Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 5
Vínarborg árið 1910, turn Stefánsdóm- kirkjunnar fyr- ir miðju. Vatnslitamynd eftir Adolf Hitler sem var ungur raun- sæismálari um þær mund- Ir, en þessi raunsæju efn- istök dugðu þó ekki til þess að hann kæmist inn f Listaakad- emíuna. gengu gegnum þær, eins og rithöfundarnir Christine Nöstlinger eða H.C. Artmanns. í lok stríðsins var a.m.k. tíunda hvert hús gamla miðbæjarins gjöreyðilagt. í Floridsdorf, sem er 21. hverfið og liggur í útjaðri borgarinnar, var um helmingur húsa lagður í rúst. Þegar maður gengur eftir aðal- götunni þar, BriinnerStrasse, og ber götum- yndina saman við myndir frá vorinu 1945, sér þess þó hvergi merki. Lögin um viðhald hins upprunalega útlits húsanna gera að verkum að útlendingur trúir því tæpast að kirkjuskip Stefánskirkju hafi ver- ið tætt í sundur, hvað þá að sum fegurstu hús miðbæjarins séu endurbyggð nánast frá grunni. Það er hka erfitt að sjá fyrir sér fimm- tíu ára gamla mynd af lystigörðum borgarinn- ar, svo sem Karlsgarðinum, þegar flatimar þar voru þaktar hvítum krossum; þúsundir af líkum voru urðaðar þar í skyndi í sk. „sondergraben" til að komast hjá rotnun þeirra þar sem þau láguávíðogdreif. Árið 1945 var borginni skipt í fjögur yfir- ráðasvæði Bandaríkjamanna, Rússa, Breta og Frakka, og hermenn þessara ríkja héldu uppi nýjum lögum og reglu í byrjun friðar. Þessi svæði voru kölluð „vemdarsvæði", sem hljómar hjákátlega í ljósi þeirra skelfingu misþyrminga og gripdeilda sem þá fóra í hönd. Varlega er áætlað að um 200.000 konum hafi verið nauðgað í borg sem þá náði ekki hálfri annarri milljón að segja að austurríska þjóðin hefði jafnan leikið ákveðið sáttasemjarahlutverk þar á milli. Það er ekki að ósekju að landið var oft kallað „varðt- urninn við járntjaldið", þegar kalda stríðið var í algleymingi, allt fram til til ársins 1989, þegar utanríkisráðherra landsins, Alois Mock, klippti á hinn táknræna gaddavír við landamæri þá- verandi Tékkóslóvakíu. Hlutskipti Austurríkis var þannig nokkuð annað en flestra annarra Vestur-Evrópuríkja og enn er deilt um hvort þeir eigi að ganga í Atl- antshafsbandalagið. Viðskiptahagsmunir hafa og komið í veg fyrir að innganga í bandalagið hafi nokkum tíma komið til greina, en í dag er hún orðin að einu hitamála í stjómmálaum- ræðu. Eitt helsta hitamálið er reyndar líka hvort eigi að stofna austurrískan atvinnuher, en það er önnur saga.Byggingar Alþjóðamiðstöðvar- innar í útjaðri borgarinnar, í Kaisermuhlen, era alger andstæða barrokkbygginga gamla mið- bæjarins; geypistórar blokkir úr gleri, stein- steypu og stáli. Miðstöðin er ýmist er þekkt sem Donauzentrum, Uno-City eða einfaldlega „Vienna Intemational Centre“. Viðlíka byggingar yrði aldrei leyft að reisa í miðborg Vínar enda allt gert til að viðhalda hin- um þunglamalega glæsileika. Þegar ég heim- sótti alþjóðastofnunina var ég krafinn um vega- bréf og útskýrt fyrir mér að nú væri ég á alþjóðlegu áhrifasvæði. Á Naschmarkt, matvælamarkaði í Vínarborg sem þama er alla daga vikunnar nema á laugardögum, þá er þar flóamarkaður. Það er dæmigert að maðurinn sem þama er f þjónustuhlutverkinu er Tyrki. Ljósm : Halldór Carlsson. Nútíminn í Vínarborg: Kanslarinn heldur ræðu á aðfangadag jóla fram- an vlð Stefánsdómkirkjuna og jafnframt birtist kanslarinn þar á risastórum skjá. Vínarborg fortíðarinnar og glæsileikans: Konungleg móttaka framan vlð Schönbrunn- höllina á 18. öld. Málverk eftir Bemardo Belotto, 1759. landið fengi nafnið „Þýska Austurríki“, eins og tilstóð. Milli stríða ríkti á tímabili bæði óðaverðbólga og atvinnuleysi, og svo mikil varð verðbólgan að atvinnulausir Lundúnabúar gátu búið á dýr- ustu hótelum Vínar fyrir fátæklegan styrkinn sinn, eins og rithöfundurinn Stefan Zweig sagði frá í ævisögu sinni, „Veröld sem var“. Zweig ólst