Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 19
Grund Kanada er elsta íslenska kirkjan í Kanada. Llósmynd/Guömundur Vioarsson ISLENSKAR kirkjur í Vesturheimi nefnist ljósmynda- og sögusýning sem nú stendur yfír í Gerðarsafni í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem skipulega hef- ur verið unnið að því að safna uppýsingum um kirkjubyggingar íslensku landnemanna í Kan- ada og Bandaríkjunum. Guðmundur Viðarsson ljósmyndari, höfund- ur sýningarinnar, hefur lagt á sig mikla vinnu og löng ferðalög við að afla myndefnis og upp- lýsinga um íslenskar kirkjur í Vesturheimi. Ferðalag til Dakota Guðmundur Viðarsson sagði að sýninguna mætti rekja til þess þegar hann var við starfs- nám í Bandaríkjunum með styrk frá Fulbrig- htstofnuninni á íslandi árið 1994. Þar kynntist hann hjónunum John Rutford, þriðjukynslóð- ar íslendingi, og konu hans Donnu Rutford. Ásamt þeim fór hann í ferðalag til Norður- Dakota, sá íslenskar kirkjur og byrjaði að mynda. Hann myndaði líka í Kanada. Uppistand- andi íslenskar kirkjur eru nú 44. Margar þeirra eru ekki notaðar og sumar í niður- níðslu. Aðrar eru í fullri notkun eða að hluta. Inni í kirkjunum er allt á íslensku. Tilgangurinn var að komast að þvi hvað væri hefðbundin íslensk sveitakirkja. Fundust þær? „Ég sá þær nokkrar. Deilur urðu milli ís- lenska kirkjufélagsins, lútersku kirkjunnar, og íslensks kirkjusambands únítara, en trú hinna síðarnefndu er með öðru sniði. Annars eru þeir mjög svipaðir. Það sem þeir eiga sam- eiginlegt er að byggðar voru kirkjur, enda voru margir smiðir meðal hvorra tveggja." Langsterkasta þjóðernisaflið í kynningarbæklingi skrifar Guðmundur: „Kirkjur sem byggðar voru af íslenskum söfnuðum og tengdust íslenska kirkjufélaginu og íslensku kirkjusambandi Únítara eru skil- greindar sem íslenskar kirkjur. Söfnuðirnii- sem byggðu kirkjurnar innihéldu að öllu eða einhverju leyti íslenska innflytjendur eða af- komendur þeirra. Þær kirkjur sem nú eru í eigu annarra aðila en íslenskra eru taldar með, þar sem þær uppfylla fyrsta skilyrðið, að vera upphaflega byggðar af íslenskum söfnuð- um. Frávik frá þessari skilgreiningu má finna í nokkrum kirkjum og eru þau skýrð í texta á sýningarspjaldi með hverri kirkju fyrir sig. Frá upphafi byggðar í Vesturheimi voru trúin og kirkjumálefnin langsterkasta þjóð- ernisaflið. Hvar sem íslendingar komu saman var komið á guðsþjónustum og fenginn prest- ur til að flytja guðs orð. Eru kirkjubygging- arnar góður vitnisburður um þessa trúfestu og mikilvægi ræktarseminnar við hana.“ Guðmundur sagði að verkefnið sem Kirkju- hátíðarnefnd styrkti ríflega hefði verið mjög áhrifaríkt og skemmtilegt. Hann vildi einkum þakka John Rutford sem er maður fróður um efnið og hefur mikinn ættfæðiáhuga. Hann vann mikið við kirkjuverkefnið, einkum að heimildaöflun og skipulagningu verkefnisins í Bandaríkjunum, og skrifaði hann m.a. allan sýningartextann. Nú er Rutford á íslandi, m.a. í þeim tilgangi að afla sér vitneskju um uppruna sinn og ætt- ir. Sýningin í Gerðarsafni stendur til 25. apríl. Ljosmynd/kjuömundur Viöarsson Markerville-kirkjan er þar sem Stephan G. Stephansson dvaldi mestan part ævi sinnar. LEIÐRETTING LÍTIL athugasemd varðandi greinina „Myrkrahöfðingjar fyrr og nú“ eftir Margréti Þorvaldsdóttir, en hún birtist í Lesbók Mbl. 18.3. sl. Greinin er ágætlega fræðandi um svokallað- ar „ergoteitranir" og ofskynjanir fyrr á tímum. Ergot er að finna í svokölluðum korndrjólum eða sveppum sem vaxið geta á vissum kornteg- undum. Undirritaður kom inn á þetta mál 8.9. ’99 undir yfirskriftinni „Náttúran læknar“ í DV. Margrét segir í umræddri grein sinni að eiturefnið LSD sé að finna í umræddum kornd- rjóla. Það er ekki rétt en lýsergsýra er þar til staðar, aðallega í amíðformi með svokölluðum ergotbösum, en þeir eru í.þ.m. 15 og skiptast í ergotamín-, ergotoxín- og ergóbasínhópa. Með efnafræðilegum aðferðum má kljúfa lýsergsýr- una frá bösunum og einangi’a hana. Síðan má tengja haná diethylamíni með aðferðum líf- rænnar efnafræði en þá fæst amíðið LSD, þ.e. lýsergsýrudiethylamíð, en það er mörgum tug- um eða hundruðum sinnum öflugra ofskynjun- arefni en strípuð lýsergsýran sjálf. Kjarni þessa máls er sá, að notað er efni sem fmnst í náttúrunni og því umbreytt efnafræðilega. Þannig er einnig farið með heróín, en það er umbreytt morfín, þ.e. diacetyl-morfín. Þetta kom fram í kvikmyndinni „The French conn- ection", þar var morfíni breytt í heróín í litlum efnaverksmiðjum í Marseilles. Því eru nánast lítil takmörk sett hversu líf- ræn efnasmíð getur verið mannvonskuleg og hræðileg. Dr. Jónas Bjarnason, Chem. Eng. Ljósmynd/Guðmundur Viðarsson Vikurkirkjan í Mountain, Norður Dakota, er elsta íslenska kirkjan í Nordur-Ameríku. TRU OG ÞJOÐRÆKNI í VESTURHEIMI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000 1 9 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.