Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 6
AUSTAN UM HEIÐI Ljósmynd/Halldór Cadsson Hinn frægi Ólympíudansleikur var haldinn í Vínarborg 2. marz sl. Af því tilefni mættu 13 þúsund manns til að mótmæla aðild Haiders að ríkisstjórninni og tókust á við óeirðalögreglu. og gaf mér vottorð um ríkis- borgararétt, og einhvers staðar á ég enn frímerki írá litla lýðveld- inu hans. Kúlan er listilega hönn- uð, bergmálið í miðjunni útreikn- að, ekki ósvipað og þegar staðið er á tilteknum punkti í Asmundar- safninu við Sigtún. Hinn dæmigerði Austurríkis- maður nútímans er á báðum átt- um þegar hinar skjótfengnu vin- sældir Frelsisflokksins („Die Freiheitliche Partei") ber á góma. Margir eru fullvissir um að flestar yfirlýsingar flokksins, og sérstak- lega leiðtoga hans, Jörg Haider, séu til þess eins gerðar að ná at- hygli. I huga margra er flokkur sem rekur áróður útlendingahat- urs með slagorðum á borð við „of- ríki útlendinganna" („Úberfremd- ung“), tímaskekkja; vofa úr hinum sjúka hugarheimi Hitlers, og á ekki heima í Austurríki nútímans sem stefnir hraðbyri inn í samein- aða Evrópu. Margir eru sérlega viðkvæmir fyrir merkj- um um andstöðu gegn útlendingum, vegna for- tíðar þjóðarinnar og þátttöku í helför nasist- anna, og þó hafa fáar þjóðir í Evrópu hafi tekið að sér jafn marga flóttamenn og Asturríkis- menn. Frá lokum seinna stríðsins hefur þessi þjóð átta milljón íbúa tekið á móti tveimur mil- ljónum flóttamanna víðs vegar að. Þar skiptir lega landsins hvað mestu máli; Það er e.k. brú frá austri til vesturs. A.m.k. fjórðungur þessara flóttamanna búa eru sestir að, auk þess fjölda sem kemur inn í landið gegnum „grænu grensumar“; þ.e. er smyglað ólöglega. Margir eru frá héruðum fyrrverandi Júgó- slavíu. Raunar er það kaldhæðnislegt að margir þeir sem eru á móti frekari innflutningi á út- lendingum eru sjálfír böm eða bamaböm ung- verskra og tékkneskra innflytjenda. Þessi kraumandi pottur stjómmála sem end- aði með stjómarþátttöku „Die Freiheitlichen" á sér hliðstæðu við það sem gerðist fyrir yfir- töku nasista í seinna stríði - þama hafa tveir flokkar nánast verið einráðir og skipt milh sín öllum embættum - jafnt eða ójafnt eftir at- kvæðafjölda. Ýmislegt er þó ansi ónákvæmt í meðfómm ís- lenskra blaðamanna -væntanlega þýtt eftir misviturlegum fréttaskeytum erlendis frá. Frelsisflokkurinn hefur aldrei verið hægri öfgaflokkur - hæsta lagi e.k. miðjuflokkur með mest fylgi á landsbyggðinni. Það fylgi hefur reyndar aldrei verið svo nokkru nemi fyrr en með tilkomu rauparans og lýðskmmarans á skíðunum, sem kann einfaldlega þá list að vekja á sér athygli á svipaðan hát og Zírínovskí í Rússlandi. Flokkurinn hefur boðið konum peninga til að geta verið heima með bömum sínum, en það er þó engin launung á því að þær yfirlýsingar sem mörgum þykja hættulegastar em svipaðar og Le Pen hefur boðað í Frakklandi - rekum út- lendingana heim. Haider spyr hvers vegna kínverskir matsölu- staðir fá hærri styrki en staðir reknir af inn- lendum borgumm. „Hvers vegna fá erlend böm ókeypis kort í líkamsrækt, en innlend böm ekki?