Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 8
STEFNUMOT VIÐ ÍSLENSKA SAGNAHEFÐ Á Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni stend- ur nú yfir sýning á íslenskum bókum og handritum sem beryfirskriftina „Stefnumótvið íslenska sagna- hefó". Sýningunni er ætlað að varpa Ijósi á íslenska ritsögu frá handritum til tölvutækni allt frá landnáms- tíma til okkar daga. HRAFNHILDUR HAGALÍN skoð- aði sýninguna og ræddi m.a. við sýningarstjóra hennar, Emilíu Sigmarsdóttur, og Ögmund Helgason forstöðumann handritadeildar. UM leið og komið er upp stig- ann í anddyri Landsbóka- safnsins blasir við yfirlits- sýningin „Stefnumót við íslenska sagnahefð" sem hönnuð er af Má Guðlaugs- syni. Handritum og bókum hefur verið komið fyrir í sýningarkössum úr gleri og á stórum mynd- skreyttum spjöldum er stiklað á stóru í rit- sögu íslendinga. Fjórir sjónvarpsskjáir eru notaðir til að sýna brot úr gömlum kvikmynd- um og margmiðlunarþáttur er einnig hluti af sýningunni. í inngangsorðum í sýningarskrá segir að „aldrei fyrr hafi verið safnað saman á eina sýningu jafn mörgum merkum handrit- um og bókum sem hafa að geyma menningar- arf íslendinga og mikilvægar upplýsingar um sögu Norður-Ameríku“. Margar af hinum þekktari íslendingasögum eru til sýnis, rit Snorra Sturlusonar, frásagnir af kristnitök- unni, sögur sem lýsa ferðum norrænna manna til Norður-Ameríku og elstu prentaðar bækur íslenskar svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Emi- líu Sigmarsdóttur kom hugmyndin að sýning- unni upphaflega frá Fiske-safninu við Corn- ell-háskólann. „Það voru forráðamenn Fiske-safnsins sem höfðu orð á því við okkur í Landsbókasafni að við héldum saman sýn- ingu. Fiske-safnið er annað stærsta safn ís- lenskra bóka erlendis, á eftir Árnastofnum í Kaupmannahöfn. Töluverð samvinna hefur verið milli safnanna tveggja í gegnum verk- efni sem nefnist „Sagnanetið" en það felst í að taka myndir í stafrænu formi af handritum ís- lendingasagna og prentuðum ritum um sög- urnar og flytja á Netið. Þetta verkefni er styrkt af Mellon-stofnuninni í Bandaríkjun- um, ríkisstjórn íslands og fleiri aðilum, en verkefnið hér heima er í umsjón Þorsteins Hallgrímssonar aðstoðarlandsbókavarðar. Hugmyndin að sýningunni hefur verið að þróast í tengslum við þessa samvinnu undan- farin ár og er kynning á „Sagnanetinu" ein- mitt hluti af margmiðlunarþætti sýningarinn- ar en það var Kristrún Gunnarsdóttir sem sá um þann þátt.“ Emilía segir að ákveðið hafi verið að bíða með opnun sýningarinnar til árs- ins 2000 og að í millitíðinni hafi tvö önnur bókasöfn komið inn í verkefnið. „Þingbóka- safnið í Washington og háskólabókasafnið í Manitoba komu til liðs við okkur á seinni stig- um og þessi söfn leggja einnig til efni á sýn- inguna. Stærstur hluti handritanna er í eigu Landsbókasafnsins og Stofnun Árna Magnús- sonar lánar eitt handrit. Sýningin fer svo héð- an vestur um haf og verður í þingbókasafninu í Washington í sumar, í Fiske-safninu í Corn- ell í haust og endar svo i Manitoba-háskóla í Winnipeg í lok ársins. Þrettán handrit munu fylgja sýningunni frá íslandi, auk þriggja endurgerðra skinnblaða og endurgerðar Flat- eyjarbókar. Þetta í fyrsta sinn sem svo mörg handrit eru send úr landi í einu. Sýningin er því orðin mun umfangsmeiri en við ætluðum okkur í upphafi en að sama skapi vonandi betri.