Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 17
Tólftóna tónstiginn, sem er grundvöllur vestrænnar tónlistar og miöar við að jafnt bil sé milli hverra tveggja tóna, er ekki til í náttúrunni held- ur tilbúinn af mönn- unum afpraktískum ástæðum listarinnar. náttúrulegu mynd ekki hrein í okkar skiln- ingi. Sjá dæmi nr. 5. Tólf tóna tónstiginn, sem er grundvöllur vestrænnar tónlistar og miðar við að jafnt bil sé milli hverra tveggja tóna, er ekki til í náttúrunni heldur tilbúinn af mönnunum af praktískum ástæðum listar- innar. Píanó sem stillt væri hreint í tónteg- undinni c dúr mundi hljóma falskt í tónteg- undinni fís dúr. Lausnin við þessum vanda felst í svonefndri jafnri stillingu. Þá eru allar tóntegundir gerðar lítillega jafnfalskar. Hvernig er þetta gert nákvæmlega er hvorki einfalt mál né óumdeilt. Má benda á skemmtilega umræðu um það t.d. í hljóm- fræðibók Paul Hindemiths. Góður fíðluleikari, sem spilar hreint að mati hlustandans, gerir það raunverulega ekki. Hann aðlagar tónaval sitt tóntegund eftir sínu listræna eyra og er líklegur til að hafa svonefndan leiðsögutón örlítið of háan og sjöundina í forhljómi með sjöund örlítið of lága. Að líkindum notar hann blöndu af jafnri og náttúrulegri stíllingu. Sama gildir um önnur hljóðfæri, þar sem stilling er framkvæmd um leið og leikið er, t.d. flest hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar. Sagt er að Mozart hafi í raun og veru notað sautján tónstiga og gert greinarmun t.d. á cís og des. Skraut eða kerfi Tónarnir tólf og stilling þeirra eru þess vegna að verulegu leyti tilbúningur, hagnýtt samkomulag manna með stoð í náttúrulög- málum. Við þetta bætist að annars staðar en á Vesturlöndum höfðu tónlistarmenn komist að öðruvísi samkomulagi, sem byggðist á fleiri tónum eða færri og annarri stillingu. Ýmsum tónskáldum fannst þess vegna ástæðulaust að takmarka hugarflug sitt við boð og bönn af þessu tagi og alla tuttugustu öldina hafa menn gert tilraunir með agnar- tóna á ýmsan hátt. Hér þarf að gera grein- armun á tvennu. Annars vegar er unnt að nota agnartóna sem skraut eða tilbrigði við venjulegan tólf tóna tónstiga. Þetta gerði Bartok m.a. í fiðlukonsert sínum og mörg önnur síðari tíma tónskáld. Sjá dæmi nr. 6 um Gamla Nóa skreyttan með kvarttónum. Hins vegar er hægt að búa til alveg nýjan tónstiga þar sem öll tónbil eru skilgreind frá grunni og notuð þannig kerfisbundið. Banda- ríkjamaðurinn Harry Patch notaði þannig fjörutíu og þriggja tóna tónstiga. Aðrir hafa búið til kerfi með breytilegum tónafjölda og stillingu. Gildi samkomulags Öll er þessi viðleitni spennandi og for- vitnileg en þó ekki laus við vandkvæði. Mjög erfitt er að spila tónverk byggt á breytileg- um agnartónstiga á hefðbundinn hljóðfæri. Vandinn er viðráðanlegur í raftónlist en ekki eru allir tilbúnir að sætta sig við þá tak- mörkun. Þá er ekki auðvelt fyrir tónskáldið að ímynda sér fyrirfram hljóm slíkra verka, en það skánar trúlega með æfingunni, og ekki er það auðveldara fyrir flytjendur eða hlustendur. Hindranir af þessu tagi eru auðvita æva- gamlar og alþekktar úr sögu tónlistarinnar. Tónlist er form tjáningar milli manna. Verk sem aðeins höfðar til höfundarins er lítils virði. Samkomulag og sameiginlegur skiln- ingur er grundvallarforsenda sem ekki er hægt að vera án. Hæst hefur tónlist náð á þeim skeiðum sögunnar, sem samstaða og þekking á tungumáli hennar var á því stigi, að tónskáldið gat sett hroll í áheyrendur með því að sleppa því sem allir bjuggust við að kæmi næst. Þetta er lexía sem menn hafa lært og týnt frá örófi alda og munu trúlega glíma við um ókomna framtíð. Höfundur er tónskóld. HJARTA MIH SLÆR IMIÐ-EVRÓPU „Þótt ég dæi nú, hefði ég ekki lifað ti ein iskis," segir Oxford-kennarinn og Mið-Evrópusérfræðingur- inn Timothy Garton Ash í viðtali í við TONE MYKLE- BOST. Nú 10 órum ef tir faii múrsins er \ íann ónæ gður með að hafa fengið að upplifa bylt- ingu , sem ól | þó c íkki c jf sér neinar nýjar hug - myr idir, aðei ns \ wers i” c Jagslegar staðreyndi ir. HANN hefur verið tengdur Mið-Evrópu nánum bönd- um í 20 ár, ferðast fram og aftur um álfuna, setið á öl- kránum í Prag og hlustað á Vaclav Havel, rætt við rit- höfunda og menntamenn í Búdapest og Varsjá og skrifað mikið. Skrifin