“ spyr hann. Frelsisflokkurinn legg- ur áherslu á vemdun þýskrar tungu, vill skera niður styrki til listamanna og taka atvinnuleys- isbætur af þeim sem ekki þiggja þá vinnu sem í boði er. Það em þó ekki þessi markmið sem þykja al- varleg í málflutningi Frelsisflokksins. Það sem hrellir marga em yfirlýsingar um hina skynsamlegu atvinnustefnu Þriðja ríkisins, og ekki síður þegar hann heldur því fram að aust- urrískir hermenn hafi í besta falli verið fórnar- lömb hildarleiksins, en ekki þátttakendur. Ég spjallaði við Clemenz Jabloner, sem fer fyrir félagi sagnfræðinga í Vín, á ferð minni þangað um jólaleytið. Hann heldur því fram að þama sé komin ein meginástæða hinnar „nas- ísku“ ímyndar Austurríkis hjá öðmm þjóðum; Afneitun þeirra sjálfra á þátttökunni í Stór- Þýskalandi nasismans, og að þessi yfirlýsing Haiders sé ekki einkaviðhorf Haiders. í haust sem leið var 70 þúsund manna úti- fundur haldinn á Schwedenplatz í Vín til að mótmæla áróðri Haid- ers og flokks hans, og eftir að „Die Freiheitlichen" fengu inni í stjóminni var annar fundur hald- inn, á Heldenplatz - Hetjutorg- inu, þar sem áætlað var að hefðu verið um 250 þúsund manna. Þeir sem styðja flokkinn ein- blína á fjölda útlendinga, og sér í lagi þann hóp sem á erfitt með að aðlagast lífinu í Vín. Þar býr t.d. fjöldi Tyrkja, og einhvem veginn virðist þeim, rétt eins og og íbúum frá Mið-Austurlöndum, erfiðara að aðlagast samfélaginu en flótta- mönnum frá fyrrum Júgóslavíu, Tékkum eða Ungverjum. Þýska tungan er þeim vissulega meira framandi en öðrum og nálægari þjóðarbrotum, en í yfirlýsingum Haiders gleymist það gjaman að flestir komu þessir útlendingar í upphafi gagngert til að vinna þá vinnu sem innfæddir vilja ekki sjá. Tyrkir stunda t.d. blaðasölu á götuhornum Vínar og meirihluti ruslakarla og götusópara er erlendur. Það gleymist líka gjarnan, m.a. hjá Mogens Glistrap í Danmörku, sem rekur sams konar áróður, að Tyrkjum er gert mun erfiðara fyrir að aðlaga sig en nálægari þjóðum - alveg frá því þeir stíga fæti yfir landamærin, og þeir em t.d. sett- ir í sérstaka rannsókn á landamærunum. Nú nýverið var frumsýnd í Vín mynd eftir tyrkneskan kvikmyndagerðarmann og sál- fræðing, Houchang Allahyari. Myndin heitir „Fæddur í Absúrdistan" og lýsir samskiptum tyrkneskra innflytjenda og innfæddra íbúa með nokkuð kaldhæðnum húmor, en þar segir frá austurrískum hjónum sem verða fyrir því að taka nýfætt tyrkneskt bam í misgripum heim með sér af sjúkrahúsinu í stað eigin bams. Stuttu síðar er tyrknesku foreldmm bamsins vísað úr landi og austurrísku hjónin hefja leit í smáþorpum Tyrklands að baminu sínu. Þannig neyðast þau til að endurmeta viðhorf sín gagn- vart innflytjendum. En útlendingavandamál em ekki það eina sem einkennir Vín. Fyrir utan meistarana, Beethoven, Strauss-feðgana og Mozart, hefur komið þaðan tónlist sem heimurinn hefur tekið eftir. Sumir muna eftir hljómsveitinni Opus og laginu „Life is Live“ sem Serbamir í Laibach tóku upp á sína arma svo eftirminnilega. Og hver man ekki eftir laginu um Amadeus með Falco? Þegar Falco, eða Johann Hölzl eins og hann hét réttu nafni, söng „Kommissarinn" á Vínar-mállýskunni snemma á níunda áratugn- um, varð hann á svipstundu ein skærasta popp- stjama þar í landi, en hafði þá þegar reyndar aflað sér fjöla aðdáenda með hljómsveit sinni, „The Hallucination Company“. Þegar „Der Kommisar" var svo gefið út á ensku varð hann heimsfrægur. Falco hélt gríðarlegum vinsæld- um þar í landi - var e.k. þjóðhetja og samein- ingartákn - allt þar til hann lést í bílslysi í fyrra. Falco er grafinn í Zentralfriedhof skammt frá gröf sjálfs Ludwigs van Beethovens. A skemmtistöðum eins og Flex og Meierei kraumar tónlist dagsins í dag og listamenn eins og Sofa Surfers, Peter Kruder og Richard Dorfmeister em talsvert þekktir, jafnvel utan heimalands síns. Kruder og Dorfmeister buðu