“ Hvert handrit einstakt Athygli vekur að staðsetning sýningarinnar er í anddyri Landsbókasafnsins. Emilía segir það tengjast hugmyndinni á bak við sýning- una. „Okkur fannst mikilvægt að sýningin væri sett upp á lifandi stað þar sem eitt aðal- markmið hennar er að sýna fram á tengslin milli fortíðar og nútíðar. I anddyrinu er aðal- lífæð safnsins og þeir sem koma hér inn eða fara á kaffiteríuna ganga því allir í gegnum sýninguna." Skipulagið er með þeim hætti að settar hafa verið upp tíu stöðvar sem hver um sig varpar ljósi á ákveðið þema. Byrjunarreiturinn er fyrir framan fjóra skjái sem sýna brot úr sögu Islands eins og hún hefur komið fyrir í kvik- myndum og heimildarmyndum í gegnum tíð- ina. Á fimm mínútum eiga brotin að geta rað- ast upp í heildarmynd af Islandssögunni. Þarna má m.a. sjá glefsur úr ýmsum kvik- myndum sem sækja efni sitt til fortíðarinnar og þekktum andlitum bregður þar fyrir, t.d. Halldóri Laxness og Jóhannesi Kjarval. Fyrsti viðkomustaðurinn á hinni hefðbundnu sýningu, þ.e. hinni eiginlegu handrita- og bókasýningu, er svo fyrir framan glerkassa sem hefur að geyma handrit að Landnámabók og íslendingabók, elstu ritunum sem greina frá landnámi íslands og fyrstu öldum byggðar í landinu. „Elsta endurgerða handritsbrotið á sýningunni er skinnblað frá 1260, „Kringlu- blaðið", hið eina sem varðveist hefur af „Kringlu", en hún varð eldinum að bráð í Kaupmannahöfn 1728. Öll pappírshandritin sem hér eru til sýnis eru svokallaðar upp- skriftir, þ.e. þau eru skrifuð upp eftir öðrum handritum eða eftir minni skrifarans en eitt skinnhandrit kemur frá Stofnun Árna Magn- ússonar.“ Emilía bendir á að mörg handrit- anna séu hreinustu listaverk enda hafi skrif- aramir keppst við að vanda sig sem mest. Einnig beri að hafa í huga þegar handritin eru skoðuð við hvaða aðstæður skrifararnir unnu. „Þeir skrifuðu náttúrulega allt með fjaður- pennum fram á síðustu öld og síðar penna- stöngum. Margir voru bændur og sjómenn og sátu við iðju sína á kvöldin að loknum löngum vinnudegi. Lýsing var þá ekki önnur en frá kertaljósi eða lýsislampa og aðstæður allar hinar frumstæðustu. Það hefur því að öllum líkindum stundum tekið margar vikur ef ekki mánuði að skrifa upp eina slíka bók og sú vitn- eskja gefur þeim aukið gildi.“ Ögmundur Helgason formaður handrita- deildar tekur í sama streng og segir mörg handritanna hreinustu gersemar. Þau hafi öll ótvírætt menningarsögulegt gildi þar sem hvert og eitt handrit sé einstakt í sjálfu sér. „Sömu mennimir skrifuðu stundum sömu söguna upp aftur og aftur. Þeir fengu greitt fyrir og voru eftirsóttir því þótt flestir kynnu að lesa kunnu alls ekki allir að skrifa. Ég hef þá kenningu að tiltölulega fáir hafi skrifað fyrir tiltölulega marga.