upp í Vín en flúði þaðan í tæka tíð fyrir inn- rás nasistanna. Skrif \jóð- og leikritaskáldsins Hugos von Hofmannsthals lentu líka í hreinsunareldi Þriðja ríkisins, en hann hafði mikil áhrif á hinn unga Stefan Zweig. Milli stríða reyndu íhalds- sinnar og sósíaldemókratar að stjórna landinu í sameiningu en hvorki gekk né rak - þannig er atburðarás dagsins í dag dálítill endurómur þessa tíma. Mitt í þessum hræringum gerjaðist heimur hugsunar og lista. Það er óþarfi að fjölyrða um Vínarbúann Sig- mund Freud og þau áhrif sem hann hafði, ekki hvað síst með hugmyndum sínum um starfsemi undirmeðvitundarinnar, en sjaldnar er minnst á Wilhelm Reich eða skrif Arthurs Sehnitzlers. Verk Schnitzlers fjalla gjarnan um heima á mörkum draums og veraleika og því áttu þeir Freud margt sameiginlegt. Þeir vora og báðir gyðingar og verk þeirra fordæmd á tímabili. Þegar Engelbert Dolfuss varð kanslari árið 1932 urðu hann og íhaldssinnarnir nánast ein- ráðir og sósíaldemókrataflokkurinn snarlega bannaður. Ástandið varð eins og tifandi tíma- sprengja. Þjóðernissinnar, sem jafnan vora kallaðir „Austrofaschisten", sóttu í sig veðrið. Fyrirmyndir þeirra vora fasistamir á Italíu og þjóðemishreyfing Hitlers, sem safnaði æ meira fylgi í Miinchen og Bayem. í febrúar árið 1934 var barist á götum Vínar og lá við borgarastyrj- öld. Þjóðemissinnar tóku Dolfuss af lífi. Ekki varð aftur snúið. Vegur þjóðemissinna var nú upp á við og þegar Hitler ók inn á Hetju- torgið í mars árið 1938 var honum ákaft fagnað af æstum múgnum. Það er vissulega satt að Austurríkismenn veittu litla sem enga mótspymu gegn nasistun- um. En hitt er líka satt að ekkert þjóðríki mót- mælti - ja, nema Mexíkó. Flestar þjóðir litu á innlimunina sem innanríkismál og jafnvel sjálf- sagðan rétt Þjóðverja. 600.000 manns gengu hið snarasta í hinar ýmsu deildir nasistaflokks- ins - og u.þ.b. sami fjöldi austurrískra borgara er talinn hafa látið lífið í fangabúðum, og nánast allir gyðingar flæmdir burt. Menn dáðust að framtakssemi Foringjans, jafnvel þó að í ljós kæmi að það kostaði undar- legar fómir: Brottnám fjölda „óæskilegra borgara". Brauð og vinna era jú efst í huga flestra manna, eða eins og gamli maðurinn á gistiheimilinu í Búdapest sagði við mig um dag- inn; „Þá var nú ástandið skárra hér áður fyrr [þ.e. á tímum kommúnismans]. Nú er hér ekkert nema gleðikonur, glæpa- menn og spilling - og engin vinna.“ íbúar Vínar þurftu að þola ægilegar hörmun- gar í lok stríðsins, svo miklar að varla er hægt að trúa þeim nema lesa frásagnir þeirra sem íbúatölu. Þar vora drakknir Rússar atkvæða- mestir að því er þær örfáu konur hafa síðar sagt, sem hafa fengist til að tjá sig um voða- verkin. Þær lýsa því hvemig þær reyndu að halda sig í hópum, líta draslulega út og jafnvel smyrja sig blóði - þjóðsagan hermdi jú að Rússamir kæmu ekki nálægt konum sem hefðu á klæðum. Um þessa fortíð geta einungis frásagnir eða myndir vitnað. Fyrir Vínarbúa nútímans er þetta „kein Thema“; ekki til umræðu. Hann vís- ar í heimildir eða bendir á söfn. Eldra fólkið vill ekki rifja fortíðina upp og hinir yngri era ein- faldlega áhugasamari um framtíð sameigin- legrar Evrópu. Eða nýja farsímann sinn. Það var engin tihúljun að leikstjórinn Carol Reid ákvað árið 1948 að taka kvikmyndina „Þriðja manninn" upp í ræsum og öngstrætum borgarinnar. Hann hefði aldrei getað látið hanna fyrir sig aðra eins sviðsmynd í stúdíói og við sjáum þegar Harry Lime, leikinn af Orson Welles, berst fyrir lífi sínu innan um húsarústir og rottur eða hendist um í átökum í Risahjólinu (Riesenrad) í Prater-garðinum. Christine Nöstlinger hefur gert dálítið af því að fræða böm um hildarleikinn. Hún skrifar fyrir böm og um böm, og oft á austurrískri mállýsku. Ljóðskáldið H.C. Artmann skrifar gjaman á hreinni Vínar-mállýsku. Hann hefur gefið út aragrúa Ijóðabóka - og ljóð hans era mjög persónuleg. Hann sat meginhluta stríðs- ins í þrælkunarbúðum og hefur lýst þeirri reynslu á einkar persónulegan hátt. Artmann var mjög virkur á sjöunda áratugnum, meðlim- ur í „Anti-P.E.N.