Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 2
Æja meö eitt verka sinna í Galleríi List í Skipholti. Morgunblaðið/Kristinn HIMNASTEF ÆJU í GALLERÍI LIST HIMNASTEF er yfirskrift sýningar listakon- unnar Æju sem opnuð verður í Galleríi List, Skipholti 50d, í dag, kl. 16. Sýningin er haldin í minningu góðrar frænku ogvinkonu Æju, Haf- dísar Halldórsdóttur, og barna hennar, Hall- dórs Birkis og Steinunnar Katrínar. „Þetta eru bjartar myndir," segir Æja, „og í þeim upplifum við eitt andartak í minningunni. Flestir kannast við það sem börn, að liggja á mjúkum grasbala og horfa til himins á skýin í sinni endalausu för um heiminn. Hugsa um óendanleikann í bláma himinsins eða grábláa íslenska veðráttu. Fyrir mér að horfa á skýin og himininn á fullorðinsárum vekur þetta svip- aðar hugsanir og minningar. Ég hugsa til ömmu minnar, sem ég var hjá í sveit, finnst að á næsta andartaki kalli hún á mig og vefji mig örmum.“ „Hún Margrét amma átti leikfangakíki með englamyndum,“ heldur Æja áfram, „englarnir svifu allir á mjúkum skýjum og maður gat séð niður á jörðina í gegnum skýin. Kannski er í mér örlítið af fortíðarþrá. Fyrir mér er augna- blikið dýrmætt, stundum tregablandið, því að við söknum aðeins þess sem var gott. Því ætt- um við að reyna að grípa gleðistundimar og njóta augnabliksins meðan það varir.“ Sýningin er opin virka daga kl. 11-18, laug- ardaga til kl. 16 og á sunnudögum kl. 14-16 og lýkur 14. aprfl. Hárfínir penslar UNGVERSKI listamaðurinn Sandor Piko mótar málningapensla úr sínu eigin hári til að ná fram þunnu, svo gott sem gagnsæju máln- ingarlagi. Þannig nær hann að breyta lítillega litatónum í verkum sínum sem hann vinnur að í borginni Debrecen, austur af Búdapest. Þunn, gott sem gagnsæ málningarlög, eru mjög erfið í framkvæmd og segir Piko fátt duga betur til þessa en eigið hár. Nektí n heillar London. Morgunblaðið EFTIRSÓKN eftir miðum að leikritinu Utskriftin hef- ur aukist um allan helming eftir að fréttir bárust af því að bandaríska leikkonan Kathleen Tumer kæmi fram nakin í leikritinu, sem framsýnt verður í næstu viku í Gielgud leikhúsinu í London. Þetta verður í fyrsta skipti, sem Kathleen Kathleen Turner Turner leikur á West End. í fyrra kom Nicole Kid- man fram nakin í leikritinu Bláa herbergið, sem Sam Mendes leikstýrði í London og seldust miðar á allar sýn- ingamar upp á tveimur dögum. Það leikrit var sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur. Kathleen Tumer, sem er 45 ára, fer með hlutverk frú Robinson, sem á í ástar- Anne Bancroft sambandi við ungan náms- mann, Benjamin Braddock, sem Matthew Rhys leikur. Anne Bancroft og Dustin Hoffman fóra með þessi hlutverk í kvikmyndinni, sem gerð var 1967 og vann til Óskarsverðlauna, en í henni var m.a. lagið Frú Robinson, sem Simon og Garfunkel sungu. I kvikmyndinni var sneitt hjá nektaratriðinu með klippingum. Gullverð- laun á grafík- sýningu RAGNHEIÐUR Jónsdóttir, grafík- listamaður, hlaut gullverðlaun fyrir verk sín á sýningunni 3rd Egyptian Internation- al Print Triennale 1999. Verðlaunin voru 10.000 egypsk pund og gullmerki, The Triennale Prize. Verkin eru svarthvítar akvatintu æting- ar. Ragnheiður fókk hugmynd að nýrri tækni við gerð akvatintu ætinga fyrir nokkrum árum og hefur sýnt verkin og kynnt þessa nýju aðferð á alþjóðlegum sýn- ingum siðustu tvö ár. Þetta er í sjöunda sinn sem Ragnheiður hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir grafíkverk sín. Ragnheiður Jónsdóttir grafiklistamaður ó vinnustof u sinni. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU IYIYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Höggmyndasýningin Maður um mann. Til 14. maí. Bflar og list, Vegamótastíg 3: Lilja Kristjánsdóttir. Til 29. apr. Galleri(ffihlemmur.is: Bjargey Ólafs- dóttir. Til 23. apr. Gallerí Fold: Sigríður Anna E. Nikulás- dóttir. Til 16. apr. Gallerí List, Skipholti 50: Æja. Til 14. apr. Gallerí Sævars Karls: íris Elfa Frið- riksdóttir. Til5. apr. Gerðarsafn: Islenskar kirkjur í Vestur- heimi. Til 25. apr. Gerðuberg: Sjónþing Önnu Líndal. Til 19. apr. Hallgrímskirkja: Sigurður Örlygsson. Til 1. júní. i_8: Ólöf Björnsdóttir. Til 2. apr. íslensk grafík: Arnannguaq Hoegh. Til 9. apr. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Úr Kjarvalssafni. Ráðhildur Ingadóttir. Til 7. apr. Listasafn Akureyrar: Barnæska í ís- lenskri myndlist. Til 7. maí. Listasafn ASÍ: Birgir Andrésson, Björn Roth, Eggert Einarsson og Ómar Stefánsson. Til 2. apr. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Svava Björnsdóttir. Til 2. apr. Cosmos: Jón Gunnar Árna- son. Til 9. apr. Ásgrímur Jónsson, Jó- hannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. Til 14. apr. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man: Gunnar Kr. Jónas- son. Til 4. apr. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Sossa og Gyða L. Jónsd. Til 16. apr. Listhúsið Laugardal: Átta stórar mynd- ir Errós. Til 17. apr. Mokkakaffi: Lárus H. List. Til 8. apr. Norræna húsið: Terror 2000. Til 14. maí. Nýlistasafnið: Hvítari en hvítt. Til 16. apr. Ofeigur, Skólavörðustíg 5: Harri Syr- jánen. Til 19. apr. Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í Reykjavík á 20. öld. Til 15. maí. Slunkariki, ísafirði: Birgir Andrésson. Til 30. apr. Stofnun Árna Magnússonar: Handrita- sýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14- 16. Til 15. maí. Stöðlakot: Daði Guðbjörnsson. Til 9. apr. Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við íslenska sagnahefð. Til 30. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TONLIST Laugardagur Háskólabió: Lúðrasveitin Svanur. Kl. 13.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Ásgerður Júníus- dóttir og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. Miðvikudagur Salurinn, Kópavogi: Vox academica, kammerkór Háskóla Islands. Kl. 20.30. Fimmtudagur _ Háskóalbfó: HÍ. Beethoven og Bruckn- er. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Glanni glæpur, sun. 2. apr. Krítarhringurinn, lau. 1. apr. Hæg- an, Elektra, laug. 1., fös 7. apr. Komdu nær, sun. 2. apr. Vér morðingjar, sun. 2. apr. Borgarleikhúsið: Afaspil, sun. 2. apr. Fegurðardrottningin, sun. 2., fím. 6. apr. Kysstu mig Kata, laug. 1., fös. 7. apr. Leitin að vísbendingu, laug. 1., fös. 7. apr. íslenski dansflokkurinn: Goðsagnirnar, sun. 2. apr. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, lau. 1., mið. 5. apr. Leikir, hádegisleikhús, lau. 1., mið. 5. apr. Skækjan Rósa, fím. 6., föst. 7. apr. Hafnarfjarðarleikhúsið: Júlíus _ veru- leikur, sun. 2. apr. Salka, ástarsaga, laug. 1., fös. 7. apr. Loftkastalinn: Panodil, lau. 1„ fös. 7. apr. Bat Out of Hell, sun. 2. apr. Islenska óperan: Haukurinn, lau. 1., sun. 2., mán. 3. apr. Möguleikhúsið: Langafi prakkari, lau. 1., sun. 2., mán. 3. apr. miðv. 5. apr. Draumasmiðjan: Ég sé, sun. 2., þri. 4. apr. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.