“ Ögmundur segir menn stundum hafa breytt sögunum og lagað , MorgunblaSið/Golli Emilía Sigmarsdóttir sýningarstjóri, Morgunblaðið/Golli Skrifpúlt Sighvats Grímssonar Borgfirðings, sagnaritara. að einhverju leyti eftir sínu höfði þar sem hugmyndir manna um höfundarrétt hafi verið allt aðrar en nú á tímum. „Þó að sami maður hafi skrifað tvö handrit að sömu bók urðu þau aldrei alveg eins og mikil menningarverðmæti eru falin í hverju og einu þessara handrita." Hann segir menn hafa haldið áfram að skrifa upp Njálu allt fram yfir síðustu aldamót, bæk- ur hafi verið dýrar og þær því skrifaðar upp aftur og aftur. „Passíusálmarnir voru til dæm- is prentaðir yfir fimmtíu sinnum en samt voru þeir það verðmætir í hjarta þjóðarinnar að við eigum tugi uppskrifta af prentinu. Fólk hafði þá ekki efni á að kaupa bókina en þráði text- ann og settist við að skrifa hann upp. Það má því segja að þetta hafi farið í hring. Síðustu ís- lendingasögurnar var verið að skrifa upp eftir prenti allt fram á þessa öld. Ég fékk til dæmis um daginn uppskrift af Hrafnkelssögu þar sem titilblaðið hafði líka verið skrifað upp og þar stóð: „Prentuð í Reykjavík" o.s.frv." Handritunum og bókunum á sýningunni er raðað upp eftir aldri og á hverri stöð er tekið fyrir í máli og myndum það tímabil sögunnar þegar þau voru rituð. Gestir byrja þannig á því að skoða tímabil Landnámu og íslendinga- bókar, því næst tímabil íslendingasagna og feta sig svo áfram koll af kolli þar til lokastöð- inni er náð, sem er nútíminn. Þar má m.a. finna skáldsögur sem tengjast fornsögunum, t.d. Gerplu eftir Halldór Laxness og Þorvald víðförla eftir Árna Bergmann. Af merkum bókum sem koma frá Bandaríkjunum má t.d. nefna Jónsbók, frá um 1550 með hendi Jóns Oddssonar, sem kemur frá Fiske-safninu, drög að Niflungahring Wagners frá þing- bókasafninu í Washington, Dagbók Símonar Símonarsonar Vestur-Islendings og Fundar- gerðarbók Hins íslenska menningarfélags, rituð með hendi Stefáns G. Stefánssonar, frá háskólabókasafninu í Manitoba. Einn munur vekur sérstaka athygli en það er skrifpúlt Sig- hvats Grímssonar Borgfirðings sagnaritara sem er aðeins um 25 sentimetrar á kant en á því skrifaði hann flest sín rit. Margmiðlunarþáttur sýningarinnar er einnig stór og gerir hana ólíka hefðbundnum handritasýningum. Að sögn Emilíu hefur hann vakið mikla athygli. „Það höfðar ekki síst til unga fólksins að geta nálgast efnið í gegnum tölvur en forritið gerir mönnum kleift að velja mismunandi leiðir að efninu og fá út- skýringar sögumanns, Karls Ágústs Ulfsson- ar, á því sem fyrir augu ber. Notendum gefst kostur á að skoða nokkur sýnishom úr forn- sögunum og fá ýmsar útlistingar á þeim en að- almarkmiðið er að sýna handritin og tengja þau við sömu viðfangsefni í nútímanum, t.d. teiknimyndasögur og kvikmyndir.“ Emilía kveðst vonast til þess að „Stefnumót við íslenska sagnahefð" komi til með að höfða til sem flestra. „Fyrir utan þá námsmenn sem eru hér daglega hafa erlendir ferðamenn ver- ið mjög duglegir við að sækja sýninguna og svo auðvitað hinn almenni borgari. Við erum ánægð með aðsóknina hingað til en vonumst til að sem flestir leggi leið sína hingað í Þjóð- arbókhlöðuna og sjái sýninguna. Á þingbóka- safninu í Washington er búist við tugum þús- unda gesta en safnið þar er stórt og mikið og að jafnaði mjög fjölsótt.“ Sýningunni í Lands- bókasafninu lýkur 30. apríl og flyst hún þá vestur um haf. Það má því reikna með að ís- lensk sagnahefð fái byr undir báða vængi á komandi mánuðum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.