hans Ash hafa birst í blöðum og tímaritum, m.a. í The New York Times Re- view ofBooks og The Independent, og í mörg- um bókum. Síðasta misserið hefur bókin „Samtíðarsaga" farið mikla sigurför um lönd- in en hún var gefin út hjá Penquin og hampað mjög á bókastefnunni í Frankfurt. Um þessar mundir er hún að koma út á Norðurlöndum. Oxford-kennarinn Timothy Garton Ash lætur fara vel um sig í stólnum, hann er hæg- látur jafnt í tali sem hreyfingum; augun eru brún, hárið rauðbrúnt og yfir öllu saman er einhver gamalgróinn, enskur menningarblær. Þekkingu sinni á Mið-Evrópu miðlar hann með einhverri blöndu af blaðamennsku og bókmenntalegri söguritun. Síðastliðið ár notaði Ash til að ferðast um Mið-Evrópu þar sem blandaði geði jafnt við vini sem vandalausa. Það var upplifun, sem hann gleymir ekki, en segja má, að ferðin hafi vakið tvær kenndir i brjósti hans, aðra bjarta, hina dimma. „Ég hef verið bundinn Mið-Evrópu nánum böndum í 20 ár,“ segir Ash. „Hefði mér verið sagt á sínum tíma, að hún yrði orðin frjáls á þessum tíma, að fólk gæti farið frjálst ferða sinna og gefið út bækur, hefði ég ekki trúað því.“ Frumleikinn er horfinn „Það dapurlega við Mið-Evrópu er, að nú er hún bara ódýr útgáfa af Vesturlöndum. Frum- leikinn er horfinn. Sjónvarpið og auglýsinga- mennskan eru enn lakari en hjá okkur og ferðamennskan í Prag. Guð hjálpi mér! Það gengur allt út á að apa eftir Vesturlöndum, einkanlega neysluæðið og lágmenninguna. Hvað varð um gömlu gildin? Hér áður létu menntamenn stjórnmálin sig varða en nú 10 árum síðar eru þessir sérstöku, miðevrópsku persónuleikar næstum horfnir af sjónarsvið- inu. Nýja goðið er fésýslumaðurinn. Sem bet- ur fer eru þó enn til rithöfundar, t.d. Ung- verjinn Péter Esterházy og Tékkinn Ivan Klima, sem segja ýmislegt, sem kollegar þeirra á Vesturlöndum geta ekki. Mér finnst að stjórnmálamenn eins og Clinton, Blair og Schröder hafi lítið til málanna að leggja hjá þeim.“ Garton Ash segir að þótt meira en hálf öld sé liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar viti menn nokkuð gjörla hvað þá gerðist en þótt aðeins séu liðin 10 ár frá falli múrsins sé enn margt á huldu um atvikin. Var um ræða bylt- ingu eða ekki? „Það var talað um friðsamlega byltingu, nýja fæðingu og flauelsbyltingu en það voru blóðsúthellingarnar í Rúmeníu sem jöfnuðust á við eiginlega byltingu. Við vitum líka um af- leiðingarnar. Allt breyttist og ekki bara í Evrópu heldur um allan heim. Þetta var því í raun bylting en bara með nýju sniði. Skjala- söfnin voru opnuð og kannski er vandamálið það að við vitum of mikið.“ Engar nýjar hugmyndir Ash telur að það sem gerðist hafi verið óhjá- kvæmilegt. f byltingunni í Póllandi, kosning- unum 1989, hafi þó ekki komið fram neinar nýjar hugmyndir, aðeins raunveruleikinn sjálfur. Það megi þó kalla byltingu í sjálfu sér og einkunnarorðin séu þessi: Markmiðið skiptir ekki máli, heldur leiðin að því. Ash segir að efnahagsþróunin í Mið- Evrópu, Ungverjalandi, Tékklandi og Pól- landi, hafi gengið miklu hraðar og betur fyrir sig en búast hefði mátt við en sömu sögu verði ekki sagt um Balkanríkin. Martröðin þar sé verri en nokkurn hafi órað fyrir. Rúmenía og Búlgaría séu siðan þarna á milli. Ash segist vera orðinn leiður á tali um erfið- leika Þjóðverja við að sætta austur- ogvestur- hlutann. Studdi NATO „Það, sem máli skiptir, er Rússland og Balkanskagi. Þar eru vandamálin," segir Ash, sem kveðst hafa stutt afskipti NATO af Kos- ovo. Bandalagið hefði hins vegar átt að senda herlið til héraðsins strax. Það væri ósiðlegt að stunda sprengjuregn úr 5.000 metra hæð en vilja ekki hætta lífi eins einasta bandarísks hermanns. „NATO hefði átt að fara inn í Bosníu strax 1991 en það er þó gott að af því varð að lokum. Ég tel að Kosovo verði albanskt ríki með ein- um eða öðrum hætti og mér finnst það miður. Fólk ætti að geta búið saman. Framtíð Bosníu er torráðnari enda svo margskipt. Þar við bætist að á Vesturlöndum er minni áhugi en áður á vandamálum Mið-Evrópu vegna þess x að kalda stríðinu er lokið. Á Balkanskaga er einhver myrkur leyndardómur á bak við allt saman og ég hef upplifað það á ferðum mín- um.“ Enski rithöfundurlnn Timothy Garton Ash. Ljósmynd/Tone Myklebost LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.