árið 2000 velkomið með magnaðri sýningu ljósa og tóna í WUK-félagsmiðstöðinni í 18. hverfí Vínar. Þar vora þeir ásamt hópi listamanna á borð við „Demon Flowers“ (Wemer Geier) og á miðnætti mátti heyra hina mögnuðu rafrænu útgáfu Geiers af „Dónárvalsinum" - nokkuð sem alltaf snertir streng í brjósti Vínarbúans, hversu gamall sem hann er. Vín kraumar í dag af lífi. Það má vera að borgin hafi misst það forystuhlutverk hámenn- ingarinnar sem hún hafði á tímum þýsk-róm- verska keisaradæmisins og Habsborgaranna. Það má líka vera að þjóðernishyggjan elti ímynd Austurríkis um ókomin ár, sér í lagi þeg- ar öfgasinnaðir rauparar sópa að sér fylgi. Það er þó ekki allt sem sýnist og fáar borgir í Evrópu jafn alþjóðlegar og Vínarborg. Höfundurinn vinnur við f jölmiðlun og hefur búiS í Vínarborg um tveggja óra skeiS. Jörg Haider lyftir bjór- glasi og er glaðbeittur eftir ræðu. Hann er væg- ast sagt umdeildur og m.a. hefur franski for- sætisráðherrann kallað hann „Vasa-Napoleon 21. aldarinnar". HUGARHEIMUR KRISTNI- TÖKUALDAR EFTIR HEIMI STEINSSON Hér er um að ræða lið- l( 3ga hálft ár þúsund og þar af leiðandi enga dægurflugu eða skyndi- ástand, heldur meira en fjórðung þess tíma, sem liðinn er frá fæðingu frelsarans til vorra d aga. KRISTNITÖKUÁR er gengið í garð. Vér munum senn þyrpast saman á Þingvöllum og eiga þar tveggja daga hátíð í tíu alda minningu kristnitökunn- ar. Á þeim tímamótum er ómaksins vert að hyggja að þvi, hvaða hugmyndir réðu ríkjum innan kirkjunnar á Vesturlöndum fyrir þúsund áram, hver hún var sú kirkjukenning, sem ís- lendingar smám saman veittu viðtöku á elleftu öld. Hveiju trúðu kristnir menn á því skeiði Evrópusögunnar, sem hér um ræðir? Hvert var helzta atferli þeirra? Arfleifð kirkjufeðranna Kirkjufeður fomkirkjunnar höfðu að miklu leyti mótað kenningu hinnar almennu kirkju á fimmtu öld. Þeirra síðastur fór heilagur Ág- ústínus. Á aldabilinu frá 500 til 1100 vora kenn- ingar þessara manna upp til hópa mestu ráð- andi um lífsviðhorf kristinna Évrópumanna. Hinar stóru guðfræðisviptingar hámiðalda og siðbótarinnar vora ekki fram komnar. Ágú- stínus var meðal annars undir áhrifum frá nýplatónismanum,- og lærisveinar hans, er eft- ir rannu. Þessa gætir mjög þennan tíma allan. Hellensk áhrif vora Ijóslifandi. Grandvallarafstaða kristinnar hugsunar til veraldlegrar speki var mjög jákvæð. Hugsun og trú vora samverkamenn, en ekki andstæð- ingar, eins og stundum hefur orðið í kristnisög- unni, bæði fyrr og síðar. Menn gátu „hugsað sig til“ Guðs, af því að ígrandun manna beind- ist að „frummyndunum", en þær áttu að sínu leyti heimkynni í hugskoti Drottins. Þannig bjuggu Guð og menn að sameiginlegum hug- myndum, og íhugun manns leiddi til samfélags við Guð, - eins og hún raunar gjörir enn þann dag í dag. Trúarjátningar kristinna manna Umræddar frammyndir kirkjulegrar trúar birtast meðal annars í Postullegu trúarjátning- unni. Kjarni hennar er frá fyrstu og annarri öld. Nú á dögum er játningin flutt nærfellt í hverri messu íslenzku þjóðkirkjunnar. Fornkirkjulegu játningamar era fleiri. Þær vora forðum nefndar „symból“, en það merkir „tákn“ enn þann dag í dag. Táknið vísar til yfir- náttúralegs veraleika. Fyrsta grein trúarjátn- inganna bregður upp mynd af almáttugum Guði, Föður og skapara himins og jarðar. Þeg- ar vér höfum yfir þennan hluta játningarinnar, dvelur hugur vor við skaparann. Náttúran vitnar um Föðurinn. Lífið allt umhverfis oss lofsyngur hann. Vitið milli eyma