Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 16
HUOÐIN FÖGRU Tónlistá tuttugustu öld III EFTIR FINN TORFA STEFÁNSSON WJLFGANG Printz von Waldthurm hét þýskur tón- listarmaður, sem uppi var á sautjándu öld. Rit hans „Histor- ische Beschreib- ung der edlen Sing - und Kiingkunst", sem kom út 1690 er oft talið vera fyrsta heil- stæða sagnfræðiritið um tónlist. Meðal þess sem óvenjulegt er við rit Printz er sérstakur kafli um óvini tónlistarinnar. Skipar hann þeim í flokka. í þeim fyrsta eru þeir sem hata alla tón- list. Nefnir hann til ýmsar persónur sögunn- ar þar á meðal Franz 1. af Frakklandi. Taldi hann slíka menn enn uppi um sína daga án þess þó að nefna nöfn. í öðrum flokki eru þeir sem láta sér líka aðeins ákveðnar tegundir tónlistar. Plató er m.a. tilgreindur sem syndaselur af þessu tagi og Aristoteles, sem ekki gat fellt sig við flautuna. Þá falla allir þeir sem ekki kunna að meta málmblásturshljóðfæri undir þenn- an flokk. í þriðja flokki eru þeir sem líta niður á ai- menna hljóðfæraleikara og veita aðeins ein- leikurum og virtúósum hylli sína. Printz við- urkennir að Guð hafi gefið mönnum mismunandi gáfur í tónlist. Hún sé að engu síður ómöguleg án framlags allra tónlistar- manna. Almennt séð vildi Printz hefja hljóðfæra- tónlist til vegs, en hún hafði af mörgum ver- ið talin óæðri en sungin tónlist fram til þessa. Vegur hljóðfæranna Þessar skoðanir Printz hafa að mörgu leyti notið mikillar hylli tónskálda á tuttug- ustu öld, hvort sem það stafar af lestri rita hans eða einhverju öðru. Að vísu ekki það að storka yfirvöldunum með fjandskaparyfirlýs- ingum og stjömudýrkun er að sönnu vel- þekkt fyrirbæri enn þann dag í dag. Hins vegar hefur áhugi manna á hljóðfærum og möguleikum þeirra í tónsmíðum verið mikill og einlægur og sama gildir um vilja til að nýta hæfileika snjallra flytjenda. Smíði hljóðfæra tók miklum framförum á nítjándu öldinni og hafði veruleg áhrif á tón- listina sjálfa. Amold Schönberg, sem fyrr var getið, notaði hugtakið Klangfarbenmel- odie og átti þá við laglínu sem mynduð væri af lit hljóðfæranna. Nemandi hans Anton von Webern útfærði þessar hugmyndir á áhrifaríkan hátt í ýmsum verkum sínum. í dæmi 1. má sjá lagið Gamli Nói útsett sem klangfarbenmelodie. Þessi áhugi á hljóðinu sjálfu tók á sig rót- tækari myndir í verkum svonefndra Futur- ista á Ítalíu. Þeir notuðu ýmis hljóð, sem al- mennt voru talin aðeins hávaði til tónsmíða, svo sem bifreiðar, gufuskip, vélaverkstæði, vélbyssur og svo framvegis. Alla öldina hafa verið uppi skiptar skoðanir á hvaða hljóð séu tæk sem efniviður tónsmíða og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Grein á þessum meiði er raftónlistin, sem samin er á hljóðgervla og tölvur, og hefur skapað sér mikilvægan sess í tónlist aldarinnar. Verður vikið nánar að henni síðar. Þegar líða tók á öldina beind- ist áhugi manna í þessum fræðum hins vegar ekki síður að möguleikum hefðbundinna hljóðfæra. Framlag virtúósa Snilld hins fræga fiðluleikara Niccolos Paganinis byggðist ekki aðeins á fingrafimi, heldur ekki síður á þeim nýju hljóðum sem hann gat framkallað á hljóðfæri