Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 15
ÍSLENSK VEÐURMET 4 Vetur í Reykjavík. MorgunbloðiS/RAX TUHU,GU STIGA FROSTI REYKJAVIK EFTIRTRAUSTA JÓNSSON Sumarliði Halldórsson, skógfræðingur frá Krossi á Akranesi, einn af hugsjóna- mönnum aldamótanna. Hann skráði fyrstu véla- vinnubókina í maí 1919. Björn Lárusson bóndi á Ósi á Akranesi. Hann átti þátt í að fyrsta skurðgrafan var keypt til landsins árið 1942. Þórður Ásmundsson, útgerðarmaður á Akranesi, var frumkvöðull að vélvæð- ingu sjávarútvegs og land- búnaðar við upphaf 20. aldar. búnaðurinn yrði einnig vélvæddur, svo hið erf- iða land okkar yrði brotið undir tún og aðra ræktun á sama hátt og hjá nágrannaþjóðun- um. „Gríður" gengur útúr þjóðsögunni Ekki er tími hér og nú að rekja þessi bréf, en ég ætla að lesa í staðinn útdrátt úr dagbók Sumarliða við garðræktina á Ósi í Skilmanna- hreppi, í maí árið 1919 - en það var einmitt rúmlega hálfu ári eftir að fyrsti traktorinn - Akranestraktorinn - kom til landsins, og þá að tilhlutan Þórðar Ásmundssonar, í ágúst 1918: Maí 1919. Útdráttur úr dagbók við garð- ræktina á Ósi 1919: 7. maí fór ég inn að Ósi. Mokaði upp þara með Birni og Ásgeiri, til áburðar í garðinn. 8. maí sama vinna og í gær með sömu mönn- um. 13. Með Þórði að setja saman herfi. 14. Með Þórði með vélina á leið inn að Ósi. Gríður gisti í holtunum. 15. Komumst með Gríði inn í skörðin. Lárus varð eftir á Ósi; fór að aka þara. 16. Vélin komst á áfarigastað. Ekið upp þara með henni og hestum. 17. Ókum enn þara með vél og hestum. 19. „Freyr“ kom með útsæðið. Þórður plægði. 20. Þórður og Gríður plægja. Samkomulag þeirra eigi sem ástúðlegast. - Gerðum skiu-ð- inn. 21. Enn plægir Þórður. - Þurfti heim eftir bensíni. - Byrjuðum á hádegi að sá. Plægðum jarðeplin niður með einum hesti fyrir plógnum. 22. Þórður lauk við að plægja. Fór heim með Gríði og tók Davíð til samfylgdar. Ekið haug að heiman í garðinn og sáð jarðeplum. 23. Lukum við að sá í norðurhluta garðsins og byrjuðum á syðri hlutanum. 24. Sama vinna. 26. Inn að Ósi kl. 6 í morgun. Lukum við sán- inguna kl. 3. Hefur nú verið sáð 1243 kg af jarðeplum í c. 2 dagsláttur. Lárus varð eftir á Ósi til að gera við girðinguna um garðinn með Bimi. 27. Lárus kom í kveld. Höfðu þeir Bjöm lok- ið við girðinguna. Heimaskaga 27. maí 1919. Sumarliði Halldórsson Grúskað í nöfnum Eftir að hafa lesið þennan útdrátt Sumarliða Akraneskaupstaður Qær. gat ég engan veginn gert mér grein fyrir hver þessi Gríður væri. Björn á Ósi þekkti ég, en hann var faðir Lámsar okkar á Ósi, sem býr hér á Höfða. Þarna er einnig minnst á Láms, sem mun þá vera faðir Björns. Ásgeir er lík- lega Ásgeir Björnsson á Litlabakka (f. 1879) og Davíð líklega Davíð Sigurðsson frá Hnaus- um (f. 1873). Þórður er Þórður Ásmundsson og „Freyr“ er báturinn, sem flutti útsæðið. Ós er bær á Akranesi, sem tilheyrir nú Skilmanna- hreppi og Heimaskagi er fyrsta býlið á Skipa- skaga, en þar bjó Sumarliði í maí 1919. Það má geta þess hér að Björn Lámsson bóndi á Ósi átti síðar þátt í því með Þórði að flytja til lands- ins fyrstu skurðgröfuna (Priestman Cub) - ár- ið 1942 - en fyrsta verkefni hennar var einmitt að grafa skurði í Garðaflóa á Akranesi. Til að reyna að komast að því hver Gríður væri þá hafði ég tal af Lámsi á Ósi, en hann var þá staddur í sjúkraþjálfun hjá henni Lísu. Hann kannaðist við margt það sem stóð í út- drættinum, en kunni þó ekki skil