vorra segir oss, að hann sé til. Onnur grein táknanna fornu dregur fram mynd Sonarins Eina, Jesú Krists, og skýrir feril hans allan. Hér er sérstaklega höfðað til þeirrar frammyndar, sem kristnir menn á öll- um öldum nefna „hjálpræðissögu". Þunga- miðja hennar og upprani er „Orðið“, sem varð hold, eins og frá er skýrt í jólaguðspjalli Jó- hannesar. „Orðið" var fyrirmynd Jesú frá Nazaret, en hann var fyrirmynd allra annarra manna á jörðu. „Orðið“ er þannig frummynd mannsins í veröldinni, eilíf og óumbreytanleg mynd. Þaðan komum vér, og þangað liggur leið „Oröió" er frummynd mannsins í veröldinni, ei- Iff og óumbreytanleg mynd. Þaðan komum vér og þangað liggur leið vor um síðir. vor um síðir. Þar þiggjum vér og alls óverðug fyrirgefningu syndanna fyrir friðþægjandi fóm Krists á krossinum og upprisu hans á páskadagsmorgni. Þriðja grein trúarjátninganna vitnar um Andann Helga, en hann er táknmynd guðlegr- ar návistar, sem vér skynjum í texta Biblíunn- ar og í bænum voram, í sakramentum kirkjunnar og með óvæntum hætti á förnum vegi, hvar og hvenær sem Guði þóknast. Upprisa holdsins Postullegu trúarjátningunni lýkur með yfir- lýsingu um „upprisu holdsins". Þessi orð fela í sér trú á eilífðargildi alls sköpunarverksins. „Upprisa mannsins“, eins og íslenzka þjóðkir- kjan kveður við um þessar mundir, er smætt- un. Það er engan veginn maðurinn einn, sem er ævarandi. Sama máli gegnir um hundinn minn og hestinn, um gróður jarðar, fjallatindana, fossana og stjömur himinsins. Állt á þetta upp- runa sinn í hugskoti Guðs, og þangað leitar það á ný að lyktum. Kirkjan sem nam land á íslandi árið 1000 játaði vissulega trú á „upprisu holds- ins“, eins og heimskirkjan hefur gjört nær hvarvetna ævinlega. Hið sama ber oss íslenzk- um Kristsmönnum að gjöra nú og á komandi öld ogjafnan. Lærdómur og sagnaritun Almenn trúarlærdómasaga segir oss, að guðfræðilega væri tími sá, sem ég nú hef orð- fært, í stóram dráttum ein samfella. Rétt er að gjöra sér Ijóst, að hér er um að ræða liðlega hálft árþúsund og þar af leiðandi enga dægur- flugu eða skyndiástand, heldur meira en fjórð- ung þess tíma, sem liðinn er frá fæðingu frels- arans til vorra daga. Vissulega er hér á ferð Vesturkirkjan, eins og hún var, er hún nam land á Islandi í kjölfari kristnitökunnar. Jafnframt þessu benda sagnfræðingar á það, hversu nýkristnar þjóðir á miðöldum til- einkuðu sér hina fomu og sígildu menningu Miðjarðarhafsþjóða eða „kristna menntun“, eins og þeir nefna hana. Þetta vitum vér, að varð einkenni íslenzkrar kristni frá upphafi. Is- leifur Gissurarson efnir til Skálholtsskóla ein- um íjórum áratugum eftir kristnitöku, en áður virðist Rúðólfur biskup hafa haldið skóla í Bæ í Borgarfirði. Kann sá að hafa verið fyrstur skóli á íslandi. Fleiri urðu skólamir. Kirkjan lagði mikið kapp á að mennta guðfræðinga, en þeir aftur alþýðu manna um land allt í frumatriðum kristinna fræða og latneskri bænagjörð. íslenzka miðaldakirkjan gjörði þó stórum fleira en kenna mönnum latínu. Hún hóf þjóð- tungu vora til vegs. Skólinn í Haukadal fóstraði Ara fróða,en Oddaskóli Snorra Sturluson. Sú menningarbylting, sem kristnitökunni fylgdi, skapaði íslenzkar miðaldabókmenntir og gjörði oss að menningarþjóð, er á 13. öld tekur fram flestum samtímaþjóðum álfunnar. Vér búum að þeirri arfleifð til þessarar stundar og gjörum vonandi enn á ókomnum tíma. Höfundurinn er prestur og staSarhaldari ó Þingvöllum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.