrmandi - og glæsilegar - hafði andlit borgarinnar breyst. Það er ferskara og yfirbragðið alþjóð- legra. Eins og innfæddur kunningi minn orðaði það: Vín er núna fyrst að endurheimta sitt forn- fræga alþjóðlega andrúmsloft. Gömlu konunum hefur líka fækkað til muna. Á öllum kaffihúsum borgarinnar voru innfæddir uppteknir af frammistöðu skíðamanna í landsbraninu og æptu og kölluðu þegar Andi Wildhölzl kom í mark í braninu. Vín, gamla höfuðborg Habsborgaraveldisins, er á þessarri öld mótuð af nálægð austurhluta Evrópu og jámtjaldinu, störfum alþjóðlegra nefnda og ráða en ekki síst af tveimur styrjöld- um sem fluttu með sér þvílíkar hörmungar yfir borgarbúa að styrjaldarárin hér á landi verða eins og hátíðahöld í samanburði. Þegar menn býsnast yfir því að Austurríkis- menn hafi ekki veitt Adolf Hitler og Þriðja rík- inu mótstöðu á sínum tíma, gleyma þeir for- sögunni. Eftir heimsstyrjöldina var lítið eftir af veldi Austurríkis-Ungverjalands, sjálfs keis- aradæmisins. Austurríki var orðip smáþjóð og mikilvæg forðabúr landsmanna voru nú horfin. Lifibrauðið varð mun minna og gífurleg hung- ursneyð fylgdi í kjölfar stríðsins, svo mikil að senda varð þúsundir barna til annarra landa. Flest vora börnin send til Hollands og Norður- landanna og staðanöfn í Vín á borð við Schweden-platz (Svíatorg) og Dánenbracke (Danabrú) era til minningar um bjargvættina. Ósk meirihluta landsmanna var þá þegar að verða hluti Þýskalands, því menn gátu ekki séð fyrir sér að landið stæði undir sér sjálfstætt. Friðarsamningamir sem gerðir vora eftir stríðið komu hins vegar í veg fyrir samruna ríkjanna. Blátt bann var jafnvel lagt við þvi að 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR1. APRÍL 2000 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.