sitt og notað á lisrænan hátt. A tuttugustu öldinni hefur sprottið upp fjöldi slíkra virtúósa sem hafa gjörkannað alla möguleika hljóðfæris síns og víkkað út hljóðheim þess verulega. Má segja að ekkert þekkt hljóðfæri hafi sloppið við meðferð af þessu tagi og sama gildir um söngtækni. Of langt mál yrði að tíunda öll hin nýju hljóð sem borið hefur fyrir eyru. Sem sýnishorn má nefna nokkrar nýjungar sem notaðar hafa verið í leik blásturhljóð- færanna, sem Wolfgang Printz bar hvað mesta umhyggju fyrir. 1. Samhljómur er myndaður á eitt hljóð- færi, annaðhvort með því að syngja einn tón meðan annar er blásinn, eða með því að gera yfirtóna tóns heyranlega, með breytingu á munnstöðu, fingrasetningu, yfirblæstri og styrk. 2. Breytingar í lit og tónhæð kallaðar fram með því að leika sama tón með mismunandi fingrasetningu. 3. Notkun ýmissa brellna sem tíðkast í dægurtónlist, t.d. djass sem er einkum ríkur af slíku hvað málmblásturshljóðfærin varðar. 4. Ýmis konar bank, sláttur og klikk í tökkum til að mynda slagverkskennd hljóð. 5. Leikið á munnstykkið eingöngu. 6. Frekari útfærsla á hefðbundndum tæknibrellum eins og hringöndun, rennitón- um, hraðbreyttu vibrato, frusstónum og svo framvegis. I dæmi 2 er Gamli Nói útsettur fyrir flautu með sumum hinna nýju hljóða. Sennilega hefur enginn hópur hljóðfæra tekið eins miklum stakkaskiptum á öldinni og slagverkshljóðfærin. Ekki aðeins tóku hin hefðbundnu þeirra mjög breyttri notkun með nýrri tækni og nýju ásláttartólum, held- ur bættist töluverður fjöldi nýrra hljóðfæra í hópinn, sum fengin frá heimssvæðum utan Vesturlanda, önnur hönnuð ný frá grunni. í framhaldi af þessu hafa margir lagt sig eftir að kanna skyldleika hljóðanna, sem hin ýmsu hljóðfæri gefa frá sér. Þannig hefur komið í ljós að litur eins hljóðfæris á til- teknu tónsviði og styrk er náskyldur lit sem finnanlegur er á annað hljóðfæri. Með því að hagnýta sér þetta er unnt að skapa jafna lit- breytingu, sem færist um tónverkið. Hljómfræði sem ekki heyrist Svo má virðast sem mörg hinna nýju hljóða hafi takmarkað gildi að minnsta kosti fyrir tónlist í hefðbundnum stfl. Nú hafði hins vegar allur efniviður tónlistarinnar breyst og þarfirnar með. Því hefur áður ver- ið lýst hvernig tólftónatónlist og serialismi byggðist á að nota alla tólf tónana í senn og tryggja jafnræði þeirra. Eftir því sem fleiri verk voru samin í þessum stíl tóku menn að veita því athygli að raunveruleg áhrif aðferð- arinnar voru þau að þurrka út áhrif hljóma og tóna, þar sem órnögulegt var að heyra hverjir þeir voru í hinum flókna vef. Niður- staðan varð svipuð því sem málari setti alla liti sína í eina fötu og hrærði í. Raðtækni í hljóðfalli hafði svipuð áhrif. Engin hrynræn viðmiðun varð greinanleg og það sem heyrð- ist voru frekar hljóðatburðir í tíma, en eigin- legt hljóðfall. Gríska tónskáldið Iannis Xen- flauta óbó trompet í c fiðla Dæmi 1. Gamli Nói sem klangenmelodie. flauta íi £ p Dæmi 2. Hljóðskreyttur Gamli Nói. £ r Ti iji "i i Dæmi 6. Gamli Nói skreyttur með kvarttónum. simile n n n mm J^ J» J»-J»- ^ j» j> j» ^'j» j» j*j— ^ j* j» j* j* \> 1111 ^i * í ^ p t C £ m 4 hT M J Dæmi 3. „Dans unglinganna“ úr Vorblóti Stravinskys. Þétt hljómskipun myndar klasa. Dæmi 4. Algeng klasaskrift, t.d. fyrir strengi. Dæmi 5. Yfirtónaröð. Samkvæmt almannu tungutaki eru svörtu nóturnar falskar. akis orðaði þetta m.a. svo (í lauslegri þýðingu); „Hinar gífurlegu flækjur koma í veg fyrir að áheyrendur heyri neitt af sam- pili línanna. Heildaráhrifin er tilviijunar- kennd dreifing á hljóði vítt og breitt um hljóðsviðið, ... það er aðeins yfirborðið sem greinist“. í kjölfar slíkra ályktana tóku framsækin tónskáld að leggja á meiri áherslu á lit hljóð- færa í verkum sínum. Vefurinn varð aðal- atriðið og menn lögðu sig fram um að finna ný hljóð og nýjar blöndur hljóða til þess að gefa verkum sínum líf. Hinn hefðbundni efniviður hljómar, laglínur, og hljóðfall varð fyrst og fremst hlutlaust burðarefni fyrir fógur hljóð. Þá virðist mörgum óþarfi þegar hér var komið við sögu að burðast með flóknar hljómfræðiteoríur, þegar þær heyrð- ust hvort eða ekki, og tóku að byggja verk sin upp á klösum og klessum. Klasar Með klasa er átt við hljóm sem hefur svo marga þéttskipaða tóna hljómandi samtímis að ekki heyrist hvaa nótur koma við sögu. Slíkur hljómur verkar frekar sem hljóð en hljómur í venjulegri merkingu orðsins. Klas- ar eru að sönnu gamlir í tónlistarsögunni og þegar í byrjun aldarinnar voru þeir orðnir algengir sem skraut eða dramatískt innlegg á stöku stað. Frægt dæmi um þetta er „Dans unglinganna" úr Vorblóti Stravinskys, sjá dæmi nr. 3. Eftir síðari heimsstyrjöldina tóku menn hins vegar í ríkum mæli að nota klasa sem hljómabyggingu heilla verka. Dæmi um vel heppnuð verk af þessu tagi eru „Atmospheres" eftir ungverska tón- skáldið György Ligeti, sem er skrifað fyrir blásara, strengi og slagverk. Annað vel þekkt verk er Threnody for the Victims og Hiroshima eftir Pólverjann Krzysztof Pend- erecki þar sem notast er við strengjasveit. Það má virðast billega sloppið að byggja hljómfræði tónverka á klösum, þar sem tónainnihald er of flókið til að heyrast. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Yfirtónaröðin er að verki í klösum sem annars staðar. Samhljómur hljóðfæranna í slíkum vef getur auk og ýtt undir yfirtóna í mikla litadýrð með hrífandi hætti. Hér kemur einnig til sögunnar fyrirbrigði sem nefnt er á ensku „conbination tones“ og ef til vill má kalla á íslensku samslátt. Séu tveir tónar leiknir samtímis og sá efri látinn renna hægt niður í hinn myndast sérkennileg hljóðhrif, sam- sláttur. Byggist þar fyrst á mismun í tíðni hina tveggja tóna, en síðan að summunni af tíðni beggja. Fyrrnefndur Ligeti er meðal þeirra tónskálda sem reynt hafa að ná valdi á þessu fyrirbrigði í verkum sínum. í dæmi nr. 4 má sjá algenga nótnaskrift fyrir klasa. Nótan fölsk Liður í þessari þróun allri var vaxandi áhugi á svonefndum microtónum, sem ef til vill mætti þýða sem agnartónar. Þess var áð- ur getið að svonefnd yfirtónaröð er grund- völlur allrar hljómfræði og raunar hljóðsins sjálfs. Þessi röð er ekki öll þar sem hún er séð. Má þar fyrst geta þess að hún er í sinni 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.