“-hreyfingunni og einn stofn- enda „Vínarhópsins" svokallaða. Meðal margra ber hann höfuð og herðar yfir aðra núlifandi höfunda, en Peter Handke er þó öllu þekktari. Hann er að vísu ekki Vínarbúi eins og Hart- mann er og hefur reyndar verið á faraldsfæti meiri hluta ævinnar - skrifaði nú síðast bréf í blöðin frá Belgrad. Handke er af slóvenskum ættum. Honum hefur stundum verið líkt við Beckett vegna tilrauna sinna með absúrd leik- rit eins og „Hneykslun áhorfandans" („Publik- umsbeschimpfung“) sem hann skrifaði aðeins 23 ára gamall, en þar tætti hann niður hið við- urkennda form leikhússins með því að fletta of- an af því það og gera áhorfandanum sífellt ljóst að hann væri jú bara í leikhúsi. Margir þekkja kvikmyndina „Himinninn yfir Berlín" eftir Wim Wenders, en Handke skrifaði handritið að henni ásamt leikstjóranum. Austurríki lék mikilvægt hlutverk í sam- skiptum Austur- og Vestur- Evrópu á tímum kalda stríðsins og ekki væri ósanngjarnt að Alþjóðamiðstöðin hélt upp á tvítugsafmælið í ágúst sl. og hefur verið vettvangur alþjóðlegra ráðstefna sem varða samskipti þjóða Evrópu, auk þess sem þar era stofnanir á borð við UNI- DO (Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna) sem tekið hefur þátt í 16.000 verkefnum í 148 löndum; ODCCP (Eiturlyfja- og glæpaeftirlits- stofnunin); og IAEA, sem sérhæfir sig i rann- sóknum á nýtingu kjamorku. í byggingunni, sem kostaði austurríska ríkið um 45 milljarða íslenskra króna á sínum tíma, era haldnir um fjögur þúsund fundir á ári hverju. Þar bætast stöðugt við ný verkefni - eitt hið nýjasta felst í því að rannsaka og koma í veg fyrir peningaþvætti, og stofnunin hefur um ára- bil starfrækt sérstaka nefnd til að taka á má- lefnum flóttamanna frá stríðshijáðum löndum. _ 170 metra hár Dónártuminn er þar rétt hjá. Útsýnið þaðan er ótrúlegt, þaðan sést langt út fyrir borgina og út í Vínarskógana. Veitinga- húsið á efstu hæðum tumsins snýst í hringi og hafði gert lengi þegar Perlan var vígð. Friðarboðberinn Waluliso var orðin goðsögn í lifanda lífi í Vín áður en hann lést fyrir nokkr- um árum. Ég hitti hann á Kamtner Strasse ár- ið 1984, og aftur í Bankastrætinu fáum árum síðar, - í bæði skiptin hélt hann á rauða friðar- eplinu og var með kransinn á höfðinu. Waluliso ferðaðist víða - nafn hans var stytting á Wasser (vatn) + Luft (loft) + Licht (Ijós) + Sonne (sól). Talandi um höfuðdjásn: Friedensreich Hundertwasser, eða Friedrich Stowasser eins og hann heitir réttu nafni, kom jafnan skemmti- legafyrir sigorði. „í þessum heimi,“ sagði hann einhvem tíma, „verður hver sá konungur, sem setur kórónu á höfuðið. Hvers vegna setur fólk þá ekki kórónu á höfuð sér? Vegna þess að það er hrætt við vera kóngar...“ Stowasser sem nýlega er látinn er nyög þekktur utan heimalands síns og hélt sýningu hér á landi á sínum tíma. Hann er ekki einasta málari, heldur og „arkitektúr-læknir", eins og hann kallar sig. I krafti þessa framlega starfs- heitis umbreytir hann gjaman útliti húsa með skreytilist -eða reisir þau einfaldlega sjálfur. í dag tilheyrir Stowasser „gamla skólanum" í austurrískri myndlist. í Vín era fleiri furðufuglar. Einn þeirra er Edwin Lipburger, sem reisti sér kúluhús sem hann kallar „Kugelmugel“ og hefur ferðast með þetta „fríríki" sitt, eins og hann kallar það, um landið þvert og endilangt. Ég heimsótti hann á sínum tíma í kúluna þar sem hann hafði komið henni fyrir í Prater-garðinum og reist „landamæri" í kring. Hann krafðist vegabréfs LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. APRÍL 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.