á Gríði. Síðar þennan sama dag sem ég ræddi við Láms þá kemur Lísa sjúkraþjálfari til mín, en hún hafði þá spurt hina öldraðu sem komu til hennar í sjúkraþjálfun seinnipartinn, hvort þeir kynnu nokkur skil á orðinu Gri'ður. Enginn hafði heyrt minnst á það forna orð, nema hún Jónína okkar Bjarnadóttir, sem fór með þessa rímu fyrir Lísu: Fjallagríður fékk svo mælt: Föngin-matar gjörvöll dvína. Þvívið höfiimhéraffætt: Hildi, vinkonuna þína. Þetta erindi sagði hún vera úr Búa rímum eftir Grím Thomsen, en faðir Búa þessa nam Kjalames eins og kunnugt er. Sagði Jónína að Gríður hafi verið tröllkona. Vélarhl jóð rýfur þögnina Nú fór að renna upp fyrir mér ljós, því margt eldra fólk hér á Akranesi segist aldrei geta gleymt því nýja hljóði, sem heyrðist hér á Skaganum í ágúst 1918; hljóðinu í fyrsta trakt- omum sem kom til landsins, vélarhljóðinu sem rauf þögnina löngu í sveitum landsins, sem ríkt hafði frá því sögur hófust. Þama var þá lifandi komin skessan úr þjóðsögunum, þessi vélplóg- ur sem minnti á tröllkonuna. Vélin skyldi því Gríður heita, hvað annað! Eða eins og segir í Snorra-Eddu: „Gríðr og Gnissa - Grýla - Brýja“. Minna má á að Reykvíkingar kölluðu fyrstu malbikunarvélina sína Bríeti í höfuðið á þekktum kvenskörungi, en fólki var oft gjarnt að skíra ný tæki og tól eftir frægu fólki, helst kvenfólki. Þekkt er einnig fallbyssan úr fyrra stríði sem bar heitið Stúra Berta, en hún skaut kúlum lengra en allar aðrar byssur. Garðaflóinn á Akranesi var erfiður yfirferð- ar fyrr á öldum, blautur með keldum. Það vom því ekki tilviljanir sem réðu því að fyrstu til- raunir með notkun á landbúnaðarvélum vom gerðar einmitt þar. Fjrrsti traktorinn (Avery) í ágúst 1918, fyrsta beltaskurðgrafan (Priestm- an Cub) í júni 1942 og fyrsta beltajarðýtan (Intern. TD 9/Bucyms Erie) í ágúst 1943. Ég taldi víst að orðið Gríður hefði horfið úr nútímamáli, eftir að Akranestraktorinn varð allur, en það er nú öðru nær. Gríður tröll- skessa skilur eftir sig nokkrar líkingar sem byrja á „gríðar" og merkja „afar“, svo sem gríðarlegur, gríðarsterkur og gríðarstór. Þessi stutta frásögn var m.a.til þess ætluð að vekja athygli fólks á því að hugsa sig um tvisvar áður en gömlum pappímm eða munum er kastað á haugana. Ef blaðadraslinu sem ég hafði undir höndum hefði verið fleygt, þá hefði þar horfið að eilífu fyrsta dagbókin um vinnu á fyrsta traktornum sem kom til landsins árið 1918, að ógleymdum ýmsum öðram upplýsing- um, sem varða atvinnusögu Akraness. Höfundurinn er íramkvæmdastjóri Dvalarheimilis- ins Höfðo á Akranesi. Greinin er hluti erindis sem Ásmundur flutti á sameiginlegri kvöldvöku starfs- manna og íbúa Dvalarheimilisins HöfSa 5. nóv. sl. HINN 21. janúar 1918 mældist 24,5 stiga frost í Reykjavík. Þetta er mesta frost sem þar hefur mælst og talsvert meira en það mesta síðan. Frost hefur sjaldan náð 20 stigum í Reykjavík og aldrei eftir 1918. í janúar 1971 munaði þó litlu því þá mældist hiti -19,6°C stig að morgni þ. 30. Þá mældust -25,7° á Hólmi skammt fyrir utan bæinn. Næstmesta frost sem vitað er um mældist 22. mars 1881, -22,1°. Talan á mælin- um var -23°, en töflur dönsku veðurstofunnar segja mælinn hafa verið 0,9° of lágan. Dagana á undan hafði frostið einnig farið í 20°, -21,1° þ.20. og -21,7° þ. 21. Þ. 19. var frostið 19,7°. í janúar þetta sama ár komu líka fádæma kaldir dagar: Að morgni 28. var lágmarkshiti -20,1° og þ. 27. -19,6° og -20,0 þ. 26. Mikið fárviðri gekk yfir landið í kjölfar janúarfrostsins og byrjaði það þ. 28. Um kvöldið var frostið í Reykjavík 17 stig og norðan stormur. Nóttina eftir var fárviðri að sögn athugunarmanns og frostið um 15 stig. Mesta frost í febrúar þennan harða vetur var 17 stig. í mars 1892 fór hiti niður í -19,6°C. Fyrir 1870 eða svo vom hitamælingar í Reykjavík ekki samfelldar. Jón Þorsteinsson mældi 3 sinnum 20 stiga frost, en hann gerði veðurathuganir á áranum 1820-1854. Veturinn 1835 var mjög harður og fór frost í Reykjavík tvisvar í 20 stig. Það var 18. janúar og síðan 6. og 7. mars. \ Tuttugu stiga frost mældist einníg 18. febr- úar 1839. Rasmus Lievog á Bessastöðum var ekki með lágmarksmæli, en á venjulegan hita- mæli las hann þrisvar 20 stiga frost: Þ. 29. jan- úar 1782, en þá var frostið 20,3 stig, þ. 18.1. 1784 og 29.1. 1785 var einnig 20 stiga frost. Grunur leikur á að mælirinn sem Lievog notaði 1782 hafi sýnt of mikið frost, en hið gagnstæða hafi átt við mælinn sem var í notkun síðari ár- in. Á áranum frá 1906 (þegar ritsíminn kom til landsins) til 1920 vom reknar hériendis veð- urskeytastöðvar sem að sumu leyti vom frum- stæðari en hefðbundnar stöðvar dönsku veð- urstofunnar. Frá og með janúar 1907 var veðurstöðin í Reykjavík þessarar gerðar, en hefðbundnar athuganir lögðust tímabundið af. Stöðin var við Bergstaðastræti árið 1909, en hversu lengi hún var þar er ekki vitað, en lík- legt er að hún hafi verið komin að símstöðinni 1918. í stað gömlu Reykjavíkurstöðvarinnar var sett upp stöð á Vífilsstöðum 1910. Þar var mæliskýli með gamla laginu. Þrátt fyrir frem- ur frumstæðan búnað á Bergstaðastrætinu vom athuganir gerðar nokkuð samviskusam- lega og em þær ekki ótrúverðar. Þó em líkur á að hiti yfir miðjan daginn kunni að hafa verið heldur hærri en verið hefði í hefðbundnu vegg- skýli. En það kemur lágmarksmetum ekki við. Ekkert bendir til þess að hitamælirinn hafi sýnt of lágar tölur. Lágmarksmælir var hins vegar enginn. Það kemur þó ekki svo mjög að sök því al- gengast er að lágmarkshiti sólarhringsins sé um það leyti sem morgunathugun var gerð, á sumrin að vísu nokkm áður. Gísli J. Ólafsson var aðalathugunarmaður á þessum áram (1913-1919) og sennilega var það hann sem fékk þann heiður að lesa kuldametið af mælin- um. Austan strekkingur og dálítil snjókoma var að morgni þ. 19. janúar og frostið 7,8 stig. Vindur gekk síðan til norðurs af svipuðum styrk. Síðdegis kl. 16 vom norðan 7 vindstig, hálfskýjað og frostið 10,8 stig. Kl. 6 þ. 20. var hitinn -20,4° , kl. 13 -21,5°og -22,5 kl. 16. Að morgni 21. kom metið í logni og heiðskím veðri, -24,5°C. Kl. 13 var frostið 22,1 stig og 22,3 stig kl. 16. Morguninn eftir (22.) var aust- an andvari, hálfskýjað og 11,2 stiga frost og kl. 13 var frostið komið niður í 5,5 stig. Einnig varð mjög kalt í Reykjavík 6. og 7. janúar og að morgni þ. 6. var frostið 16,7 stig. Á Vífilsstöð- um var mjög kalt. Þ. 21. fór frostið þar í 28,0 stig og er það trúverðugt. Þ. 6. er talan -29,0°C færð á athugunarblað, en hún er ótrúverðug, því hún er 9 stigum neðar en morgunhitinn (-19,5°). Kl. 21 að kvöldi 20. (daginn fyrir lágm- arksmetið) var frostið á Vífilsstöðum 26 stig. Athuganirnar á Vífilsstöðum vom á þessum ámm dálítið skellóttar og greinilegt að athug- unarmaður hafði ekki fengið mikla tilsögn. Höfundur er veðurfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.