Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 14
„ FJ ALLA- GRIÐUR FÉKK SVO MÆLT ..." Fyrsta skurðgrafan var af gerðinni Priestman Cub og tók hún til starfa í Garðaflóa á Akranesi 1. júní 1942. Skurðgrafan var keypt til landsins að tilhlutan Þórðar Ásmundssonar, útgerðar- manns á Akranesi, og Björns Lárussonar, bónda á Ósi í Skilmannahreppi. Grafan er nú varðveitt í Þjóðminjasafni islands. BROT ÚR ATVINNUSÖGU AKRANESS EFTIR ÁSMUND ÓLAFSSON í nóvember síðastliðnum voru liðin 80árfrá því f/rsta vinnuvéladagbókin á 1: sland i var færð. Árið áður, í ágúst 1918, hófst vélvæðing landbúnaðarins með kaupunum á Akranestraktornunn, en þau kaup mörkuðu upphaf þeirrar byltingar í landbúnaði sem átti sér stað tíu árum síðar. SEINT á sl. ári fann ég í gömlum fórum föður míns dagbókar- blað sem Sumarliði Halldórs- son, skógfræðingur, hafði fært í maí árið 1919. Sumarliði, sem margir eldri Akurnesingar muna vel eftir, var fæddur 1881; var m.a. bróðir Sigurðar skósmiðs Halldórssonar, en kona Sumarliða var Sigríður Guðmundsdóttir, Thorgrímsens frá Belgsholti. Sumarliði var einn hinna mörgu ungu hugsjónamanna sem kenndir voru við aldamótin og vildu hag Akraness sem mestan, bæði til sjávar og ekki síður til sveita. Sumar- liði stofnaði KFUM á Akranesi með Séra Friðriki Friðrikssyni og var lengi meðhjálpari í Akraneskirkju. Einnig var hann um mörg ár samstarfsmaður Þórðar Asmundssonar út- gerðarmanns og aðstoðaði hann við að afla upplýsinga um ýmislegt sem til framfara mætti horfa. Móverksmiðja í Garðaflóann Nokkur bréf fann ég einnig sem hann skrif- aði Þórði frá árinu 1908 til 1918. M.a. má sjá í bréfi frá Sumarliða til Þórðar árið 1916 - en þá dvaldi hann í Danmörku - að hann fer að skoða móverksmiðju, en Þórður hafði einmitt hugsað sér að reisa slíka verksmiðju hér á Akranesi, einhverju mesta mósvæði landsins. I bréfi Sumarliða gerir hann Þórði m.a. grein fyrir kostnaði við að reisa slíka verksmiðju. Minna má á að mórinn var Akumesingum í gamla daga samskonar verðmæti og olían er í dag Noregi og öðrum olíuríkjum. Svo lengi var mórinn talinn verðmætur að þegar olíukrepp- an gekk yfir heiminn var í alvöru hugleitt að kynda ofna Sementsverksmiðjunnar með món- um úr Garðaflóanum, en það er önnur saga. Margir Akurnesingar á fyrri hluta þessarar aldar litu á Garðaflóann og mósvæðin í honum Akranes-traktorinn kom 12. ágúst 1918 og var fyrsta vélknúna landbúnaðartækið sem til ís- lands kom. Kaupendur voru Þórður Ásmundsson og Bjarni Ólafsson á Akranesi. Undir stýri mun vera Vestur-íslendingurinn Jón Sigmundsson, sem setti vélina saman og kenndi á hana. Maður- inn til hægri mun vera Jón Diðriksson í Elínarhöfða. á svipaðan hátt og litið er á Eyjabakka og raf- orkuverin í dag. Til marks um það er vísan sem Ámi Böðvarsson, síðar sparisjóðsstjóri, orti um Þorstein á Grund eftir fund sem haldinn var í Báruhúsinu sumarið 1926, þar sem rætt var um sameiginlega rafstöð fyrir plássið, en Þorsteinn gegndi trúnaðarstörfum við mó- mælingar: Þar Þorsteinn kom á sínum svarta frakka. Sat um stund og ekki lengi beið. Hann talaði af tungu og af hjarta og talaði eitthvað svona á þessa leið: „Ég ætla að láta allan Sbgann vita að ég er á móti rafmagnssuðu og hita. Því ef almenningur hætti að hugsa um móinn þá yrði hann harla lítils virði Garðaflóinn." Sumarliði var í Danmörku við nám í skóg- fræði, og bað Þórður hann því að kanna ýmis- legt fleira fyrir sig sem hann hafði í huga að framkvæma, en Þórður hafði ásamt nokkrum ungum sjómönnum á Akranesi verið í farar- broddi, sérstaklega hvað alls kyns vélvæðingu varðaði. Þeir ungu félagar voru m.a. fyrstir á Akranesi til að vélvæða dekkbát - Fram - árið 1906, og langaði nú að stuðla að því að land- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.